Lögberg-Heimskringla - 14.12.1972, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 14.12.1972, Blaðsíða 1
Jan. 73 Bergsteinn Jonsson, Box: 213 REYKJAVIIC; Iceland íslenzk Lúsía á CBC í Toronto í gaer — 13. desember — var Lúsíumessa, en Lúsía er sú ljósagyðja er slær bjarma á hið myrka skammdegi. Á henni hafa Svíar méstar mætur allra Norðurlandamanna, en þó fór svo að þetta árið lenti kertakórónan á höfði Vestur íslenzkrar fegurðardísar, Miss Önnu Teitsson í Toronto, og þeir sem eru svo lánsamir að búa í Toronto fá að sjá hana á prógraminu "Whai on Earth" 23. desember, kl. 12.30 e.h. Anna var kosin Miss Interna- lional Caravan síðastliðið sumar og sótlu 42 fegurðardísir um þann heiður. Nú hefir hún einnig verið kosin Miss Scandinavia 1973, og fær að ferðast sér að kosnaðarlausu um öll Norðurlönd næstkomandi sumar. Hö sber g - ^etmökrtngla Stofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 86. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. DESEMBER 1972 @ NÚMER 38 GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝAR Stjórnarnefnd íslendingadags Hús Stephans G. Stephanssonar Þessa ieikningu af húsi Klettafjalla skáldsins gerði Árni Elvar þegar hann heimsótii Markerville, Alta., með Lúðrasveit Reykjavíkur sumarið 1972. Á ársfundi íslendingadags- nefndarinnar, sem haldin var á Gimli 26. nóvember s. 1. var lýst yfir að búið væri að ganga frá því að gera hátíð- ina löggilt fyrirtæki (incorpo- rated) undir nafninu The Ice- landic Festival of Manitoba. Dennis N. Stefanson var kos- inn formaður stjórmamefnd- arinnar, fyrsti varaformaður Ted Arnason, annar varafor- maður Ernie Stefanson, gjald- keri Haraldur Goodmanson, ritari Miss Mattie Halldorson, fyrrverandi formaður Brian L. Jakobson. F o r m e n n hinna ýmsu nefnda er eiga að sjá um að íslendingadagurinn gangi yfir landið með gömlum og góðum glæsibrag næstkomandi sum- ar eru: Haraldur Bessason, Ted Arnason, Gordon Peter- son, John Arnason, Emie Stefanson, Dave Solmundson, B. Valdi Amason, Rudy Bris- tow, Kardy Geirholm, Terry Tergesen, dr. W. Kristjanson, dr. K. Sigmundson, H. Good- manson. Á aðfangadags-kyeld Hér situr hún forsæla — af skútum og skóg1 Hún skugga-mynd dregur á nýfallinn snjó Unz hlíð hver úr ljósmáli er liðin Með bl'ánótt á hælum sér, horfin. úr sýn, I heiðríka vestrið, þar kveldroðinn skín Er fagrahvel fjallvegu riðin. Því hér er um miðaftan niðadimm nótt í norðri. — En sól hraðar göngunni skjótt Um fjarandi skammdegis skuggarm. Á jólakveld ljósvöku lengir ’ún hót, Og Ijóskveikju flýtir við daggesta mót, Er nýárið guðar á gluggann. Og verði þér aðfara-æfin þín jól, Og auðnan þér nýár með hækkandi sól En minkandi myrkur og snjóa, Unz kveldið frá morgninum aðgreint ei er — Og aukist svo vaxandi hugmyndir þér Sem vorfrjóu vellirnir gróa. Stephan G. Siephansson Dennis N. Slefanson 1893 Hugsað til landnóms hótíðarinnar Islendingafélagið The Ice- landic Canadian Club of B.C. hefir afráðið að koma upp $1000 sjóði er ganga á í kostn- að við rannsóknir varðandi efni í filmu, sem nú er í und- irbúningi af frumbýlingslífinu í Manitoba, 'þegar íslendingar námu þar land árið 1875. Filman verður gerð á vegum National Film Board, og er það von manna að National Film Board, C.B.C. og aðrar starfsdeildir stjórnarinnai- standi aðal kostnaðinn af henn.i Hefir Robert Ásgeirs- son nú þegar hafið rannsókn- ir á landnámssögu íslendinga í Vesturheimi. Sjóður sá sem Icelandic Ca- nadian Club of B.C. vill stofna á að ganga til að komast yfir fornar myndir og muni, dag- bækur og sendibréf, og til að leyta uppi heimilisstæði land- nemanna, og forn hús, ef ein- hver standa. Mun að mestu leyti verða unnið að rann- sóknum þessum í Manitoba og miðstöð starfsmannsins verða í Winnipeg. Áætlað er að filman verði fuldgerð sum- arið 1975. Afbragðs veiði í laxám Veiði í laxám á íslandi var afbragðsgóð í sumar, og um miðjan september voru taldar líkur til að um algjört metár (record year) yrði að ræða. Tiltölulega meira hefir verið um stóra laxa. Eru það taldar afleiðingar af árinu í fyrra, en þá var mikið smálaxa-ár og laxinn, sem ekki gekk upp í árnar í fyrra gekk upp í þær í ár.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.