Lögberg-Heimskringla - 21.12.1972, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 21.12.1972, Blaðsíða 1
Jan. 73 •Eergst'einn Jonsson, Eox 218 REYKJAVrK; Iceland Næsto blað 11. janúar Með þessu blaði endurlekur Lögberg-Heimskringla innilegar hálíðar kve'ðjur og óskar lesendum sínum gleði og góðs gengis á komandi ári, kveður svo í svipinn, en guðar aflur á skjáinn 11. janúar, þegar menn eru farnir að ná sér eflir hálíðarnar, vilja sitja í mak- indum og lesa blað. Önnur hálíð er samt í vændum innan skamms. Þjóðræknisþingið á að standa dagana 26. og 27. janúar. Er það nánar skýrt í auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Hö gberg - ^etmöfer ingla Stofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 86. ÁRGANGUR - WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 21. DESEMBER 1972 © NÚMER 39 Vinirnir gleymdu ekki að minnasf gullbrúðkaupsins aði í Winnipeg, hefir setið í stjórnarnefndum Þjóðræknis- félagsins og Icelandic Cana- dian Club, og verið virkur meðlimur F y r s t a lúterska safnaðar ií Winnipeg. Hann stundaði prentiðn við viku- blaðið Lögberg og gerðist for- stjóri útgáfufélags þess. Þeg- ar íslenzku blöðin Heims- kringla og Lögberg samein- uðust, tók Jóhann stöðu hjá Wallingford Press, þar sem blaðið er nú prentað. Hefir hann ætíð borið hag blaðsins fyrir brjósti og reynst því haukur í horni í hvívetna. Hann hefir sitið í útgefenda- stjórn blaðsins og var formað- ur hennar síðastliðið ár. Jóhann er góður raddmað- ur, hefir yndi af tónlist og söng, syngur í söngflokki Fyrsta lúterska safnaðar og tilheyrði Karlakór Islendinga í Winnipeg á meðan hans naut við. Píanóið stendur líka á Joe og Svana Beck eru þau venjulega kölluð, v i n s æ 1 u hjónin við Ingersoll götu í Winnipeg, sem flestir Islend- ingar og ótal annarra manna í borginni þekkja. Fullum nöfnum heita þau Jóhann Þorvaldur og Arnbjörg Svan- hvít. En ylríkt vinarþel segir bezt til sín þegar gripið.er til stuttnefnanna, og því er eðlilegt að þau leiki á allra vörum þegar tálað er um Jó- hann og Svanhvíti Beck. Gestrisni og góðvild hafa búið um sig á heimili þeirra í hálfa öld, og þeir munu nú orðnir nokkuð margir sem þar hafa átt athvarf á meðan þeir komu fyrir sig fótunum í Winnipeg. Er það haft eitir fleirum en einum að húsmóð- irin hafi hlynnt að þeim eins og hún ætti í þeim hvert bein. Og þegar jólin nálgast hvarla víst hugir margra að hvíta húsinu sem stóð við göt- una, og stendur þar enn, með b r o s a n d i húsráðendur við opnar dyr, og ylmandi jól í hverjum krók og kima, því Joe og Svana eru fundvís á þá sem gætu orðið útundan og einmanna um jólin. Það hefir verið yndi þeirra beggja að miðla jólagleðinni, svo að- eins eitt sé talið af því sem þau hafa látið af hendi rakna í kyrrþey, svo hlýrra og bjart- ara yrði um þá einstaklinga, sem urðu á vegi þeirra. Þau leggja líka ómældan skerf til ýmsra félagsmála ís- lendinga í Winnipeg. Svana er alltaf boðin og búin til að taka þátt í hinum erfið- ustu og tímafrekustu störfum er konur taka að sér í Fyrsta lúterska söfnuði, Þjóðræknis- félagi íslendinga í Vestur- heimi og öðrum samtökum íslendinga í borginni. Ekki eru þau heldur orðin fá litlu börnin sem hún hefir tekið inn á heimilið og annast um lengri eða skemmri tíma þeg- ar þeim lá á að öðlast tafar- laust móðurlega aðhlynningu. Jóhann er félagslyndur og ósérplæginn starfsmaður hvar sem hann kemur við félags- mál. Hann var einn af for- að stór hluti af Hrauninu ustumönnum Good Templara I verði tekin undir hús. Er það reglunnar á meðan hún starf-1 illa farið, því Hraunið er mjög Jóhann og Svanhvít Beck sínum stað og gegnir sínu hlutverki á heimilinu, því börnin hafa erft tónlistargáf- una og notið menntunar á því sviði. Því var ekki ætlað að spyrj- ast utan fjölskyldunnar að hjónaband þeirra Joe og Svönu ætti 50 ára afmæli 2. Framhald á bls. 3. Frétfabréf úr Eyjum Þá kemur þriðja og síðasta fréttabréfið úr Eyjum á þessu ári. Ef einhver afkomandi út- flytjanda frá Vestmannaeyj- um hefur lesið þessi bréf þætti mér gaman að vita gm það. — í gamla daga var fyrst rætt um tíðina. Sumarið var vot- viðrasamt með afbrigðum, en veðurfar hæglátt. 1 byrjun ágúst kom norðanátt með góð- um þerri, stóð í tæpan hálfan mánuð. Þessi kafli bjargaði heyskapnum. Nú eru fáir bændur í Eyj- um og fer víst fækkandi. Magnús Magnússon k e y p t i kúabú bæjarins í Dölum eftir 1960 og hefur rekið þar mynd- arlegan búskap. Talið er að hann sé að hætta. Þorbjöm í Kirkjubæ rekur stórt kúabú. Það mætti segja mér, að hann þraukaði lengst við búskap- inn. í Eyjum er land þröngt og íbúðarhúsin leggja undir sig meira og meira af landinu. Skipulagið gerir nú ráð fyrir eftirsótt útivistarsvæði. I haust hefur verið erfið tíð til sjósóknar, því oft hefur verið vindasamt. I sept. stund- uðu 56 bátar veiðar héðan, 52 með botnvörpu og 4 með net. Heildaraflinn frá áramótum til sept. loka var 34.132 lestir. Er þá humar ekki meðtalinn, en sá aíli var ekki mikill. — Tveir bátar hafa verið og eru enn á síldveiðum í Norðursjó. — Það er uggur í mörgum v e g n a stórum minnkandi þorskafla ár frá ári. Nokkrir nýir bátar hafa bætzt í Eyjaflotann frá ára- mótum. Gunnar Jónsson 150 tonn, eigendur Jón Valgarð Guðjónsson og Einar Sigurðs- son (Einar ríki). Surtsey 105 tonn, eigendur Erling Péturs- son og Einar Sigurðsson. Þá hefur Sveinn Hjörleifsson út- gerðarmaður keypt 268 tonna bát, var smíðaður árið 1967. Ennfremur eru væntanlegir 4 bátar fárra ára gamlir. Þeir eru frá rúmum 2900 tonnum upp í 294 tonn. Þá er bréfrit- arinn kom fyrst til eyja (1930) þóttu 20 tonna bátar mikil skip. Nú á að fara að gera út skuttogara frá Eyjum. Hann heitir Vestmannaey og er tæp 500 tonn, smíðaður í Japan. Menn eru nú að fara héðan til að sækja togarann. Er tal- ið, að ferðin heim taki um tvo mánuði. Síðasta laugardag í sept- ember fór fram útför þriggja mætra borgara frá Landa- kirkju. Séra Þorsteinn L. Jónsson jarðsöng. Hann þjón- ar nú Ofanleitissókn einn, en séra Jóhann S. Hlíðar, prest- ur hér í 18 ár, var nýlega kos- inn sóknarprestur í Nessókn í Reykjavík. Allir voru þessir menn tengdir sjávarútveginum og hinni öru þróun hans. Ólafur Isleifsson var formaður lengi. Hann var sonur ísleifs Guðna- sonar frá Hallgeirsey í Land- eyjum, bróður Jóns bónda þar og ágætis formanns með Sig- ursæl. Móðir Ólafs var Sigur- laug Guðmundsdóttir, skapt- fellsk greindarkona. Ólafur var aflamaður, mikill sjósókn- ari, en farnaðist vel. Hann var sérstakur hirðumaður með Framhald á bls. 7. íslenzka kennd í barnaskólum á Gimli? Allt bendir nú til að ís- lenzkar menningarerfðir eigi langt líf framundan í höfuð- stað Nýja íslands, sagði for- seti Gimlideildar Þjóðræknis- félags íslendinga í Vestur- heimi, Mrs. Laura Tergesen, á skemmtisamkomu deildar- innar. Samkoman var haldin á Fullveldisdegi íslands, 1. desember. Mrs. Tergesen sagði að líkur væru_ til að ís- lenzka yrði kennd í barna- skólum á Gimli, og að nokkr- ir sjálfboðar hefðu allareiðu gefið kost á sér til aðstoðar við slíka tilsögn. Aðal tilgangur samkomunn- ar var að hefjast handa um viðhald og fegrun gamla ís- leznka grafreitsins á Gimli. Á allur arður af samkomunni að ganga í sjóð því málefni til stuðnings. Mrs. Tergesen skýrði sögulegt gildi þessa elzta íslenzka grafreits í Kan- ada, og kvað hann þess verð- an að honum sé haldið við. Sjóðurinn verður í vörzlum Gimli bæjar, og undir umsjón nefndar, sem samanstendur af bæjarráðsmönnum og með- limum Gimlideildar Þjóð- ræknisfélagsins. Mrs. Terge- sen sagði að gjafir í sjóðinn yrðu þakksamlega þegnar, og mættu sendast til gjaldkera Gimlibæjar, Mr. Abe Berg- man, eða til Mr. Adolf Holm, gjaldkera Gimlideildar Þjóð- ræknisfélagsins. Hún þakkaði bæjarstjóranum, Mrs. Violet Einarsson og bæjarráðinu fyr- ir að hafa annast grafreitinn eftir föngum upp til þessa.. Söngflokkurinn frá Árborg jók mjög á unað kvöldsins. Hann hafði valið margt úr „Sound of Music“, en ein- söngvarar voru Mrs. Geral- dine Finnson, Mrs. Kristine Johnson, Mrs. Foster og Mr. David Gíslason. Mr. Steindór Holm skýrði efni söngleiksins og kynnti söngfólkið. Kórinn söng einnig nokkra sálma og þjóðsöng Íslands, Ó, guð vors lands. Kórnum stjórnaði Mrs. Kristine Johnson, Mrs. Magn- i ea Sigurdson annaðist undir- leik en Mr. Bill Pálson kynnti Framhald & kls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.