Lögberg-Heimskringla - 21.12.1972, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 21.12.1972, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. DESEMBER 1972 3 Gull minninganna Gullbrúðkaupskveðja til Jóhanns Þorvaldar og Svanhvítar Beck, 2. des. 1972 Kvöldskinið varpar gulli á genginn dag. Gleðiríkt ykkur hljómar þakkalag ættingja og vina austan hafs og vestan; _ auðinn þann veit ég fegurstan og beztan. Lengi til góðs þið gengið hafið braut, gæfan að launum ykkur féll í skaut: — Virðing og ástúð ykkur krýna sóma, ævina förnu sveipa björtum ljóma. Bróðir og systir! Hafið heita þökk; hjartans frá grunni mínum, djúp og klökk, flytur hún kærleikshuga minn og minna, morgunhlý fléttast kveðjum allra hinna. RICHARD BECK Frá Þjóðræknisfélaginu i Winnipeg, 2. desember 1972 Kæru vinir Svanhvít og Jóhann: Fyrir hönd stjómar Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi, færi ég ykkur hugheilar hamingjuóskir í tilefni af gullbrúðkaupsdeginum, sem ég vona að verði ykkur bjartur og fagur, og að svo megi verða um öll ykkar ókomnu æfiár. Hið frábæra og fómfúsa starf, sem þið hjónin hafið lagt til vestur-íslenzkrar þjóðræknisstarfsemi, sem og virk þátt- tafca ykkar í sérhverjum félagsskap Vestur-íslendinga hér í þessari borg. I áratugi hefir Jóhann Th. Beck verið einn traustasti máttarstólpi Þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi, lengi verið í aðalstjórn félagsins, og er svo enn í dag. Blaði okkar Lögberg-Heimskringla hefir Jóhann Th. Beck verið sérstakur hollvinur, og sem formaður útgáfunefndar og fraimkvæmdarstjóri leyst af hendi undravert starf. Allt þetta verður auðvitað aldrei fyllilega þakkað. Að lokum kæru vinir, vildi ég persónulega og fyrir hönd fjölskyldu minnar, færa ykkur þúsundfaldar þakkir fyrir þann hlýhug og vináttu í ökkar garð, sem þið hafið sýnt okkur frá fyrstu kynnum. Guð blessi ykkur góðu vinir, og megi gæfa og gengi jafnan með ykkur vera. Ykkar einlægur vinur, Skúli Jóhannsson. íslenzka kennd í barnaskólum? • Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SKÚLI JÓHANNSSON 587 Mlnlo Slreel, Winnipeg 10, Manitoba Slyrkið félagíð með því að gerast meðlimir. Ársgjald — Einstaklingar S3.00 — Hjón $5.00 Sendist lil fjármálaritara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Doininion St„ Winnipeg 3, Manitoba. Phone: 783-3971 Framhald af bls. 1. hvert a t r i ð i á skemmti- skránni. Hópur unglinga úr Minerva 4-H klúbbnum sýndi pólska þjóðdansa undir stjórn Mrs. Marilyn Johnson. Meðal þátt- takenda voru David og Ed- ward Denchuk, Sandra og Sharon Sigurdson, Bradley Fjelsted, Joan Petrowski, Scott Summers og Donna Sig- urdson. Séra Ingþór Isfeld las tvær sannar frásagnir um atburði við strendur íslands 1 seinni heimsstyrjöldinni, þegar að- eins munaði hársbreidd að þýzkur neðansjávarbátur næði að sökkva íslenzku skipi, og þegar óvopnaðir sjó- menn voru Skotnir niður á fiskibáti. Hann lét þess getið að íslenzkir sjómenn hefðu bjargað 11 hundruð mannslíf- um meðan styrjöldin stóð yfir. Mrs. Marilyn Johnson og Mrs. Lorna Summers komu fram í stuttum skopleik, er fjallaði um hjúskaparlífið. E f t i r að skemmtiskránni lauk, Skýrði Mr. Stefan Stef- anson, formaður Icelandic Cultural Corporation, starf fé- lagsins og hvað því hefði orð- ið ágengt varðandi minja- safnið frá íslenzkri landnáms- tíð í Nýja íslandi, sem nú er að komast á fætur. Gullbrúðkaup Framhald af bls. 1. desember. Þess átti að minn- ast með börnum, barnabörn- um og nánustu vinum við dagverð, sem Jóhanna dóttir þeirra og maður hennar stofn- uðu til á heimili sínu sjálfan helgidaginn. En hátíðin kom sjálfboðin inn á heimilið nokkrum dögum fyrirfram, því bréf og skeyti bárust að dyrum þeirra hjóna og dag- stofan fylltist blómum. Ein- hver hafði stungið því að leið- andi mönnum lands og fylkis að þau Mr. og Mrs. J. T. Beck ættú hálfrar aldar hjúskapar- afmæli. Ekki dylst það samt í viðtali við þau hjón að kær- astar eru þeim vinakveðjurn- ar til Svönu og Joe. Með þeim telst vinargjöf frá útgáfu- nefnd Lögberg-Heimskringlu og þakkarávarp frá stjórn Þjóðræknisfgélags íslendinga í Vesturheimi, afhent á heim- ili þeirra af formönnum við- komandi nefnda. Þau hjón eiga fjögur börn og 12 barnabörn. Tveir synir þeirra, Hans Raymond og Richard Leonard eru ráf- magnsverkfræðingar; yngsti sonurinn Alan Ágúst er lyfja- fræðingur, en dóttirin Jó- hanna Violet er hjúkrunar- kona að mennt, gift Robert Publow, lyfjafræðingi. Hann starfar við heilsumáladeild Manitobafylkis og er alkunn- ur söngmaður í Winnipeg. Michael Beck, kjörsonur þeirra Joe og Svönu, hefir B.A. gráðu frá Manitoba há- skólanum, en stundar fram- haldsnám þartil hann nær meistaragráðu. Jóhann er fæddur í Reyð- arfirði, sonur Hans Kjartans Beck og Þórunnar Vigfúsínu Vigfúsdóttur. Hann fluttist til Kanada árið 1919 og kvæntist Arnbjörgu Svanhvíti Guðna- son í Winnipeg 2. desember, 1922. Hún er fædd í Loðmund- arfirði í Norðurmúlasýslu, dóttir Þorsteins Guðnasonar og Maríu Magnúsdóttur, flutt- ist með þeim til Kanada og ólst upp á bújörð þeirra að Oakview, Man., en flutti ung til Winnipeg. Building Mechanics Ltd. Paintiiui - Decoratina - Construction Renovating - Real Kstate K. W. (BILL) JOHANNSON Manager 910 Palmerston Ave„ '.Vinnipeg R3G 1J5 ICELAND - CALIFORNIA CO. Bryan (Brjann) Whipple Import and Sale of lcclandic Woolens, Ceramic, Etc. 1090 Sonsome, San Frcncisco CA94111 Wanted for cash; Older lcelondic Stomps ond Envelopes ____________________________________I For Your |ÍAUtOPftC)| \PROTECTII\IG MANITOBAIUS OIM THE MOVE^ See or Mail To JOHN V. SflMSON FIRE ANR AUTOPAC INSURANCE 868 ARLINGTON ST. WINNIPEG, MAN. PHONE 774-6251 R3E 2E4

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.