Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg-Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 39. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg-Heimskringla

						LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. DESEMBER 1972
Lögberg-Heirnskrmgla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
303 Kennedy Sireet, Winnipeg, Man. R3B 2M7
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
Editor Emeritus: INGIBJÖRG JÓNSSON
Ediíor: CAROLINE GUNNARSSON
President, Johann T. Beck; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary,
Dr. L. Sigurdson, Treosurer, K. Wilhelm Johdnnson.
EDITORIAL   CONSULTANTS:
Winnipeg: Prof. Horaldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr.
Valdimar J. Eylonds, Tom Oleson, Dr. Thorvaldur Johnson, Dr. Philip M.
Petursson, Hjalmar V. Larusson. Minneopolis: Hon. Valdimar Biornson. Victorio,
B.C.: Richard Beck.  Icelond:  Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert
Jock.
Subscription $6.00 per year — payable in advance.
TELEPHONE 943-9931
"Svcond clos« mail reflistration number  1667"
Öldruð óld í fullu fjöri
Innan fárra daga verður tólfta og síðasta blaði mánaðar-
töblunnar kastað í ruslakistuna, með öllum þeim athuga-
semdum og áminningum, sem á það eru páraðar. Sjötug-
asta- og annað ár tuttugustu aldarinnar er á förum, og með
því líður ótt á síðasta aldursfjórðung hennar.
Hún sótti í sig veðrið með aldrinum, tuttugasta öldin,
á öllum sviðum hefir sópað að henni, og fátt mun það vera
frá fyrri öldum, sem hún hefir látið liggja kyrrt og óbreytt.
Þótt ekki hafi allir hennar fjörkippir orðið mannkyninu til
heilla, tjáir ekki að æðrast um orðinn hlut, heldur gleðja
sig við það, þessi áramót, hve ung hún er í anda þessi öld,
sem komin er á áttræðis aldur, og líður eftir 22 ár örend
í faðm eilífðarinnar.
Menn þessarar aldar hafa komist nær leyndardómum
náttúrunnar en flestar aðrar kynslóðir, fært sér í nyt auð
sem hún hefir haldið föstum fyrir mannkyninu um aldaraðir,
beizlað öfl hennar, og beitt þeim sér í hag, svo að nú er
þunga líkamlegs erfiðis og mörgum lúalegum smávikum
kippt af herðum þeirra.
Þessi öld hefir hraðað ferðum mannanna um þjóðveg-
ina, skapað þeim vængi og opnað þeim leiðir loftsins. Og
hún hefir vísað þeim leiðina til tunglsins. Þótt mörgum
verði á að spyrja til hvers það sé að eignast tunglið,
þar sem engar lífsverur geti hafist þar við, er það samt
fjórgandi, ef forvitni manna er við góða heilsu, að bíða þess
með óþreyju að fá að vita hvað næst kemst upp utn tunglið.
Það er óneitanlega spennandi að kveikja á sjónvarpinu
— sem tuttugasta öldin gaf okkur í aukagetu — og sjá menn
traðka tunglið, með smáskammt af jarðvegi þess og ösku
í lúkunum. Þarna gera þeir sig heimakomna, syngja og
hlaupa við fót, bollaleggja sín á milli hvað margar milljónir
ára séu nú Jiðnar síðan síðast var eldgos á þessari óska
piánetu mannonna, sem frá því fyrsta hefir verið þeim meira
til gamans en gagns.
Hvað sem öllu líður um hamfarir þess og óspektir, verð-
ur að telja sjötugasta- og þriðja ári tuttugustu aldarinnar
margt til gildis, en ekki sízt fjörkippina sem 'haldið hafa
vakandi forvitni manna og eftirvæntingu um óorðna hluti.
— C. G
Dr. RICHARD BECK:
íslcnzkur fræðimaður
á Bretlandi
RICHARD BECK:
The Song Of The Srars
The stars sing joyously this Night of Nights;
The jubilation from their tranquil heights
Our souls with music fills,
And distant echoes from Galilean hills
Where shepherds tending flocks that glorious night,
Encircled by the wondrous starry light,
Heard angel voices, sweet upon the air,
Their Blessed Tidings to the World declare:
"Born is the Prince of Peace.
Let hatred cease,
And Good-will reign."
That angel song the stars sing once again.
This poem was featured as a frontispiece in the Winter
1967-68 Number of The American-Scandinavian Review and
reprinted in íhe 1970 Christmas number of the widely read
Norwegian-American weekly Decorah-Poslen, Decorah, Iowa.
It is wrtten after the publication of Dr. Beck's collection of
poems, A Sheaf of Verses (Winniepg, 1966).
Fyrir nokkru síðan, nánar
tiltekið 2. nóv. 1969, var end-
urprentuð í Lögbergi-Heims-
kringlu úr hinu víðlesna bók-
menntariti The Times Liter-
ary Supplement í London
prýðisvel samin og efnismikil
ritgerð u n d i r fyrirsögninni
"The Icelandic Microcosm" (í
bókstaflegri þýðingu: Hinn ís-
lenzki smáheimur). Fjallaði
ritgerðin um hina nærfærnu
og vel unnu ensku þýðingu
Magnúsar Magnússon World
Light af stórbrotinni skáld-
sögu Halldórs Laxness Heims-
ljós. En umrædd ritgerð um
þýðinguna er jafnframt, á
b r e i ð u m grundvelli, glögg-
skyggn túlkun á rithöfundar-
ferli og öðrum skáldsögum
hins mikilvirka og víðfræga
Nóbelskálds vors.
Var ritgerðin endurprentuð
í Lögb.-Heimskr. að tilhlutun
prófessors Haraldar Bessason-
ar. En þar sem ritgerðin var
nafnlaus, eins og tíðkast í
framannefndu tímariti, vissi
hann ekki hver höfundurinn
var, og ég eigi heldur, fyrri
en mér barst úrklippa af
henni frá frænda mínum og
vini, Benedikt S. Benedikz,
þáverandi bókaverði við The
New University of Ulster í
Coleraine í Norður-írlandi, og
tjáði hánn mér jafnframt, að
hann væri höfundurinn. Það
eitt sér, að hann var fenginn
til þess að skrifa um jafn
merkilegt rit í enskri þýðingu
og Heimsljós er, fyrir slíkt
ö n d v e g i s tímarit og The
Times Literary Supplement.
ber því vitni, að hann nýtur
áhts enskra bókmennta-
manna. Annað dæmi þess er
það, að honum var falið að
endurskoða kaflann um ís-
lenzkar nútíðarbókmenntir
fyrir nýjustu útgáfu alfræði-
ritsins Encyclopaedia Brittan-
nica. Margt annað hefir hann
einnig ritað á ensku um ís-
lenzk fræði. En áður en lengra
er farið í þeim efnum, munu
lesendur Lögb.-Heimskr. vilja
vita nokkur skil á manni
þeim, sem þannig ber merki
bókmennta vorra og fræða á
erlendum vettvangi.
Benedikt S. Benedikz er
fæddur í Reykjavík 4. apríl
1932, og stendur því á fertugu.
Foreldrar hans eru þau Eirík-
ur Benedikz og kona hans
Margaret Simcock. Hefir Eir-
íkur um langt skeið verið
sendiráðunautur við íslenzka
sendiráðið í London. Faðir
hans var hinn mikli og þjóð-
kunni bókasafnari og bók-
fræðingur Benedikt S. Þórar-
insson, kaupmaður í Reykja-
vík, en um hann fer dr. Sig-
urður Nordal, meðal annars,
þessum öfgalausu og maklegu
orðum í hinni ítarlegu og á-
gætu æviminningu sinni um
hann (Lesbók Morgunblaðs-
ins, 8. sept. 1940 og Áfangar II,
Reykjavík 1944): „Hann var
orðinn fjölmenntaður maður
og á sviði bókfræðinnar lærð-
ur maður." Á yngri árum
h a f ð i Eiríkur einnig verið
mjög handgenginn föður sín-
um, og um það farast dr. Nor-
dal þannig orð í ofannefndri
grein sinni um Benedikt föð-
ur hans:
„Einn sonur hans, Eiríkur
Benedikz, hefur á síðari árum
verið hægri hönd föður síns
í bókasöfnum og bókagæzlu,
og þekki eg varla fegurra
dæmi um vináttu og félags-
skap föður og sonar. Benedikt
yngri, sonur Eiríks, sem alizt
hefur upp hjá afa sínum og
ömmu, var eftirlæti nafna
síns, fóstraður í bókasafninu,
og virðist honum munu kippa
í kynið um bókhneigðina."
Dr. Nórdal reyndist sann-
spár. Benedikt S. Benedikz er
eigi aðeins bókhneigðin í blóð
runnin, heldur hefir hann
einnig sýnt hana í verki, eins
og nánar mun greint verða.
Um Eirík föður hans má enn-
fremur bæta því við, að bók-
hneigð hans hefir einnig kom-
ið fram í ritstörfum. Hann
hefir samið kennslubækur í
ensku og annaðist ritstjórn
þýðingasafns íslenzkra ljóða á
ensku, An Anthology of Ice-
landic Poetry, sem út kom að
tilhlutun Menntamálaráðs 'ís-
lands (Reykjavík, 1969), og er
22. bindi þýðingasafna þeirra,
sem út koma á vegum Evrópu-
ráðs (Council of Europe).
Fylgir Eiríkur þýðingasafninu
úr hlaði með gagnorðum inn-
gangi, en það tekur yfir tíma-
bilið frá því um 1600 til um
1930, en þó flest kvæðin, svo
sem vænta mátti, Irá seinni
hluta þess tímabils. Vandað
hefir verið til vals þýðing-
anna, og víða leitað til fanga
um þær. En því góður fengur
að þessu þýðingasafni.
Skal þá horfið aftur að
Benedikt S. Benedikz. Hann
stundaði nám í Pembroke Col-
lege í Oxford og lauk þar
prófi í e n s k r i tungu og
bókmenntum. Hann hefir
menntastigið M.A. Síðan lagði
hann stund á framhaldsnám
í bókasafnsfræði á University
of London og lauk þar prófi
í þeim fræðum.
Eftir að hafa verið í nokk-
ur ár aðstoðarbókavörður við
Durham University Library,
var hann um skeið undir-
bókavörður (Sub-Librarian)
við The New University of
Ulster í Coleraine í Norður-
írlandi og hafði þar umsjón
með húmaniskum fræðum. En
fyrir   rúmu   ári   síðan   varð
Framhald á bls. 5.
Einusinni þekkti ég falleg-
an kvenkálf, sem fæddist
akkúrat 15 sekúndum eftir
miðnætti á nýársnótt. Engum
datt samt í hug að kalla hana
nýársbarn, af því hún var
ekki mensk telpa, og engar
gjafir fékk hún fyrir að vera
fyrsta lífsveran sem fæddist
það ár.
Hvað á svosem að gefa lít-
illi kussu, í fullri alvöru tal-
að? Hún fæðist í fötunum,
hefir matarbúrið alveg við
munninn, mundi hrista af sér
dúnsængur, ullarbrekán og
silkireyfar, og þarf ekki hjól
undir sig til að komast áfram
í heiminum.
Sú sem ég man eftir ný-
fæddri á nýársnótt, var ljós-
leit og gljáði í daufri birtu
frá fjósalúktinni eins og hún
væri steypt úr gulli. Hún var
með hvíta stjörnu í enninu,
og á vinstri mjöðminni var
stór hvítur flekkur, sem mér
dettur nú í hug að hafi verið
mynd af ókannaðri heimsálfu
á einhverjum hnetti úti í
geimnum.
Ekki var hún fyrr sloppin
úr þrengslunum sem hún
hafði kúldrast í þangað til 15
sekúndum eftir miðnætti á
nýársnótt, en hún var búin
að teigja úr sér og komin á
legg. Hún skjögraði dálítið
eitt augnablik á þessum háu
hreindýrsleggjum sínum, en
tók svo á strik beint í matar-
forðann og ekki þurfti að vísa
henni á björgina.
Þetta var nokkuð hressi-
legri nýársmynd enn þessi
blessuð bleijubörn, sem alltaf
eru látin sitja á nýárskortun-
um með „Gleðilegt nýár" letr-
að þvert yfir magann á sér,
og maginn á þeim þá svo fyr-
irferðarmikill . að þau gætu
ekki skriðið lengd sína á
höndum og hnjám fyrsta miss-
erið. Þegar krakkinn getur
loksins vappað óstuddur, er
árið búið, og þegar hann fer
að geta matað sig sjálfur er
komið langt fram á næsta ár,
og kálfurinn sem fæddist á
nýársnótt búinn að standa
fullann straum af lífinu í
l'anga tíð.
Menn ætlast ekki til mikils
af nýárinu ef það á að hafa
þessa ósjálfbjarga króga
þeirra til fyrirmyndar. Það á
ekki nema tólf mánaða ævi
framundan og veitir ekki af
að komast fljótt á kreik og
stökkva svo áfram eins og
skreflangur kálfur.
Því brjóta menn ekki odd
af oflæti sínu og láta nýárið
koma í kálfsmynd? -*- C. G.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8