Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg-Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 39. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg-Heimskringla

						6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. DESEMBER 1972
GULNUÐ BLÖÐ
GUÐRÚN FRA LUNDI
:
„Það var nú kannski eitthvað annað," sagði
Kláus.
Sigurlaug vissi, að Markús var inni í skálan-
um. Hún var því á vakki fyrir utan dyrnar. Loks
kom hann fram og rétti henni lykilinn.
„Matarbirgðirnar eru þarna inni í skálanum.
Ég býst ekki við að borða meira til haustsins. Að
minnsta kosti legg ég ekki meira til. Það hefði
áreiðanlega enzt okkur þremur hjá Gyðu," sagði
hann þurrlega.
Það hýrnaði heldur svipurinn á húsfreyjunni.
„Þú þarft ekki að óttast, að það verði haldið
illa á, frændi," sagði hún í sínum blíðasta róm.
Hann flýtti sér burtu. En mæðgurnar fóru
strax að athuga, hvað væri í skálanum: Tvær
stórar kippur af harðfiski, full tunna af kjöti,
kornmatur og kaffi og sykur og hveiti. Það var
bærilegt að fá þetta í búið, því að nú var orðið
lítið um matvæli eins og vanalega á vorin. En
hvar var tólgin? Ekkert hefði komið sér betur
en viðbit.
„Það er líklega læst niður í þessari grænu
gistu," sagði Auðbjörg.
Það var líka rétt. Markús hafði læst niður
hangikjötið og 'tólgina. Hann þóttist ekki þurfa
að leggja meira til af viðbiti, því að kýrin var í
ágætri nyt.
Um kvöldið fór Sigurlaug með hálffulla fötu
af saltkjöti út að Melgerði til Jóhönnu dóttur
sinnar. Það var líka orðið lítið um hjá henni.
Hún hafði nokkrum sinnum sagt það við Auð-
björgu, að hún vonaðist til, að hún léti sig njóta
góðs af gæfu hennar, ef hún yrði óðalsbónda-
kona í Grenivík. Þó að hún væri ekki orðin það
ennþá var þó fyrsta sporið stigið að hafa lykla-
völdin.
Næstu dagana borðuðu allir í Grenivík spik-
feitt saltkjöt, og nú lá vel á öllum, einkanlega þó
gömlu ömmu, því að nú hafði hún nóg að borða.
Nú var farið að vinna á túninu. Það gekk fljótt
að vinna á þriðja partinum Kláusar gamla, en
seinna á hinu búinu. Markús malaði allan daginn
til miðaftans, þá labbaði hann til kinda sinna.
En alltaf var búið að ausa úr hrúgunum, þegar
hann kom heim, sem sjaldan var fyrr en undir
háttatíma. Aldrei minntist hann á það. Loks gat
Sigurlaug ekki orða bundizt yfir þessu fálæti og
spurði hann, þegar verið var að drekka morgun-
kaffið:
„Hvað heldurðu að verði af hrúgunum þínum,
frændí, meðan þú ert að rangla við féð?"
„Það hljótið þið að vita, sem heima eruð,"
sagði hann og hló. „Ég býst við að hún sé að verki
huldukonan, sem á heima í Háuborg. Mér þykir
vænt um, að hún gerir það, því að það er leiðin-
legt verk. En ekki get ég kallað hana vel vjrka."
Þetta var sagt í þeim tón eins og honum kæmi
það ekkert við, og svo vanþakklætisbroddur í öllu
saman. Svona voru laun heimilisins. Eitt af því,
sem sagt var um þennan einræningslega mann
hér áður fyrr hafði verið, að hann þekkti huldu-
fólk, því væri hann svona mannfæhnn og hjá-
rænulegur og vildi helzt ekki tala við nokkurn
mann. Og oft hafði hún séð hann sitja við Háu-
borg á kvöldin, er hann var að koma inn frá fénu.
Hún var of gömul til þess að vera algerlega búin
að kasta trúnni á huldufólkið og aðrar fornvenjur.
Fátt var óálitlegra fyrir dóttur hennar, en að eiga
huldukonu að keppinaut. Allir trúðu því, að
huldukona væri í Háuborg, og hún ekki sérlega
góð viðureignar. Margar sögur gengu um hana,
mann fram af manni. Ef ógiftur bóndasonur var
í Grenivík, lagðist hún á hugi við hann. Ef hann
trúlofaðist eða giftist var ekki sökum að spyrja,
annað hvort þeirra varð geðveikt og dó, eða þá
að það slitnaði upp úr trúlofuninni. Amma gamla
kunni nokkrar sögurnar um þetta og spáði ekki
beint góðu fyrir Auðbjörgu frænku sinni.
„Ég gæti nú betur trúað því, að það væri hún
Auðbjórg Kláusardóttir, sem kastaði úr hrúgun-
um þínum en huldukonan í Háuborg. Hún er
sjálfsagt ekki lengur til, hafi hún þá nokkurn
tíma verið það," sagði Sigurlaug húsfreyja dálítið
kímileit.
Það lá óvenju vel á Markúsi þennan dag. Hann
svaraði því glaðlega:
„Það er margt ólíklegra en það. En hún hlýtur
að vera orðin þó nokkuð gömul."
Þá gegndi amma gamla honum og var talsvert
niðri fyrir:
„Hún er ekki frekar dauð ne við, sem sitjum
hérna inni. Hún á sjálfsagt eftir að gera ein-
hverjum grikk áður en hún fellur frá."
„Nú tekur amma gamla til með anzvítans
ekki sínn ruglið," sagði Sigurlaug tengdadóttir
hennar.
„Hefurðu kannske heimsótt hana nýlega?"
spurði Auðbjörg flissandi.
„Það er óþarfi að vera að hafa svona lagað í
flimtingi. Hún hefur leikið margan grátt. Ég gæti
sagt ykkur nokkrar sögur af henni."
„Við hófum nú víst heyrt þær nokkrum sinn-
um," sagði Auðbjörg. „Það er þá helzt Markús,
sem er þeim ekki kunnugur," bætti hún við.
„Ég kannast víst við þær flestar," svaraði
Markús. „Margrét gamla á Gili hefur víst sagt
mér þær. Hún trúir þeim eins og þær stæðu í
Biblíunni, aumingja gamla konan. Og svo var
amma mín blessuð að segja okkur þær, þegar við
vorum lítil. Þess vegna eru þær mér kærar og
ég efast ekki um, að það sé eitthvað satt í þeim."
„Já, hún varð nú fyrir barðinu á henni, hún
Margrét vesahngurinn," sagði gamla konan í
samúðartón.
„Hann hefði nú sjálfsagt getað svikið hana,
þessi ómerkilegi strákur, þó að þau hefðu átt
heima annars staðar en í Grenivík. Það hefur
margur orðið að reyna slíkt," sagði Markús. „Það
er líka ekki víst, að hún hefði orðið neitt sælli,
þó að hún hefði komizt í hjónabandið með hon-
um. Mér sýnlst það verða flestum til armæðu og
erfiðleika að komast í það," bætti hann við.
„Ósköp eru nú að heyra, hvernig þú talar
maður," sagði Sigurlaug. „Það er víst ekki betra
að vera einmanna alla æfina. Mér finnst að þú
ættir eitthvað að fara að líta í kringum þig eftir
konuefni. Þú hefur þó eitthvað konu að bjóða
og getur tæplega hugsað um allar þessar skepn-
ur aleinn."
„Ætli hún færi þá ekki eitthvað að rumskast,
húsmóðirina í Háuborg," sagði hann.
„Ég ætlaði að fara að segja það, að það væri
þá ráðlegast fyrir hann að fara að hafa sig frá
Grenivík, ef honum dytti það í hug," sagði amma
gamla.
„Maður fer nú að hætta að trúa á svoleiðis
hindurvitni," sagði Sigurlaug.
Auðbjörg hló og flissaði eins og hún var vön,
að ruglinu í gömlu konunni, svo breytti hún allt
í einu um tón og flýtti sér fram í eldhús. Þar
barst hún í táraríkan grát og grét lengi eins og
barinn krakki.
„Ég veit af hverju hún hefur verið að gráta,"
sagði Kata litla. „Hún hefur verið hrædd um, að
huldukonan í borginni yrði reið við sig og léti
annað hvort Markús eða hana sjálfa deyja."
„Já, líklega hefur það verið svo," sagði gamla
sögukonan. „Þú ert skynsöm stúlka, Kata' mín.
Það er gaman að segja þér sögur."
Svona gekk það. Auðbjörg hélt uppteknum
hætti og jós úr hrúgunum, þegar Markús var far-
inn til kindanna. Hann kom aldrei heim fyrr en
eftir háttatíma. Þá gekk hann með kláru og jafn-
aði áburðinn, því að honum hafði verið kennt að
vinna allt vel, en hún var ekki að sama skapi
velvirk, bóndadóttirin, sem hún var fljótvirk, enda
fer það sjaldan saman. Áburðurinn var sums stað-
ar í stórum hrúgum, en svo voru gráar skellur á
milli, sem engan áburð höfðu fengið.
Auðbjörg spurði hann eftir því einn úrfellis-
dag, hvort hann þyrfti að fá hjálp við lambféð.
Það væri alvanalegt, að kvenfólk þyrfti að hjálpa
til, þegar eitthvað væri að veðri.
Hann svaraði því, að sér hefði aldrei verið
vorkennt að hugsa um það einn, þó að tíðin hefði
verið verri en hún væri núna. Lömbin væru líka
galbrött og ærnar kappfæddu.
Einn morguninn kom hann þó inn með svo-
litia móbotnótta gimbur á handleggnum og rétti
Auðbjörgu hana.
„Kannski þú gætir reynt að gefa þessum vesa-
ling úr pela. Hún er alveg að sálast úr sulti,"
sagði hann.
„Ja, svona. Varstu að missa, frændi?" sagði
Sigurlaug.
„Nei, ég var ekki að missa neitt. Þetta er þrí-
lembingsangi. Hin Iömbin éta allt frá honum."
Auðbjörg tók við lambinu og gældi við það
eins og barn. Það komst strax upp á að sjúga
úr pela.
„A þetta nú að vera gæfulambið þitt, Auð-
bjög mín?" spurði amma gamla. „Er hann búinn
að gefa þér hana?"
„Nei, en ég býst við, að hún verði ekki tekin
af mér," svaraði Auðbjörg brosandi.
„Hann munar nú ekki mikið um að gefa eitt
lamb, manninn þann," sagði Sigurlaug. „Það er
ekki nóg, að það séu tvö höfuð á hverri kind,.
heldur eru þau þrju."
„Þetta er auðsældar ætt," sagði sú gamla.
Þegar Botna litla var búin að vera tvo daga
í fóstrinu, kom Markús inn og spurði eftir henni.
Hún 'svaf uppi í rúmi undir yfirsæng.
„Láttu  mig hafa  hana," sagði  hann.
„Hvað   ætlarðu   að   gera   við   hana?"   spurði
Auðbjörg.
„Ég ætla að reyna að venja hana undir tvæ-
vetluflón, sem misti undan sér í nótt. Hún hefur
kæft lambið í Stekkjarlæknum. Hún er alltaf
jarmandi. Kannski hún vilji taka Botnu litlu í
staðinn fyrir sitt lamb? Ef hún vill hana ekki,
færðu hana aftur."
„Hvernig dettur þér í hug að venja mislitt
lamb undir á, sem hefur líklega átt hvítt?" sagði
Auðbjörg með grátsafinn í kverkunum. „Ég sé
svo mikið eftir henni. Hún fer að skjálfa, þegar
hún verður tekin upp úr volgu rúminu."
„Það er ótrúlegt, að þú ætlir að hafa hana
undir yfirsæng alla hennar ævi," sagði hann og
fór með lambið út.
Auðbjörg fékk grátkviðu og hafði sig burtu.
Hann var ólíkur öllum öðrum mönnum, þessi
maður. Það var vanalegt að bölva ánum hressi-
lega, þegar þær drápu undan sér, en ekki að tala
hlýlega um raunir þeirra. Hún hafði aldrei heyrt
hann blóta. Það var ekki hægt að lasta það, en
henni fannst það ókarlmannlegt.
Þegar hún hafði stöðvað grátinn, kom hún inn
aftur.
„Fjandans ólán var iþetta, að tvæveltu asninn
skyldi fara að drepa undan sér, annars hefði ég
fengið að hafa Botnu litlu," kjökraði hún.
„Þú hefðir ekki átt að hreykja hattinum svona
hátt, hróið mitt, meðan hann var að láni," hneggj-
aði amma gamla.
En Sigurlaug var ánægð yfir því, að Markús
hafði þó misst eitt lamb.
Daginn eftir var Botna htla kominn út með
fóstru sinni. Auðbjörg kallaði til hennar í sínum
blíðasta gæluróm. Botna hoppaði í áttina til henn-
ar. En þá jarmaði fóstran og hún sneri við og
fylgdi henni bak við húsið og lét sem hún heyrði
ekki til Auðbjargar. Þá fór Auðbjörg inn í eld-
hús til móður sinnar og kjögraði yfir óláni sínu.
„Láttu ekki svona, greyið mitt. Ekki er ólík-
legt, að hún verði þín eign, þrátt fyrir þetta.
Hann fer varla að taka hana af þér, fyrst þú
hlynntir að henni. Þá lét Auðbjörg huggast en
lengi saknaði hún þó litlu fósturdótturinnar.
Framhald.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8