Lögberg-Heimskringla - 21.12.1972, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 21.12.1972, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. DESEMBER 1972 Úr borg og byggð Dónarfregnir Skreyttar og uppljómaðar stofur, glaðlegt, prúðbúið fólk og jólaleg kaffiborð, fögnuðu kvenfélagskonum Fyrsta lút- erska safnaðar í Winnipeg þegar þær heimsóttu Betel heimilið í Selkirk 15. desemb- er s. 1., með jólaveizlu í fór- um sínum. Heldur fleiri en 40 konur og nokkrir karlmenn lögðu upp frá kirkjunni upp- úr hádegi í stórum fól'ksflutn- ingsbíl, og komu stuttu síðar að dyrunum á Betel. Prestur safnaðarins, séra J. V. Arvid- son, og „deaconessan“ Systir Linda Wedman, voru með í ferðinni. Systir Wedman hafði með sér langspil og hóp ung- linga í eftirdrægi. Unga fól'k- ið lék þýð lög á ýms hljóð- færi. Presturinn sagði söguna af Lúsíu ljósadýrðlingi, og um leið og hann sleppti síðasta orðinu, gekk Santa Lúsía í Framhald af bls. 7. Mr. Oliver Bjornson, Höfn .............. $40.00 Mrs. Bogi Bjarnason .... $30.00 Miss Bertha Jones, Höfn ............... $25.00 Mr. og Mrs. S. Grimson $25.00 Mr. og Mrs. Albert Grim- son ................ $25.00 Mr. og Mrs. Albert Wathne ............. $25.00 Mr. L. H. Thorlakson .... $25.00 Mrs. Sadie Darr ..... $20.00 salinn, hvítklædd og kertum krýnd, með hvítklæddar ung- meyjar í fylgd með sér, en Mrs. Inga Goodridge söng sálm sem henni er helgaður. Síðan voru sungnir sjólasálm- ar, er allir tóku undir. Forstöðukona heimilisins, Mrs. Thompson, bauð gestina velkomna, en forseti kvenfé- lagsins, Mrs. Leifur Hallgrím- son, ávarpaði heimilisfólkið f y r i r hönd kvenfélagsins. Konumar komu með veizlu- kost en starfsstúlkur heimilis- ins stóðu fyrir beina. Halldór Sigurdson, sem býr að 245 Arlington St., er ný- búinn að kveðja Winnipeg og er nú kominn í veðurblíðuna suður í ríkjum. Þar býr hann hjá dóttur sinni til vors, að 309 Cedar Lane, Harbor Bluff, Largo, Florida. Mr. Herbert Helgason $20.00 Mr. og Mrs. Thori Ell- son ................ $20.00 Mr. og Mrs. Connie Ander- son .............. $20.00 Mrs. H. Stevenson, Höfn ............... $20.00 Mr. og Mrs. R. E. Helga- son ..........,...... $20.00 Mr. John Anderson .... $20.00 Mr. og Mrs. Oli Philippson and Freda ............ $20.00 MESSUBOÐ Fyrsta lúlerska kirkja John V. Arvidson, Pasior. Sími: 772-7444 9:45 a.m. Sunday School 9:45 and 11:00 a.m. The Service 11:00 p.m. Service Dec. 26. Icelandic Service 7:00 p.m. Mr. John Marteinson .... $20.00 Mr. John Howardson, Höfn ............... $20.00 Hjartans þakklæti frá Stjórnarnefndinni, Mrs. Emily Thorson, féhirðir Ste. 103-1065 W. llth., Vancouver, B.C. Framhald í næsia blaði. RIVERTON-HNAUSA LUTHERAN CHURCH MEMORIAL BUILDING FUND In memory of Dr. S. O. Thompson Joseph T. Thorson, P.C. QC., Ottawa ............ $25.00 Ted and Christine Jefferson, Selkirk, Man., Carl Tomas- son, Laurier and Doris Tom- asson and Marino and Lil Tomasson ......... $40.00 Elizabeth Johnston, Ontario .......... $25.00 Mr. and Mrs. P. H. Paulson, Hecla, Ma.n....... $10.00 Ken and Lena Thorsteinson, Riverton, Man...... $10.00 * * * In memory of Larus Vidalin Fred, Ladine and Michael Luprypa, and Louise Rous- seau, Gimli, Man... $10.00 Gudjon Johnson, Riverton, Man...... $10.00 Mrs. J. H. MacFarquhar, Ontario ........... $5.00 Miss Fredrikka Bergman, Winnipeg, Man. .... $5.00 * * * In memory of Blaine Hadady Aimt Imba Paulson, Hecla, Man. ....... $5.00 * * * In memory of uncle Jon Gisla- son Valla Newham, Lauga Thompson and Lena Thorsteinson . .. $15.00 * * * In memory of Rulh Magnus- son Lisgar Lodge No. 2, Selkirk, Man........$5.00 Guðný Thorbjörg Melsted lézt 9. desember 1972 á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg. Guðný var fædd í Þing- vallabyggðinni í grennd við Churchbridge, Sask., dóttir landnámshjónanna Freysteins Jónssonar og Kristínar Eyj- ólfsdóttur, er fluttu vesturum- haf frá Innri Ásláksstöðum í Árnessýslu og settust að í Þingvallabyggð árið 1886. Þar ólst hún upp með foreldrum sínum og giftist þar Oddi Mel- sted, fluttist svo með honum til Winnipeg nokkrum árum síðar. Auk eiginmannsins lifa Guðnýju tvö börn, Kristín (Mrs. A. Stephensen) og Frey- steinn, bæði í Winnipeg. Barnabörnin eru tvö. Hún var jarðsungin af séra J. V. Arvidson frá útfarar- stofu Bárdals í Winnipeg, og jarðsett í Memorial Lawn Gardens. t Björn Arnason lézt 9; des- ember 1972 á Winnipeg Gen- eral Hospital, 72 ára að aldri. Björn var fæddur á íslandi en fluttist á unga aldri vest- urumhaf með foreldrum sín- um. Hann stundaði landbúnað í Víðir byggðinni í Manitoba í 50 ár, en brá búi síðastlið- inn október og flutti til Winnipeg. Fjögur systkini lifa Björn, Thor bróðir hans í Winnipeg, og systurnar, Inga Arnason og Mrs. T. Johnson (Veiga) í Winnipeg, Mrs. J. D. McKen- zie (Sigga) í Vancouver. Dr. Philip M. Petursson flutti kveðjumál í útfarar- stofu Bárdals. Vinarmissir ................ B 1 a ð i n u hefir borist sú fregn að Mrs. Sena Benson hafi látist í San Fransisco 11. desember, og skorti þá aðeins 12 daga til að fylla hundrað- asta æviárið. Engar upplýsingar eru við hendina varðandi ættemi eða æviferil Mrs. Benson, en son- ur hennar, Leo Benson, segir í stuttu bréfi til Lögberg- Heimskringlu, að hún hafi fengið blaðið í 40 ár, hafi get- að lesið það framm í það síð- asta, og að það hafi verið hennar mesta ánægja síðustu árin. Uthýsist F é 1 a g íslenzkra atvinnu- flugmanna hefir skorað á stjórnarvöld landsins að lýsa yfir á alþjóðavettvangi, að leiti flugræningjar hælis á Is- landi, verði þeir framseldir þegar í stað. FIMMTUGASTA OG FJÓRÐA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Fer fram í Parish Hall, Fyrstu lútersku kirkju, á Victor Street, suður af Sargent Avenue, í Winnipeg, dagana 26. og 27. janúar, 1973. Deildir félagsins (og einstakir meðlimir) eru beðnar að veita þessari tilkynnngu athygli og útnefna fulltrúa á þingið í tæka tíð. Þingmál verða tekin fyrir, sem hér segir: 1. Þingsetning, kl. 9:30 f.h'. 26. janúar. 2. Skipuð kjörbréfanefnd. 3. Ávarp og ársskýrsla forseta. 4. Skýrslur embættismanna. 5. Skýrsla kjörbréfamefndar. 6. Skýrslur deilda. 7. Skýrslur milliþinganefnda. 8. Kveðjur: Ávarp heiðursgesta, kl. 3 e.h. 26. janú- ar. Þinggestir verða hr. Hallfreður öm Eiríks- son, þjóðsagnafræðingur við Handritastofnun íslands og kona hans Olga Fransdóttir. 9. Aðrar skýrslur. 10. Umræður um fjármál, félagsmál og menningar- mál. 11. Kosning embættismanna, kl. 2. e.h. 27. janúar. 12. Ný mál. 13. Ólokin þingstörf. Samkomur þingsins: 25. jan., Frón; 26. jan., Icel. Can. Club; 27. jan., lokasamkoma Þjóðræknisfélagsins. Winnipeg, 21. desember, 1973, í umboði stjórnar Þjóðræknisfélagsins HÓLMFRÍÐUR DANÍELSON, rilari, SKÚLI JÓHANNSSON, forseii. Hverskonar ísland munt þó heimsækja 1972 ? • Er það hið hjarikæra ísland, sem þú minnist? • Er það ísland nútímans, sem þú geiur ekki ímyndað þér? • Er það ísland, sem þig dreymir um, en hefir aldrei séð? A árinu 1972, er iil lsland fyrir alla — ungt fólk, aldrað fólk, viðskipiamenn, slúdenta og íerðahópa. Og Loflleiðir (Icelandic Airlines) munu fljúga með ykkur þangað fyrir lægri fargjöld á hvaða ársiíma sem er. NÝJAR ÞOTUR! NÝ FARGJÖLD FRA NEW YORK: Þoiufar- gjöldin á venjulegum ársiíma eru aðeins $150 fram og lil baka, upp að 21 dvalardegi á íslandi (Greiða verður fyrirfram $70 fyrir ferðaþjónusiu á lslandi til að njóta þessa fargjalds); eða aðeins $165 fyrir 29 iil 45 daga, aðeins $190 fyrir 1 lil 28 daga. FÓLKSHÓPA. Safnið 10 í hóp og panlið farið að minsta kosti 20 dögum fyrirfram. Þá kosiar það aðeins $120 hveri, auk $35 á manninn fyrir ferðaþjónusiu. Viðslöðuiími á fslandi frá ein- um upp í 21 dag. Ofangreind fargjöld gilda út 31. marz. Frekari upplýsingar fást hjá ferðaumboðsmanni þinum eða Loftleiðum. LÆGSTU ÞOTUFARGJÖLD TIL: ÍSLANDS OG LUXEMBOURG í MIÐRI EVRÓPU. NÝ ÞOTUFLUGSÞJÓNUSTA TIL OSLO. KAUP- MANNAHAFNAR, STOCKHOLM, GLASGOW OG LONDON. ICELANDIC LOFTLEIBIR 630 Fifih Avenue, New York, N.Y. 10020; Phone (212) 757-8585 37 South Wabash Avenue, Chicego, 111. 60603; Phone (312) 372-4792 Gjafir til Höfn

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.