Lögberg-Heimskringla - 25.01.1973, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 25.01.1973, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. JANÚAR 1973 7 Mæt hjón lótin Kóri og Herdís Frederickson Herdís M. Frederickson Kári Frederickson Skömmu eftir síðustu ára- mót v a r Lögberg-Heims- kringlu ti'lkynnt að Kári Frederickson hefði látist í Vancouver, B.C., 26. nóvemb- er, 1972. Svo leið aðeins vika þartil blaðinu barst aindláts- fregn Herdísar konu hans, en hún lézt 5. janúar, 1973, í sömu borg. Þar vestur á Kyrrahafsströndinni b ú a börnin þeirra tvö sem enn eru á lífi, þar vildu þau eiga frið- samt og fagurt ævikvöld, eft- ir langt og athafnasamt lífs- starf. Skammt leið á milli ævi- loka þessarra hjóna, sem átt höfðu samleið á ævibrautinni í rúm 60 ár. Aðeins hálfum þriðja mánuði fyrir andlát Kára, höfðu þau haldið upp á demants brúðkaup sitt, og notið þeirrar sjaldgæfu ham- ingju að hafa átt hálfa öld og áratug betur í hjónaband- inu. Þau voru gefin saman í Winnipeg 10. september, 1912, og bjuggu ung þar í borg. En starfsferill Kára lá austur í land, er hann gerðist aðstoðar „receiver general" fyrir borg- arráðið í Toronto. Síðar varð hann umboðsmaður f y r i r Banik og Canada í sömu borg. Mrs. Guðrún Margrét Stef- ansson er dáin. Hún andaðist 28. desember, 1972, á heimili dóttur sinnar, Mrs. Alex Bur- gess, 243 Hartford, West Kil- donan, Man., 69 ára að aldri og búin að vera lengi veik. Guðrún var fædd 10. ágúst, 1903, í Húnavatnssýslu á Is- landi. Foreldrar hennar voru Jón Kárdal og kona hans, Guðfinna Kristin. Árið 1925 flutti Guðrún til Ameríku með fyrri manni sín- um, Sigurði Thorsteinsyni, og Kári Frederickson var 84 ára að aldri er hann lézt. Hann var sonur Friðjóns Fredericksonar, er stundaði verzlun í Glenboro, Man. á landnámsárunum þar, og Guðnýjar konu hans. Kona hans, Herdís Marga- ret, var fædd í Winnipeg árið 1891, og hafði því einn lun áttrætt þegar andlát hennar bar að. Síðar fluttu foreldrar hennar, Jón Einarson og Guð- rún Jakobsdóttir, til Foam Lake, Sask. Einn son, John, höfðu þau Kári og Herdís misst. Var hann í stjórnarnefnd „Cana- dian Maritime Commission“ í Ottawa þegar hann lézt. Eftir- lifandi börn þeirra eru Ted, embættismaður í innflytj- endadeild Kanada (immigra- tion officer) í Vancouver, og Margaret, aðstoðar „dean of women“ við British Columbia háskólann. Einnig l’ifa Herdísi þrjár systur: Christine (Mrs. M. Ferris) í Carman, Man., Helga (Mrs. S. J. Perkins), Santa Barbara, Califomia, og Emily (Mrs. O. Waddell) í Winnipeg; tveir bræður, Finn- ur Einarson í Saskatoon, Sask., og Carl Einarson í Van- couver. festu þau kaup í bújörð skammt frá Árborg. Sigurður dó árið 1937, en þá flutti Guð- rún til Árborg með börn sín þrjú, Kristínu, Jákob og Tobi- as, og bjó hún þar í bænum þangað til börnin stálpuðust. Jakob býr nú á Gimli en Tobi- as í Surrey, B.C. Nokkru síðar giftist hún seinni manni sínum, Gunn- birni Stefánssyni, sem lengi bjó í Winnipeg. Þau fluttu til Vancouver, B.C. árið 1944 og áttu þar heima upp frá því, Fredrick Valdimar Johnson lézt 2. janúar, 1973, í Van- couver, B.C., 78 ára að aldri. Auk eftirlifandi eiginkonu, Guðrúnar, s y r g j a Fredrick ein systir, Mrs. Mary Armis- haw í Vancouver, og fjórir bræður, John Ami í Winni- peg; Matthías Ásvaldur, Van- couver; Lárus Thorarinson, Lundar; Alexander Archibald, New Westminster, B.C., og mörg systkinabörn. t Grimsy Anderson lézt 2. janúar, 1973, á Concordia sjúkrahúsinu í Winnipeg, 68 ára að aldri. Hann var fæddur og uppal- inn að Winnipeg Beach á ströndum Winnipegvatns og hlaut þar menntun sína. Hann stundaði smíðar fyrir North American Lumber Company þartil hann lét af vinnu árið 1970. Auk eftirlifandi eiginkonu hans, Annie, syrgja hinn látna tveir synir, Alexander og Ronald; tvær dætur, Mrs. Audrey Urbonas og Mrs. Nancy Soltys, öll í Winnipeg. Barnabömin eru 12. Fjórar systur lifa hann, Mrs. Earl Knudsen, Mrs. Helga Isfeld, Mrs. Laura Thorlakson og Mrs. Hanna Hallderson. Kveðjumál flutti séra Ing- þór Isfeld, en hinn látni var jarðsettur að Winnipeg Beach. t Sæun J. Johnson lézt 7. jan- úar, 1973, á sjúkrahúsi í Sioux Loökout, Ont., 83 ára að aldri. Hún var almennt kölluð Sus- an. Mrs. Johnson var fædd í Hallson, N. D., en bjó flest sín hjúskapar ár í Winnipeg og ól þar upp böm sín. Mann sinn, Frederick missti hún ár- ið 1932, og flutti til Sioux Lookout árið 1946 á heimili dóttur sinnar, Mrs. Margaret Atwood. Hún var umhyggju- söm móðir og húsfreyja er hafði hugann mest við fjöl- en Gunnbjörn lézt árið 1971. Nú eru þau bæði horfin, og þeirra sárt saknað af stórum vinahópi, auk hinna nánustu, barna Guðrúna/ þriggja, sem þegar hefir verið getið, syst- ur hennar, Mrs. Jónínu Ein- arson á Gimli, og fjögra b r æ ð r a . Þeir eru Konráð Jónsson á íslandi, Paul Kár- dal að Ninette, Man., Ólafur Kárdal í St. Paul, Minn., og Finnbogi Kárdal á Gimli. Barnabörnin eru sex. Útförin fór fram frá lút- ersku kirkjunni í Árborg að viðstöddum f j ö 1 d a tryggra góðvina. „Þreytta sál, sofðu rótt. Gefi þér guð sinn frið, góða nótt.“ DÁNARFREGNIR skylduna. Hana lifir einn son- ur, Franklin A. í Winnipeg, og þrjár dætur, Mrs. R. At- wood (Edith) í Vancouver, Mrs. S. Atwood (Margaret) í Sioux Lookout, og Mrs. H. Zurbrigg (Lillian) í Edmon- ton, Alta.; einn bróðir, S. V. Eyford í Steinbach, Man., og tvær systur, Mrs. T. Ellison í Vancouver og Mrs. A. Eyford í Winnipeg. Barnabörnin eru 12 og barna-barnabömin 16. Mrs. Johnson tilheyrði St. Andrews United kirkjunni í Sioux Lookout og þaðan var hún jarðsungin af séra G. Godley. f Mrs. Guðrún Goodman lézt 7. janúar, 1973, á heimili sínu í Kenora, Ont., 76 ára að aldri. Hún var fædd í Glenboro, Man. 9. september, 1896. Mann sinn Fred Goodman, missti hún 11. janúar, 1962, en hana lifir ein dóttir, Mattie kona dr. Earl Bryngelson, og fjögur barnabörn, einnig fjög- ur systkini, Mrs. W. A. Mere- dith (T h o r a), Miss Sylvia Christie, Mundi og Steve Christie, öll í Glenboro, Man. Hún t i 1 h e y r ð i lútersku kirkjunni í Glenboro og þar var hún jarðsett. JL T Guðný Jónson lézt 6. janú- ar, 1973, á Winnipeg General Hospital. Gwen, eins og hún var venjulega kölluð, var fædd 3. júlí, 1905, að Gimli, Man., og ólst þar upp. Hún útskrifaðist úr kennaraskólanum í Brand- on, Man., árið 1927, og gerðist barnakennari að Hecla, Man. Þar giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sigurgeiri Jón- son, árið 1929. Eftir að börn þeirra hjóna voru uppkomin, tók hún til starfa á ný sem kennari þar á eyjunni, og hélt því áfram í mörg ár. Hún söng í söngflokki lúterSku kirkj- unnar í byggð sinni. Fyrir 15 mánuðum síðan fluttust þau hjón til Winnipeg og bjuggu þar síðan að 203 Rotunda Towers. Fimm börn lifa Mrs. Jón- son, Mrs. Clifford Tomasson (M a r 1 e e n) í Thunder Bay, Ont., Kenneth í Edmonton, Norman, Royce og Gary, allir í Winnipeg, en þrjú börn höfðu þau hjón misst. Barna- börnin eru 17. Sjö systkini hennar eru á lífi, þrír bræður, Einar Solmundson að Hecla, Man., Leo í Florida og Sol- mundur í Winnipeg; fjórar systur, Mrs. Margaret Sigurd- son á Gimli, Man., Mrs. Begga Petursson í Toronto, Mrs. Freda Gordon í Florida, og Mrs. Thorbjörg Davidson í Winnipeg. Hún var jarðsungin fra út- fararstofunni á Gimli af dr. Phi'lip M. Petursson og borin til grafar í Gimh grafreitnum af sonunum fjórum, tengda- syni sínum Clifford Tomasson og bróðursyni, Ted Solmund- son. f Clara Friðrika Halldorson lézt 7. janúar, 1973, á Winni- peg General Hospital, 68 ára að aldri. Mrs. Halldorson var fædd og uppalin að Arnes, Man., og bjó 23 ár að Hnausa, Man. Hún var tvígift, missti fyrri mann sinn, Ella Einarson árið 1945. Seinni maðurinn, Mundi Halldórson, lifir hana og býr á heimili þeirra hjóna að 418 Dufferin Ave., 1 Selkirk, Man., en til Selkirk lutti hún árið 1963. Mrs. Halldorson skilur eftir sig einn son, Clarence Einar- son í Riverton, Man., og fimm dætur: Mrs. Marino Helgason (Siggu) í Prince Rupert, B.C., Mrs. Kris Johannesson (Beggu) í Riverton, Man., Mrs. Stoney Eyolfson (B e r n i c e), Mrs. Helgi Sigurdson (Ellen), báðar á Gimli, og Mrs. Ray- mond Osterstag (Josie) í Sel- kirk. Barnabömin eru 20 og barna-barnabömin 2, en eftir- lifandi systkini hennar eru Mrs. Jona Arnason á Gimli, Mrs. Bill Stefanson (Capa) í Vancouver, B.C., og Helgi Jo- hannesson á Gimh. Tvo bræð- ur hafði hún misst, Herbert og Traverse Johnson, og eina systur, Mrs. Jóhönnu Einar- son. Hún var jarðsungin af séra Ingþór Isfeld frá Riverton- Hnausa lútersku kirkjunni, og jarðsett í Riverton grafreitn- um. t Elli Gladstone Anderson lézt á Betel heimilinu á Gimli 8. janúar, 1973. Mr. Anderson, sem var 78 ára að aldri, hafði stundað landbúnað og fiskiveiðar í grennd við Gimli á yngri ár- um, en hafði verið í þjónustu Gimli bæjar í 22 ár og var verkstjóri þegar hann lét af starfi árið 1966. Framhald á bls. 8. ARDAL LUTHERAN LADIES AID MEMORIAL FUND Framhald af bls. 3. In memory of Mrs. Jona Sig- urdson Ardal Luth. L. A.... $10.00 Mr. and Mrs. J. Vigfus- son.................$5.00 * * * In loving memory of Gauli Hornfjord Páll Stefanson, Stefan Stefanson, Anna Stefanson and Gudrun Stefanson . . $20.00 * * * Mr.. and Mrs. S. B. Hom- fjord ................. $25.00 Gratefully acknowledged, Magnea S. Sigurdson. Guðrún Margrét Stefansson Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlautstu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæl'l er sigur unninn og sólin björt upprunnin á bak við dimrrta dauðans nótt.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.