Lögberg-Heimskringla - 27.10.1989, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 27.10.1989, Blaðsíða 8
8 • Lögbeig - Heimskringla • Föstudagur 27. október 1989 Halldór Laxness - Kvöldstund í New York 1959 Halldór Laxness Einusinni sem oftar var ég gestur í kvöldboði hjá góðum vinum í New York, f»eim Julius Isaacs dómara og Betty myndhöggvara, konu hans, sem mörgum voru að góðu kunn hér á landi. Judge Isaacs hefur leingi verið listfrömuður í landi sínu, einkum í>eirrar myndlistar sem fýr á okkar tíma var kölluð fararbroddur eða frammúrstefna, avant-garde. Peir sjálfir nefndu sig „Dada“ pegar j>eir komu fýrst fram suður í Evrópu uppúr aldamótum. Núna er Dada víst hröpuð rúðrúr öllu valdi, gott ef ekki orðin klassisk. í ofangreindu samkvæmi báru sumir gesta nokkur J>au nöfn sem fyr á öldinni urðu mönnum að un- drunarefnum í list. Tdamunda var J>ar á meðal sá landale- itandi nútímalistar, Marcel Duchamp sem átt hefur óh'tinn j>átt í að sanna að Dada og aðrar stefnur skyldar, væru J>að náttúrlegasta og mest „bláttáfram" í allri lisL pó virtist mörgum sem hvert hans verk f orði og athöfn hefði nýa opinberun eða amk dulda visku í sér fólgna einsog altarisj>jónusta musterispresta. Hann var íraun ogverueinnafmeisturunumíTíbet J>ó hann væri ýmist skattskrifaður í París eða New York! afyjóðlegur hástéttarfransmaður af betra tæinu, hlédraegur, en að sama skapi góður áheyrandi, lámæltur í svörum, ögn ein- sog fámál véfrétt. En mér reyndist erfitt að vera í stofu með þessum manni án J>ess að fara að hugsa um klósettskálina hans frægu kríngum 1910. Nokkrum árum á undan hafói ég kynst í New Yorkfrú Dorothy Miller fyrir tilstilli smeiginlegra vina; hún var pá of Modem Art í New York, stjómaði daglegiun rekstri j>ess og réði miklu um ixmkaup pess. Skömmu seinna kom hún híngað til lands í fömneyti dr. Alfreds Barrs og konu hans, en hann var j>á orðinn forstjóri j>essa safris og safnið heimsfrægt. Erindi J>eirra híngað var að forvitnast um íslenska nútímamyndlist, einkum perrra Svavars Guðnasonar og Jóhannesar Kjarvals. í fyrirlestri sem dr. Barr flutti hér í Gamla Bíól sagði hann okkur J>ær fréttir sem létu furðulega í eyrum j>eirra fáu sem komnir voru að hlusta, að sá forustumaður í listpólitík sem hefði komið fótum xmdir J>etta fræga safn, Museum of Modem Art, J>ektur undir nafninu Holger Cahill, væri Íslendíngur og héti Sveinn Bjarnarson, Ég haföi reyndar áður heyrt að Dorothy Miller ætti ævintýralegan bónda. pessi maður haföi í kreppunni verið til kvaddur af forseta Bandaríkjanna, Franklin D. Roosevelt, til að irina af hendi mildlvægt hlutverk. Ástand í listmálum var j>á geigvænlegt í USA, Kreppan fór lángt með að gánga af tveim stéttum í landinu dauðum, bændum og listamönnum, - að ótöldum atvinnuleysíngjunum. Ekki verður annað sagt en Roosevelt hafi verið snjall maður í hagstjóm, að slá bændum og listamönnum saman í félag með einum pennadrætti, og innlima fagrar listir í landbúnaðarprógrammið fræga, (j>etta heföi fýrir laungu átt að gera héma). Nema árángur varð sá að áratug síðar höfðu bandaríkjamenn tekið forustu í myndlist heimsins, og ýmsir helstu listamenn Evrópu vom fluttir búferlum vestur um haf, en Museum of Modern Art viðurkent eitt merkast safii heimsins í nútímalist Petta góða kvöld í New York um árið áttaði ég mig í fyrstu ekki á J>ví, í miðjum kokkteilnum, hver maðurinn væri sem kom á móti mér við hlið frú Miller í ges- tahópi Isaacs dómara; grannur öldúngur, og J>á reyndar farinn að heilsu, en bjartur yfirlitum ívið rauðbirkinn, glaðbeittur og frjálslegur með J>eim hætti sem amríkönum er lagið. Hann gekk beint til mín með útrétta hönd og sagði brosandi á hreinni saskatschewan- íslensku: Kondu sæll mister Laxness, ég er glaður að mæta J>ér, ég heiti Sveinn Bjarnarson af Skógarströnd. petta var fulltrúi og framkvæmdastjóri j>eirrar listpólitíkur, kendrar við Franklin D. Roosevelt forseta, sem olli aldahvörfum í amrískri listsögu; Holger Cahill, maðurinn sem hafði skipulagt Museum of Mod- ern Art. Ég geymi í endurminníngu j>ennan eina fund okkar; og tvö umræðuefni okkar eru mér enn hugstæð, bæði varðandi ísland, en bíður betri tíða að rekja J>au. Auk J>ess að vera listfræðingur var Holger Cahill skáldsagnahöfun- dur. Hann var líka sérfræðingur í Kína. Athuganir hans báru merki óvernju beinskeyt- trar hugsunar, og gerðu mér skiljanlegan frama hans, J>ótt hitt sé undarlegt, að um uppruna sinn, skírnarnafn, fæðíngarár og fæðíngarstað lét hann aldrei neitt uppskátt lángt fra- meftir ævi, ekki einusinni við konu sína, enhann var kvæntur í 29 ár; opinber- lega taldi hann sig sex árum ýngri en hann var og fæddan í Minnesota. íslenskt fæðingarvottorð útgefið af Pjóðskjalasafni 1962, telur Svein Kristján Bjarnarson fæddan á Breiðabólsstað á Skógarströnd 13nda janúar 1887. Allmörg ár eru nú liðin síðan frú Dorothy Miller varð við j>eirri beiðni að semja handa mér stuttorða ævi bónda síns. Óviðráðanlegar orsakir, mér liggur við að segja hrapalleg óhöpp, liggja til J>ess að birtíng hefur dregist, og heföi mátt vera fyr að Sveins Bjamar sonar væri getið á íslandi, en j>að er ekki heldur um seinan. Lögberg-Heimskringla óskar eftir efni Við hvetjum lesendur okkar til {>ess að senda okkur fréttagreinar eða annað athyglisvert efni. Við kjósum helst að greinarnar séu vélritaöar og að peim fylgi myndir. Myndirnar fær höfundur endursen- dar pegar greinin hefur birst í blaðinu. ICELfíNDIC EXERCISE eftir GíslaJ. Ástpórsson Am\ [i ^ o /\^RoM V/ÓVr "n (Wl9)A) (AIOKKO^ A9 VA/áAST) s>) \<r xk mm slo w 1. What do you want to eat at my house, Sigga Vigga, when I irwite you for dinner? Ptarmigan. 2. What is your next favourite? Lightiy smoked rack of pork. 3. And third favourite? Fried leg of lamb is not bad! (Lit.: no fish guts!) 4. Are we somewhat approaching aged haddock?

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.