Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 123. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						
::>'-'.;¦¦: ¦¦-.;¦',¦.--,;,:,-,v.-.-.-,,:.¦...,,,-.;.
... "   ¦¦. ¦¦ , ¦
¦ ¦¦¦¦:-v:ív.;
¦v ¦-:¦:'¦; ¦¦
Flugvél Lindberghs hét „The Spirit of st. Louis", hún mun nú vera varðveitt  á safni,  til
minja um þetta einstæffa afrek.
EFTIRFARANÐI grein birt-
ist nýlegra í bandaríska stór-
blaðinu New York Times í til-
efni þess að sunnudaginn 20.
þ. m. voru 35 ár lioin síðan
Lindbergh flaug fyrstur
manna yfir Atlantshaf. Grein
in er lítið eitt stytt.
Það var stór hópur manna
sem beið á Ropsevelt flug-
vellinum, skammt fyrir utan
New York borg, þann 20. maí
árið 1927. Það var rigning og
himininn skýjaður., veðrið
virtist ekki sem heppilegast
til. flugs.
Silfurlitri einþekju var
rennt út á flugbrautina, og
aðstoðarmenn fylltu benzín-
geyma hennar.
Nú rofaði aðeins til.
Skömmu eftir klukkan sjö að
morgni var öllum undirbún-
ingi lokið og vélin tilbúin
að hefja sig til flugs.
Nokkur hreyfing fór um
mannfjöldann, þarna biðu
nokkur þúsund manns. Char-
les Augustus Lindbergh, steig
út úr lokuðum bíl, þar sem
hann hefði beðið og gekk í átt
til vélarinnar.
Þessi fífldjarfi ungi maður,
var næstum strákslegur á að
líta. Hann var í þykkri ullar-
peysu og hermannabuxumj
Ljóst hár hans bærðist fyrir
vindinum. Lindbergh var að-
eins 25 ára gamall þegar
þetta gerðist.
Hann gekk í kring um 'vél-
ina og leit eftir að allt væri
í lagi. Hjólin sukku lítið eitt
niður ¦ í gljúpan leirsvörðinn,
þar sem flugvélin stóð. Staf-
aði það af því hversu hlaðiri
hún var. Aldrei hafði þessi
vél haft innanborðs eins mik-
ið eldsneyti og nú, enda
veitti ekki af því, langt flug
var fyrir höndum.
Þegar Lindbergh var kom-
inn upp í vélina vó hún tvær
og hálfa smálest. En það var
hálfri smálest meira heldur
en nokkru sinna hafði verið
lagt á hana í tilrauna flugi.
Mönnum leizt ekki á að
þessi litla flugvél mundi einu
sinni komast upp af gljúpri
flugbrautinni, hvað þá heldur
yfir Atlantshafið.
Á flugskýli skammt frá
hékk vindveifa, sýndi hún að
vindáttin var að breytast, frá
austri til vesturs. .
Lindbergh hafði búizt við
að hafa mótvind, sem mundi
létta honum flugtakið, en nú
brást sú von.
Hann gekk aftur að bílnum,
klæddi sig í flugbúninginn,
setti á sig gleraugu og hjálm.
Síðan gekk hánn aftur að vél-
inni, og klifraði upp í flug-
mannssætið.
Mótorinn var í gangi og
hann leit á snúningshraða-
mælinn, snúningshraðinn var
heldur lítill fannst honum.
Hann hægði á mótornum og
hallaði sér aftur í sætinu. Allt
virtist honum mófsnúið.
Fólkið beið, enginn hefði
orðið hissa þótt hann hefði
nú hætt við að fara, þar sem
allar aðstæður voru svo slæm-
ar. Þegar- klukkuna vantaði
átta mínútu.r í átta, spennti
Lindbergh á ,sig öryggisbeltið
og gaf aðstoðarmönnum sín-
um merki uni að taka fyrir-
stöðurnar frá hjólunum.
Aðstoðarmennirnir ýttu vél-
inni af stað. Smátt og smátt
herti hún á sér. Framundan
á brautinni var hvit veifa,
við hana yrði Lindberg að
byrja að hemla ef hann ætl-
aði að hætta við flugtak. —
Þegar vélin nálgaðist hvítu
veifuna byrjaði hún að lyft-
ast frá jörðu. Brátt kleif hún
örugglega upp á við, og hvarf
innan skamms út við sjón-
deildarhring.
Lindbergh flaug yfir nokkurn
hluta Bandaríkjanna áður en
hann tók stefnuna á haf út.
Hvarvetna í borgum og bæjum
flykkist fólk út til að reyna að
koma auga á flugvélina.
Klukkan átta um kvöldið
var Lindbergh yfir St. Johns
á Nýfundnalandi, og nú var
þriðjungur leiðarinnar að
baki.
Lindbergh hefði ekki sofið
vel nóttina áður og innan
skamms tók svefn að sækja
að honum. Hann dottaði öðru
hverju, en vaknaði alltaf fljótt
aftur og þá var flugvélin vana
lega komin lítið eitt af leið.
Klukkan tvö um nóttina var
hann búinn að fljúga í nítján
stundir. Nú gat hann skrifað
í loggbókina að hann væri
hálfnaður til Parísar. Nú
hafði hann meðvind og allt
virtist ganga eins og í sögu.
En honum var ekki um stefh-
una sem áttavitinn sýndi, og
hann v-ar jafnvel hræddur um
að sig hefði borið amllikið af
leið um kvöldið, þegar hann
var hvað syfjaðastur.
Um hádegið átti París að
vera í innan við eitt þúsund
mílna fjarlægð. En nú var
svefninn í þann veginn að
buga hann. Hann tróð höfð-
inu út um gluggann til að
reyna að halda sér vakandi
og andaði að sér fersku Iofti,
eftir það leið honum betur um
stund.
Þegar hann hafði verið á
flugi í 27 klukkustundir glað-
vaknaði hann allt í einu, fyrir
neðan sig sá hann á sjónum
heilan aragrúa af fiskibátum.
Strönd Evrópu hlaut að vera
skemmra undan, en hahn
hafði grunað.
Hann lækkaði flugið og
hægði á mótornum um leið
og hann kallaði út yfir ein-
um bátnum og spurði í hvaða
átt írland væri. Þeir sem voru
uppi á þiljum voru of undr-.
andi til þess að geta svarað.
Einni klukkustund síðar
kom hann auga á strönd ír-
lands. Nú varð Lindbergh
glaður, hann var tveim stund-
um á undan áætlun og engin
skekkja hafði verið   leiðar-
reikningi hans.
Seint þetta kvöld safnaðist
mannfjöldi saman á Le Bour-
get flugvellinum skammt fyr
ir utan París. Fólk hafði
heyrt að Lindbergh væri á
leiðinni, en ekki fannst
Frökkum það þó alltof trú-
legt. Þeir höfðu áður fengið
slíkar fréttir, um aðra mer.n
þó, en þær reyndust ekki rétt-
ar.
Samt var allmargt fólk
samankomið, og m. a. voru
þarna fulltrúar hins opinbera
til að taka á móti flugkapp-
anum, ef hann léti þá sjá sig.
Þegar byrjaði að skyggja
fréttist það, að nú væri vélin
á leið yfir Ermarsundið, fór
nú óðum fjölgandi fólkinu á
flugvellinum. Brátt varð að
kalla út f jöldann allan af her-
mönnum til að hafa hemil á
mannfjöldanum, sem var á
flugvellinum. Klukkan níu
um kvöldið komu þær fréttir
frá Cherburg, að flugvélin
hefði farið þar yfir.
Nú voru um hundrað þús-
und manns á flugvellinum, og
fjöldi fólks sat og beið í bif-
reiðum í nágrenni vallarins.
Klukkan 10:18 heyrðist í flug
vél hátt yfir vellinum, leitar-
ljósum var beint upp. Fjór-
um mínútum síðar lenti Lind-
¦v'EHWBS
¦ : }'¦¦í iii i-'nii-Íi;:"':: H
Hér er svo kappinn sjálfur við stjórnvölinni. Þessi mynd mun
hafa verið tekin skömmu áður,* en Lindbergh lagði upp í hið
fræga flug sitt.
bergh heill á húfi. Hafði hann
þá verið á flugi í röskar 33
klukkustundir.              $||
Áður en hann gat komist %
út  úr  flugvélinni var hann
þrifinn upp og borinn á gull- 1
stóli.   Geysileg  fagnaðaróp
bárust  frá  mannfjöldanum. ^
Minjagripasafnararnir   voru
fljótir að leggja til atlögu við
flugvélina.
Næsta dag var nafn hans á
vörum manna um allan heim. g
Fáa  kappa  hefur  Banda-
ríska þjóðin tekið jafnmiklu 1
ástfóstri við og flugkappann 3
Lindbergh.   Frásagnir   um §
hetjudáð hans munu væntan-
lega lengi varðveitast.
BITBEIN YFIRVALDA
Berlín.
TÍU ÁRA GAMALL drengur,
Thomas Molitor að nafni
stökk fyrir skömmu út um
glugga á húsi í austur Berlín
og niður á götu í vestur Ber-
lín, þar sem brunaverðir tóku
á móti honum. Síðan þetta
skeði hefur mikið gengið á,
austur og vestur þýzk stjórn-
arvöld hafa' skipzt á miklum
fiölda skeyta og er ekki ann-
að hægt að segja en að þessi
litli drengur sé 'nú orðinn eins
konar bitbein austur- og vest-
ur-þýzkra stjórnarvalda.
Austur þýzk yfirvöld og for-
eldrar drengsins kref jast þess
að hann verði þegar í stað
framseldur. Yfirvöldin í vest-
ur Berlín segja, að velkomið
sé að láta drenginn. af hendi,
aðeins ef móðir hans fæst til
að sækja hann á barnaheim-
i'ið þar sem hann dvelur nú.
Annáð hvort er þaðj að móð
ir drengsins vill ekki fara til
"estur Berlínar eða að hún
fær það ekki.. Drengurinn
virðist ekkert áfjáður í að
hverfa aftur heim til sín, því
hann segir, að það þýði ekk-
ert að senda sig heim, hann
muni strax koma vesturyfir
aftur. í austur Þýzkalandi er
"*5 sjálfsögðu gert mjög mikið
úr þessu, blaðamannafundir
haldnir, þar sem móðir
drengsins segir sína sögu, og
^ar fram eftir götunum.
—  Pabbi, af hverju má ég
ekki fara út og leika mér?
— Þegiðu, oggefðu.
Margir mundu hugsa sem
svo, að fyrst móðir drengsins
ekki fæst til að sækja hann,
þá risti nú móðurástin ekki
djúpt, og mætti þá álíta, að
hún hefði ekki mikla löngun
til að fá drenginn sinn til sín
aftur.
BRENNDI ARFINUM
KHOFN.
ERFINGJAR     manns
nokkurs í borginni Slagelse
hafa nú sætt sig við það, að
arfleiðandi þeirra hafi stung
ið um það bil 50 þús. krón-
um í ofninn áður en hann
gaf upp öndina. Péningarnir
voru á sínum stað skömmu
áður en maðurinn dó, en eft-
ir lát hans fundust þeir
hvergi.
Þessi maður hafði allt sitt
líf verið afar sparsamur. —
Kona hans fékk ekki meiri
peninga til heimilishaldsins,
en svo, að hún varð alítaf
að velta hverjum tvíeyringi
fyrir sér, áður en hún eyddi
honum. Peningarnir, sem af-
gangs voru, voru geymdir á
heirniliriu, þar eð maðurinn
treysti ekki bönkum og spari
sjóðum.
Þegar maðurinn var látinn,
og búskiptin fóru franv, fund-
ust ekki allir þeir peningar,
sem vitað var að áttu að vera
til. Nokkrum dögum fyrir
dauða sinn hafði maðurinn
tekið alla peningaseðlana
fram og dreift þeim á legu-
bekk og taliff þá. Enginn
hafði hugsað neitt frekar út
í það, þar sem hann gerði
þetta alloft.
Hins vegar var fólk hissa á
því, að oft virtist, sem kveikt
hefði verið upp í ofninum,
þegar: maðurinn hafði' verið
einn heima.
Nú eru allir erfingjarnir
sannfærðir um, að maðurinn
hafi brennt þessum pening-
um í ofninum. Eitt sinn þeg-
ar kona hans var að koma
heim sá hún mjallahvitan
reyk liðast upp.úr reykháfi
hússins.
Maðurinn lét aðeins eCtir
sig nokkur þúsund krónur í
peningum. Svaraði það til
ellistyrks þess er kona hans
hafði fengið, og hin eftirlif-
andi eiginkona segir: — Ef
til vill er það bara gott, að
svona fór með peningana. —
Mér þótti leitt hversu mjög
maðurinn minn sálugi elsk-
aði peninga, og talaði um þá
í tima og ótíma. Hver veit
nema ég hefði orðið alveg
eins ef ég hefði fengið þetta
mikla fé..
SAMTÍNINGUR
—  Mamma, af hverju er
pabbi svona fölur?
— Þegiðu og haltu áfram að
grafa.
Skilti yfir rafmagnsstól:
Bilar aldrei, þetta er Westing-
house.
—  En Henry, þetta er alls
ekki barnið okkur.
—  Þegiðu, þetta er betri
vagn.
—  Gættu að þér, gamli
minn, það munaði engu að þú
hittir konuna mína.
—  Fyrirgefðu, en blessað-
ur miðaðu á mína, hún er
hérna rétt hjá.
—  Er hún amma þín hætt
að renna sér niður stigahand-
riðin?
—  Nú erum við búin að
vefja þau með gaddavír.
— Og er hún þá ekki hætt?
— Nei, en hún hefur hægt
mikið á sér.
PRESTUR nokkur var að inna
sóknarbarn sitt eftir þvi,
hvernig fjölskyldan hefði það.
—  Hvernig hefur konan
þín það? byrjaði hann.
—  Hún er nú komin til
himnaríkis, svaraði sá, sem
spurður var.
—  Það þykir mér leitt að
heyra, sagði presturinn þá í
huggunarskyni. En fann fljótt
að þetta hljómaði ekki alveg
rétt og bætti við, — Það þyk-
ir mér annars gott að heyra.
En áttaði sig fljótt á því að
þetta hljómaði ekki alveg rétt
heldur. Og sagði að síðustu:
— Þessu átti ég svo sannar-
lega ekki von á.
„ÞÚ HEFUR hjálpað mér
mikið", sagði sjúklingurinn
og beindi byssu að sálfræð-
ingnum, „en nú veiztu of mik-
iS".
HVAÐ er þetta drengur, ertu
aS  hrækja  í  gullfiskakerið?
— Nei, en ég fer nú aS hitta,
svona hvaS úr hverju!
Frá Hollywood.
LEIKKONAN  hljóp  inn  og
kallaSi  til bónda  síns,  sem
var aS sjálfsögSu einnig leik-
ari.
— Komdu fljótt, krakkarn-
ir mínir og krakkarnir þínir
eru aS lúskra á krökkunum
okkar.
í Englandi eru hálsbönd úr
minkaskinni undanþegin lúx-
usskatti, þ. e. a. s. ef þau eru
ætluS fyrir hunda.
HAFID þér exem? spurði
læknirinn þjónustustúlkuna,
sem alltaf var aS klóra sér í
nefinu.
— Við höfum enga sérrétti,
svaraði stúlkan, bara það, sem
er á matseðlinum.
Borðstofuborð
20 tegundir
HÚSGAGNAVERZLUN
AUSTURBÆJAR
Skólavörðustíg 16. — Sími 246 20.
OPID FRÁ 8-23 ALLA
DAGA VIKUNNAR
HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ HRAUXHOLT
VH> MIKLATORG.
Örugg og fljót afgreiffsla. — Höfum flest allar stærðir aS
hjólbörðum til sölu.                                 *
Hraunholt við Miklatorg
Simi 10300.
Fáanleg með 3 eða 4 glópípu
eða steyptum hellum, klukku
og ljósi, glóðarrist og hita-
skúffu.
Verð frá kr. 4.750.00.
Afborgun   við  hvers  manns
hæfi.
Fullkomið viðhald.
H.F.  Raftækjaverksmiðjan,  Hafnarfirði,
Sími: 50022 — 50023.
Reykjavík:  Vesturver,  Sími:  10322.
Vélsetjari óska
Prentsmiðja Alþýðubla&sins
i  g  30. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
y
ALÞÝÐUBLAÐIÐ -  30. maí 1S62  @
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16