Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 15
1 í> 0 í> C> FRA SOVÉT ,.Eg man ekki eftir neinu öðru í bili, félagi,” sagði hann. — „Mörg smáatriði munu koma til og við verðum að ráða fram úr þeim hverju sinni. En ég hctfi, að við getum byrjað.” „Eg er sammála, félagi. TVtál- ið getur nú gengið sinn gang. Ég mun gefa út nauðsynleg fvrir- mæli.” Harðneskjuleg og valds- mannsleg röddin varð mann- legri. „Eg er þakklát fyrir sam- vinnu yðar.” Kronsteen beygði höfuðið lítil lega í viðurkenningarskj'ni. — Hann snérist á hæli og geKk hljóðlega út úr herberginu. Telekryptontækið fór í gáhg. Rosa Klebb hreyfði sig í stóln- um og teygði sig eftir einum sim anum. Hún váldi númer. Klukkan hálf átta að morgni fimmtudagsins 12. ágúst vaknaði Bond í þægilegri íbúð sinni við trjáum prýtt torg nálægt King's Koad, og fann til fyrirlitningar yfir því að hann var þegar hund- leiður á deginum, sem hann átti fyrir höndum. Leiðindi, og eink- um og sér í lagi það ótrúlega á- stand að vakna leiður, voru eini lösturinn, sem Bond fordæmdi algjörlega. Bond teygði út handlegginn eg liringdi tvisvar bjöllunni til að lilkynna May, hini ágætu skozku ráöskonu sinni, að hann væri að koma til morgunverðar. Síðan fleygði liann lakinu skyndilega ofan af nöktum líkaina sínum og sveiflaði fótunum fram úr. Það var aðeins ein leið til að fást við leiðindi — sparka sjálf um sér út úr þeim. Bond lagðist á gólfið og lyfti sér tuttugu sinnum og gaf sér enga hvíld. Þegar hand leggir hans þoldu sársaukann hægt upp með handleggjunum ekki lengur, .velti hann sér á bakið, hélt handleggjunum með síðunum og lyfti íótleggjunum hægt upp, hvað eftir annað, þar til magavöðvarnir voru helaumir orðnir. Hann stóð á fætur, og þegar hann hafði snert á sér tærn ar tuttugu sinnum, snéri hann sér að liandleggja- og brjóstkassaæf- ingum og öndunaræfingum, þar til hann snarsvimaði. Lafmóður / áreynslunni gekk hann inn í bað þerbergið og fékk sér mjög heitt og síðan ískalt bað í fimm mín- útur. Þegar hann var svo búinn að raka sig og komin i létt föt, stakk hann berum fótunum í „klossa" og gekk gegn um svefnherbergið inn í setustofuna ánægður yfir að hafa, að minnsta kosti í bili, svitað út úr sér leiðindin. May, gömul. skozk kona með sem hún setti á borð í gluggaút- stálgrátt hár, kom inn með bakka, skotinu ásamt The Times, eina dagblaðinu, sem Bond nokkurn tíma las. Bond bauð henni góðan dag og settist að borðum. „Góðan dag“. Hún beið við borðið meðan Bond braut blaði« til að lesa fréttasíðuna í opnunni. „Þessi maður kom aftur í gær kvöldi út af :sjönvarpinu.“ „Hvaða maður var það?“, Bond leit yfir fyrirsagnirnar. „Þessi maður, sem alltaf er að koma. Hann er búinn að koma sex sinnum síðan í júní. Maður skyldi ætla, að hann hefði gefizt upp við að reyna að selia okkur tæki eftir það, sem ég hafði að segja hónum strax í fyrsta skipti um það syndsamlega tæki. En ekki -aldeilis. Býður upp á afborg- anir.“ „Gefast þeir aldrei upp þessir sölumenn?". Bond lagði frá sér blaðið og teygði sig eftir kaffi- könnunni. „Ég lét hann aðeins hafa það í gærkvöldi. Truflandi fólk, þegar það er að borða. Spurði hann hvort hann hefði nokkur skilríki til að sanna hver hann vær.“ „Það hefur líklega slegið hann út af laginu." Bond fyllti stóran bollann upp að börmum af svörtu kaffi. „Ekki aldeilis. Tók upp með- limaskírteinið sitt úr verkalýðs- íélaginu. Sagðist hafa fullan rétt til að vinna fyrir sér. Hann var lír Rafvirkjasambandinu. Eru þeir ekki kommúnistar?" „Jú, rétt er það,“ ságði Bond. Hann tók að einbeita sér. Gat það verið, að ÞEIR hefðu auga mcð honum? Hann fékk sér sopa úr bollanum og setti hann frá sér. „Hvað sagði þessi maður nákvæm lega, May?“ spurði hann kæru- leysislega, en horfði á hana. „Hann sagðist vera að selja sjónvarpstæki gegn umboðslaun um í frístundum sínum, og hvort við værum viss um, að við vildum ekki kaupa. Hann segir, að við séum ein af þeim fáu við torgið, sem ekki hafa sjónvarp. Ég býst við, að hann sjái, að það er ekkert loftnet á þessu húsi. Hann er allt af að spyrja, hvort þér séuð heima, svo að hann geti talað við yður um það. Ósvífnin! Ég cr hissa, að hann skuli ekki hafa reynt að ná í yður, þegar þér lan Fleming komið heim eða farið út. Hann er alltáf áð spyrja hvort ég eigi von á yður heim. Auðvitað segi ég hon um ekki neitt um ferðir yðar. Þokkalegur maður, ef hann væri ekki svona ýtinn.“ Þetta gat verið, hugsaði Bond. Það eru margar aðferðir til að ganga úr skugga um, hvort hús- eigandi er heima eða ekki. Útlit þjónustufólksins og viðbrögð þess — kíkt inn um opnar dyr. „Það þýðir ekkert fyrir yður, því að hann er ékki heirna", mundu vera einkennandi viðbrögð, ef íbúðin væri auð. Ætti hann að tilkynna öryggisdeildinni þetta? Bond yppti ólundarlega öxlum. Fjand- inn hafi það. Það var sennilega ekkert í þessu: Hvers vegna ættu ÞEIR að hafa áhuga á honum" Neyðarástand í N.-Nígeríu LAGOS, 29. maí (NTB-Reuter) Þjóðþing Nígeríu samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í dag þá tillögu stjórnarinnar að lýsa yfir neyðarástandi í Vestur- Nígeríu þar sem tveim fundum fylkisþingsins lyktaði með uppþot um sl. föstudag. Þingið vítti flokkinn sem fer með völd í Nígeríu en ættbálka- höfðinginn Samuel Akintola hefur verið rekinn úr flokknum. Akin- tola var áður forsætisráðherra V.- Nígeríu og þegar hann sagði af sér urðu uppþot í þinginu sl. föstudag og flokkurinn klofnaði. Flokkurinn er sakaður um að hafa misnotað völdin. Abubakar Baawa Balewa forsæt isráðherra skýrði þinginu frá því, að engin lögleg stjórn væri til í inn með tillögu sambandsstjórnar Vestur-Nígeríu, og aðaltilgangur innar væri að koma aftur á lö I og reglu og góðri stjórn í lands-. hlutanum. INDVERJAR ’ MÓTMÆLA i NÝJA DELHI 29. maí (NTB-AFP) í mótmælaorðsendingu dagsettri 21. maí mótmæla Indverjar nýjuin árásaraðgerðum Kínverja í Lagád ah í norð-austur-Kasmír. Mótmæla orðsending þessi er svar viff orff sendingu Kínverja frá 11. mai þár sem Indverjar voru sakaðir um ögranir og þess var krafizt aff her sveitir Indverja yrðu dregnar itl baka. Og ef eitthvað var til íþessu , þá væri það alveg eftir öryggisdeild- inni að skipa honum að skipta um bústað. „Ég býst við, að þú hafir hrætt hann í burtu í þetta skipti," sagði Bond og brosti til May. „Ég býst ekki við, að þú sjáir hann aftur.“ „Ja-á,“ sagði May efablandin. Að minnsta kosti hafði hún fylgt skipunum hans um að segja frá því, ef hún sæi „einhvern hanga í grennd við húsið“. Hún fór fram í svarta einkenningsbúningnum, sem hún neitaði að fara úr, jafn- vel í ágústhitanum. Bond snéri sér að morgunverC- inum. Venjulega voru þaff smá- atriði eins og þetta, sem komu heila hans til að starfa, og víff önnur tækifæri hefði hann ekki verið í rónni fyrr en hann hefffi leyst það vandamál, hvaff maffur frá kommúnistísku verkadýffsfél- agi væri alltaf að vilja kringum heimili hans. En nú, eftir margra mánaða athafnaleysi og notkunar / / / / HAB 7. JUNIHAB 7. JUNI 7. JÚNÍ HAB 7. JÚNl HAB HAB 7. JÚNÍ HAB 7. JÚNÍ 7. JÚNl HAB 7. JÚNl HAB HAB 7. JÚNÍ HAB 7. JÚNÍ 7. JÚNÍ HAB 7. JÚNÍ HAB HAB 7. JÚNÍ HAB 7. JÚNl 7. JÚNl HAB 7. JÚNl HAB HAB 7. JÚNl HAB 7. JÚNÍ 7. •VöÆ ! > .1 HAB 7. JUNIHAB 7. JUNÍ tassessizzsssm ALÞYOUBLADIÐ - 30. maí 1962 Í5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.