Alþýðublaðið - 15.07.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.07.1962, Blaðsíða 4
landsmót Hestamanna Hópreið hestamanna inn á sýningarsvæðiö, fer fram í dag kl. 14,30. Kl. 16 verða sýndir mestu gróðhestar Iandsnis. — Sýndar verða íþróttir á hestum. — Úrslitahlaup á skeiði og stökki hefjast kl. 18,30. í Komið og sjáið spennandi keppni um hæstu verðlaun, sem greidd i hafa verið í kappreiðum á íslandi. FRAAIKVÆMDANEFND. UM ÞESSAR muntiir er unnið að því að leysa rúmlega sex ára gamla ráðgátu í Bandarxkjunum. 12. marz 1956 gerðist það í New York að vísindamaður frá Domin íkanska lýðveldinu, dr. Jeuss de Galíiidez fæddur á Spáni, hvarf og hefur ekki til hans spurzt síðan Hanri var á leið frá Columbíahá- skóla-num til neðanjarðarbrautar- stöðvár nokkurrar — og síðan hef ur hdnn ekki sézt. De, Galíndez hafði í nokkur ár verið einn af nánustu samverka- möniíum einræðisherrans Rafael Trujillo, en sagði síðan skilið við hann og flúði til Bandaríkjanna, þar sem hann fékk stöðu sem dó sent við Columbíuháskólann. Þeg ar hann hvarf, var hann að vinna að doktorsritgerð um einræði Trujillos, takmark þess og ógeðs- legar aðferðir. Hvarfið vakti geysilega athygli í New York á sínum tíma og 'Dr. Jesus De Galindez gerðu New York lögreglan og FBI mjog umfangsmiklar rannsóknir Smám saman komust menn á þá skoðun, að Galindez hefði ein- hvern veginn verið deyfður og síð an fluttur um borð í einkaflugvél sem flogið hefði verið af amerísk um atvinnuflugmanni Gerald Murphy. Murphy hefði síðan flutt Galíndez til Dominíkanska lýð- veldisins, þar sem hann hefði síð an vafalaust verið drepinn. Á meðan á rannsókninni stóð dó Murpliy við einkennilegar að- stæður — og svö virtist um flesta sem á einn eða annan hátt voru flæktir í þetta mál. Dóminikansk ur liðsforingi, sem einnig var flæktur í málið, dó í einvígi, tveir aðrir bóu í bílslysi, og flugvallar starfsmaður, sem fyrir rétti hafði borið vitni um hina dularfullu flugvél, fannst líka dauður. Spennan milli Bandaríkjanna og Dóminíkanska lýðveldisins varð svo mikil út af þessu máli, að um tíma virtist svo sem óhjá- kvæmilegt væri, að stjórnmála- sambandi yrði slitið milli ríkj- anna, Smám saman missti svo al- menningur áhugann á örlögum Galídez. En þegar Trujillo var drepinn og fjölskylda hans velt úr valdastóli vaknaði aftur áhugi á þessu gamla máli. í marzmánuði sl. bárust þær fréttir frá Dóminíkanska lýðveld inu, að menn teldu sig hafa fund ið Galíndez, en ekki var unnt að bera kennsi á það svo ekki yrði um villzt. Málið verður nú tekið upp að nýju og munu ríkisstjórnir beggja ríkjanna sjá um rannsóknina. Bandarílcjamenn hafa m.a. áhuga á þessu máli vegna þess, að talið er, að enn séu í New York Banda- ríkjamenn, sem viti meira um brottnámið, en hingað til hefur reynzt unnt að fá upplýst Meðal þeirra er talinn Joseph nokkúr. Frank, fyrrverandi FBI- maður, sem um tíma var lífvörður Trujiiios en varð síðar ,,ráðgjafi“ og starfaði Uín tíma sem fullfrúi harðstjórans gágnvart blöðum og slíku í New York. ... Bílarnir koma- en hvað um vegina —■HBB—■MiBMBgaMBBaBMMMBaaPBMWBaaM aKsæBZSSBKHOTKEHB ? AREKSTRAR bifreiða og umferðaslys færast geigvæn- lega í aukana. Þetta kostar þjóð ina tugi milljóna á ári í trygg- ingum og viðgerðum, auk meiðsla og manndauða. Hvað veldur þessari plágu, og hvern ig er hægt að draga úr henni? Orsakir eru að sjálfsögðu margar. Kæruleysi og glanna- skapur er ein, ölvun við akstur önnur ástæða. En þó verður ekki komizt framhjá veigamiklu atriði í þesSu.máli: það eru að verða alltof margar bifreiðar á of takmörkuðu og ófullkomnu gatna- og vegakerfi. Þar sem 10 bílar stóðu á veg um 1950 — standa nú um 20. Og eftir 5—6 ár munu bílarnir verða orðnir 40 talsins. Þetta eína dæmi um ankn- ingu bílaflotans ætti að nægja. Fyrir áratug’ voru um 10.000 bílar á íslandi, nú eru þeir komnir vel yfir 20.000, og verða að áliti fróðustu manna 35-40- 000 eftir.5—6 ár. Á sama tíma hefur vegakerfinu miðað lítið áfram, svo að segja má að þessi aukni bílafjöldi aki á svipuðu vegakerfi ár eftir ár. Við þetta bætist, að mestur hluti liinnar liraðvaxandi um- ferðar leggst á lítinn hluta kerf isins i kaupstöðum og umhverf- is þá, en það er aðeins brot af heildarvegakerfi landsins. Þetta eru einmitt elztu vegirnir, sem voru á sínum tíma gerðir með frumstæðum tækjum miðað við vélakost nútímans Þess vegna þola þessir vegir ekki hina auknu umferð, og er nú þegar illmögulegt að halda þeim sóma samlega við. Til viðbótar má minnast á, að víða vantar enn mikilsverða vegi milli byggðarlaga, jafnvel milli landshluta. Endurnýjun á gömlum vegum og brúm geug ur alltof hægt, sökum þéss að skort hefur nægilegt fé til þess- ara framkvæmda um langt ára- bil. Það er tilgangslaust að hrúga bifreiðum inn í landið eins og gert er og fólkið vill, nema gera stórátak í vega- og gatnamál- um. Ef það átak verður ekki gert, má búast við að kerfið bres;ti, þar sem álagið er mest, og hljótist af margvísleg vand- ræði. Hér verður að gera margt samtímis á allra næstu áiufn. Það -verður að endurfiokka vegina, svo að Hafnarfjarðar- vegur með 15000 bíla umferð á sumardegi, njóti ekki sama réttar og heimreið að einum bæ, sem 5—10 sinnum er fai'ið um í mesta lagi. Það verður að velja úr þá höfuðvegi, sem ó- hjákvæmilegt er að malbika eða steypa, og gera áætlun um þær framkvæmdir. Að öðru leyti yerður að halda áfram upp byggingu vegakerfisins, bætá stórlega þjóðbrautirnar milli landshluta, svo að bílar geti þar alls staðar mætzt, og tryggja að lokum eðlilegt og gott þjóð- vega- og sýsluvegakerfi um alla landsins byggð, svo að fólkið og atvinnuvegirnir hafi sem greiðastar samgöngur. Ilvernig á að gera þetta stór- átak í vegamálunum? Ríkisstjórnin hefur um skeið látið trúnaðarmenn sína vinna að undirbúningi mikilla breyt- inga á þessum málum, og munu þær vonandi sjá dagsins ljós með haustinu. En nokkur atr- iði eru þó hverjum manni ljós, sem um þessi mál hefur liugs- að: 1) Það er eðlilegt, að allar tekj- ur ríkisvaldsins af umfcrð- inni’ verði látnar renna til vega- og gatnagerðar. 2) Þegar þetta er tryggt, munu bifreiðaeigendur vafalaust ekki taka því illa, þótt ben- zín yrði hækkað eitthvað, ef tryggt er að peningarnir fari aftur í vegi og götur. 3) Misræinið milli benzínbíla og dieselbíla getur ekki hald izt eins og það er. Það hlýt- ur að verða að einhverju leyti jafnað, enda verða dieselbílar að bera sinn hluta af uppbyggingu vega kerfisins. 4) Ríkið verður að taka þátt í gatnagerð kaupstaða og kauptúna, Dugir ekki aö hugsa um smáupphæðir í þeim efnum, enda hafa þeg- ar komið fram opinberlega tillögur um 20 milljónir eða svo. Fleiri atriði mætti nefna í þessu sambandi, en það verður ekki gert að sinni. Bifreiðin hefur sívaxandi þýðingu sem flutningatæki fyrir atvinnu- vegi og framkvæmdir. I.ang- ferðabílar eru svo þægilegir og góðir, að farþegatala hlýtur að aukast. Loks er einkabifreiðin að verða fastur þáttur i nú- tímalífi bjargálna íslendinga og eitt þeirra tækja, sem veita þeim hin góðu lífskjör. En bílar eru einskis virði, ef ekki eru vegir og götur til að aka eftir. Þess vegna er röðin komin að stórfi’amkvæmdum á sviði þessara mála, og má ekki draga það lengur en fram á næsta þing að skipuleggja þau, svo að uppbygging kerfisins komizt þegar á næsta sumri í fyrsta gír. HAB tilkynnir Að fengnu leyfi Dómsmálaráðuneytisins, hefur verið frestað drætti í Happdrætti Alþýðublaðsins, sem fram átti að fara h. 7. ágúst n.k., um 3 daga. Fer því dráttur fram 10. ágúst n.k. Ástæða fyrir frestuninni er sú, að verzlunarmannahelgin var um svipað leyti og áður ákveðinn dráttardagur (7/8). Þetta eru umhoðsmenn HAB og viðskiptamenn um land allt beðnir vinsamlegast að athuga. Happdrætti Alþýðublaðsins 4 15r fútí 1962 ALÞÝ0UBLAÐ1Ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.