Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Arnfirğingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Arnfirğingur

						22
ur orðinn víða um land. Kostnað-
ur er áætiaður 4000 kr. og hafa
Rvíkíngar þegar skrifað sig fyrir
1500 kr. og væntir fjelagið að fá
500 kr. enn, og síðan 2000 kr. styrk.
Komist þetta í verk, sem von-
andi er, þá er það ekki eimíngis
Rvíkíngum heldur öllu landinu til
hins mesta sóma og ættu fleiri hjer-
uð að sýna af sjer sama ærustryk.
Ilandritasafn   Bókmcntafjel.
kvað nú komið heim til Rvíkur frá
Höfn. Landsbókasafnið hefur keypt
það fyrir 22,000 kr. og borgar það
á 22 árum með 1000 kr. á ári.
Það er mikið safn- og margt í því
mjög merkiiegt, eins og skýrsisurn-
ar votta. Þetta er happ fræði-
mönnum í Reykjavík og landinu í
heíld, og það má, nú sem komið
er, telja miklu betur komið í Rvík
en í Höm, þar sem ekki er teljandi
að neinn maður hugsi þar um ís-
lensk fræði leingur af íslendingum
nema Dr. Finnur Jónsson og Dr.
Valtýr, sem báðír sinna þó nær ein-
gaungu fornöldinni.
Póstgaungur.
Óalandi, óferjandi.
i.
Það eru eingar öfgar, að nu er
svo komið póstgaungum um landið,
að bæði póststjórn og landslýður
firma það jafn átakanlega, að á þeim
þarf gagngerðrar breytingar, og hafa
fundið þetta leingi, alt frá þvi að
reglulegar strandferðir hófust kríng
um landið.
Það er alveg vandalaust að sýna,
að sj>ara maiti alt aö þriðjúngi af
þessum 38 þúsundum á síðasta
fjárhagstímabili og 41 þúsund á
þessu yfirstandandi og láta þbpóst-
ferðimar verða að tv'óf'óldu eða
nœr þrefóldu pagni við það sem
nú er.
Hjer er því miður ekki rúm til
að sýna þetta fyrir alt landið, þó
það sje ijett^verk og löðurmannlegt,
en á dæmi má benda sem gera þetta
hverium mamii ljóst.
Vjer vitum það allir, bæði aust-
an, norðan og vestan lands að vjer
vitum aldrei neitt um iandpósta frá
því í Apríl að strandbátarnir fara
frá Rvík og til þess í Október að
þeir eru á leið síðast bángað aftur.
Við spyrjum aldrei nær þeir komi
eða nær þeir fari á því tímabili, því
•póststjórnin er svo skynsöm, að hún
sendir okkur öll okkar brjef með
sfcrandbátunum eða skipunum og
við þökkum henni fyrir þetta hver
í sínu horni, þvi það er öllum stór-
gveiði, og eins sendum við brjef
okkar öll og blöð með bátunum,
aldrei með pósti.
Það er og alkunnugt að allirþrir
póstarnir, bæði vestan, norðan og
austan fara nær slippfr frá Rvík
allan þennan tima í samanburði víð
það sem áður var. Fyr fór norð-
anpóstur oft með 6 og 7 og kannske
fleiri hesta þaðan undir áburði á
sumrin, nú þakkar hann fyrir ef
hann nær í einn aukahest til þess
að vinna npp eitthvað af tapinu á
vetrarferðunum.
Og þetta er hlntfallið tiltöiulega
með alla sumarpósta um alt land.
Póstamir bíða tjón. Póstmeist-
arí hefur óþarfa umstáng og ónæði
og landsfólkið ekki tveggja aura
gagn af þessum sumarferðum, eins
og þeim er fyrirkomíð nú.
Hvað öil þessí tilhogun er vand-
ræðalega þveröfug og bve miklu
hagkvæmari strandskipin eru en
landpóstarnir sjest ljósast á þvi, að
menn úr öllum landsljórðúngum
senda brjef sín og blöð með skip-
unum en ekki póstunum jafnvel þó
menn viti að einginn póstur gán^i
upp um landið frá vi5komustöðun
um, og hjer sje því í rauninni
spilað í hreinu lottaríi með brjefln
og blóðin, hvort þau komist nokkru
sinni eða ekki frá þeim viðkomu-
stöðum, sem ekki eru á aðalpóst-
leiðum og það hagkvæmlega í vegi
fyrir póstinum.
Nú í byrjun þessarar aldar mun
þetta fyrirkomulag vera eins dæmi
í öllum þeim löndum, sem vilja
láta kenna sig við menníngu, jafn-
vel Rússar hafa í afskektustu hjer-
öðum sínum gert póstgaungurnar
fyrir þrem á:'um miklu haganlegri
en þær eru nú á íslandi, og í ný-
Iendum Breta í Suður-Afríku fá
menn póstinn á hálfsmánaðarfresti,
þar sem leingra er til járnbrauta
en tvisvar sinnum frá Dyrhólaey
og á Skagatá og aðeins hálfan vagn-
burð að flytja frá stöðinni.
„Þetta er nú svo hjá Bretum og
Rússum", segja menn líklega, „en
okkur dugar ekki að bera okkur
saman við útlendar þjóðir fremur í
því en öðru". Þetta er vana-svarið
og hlýtur að vera svo hjá þeim
mönnum, sem efni og ástæður hafa
ekki leyft að sjá athafnir annara
þjóða með eigin augum, en hafa
hlýtt á orð þeirra blaða, sem ekki
þekkja neitt útlent, en lasta það alt,
af því þeir halda að alþýðu þyki
vænst um það og kaupi svo blöð
þeirra.
En þeir, sem önnur blöð lesa og
betur skynja, sjá, að h j e r eru dæmi
útlendínganna ekkert annað en
reynsla, sem bæði vjer og aðrir
getum fært oss til notkunar ef vjer
viljum. Þær hafa tekið eftir þörf
um landsins og farið á endanum
eftir þeim.
Það er og ekkert efamál að vjer
verðum fyr eða síðar að fefa í
þessi spor og það þvi fremur, sem
vjer bæði spörum með því nokkurt
fje og fáum þó stórum hagkvæmari
samgaun^ur en vjer höfum nú.
Þetta ætti og að vera þeim mnn
auðveldara, sem breytíngin er al-
veg vandalaus og póststjórnin hefur
vafalaust sjeð hana fyrir laungu,
og bæði aðferð hennar og okkar
allra síðustu þrjú árin hefur sýnt
svo ljóslega, að póstgaungurnar alla
7 mánuðina, frá Apríl til Október
eiga ekki að hefjast frá Rvík á landi,
heldur með skipum og svo póstar
upp um hjeruðin frá hverjum við-
komustað, sem þörfgerist. Því við,
vitum af reynslu að póstarnir eru
þá aðeins notaðir til að flytja brjef
frá höfnunum upp til næstn hjer-
aða kríng um þær og til hafnanna
aftur.
Á þessu tímabili á landpóstur
ekki að gáuga frá Rvík, nema
austur i Árnes- og Rángárvallasýslu
og upp í Kjós.
í öll hin hjeruðin eiga póstsend-
íngar að fara til hafnanna og þaðan
upp um landið.
Þetta er svo kostnaðarlaust og
svo einfalt að mann stansar á því
að sú skipan skuli ekki vera komin á
fyrir laungu.
Þetta hefur reynslan líka fyrir
laungu sýnt þeim, sem athuguðu
hana, og vjer skulum í annað sinn
sýna bæði það tjón sem iandssjóður
og landsmenn hafa af þessu fyrir-
komulagi sem nú er.
Bíldudal.
Veður hefur vcrið nokkuð róstusamt
nú uiu tíma. Samanliángaudi bylur,
mátti heita, þ. 8. og 9. og frost alla vik-
una síðustu oftast kring um 12 gr. hæst
þ. 9. og 10.: 16 gr. og er það talið óvana-
legt hjer.
Frostlítið og þykt loft í dag.
Kvöldsaungva hjelt sjera Jón í
Otradal hjer í Bindindishúsinu bæði
kvöldin Gamlárs og Aðfángadags og
hvort tveggja kvöldið fyrir troðfullu húsi.
Brenna var lijer á Gamlárskvöld,
mikil og voldug og fór ágætlega. Versl-
unin hafði gofið til hennar hcilan bát-
ræfil. og auk þcss voru þar staurar og
fjöldi af tunnum og smakkaðist "gamla
itauð" það prýðilega, enda var ekki
sparað að ýta undir hann með steinolí-
unni ef hann ætlaði að dotta.
Brennan var ein af þcim stórfeingari,
sem maður hefur átt að venjast, og út-
húnaður allnr á henni prýðilegur.
Brennur 2 eða 3 sáust hjer norðan-
fjarðar, ein æði stór og hjört á Tjalda-
nesi eða Lónseyri.
Hýtt barnsskóSahús var vigt hjer
2. þ. m. Áður var haldinn hjer harna-
skóli í svokölluðn Goodtemplarahúsi eða
Bindindishúsi og var það á ýmsan hátt
mjög óhagkvæmt l>æði fyrir börn og
kennara, auk þess sem ekki voitir af því
húsi til fundarhalda, skemtana og annars
þess háttar.
Þetta nýja hús befur vorið bygt að
miklum hlut af styrk SVá sveitarfjelagiirö
og þó með góðri Íjálp frá samskotum
cinkum frá kaupmunninum og svo við
tekjur af tomhólu sem hjer var haldin í
því skyni.
Húsið or agætlega vandað, tvöföld
klæðníng utan og pappi á milli og súg-
laust með öllu.  Kenslustofurnar cru tvær
og íúmgóður gángur með allri anrrarí
hliðinni. Ofnar ágætir og svo útbúnir
að jafnan er hreint og gott loft í stof-
unum.
Húsið er ætlað til að rúma 40 börn,
cn þó þau sjeu akki nerna 24 í honum
sem stendur, verður hann þó brátt of
lítill ef fólki fjölgar hjer næstu ár eins
og því hefur fjölgað nú undanfarið.
Verslunin tók að sjer húsbyggínguna
fyrir 4000 kr. en það mun nú drjúgum
farið að sækja á 5. þúsundina, með því
að ekkert hefur verið til sparað að gera,
húsið sem best úr garði og mega allir
vera þakklátir fyrir það, ekki síst þeir
sem börn sín eiga þar.
Húsið er hið þarfasta og til sæmdar
öllum hlutaðeigendum bæði sveitarfjelag-
inn og öðrum, en aungum, sem sjeð hef-
ur barnahópinn hjer á Bíldudal kemur
það á óvart þó innan skams þurfi a5
stækka húsið á einhvern veginn.
íEfíntg'Píð var enn leikið á Laugar-
dagskvöldið var og fór aungu síður en
í hin skiftin. Leikirnir hafa verið mjög
vel sóttir, húsfyllir og jafnvel troðníngur
eitt kvöldið.
Hingað til hafa nær eingaungu sótt
leikina menn hjer úr kaupstaðnum, en
það er vafalaust fjöldi mauna hjer um
nálæg bygðarlög sem lángar til að sjá
leikina, en híngað til hofur veður bægt
þcim.
Pað verður þó víst hæpið að þeir nái
í leikina hjeðau af, nema ef svo gæti
farið að menn taiki sig saman eða kæmi
af tilviljuu svo margir híngað einn góö-
an dag að leikendur sæi sjer fært að
leika fyrir þá. Til þess mundi þurfa 20
til 30 manna aðkomandí.
Annars hefiu- verið hjer moira líf' og
skomtanir nú um hátíðarnar, en maður
hefur átt að venjast annarsstaðar, jafn-
vel þnr sem fólksfjðldi hcfur vorið marg-
faldur við það sem hjer er.
Acnf> biður alla útsölumenn sína og
kaupendur að sýna sjer þá velvild
að    gera     honum   sem    a 11 r a
fyrst aðvart um öll vanskil á
blaðinu.
Ffjetttr, sinnágipeinap og skríföut*
eru þegnar með þökkum.
Leiðrjettíng. Far som getið er
um lát Valgerðar Benjaminsdóttur í 2.
tbL Arnf. er sagt að þau hjón hafi átt
3 börn, en þau áttu als 8. Aftur á móti
komust aðcins þessi 3 upp, sem getið er
um, hin dóu úng.
Reimleiki.
Kynleg saga en sönn.
í Janúarbyriun í fyrra (1901) varð
blöðunum í Túrín (sí Norður-Italíu)
mjög tíði-ætt um hús eitt í Rava-
götu og kváðu gánga þar hina
mestu reimleika. Þar bjó í húsinu
Bartólómeó noklcur Fúmeró, vínsali,
með konu sinni og einum syni.
Þau höfðu herbergi nokkur uppi á
loftinu ytir vínsölubúðinni og liggur
upp þángað trjestígi úr eldhúsinu,
en víð hlið eldhússins og saradyra
við það eru tvo herbergi, sem
standa í sambandi við búðina og
voru þar sett borð og stólar fyrir
gestina.
Fúmeró er ákafiega geflnn fyrir
dýraveiðar og fór, sem offcar, i þeim
erindum til Pancalieri Fimtudagiim

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 21
Blağsíğa 21
Blağsíğa 22
Blağsíğa 22
Blağsíğa 23
Blağsíğa 23
Blağsíğa 24
Blağsíğa 24