Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Austurland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Austurland

						«Austurland» telur 36 blöð í ár-1
gangi. Verð árgangs 3 kr. inn-
anlands. erlendis 4 kr. Borgist
fvrir nýár. Uppsögn bundin við
argangamót, ógild nema skrifleg
komi til útgefenda fyrir nýár.
J\.\xsWvlatvd.
Auglýsingar verða tekn.ir i
<Austurland > fyrir 1 krónu þtiml-
| ungurinn af venjulegri dálkbreidd.
Þeir sem mikið auglýsa fá all-
mikinn afslátt, Engin auglýsing
kostar minnaen  50 aura.
I. ár.
Eskifirði, 17. desember 1907.
14. Mað.
Þórarinn Erlendur
Tulinius
stórkaupmaður í Kaupmannahöfn
og stofnandi og framkvæmdarstjóri
eimskipafélagsins «Thore>>
er á síðari ártim orðinn þjóðkunnur
maður hér á landi. Hann er fæddur
á Eskifirði 1860 og er sonur Carls D.
Tuliniusar kaupmanns og konsúls þar,
sem andaðist veturinn !904, og konu
hans Ouðrúnar Þórarinsdóttur prófasts
Erlendssonar á Hofi í Álftafirði, og
andaðist hún sama ár og maður hennar.
í móðurætt er Þórarinn kominn af
gömlum og góðum íslenzkum ættum
og getur rakið ætt sína upp til land-
náms manna. Faðir hans var Suður-
Jóti að ætt, og kom ungur til íslands,
um miðja síðustu öld. Var síðan
verzlunarstjóri fyrir verzlun Örum &
Wulffs á Eskifirði og eignaðist þá
verzlun 1863, og rak hana fyrir sinn
reikning þar til nú fyrir fáum érum,
er hann fékk hana í hendur Þórarni
syni sínum. Carl Tulinius var mikil-
hæfur maður og svo þau hjón bæði.
Synir þeirra á lífi auk Þórarins eru
þeir Axel sýslumaður á Eskifirði og
Ottó kaupmaður á Akureyri, en dóttir
þeirra Axelína er gift í Danmörku.
Þórarinn Tulinius ólst upp í for-
eldrahúsum, þar til hann var Q ára, þá
var hann sendur til Danmerkur; gekk
síðan á lærðaskólann í Hróarskeldu og
tók þar fjórðabekkjarpróf og hætti þá
því námi 1875. Hann kaus heldur að
nema verzlunarfræði og fór til kenslu
til verzlunarhússins P. F. Lagoni í
Faaborg, og var 5 ár sem nemandi og
eitt ár sem fullnuma verzlunarmaður.
Þau árin lagði liann mikla stund á að
nema tungumál. Síðan hélt hann heim
til föður síns og var hjá honum á
hverju sumri fram til 1886, en á vetr-
um var hann erlendis til þess að afla
sér þekkingar á verzlunarmálum. Einn
vetur var hann sjálfkvaðar starfsmaður
í Prívatbankanum í Khöfn.
Vorið 1887 settist hann að í Khöfn
og var fyrst 2 ár á skrifstofu G.
Noacks,  er  hafði  á  hendi smjörsölu
til útlanda, og annaðist Þórarinn
þar bréfaviðskifti skrifstofunnar við
England. Árið 188Q setti hann
á stofn sjálfstæða skrifstofu í Kaup-
mannahöfn og gerðist umboðs-
maður íslenzkra kaupmanna. Við-
skifti hans voru lítil íbyrjuninni, en
uxu brátt, svo hann von bráðara
sá sér fært að by.ja verzlun sjálfur,
og stofnaði fljótlega verzlanir í Fá-
skrúðsfirði, Hornafirði og Reyðar-
firði; þá bættist og við verzlun
föður hans á Eskifirði, og í fyrra
keypti hann verzlun á Borgarfirði.
Hann hefir því nú sem stendur 5
verzlanir hér austanlands.
Eimskipatítgerð Þórarins er Q
ára gömul, en áður en hann keypti
skip hafði hann árið 1895 tekist
á hendur að halda uppi strandferðum
með litlum styrk fyrir Norður- og
Austurlandi, og leigði til þess lítið en
sterkt norskt eimskip «Brimnæs». Þess-
um fyrstu strandferðum tók almenn-
ingur með fögnuði, enda reyndust
ferðir þær happasælur, og var «Brim-
næs» mjög mikið notað. Reynsla sú,
sem fékkst við ferðir hans, hefur efa-
laust ítt undir að «HóIar» og «SkáI-
holt, voru fengin til strandferða. 1896
leigði hann norskt skip lítið «Rjúkan»
(250 lestir) til vörurflutninga hingað
ti! lands, til verzlana sinna. 1898
réðist Þorarinn í að kaupa gufuskip
sjálfur. Þetta fyrsta skip hans hét
«Hjálmar» (250 lestir), og þótti hon-
um þá í mikið ráðist og skipið heizt
til stórt. En brátt kom það í ljós, að
«Hjálmar» nægði honum ekki, og þegar
á næsta ári 1899 keypti hann «Víking»
(400 lestir), sem strandaði árið eftir á
Sauðárkrók. I stað hans var svo «Inga»
keypt 1901 (300 lestir) og sama ár
«Mjölnir» (750 lestir), en «Hjálmar>
var seldur til Noregs. Loks var
«Perwie» (550 lestir) keypt vorið 1902
í stað «Ingu», sem strandaði. Jafn-
framt þessum skipum hafði Þórarinn
leiguskip í förum og hélt uppi föstum
samgöngum milli útlanda, Austurlands
og Norðurlands, og lét skip sín fara
hinar afarþörfu, en um leið hættulegu
vetrarferðir til norðurlandsins allt til
Skagafjarðar, enda hefir hann mist
sumt af skipum sínum einmitt á þeim
ferðum.
Eins og sjá má á þessu fer stærð
skipanna stöðugt vaxandi. En nú vildi
Þórarinn einnig fá farþegjaskip, og
jafnframt hefja fastar samgöngur við
Reykjavík og Vestfirði. Hann stofnaði
því vorið 1903 hlutafélagið »Thore»,
og varð þar sjálfur aðalhlutaeigandi og
framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Hluta-
félagið tók við skipum hans «Perwie»
og «Mjölnir», og keypti til viðbótar
»Kong Inge» og «Skotland», og strand-
aði það síðarnefnda fyrsta árið við
Færeyja. í stað þess keypti félagið
«Kong Tryggve», og í fyrra bætti þ ð
«Kong Helge» við. Auk þessara skipa
hefir félagið haft til jafnaðar 3 til 4
leiguskip í förum hingað til lands.
í vetri var varð félagið fyrir þvi
óhappi að missa «Kong lnge» og
«Kong Tryggve» í vetrarferðum fyrir
norðan land. En í vor voru keyft í
stað þeirra eimskipin «SterIing» og
«lngólf»; eru það hraðskreið og góð
skip, og er einkum «Sterling» gott
farþegjaskip.
Framfarir og framkvæmdir þeirra
fyrirtækja, sem Þórarinn Tulinius hefir
tekist á hendur, sýna, að það hlýtur
að vera óvenjulegur dugnaðarmaður,
sem á bak við þau stendur. Hve greið-
lega honum gekk að koma á fót hluta-
félaginu «Thore» sýnir líka að hann
hefir náð áliti og trausti í Danmörku.
Eftir skýrslum, sem komið hafa fram
í blöðunum hefir «Thore»-félagið haft
ábata á skipaútgerðinni, þrátt fyrir þau
slys sem það hefir orðið fyrir. Það
hefir þvt' nær styrklaust keppt við Sam-
einaða félagið og orðið því allerfeiður
keppinautur, og er «Thore»-félaginu
efalaust að þakka, að hve góðum kjör-
um alþingi hefir komist við það Sam-
einaða sfðustu árin.
Samgöngur «Thore»-félagsins hafa
því verið mikils virði fyrir landið,
meðal annars fyrir þá sök, að það hefir
á hverjum vetri ásamt Wathnes-fé-
laginu haldið uppi hinum erfiðu og
hættulegu ferðum norður fyrir land,
sem það Sameinaða hefir hingað til
hliðrað sér hjá að fara.
Vér gátum þess áðan, að Þórarinn
Tulinius ætti 5 verzlanir á Austur-
landi. Slærst þeirra er verzlun hans
hér á Eskifirði, fylgir henni hafskipa-
bryggja og mörg hús, t. d. íshús, salt-
hús, kolahús, síldarhús, tvö stór íbúðar-
hús og ýms fleiri hús, þá fylgir og
verzluninni nýtt og vandað brauðgerð-
arhús og brjóstsykursverksmiðja, stórt
tún og ýmislegt fleira. Þess má og
geta að Þórarinn hefir mikla síldar-
og fiskiveiðaútgerð hér við land, og
að hann er enn umboðsmaður fyrir
nokkra kaupmenn hér á landi.
Þórarinn Tulinius hefir gert mikið
fyrir æskuheimkynni sitt, Eskifjörð. Hann
hefir gefið álitlegar upphæðir til kirkju
og sjúkrahúss. Hann hefir að mestu
kostað síma hingað frá Egilsstöðum og
héðan til Norðfjarðar. Hann hefir
lánað félagi manna hér eystra vandaða
prentsmiðju svo þeir gætu haldið út
blaði og verzlun hans hefir lánað ein-
stökum mönnum fé til mótorbátakaupa
og húsabygginga.
Fyrir tveim árum var hann sæmdur
ríddarakrossi dannebrogsorðunnar.
Þórarinn Tulinius er giftur danskri
konu og eiga þau hjón 5 börn. Kona
hans og tvö börn þeirra voru á ferð
með honum hér á landi í sumar, og
var  þeim  hjónum þá haldið heiðurs-
samsæti á Eskifirði, sem getið var um
í «Austurlandi» í sumar.
(Að sunuil. tekið eftir «Óðm*».)
Ath.s. í blóðum og á skipaskjölum er
Þórarinn Tulinius oftast nefndur Th or. E.
Tulinius. Hér í Eskifirði og Reyðar-
firði heyrist hann aldrei kallaður annað en
Þórarinn, og þessu réttnefni höfum vér
haldið í ofanritaðri grein.
í 11. blaði Austurl.» minntumst
vér á fjárkaup Þingeyinga í Stranda-
sýslu. Nánari skýrsla um fé þetta höf-
um vér nú fengið frá formanni Fjár-
ræktarfélagsins í Þingeyjarsýslu og fylgir
hún hér með.
Kynbóta tilraunir.
-o —
Þingeyingar sendu mann, Hallgrím
búfræðing Þorbergsson, vestur í sýslur
í fyrra vetur, sérstaklega Húnavatns-
sýslu og Strandasýslu, til að kynnast
fé þar vestur frá og gera athuganir
um hvort það væri líklegt til þrifa í
Þingeyjarsýslu. Var ferð þessi gerð
af hvötutn Fjárræktarfél. S. Þ. og kostuð
af því að nokkru leyti, en að nokkru
leyti af sýslusjóði S. Þ. og Búnaðarfél.
ísl. í haust fór Hallgr. vestur aftur,
í Strandasýslu, til að kaupa fé fyrir
Fjárræktarfél. og nokkra einstaka menn,
og til þess jafnframt að sjá um féð í
skipi til hinna nýju heimkynna. Er
nú féð þangað komið, alls um 40. Af
því á Fjárræktarfél. 6 kindur, 1 hrút
er kostaði 80 kr. og 5 ær, verð þeirra
kr. 122,00. Fé þetta er kollótt og
talið af útlendu (Cheviot) kyni, er inn-
flutt hafi verið um miðja fyrri öld.
Samkvæmt skýrslum Hallgríms er það
hraustara enn þingeyskt fé og öllu
drýgra til niðurlags; mör minna en
talsvert, skrokkþyngra. Það hefir
hvatlegt yfirbragð; sterka og allmikla
ull; sterkt og holdmikið bak; hraust-
lega og vöðva mikla útlimi. Bringu-
holið er langt (aftur og fram) en heldur
þröngt og kviðrúmið ekki mikið, fóta-
staða náin og rassinn aftan slapandi.
Þetta bendir til að féð sé blendingur
af krangafé á aðra hlið. - Þetta að-
keypta fé er hærra en hið heimalda fé
Fjárræktarfél., en að öðru leyti minna,
þ. e. öllu styttra og skrokkurinn allur
rúmminni; lifandi þyngd minni. Þré
vetur hrútur, er að vestan kom og
þótti afbragð annara hrúta vestur þar,
var 174 pd. rúmri viku eftir að hann
kom að vestan; hefir líkl. verið allt
að 190 pd. vestur frá. Vænstu hrútar
Fjárræktarfél., heimaldir, hafa verið um
230 pd. á sama aldri. Fullorðnar ær
að vestan vóru 108—118 pd.; vetur-
gömul ær 90 pd. — Þyngd hins heim-
alda fjár Fjárræktarfél. var í haust á
þessa leið, meðaltalið: Dilkær: 120 pd.;
geldar  ær (og  lambgotur):  13Q  pd.;
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 53
Blağsíğa 53
Blağsíğa 54
Blağsíğa 54
Blağsíğa 55
Blağsíğa 55
Blağsíğa 56
Blağsíğa 56