Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Austurland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Austurland

						AUSTURLAND
18. tbl.
Seyðisfirði, 15. maí 1920
1. árg.
Grímur Thomsen
1820
15.  maí
1920
Það er eigi ætlun vor að skrifa
nákvæmt um æfi eða skáldskap
þessa merka manns og kjarnyrta
og frumlega þjóðskálds, heldur
aðeins minnast hundrað ára af-
mælis hans með nokkrum orð-
um. Um Qrím Thomsen og skáld-
skap hans mætti sjálfsagt skrifa
stórar bækur og merkilegar, en
líklega bíður það fyrst um sinn,
sem fleira líks eðlis.
-------Grímur Thomsen fæddist
á Bessastöðum á Álftanesi 15.
maí 1820. Faðir Qríms var Þor-
grímur, gullsmiður, ráðsmaður á
Bessastöðum- Var hann sonur
Tómasar, gullsmiðs í Ráðagerði
á Álftanesi. Móðir Gríms var Ingi-
björg Jónsdóttir prests í Qörðum
á Akranesi. Þorgrímur var mað-
ur all-mikill fyrir sér og að ýmsu
engi skapdeildarmaður. Var hann
harður nokkuð syni sínum en
bar þó í brjósti til hans föður-
kærleik mikinn. Hvað sem valdið
hefur, þá vildi eigi Þorgrímur láta
son sinn vera að námi á Bessa-
stöðum, heldur kom honum til
Árna siptprófasts Helgasonar. Var
Árni maður mjög vel viti borinn,
en maður kaldhæðinn og engi
yfirborðsmaður. Mun þetta hafa
valdið all-miklu um skapferli
Qríms, fyrst það, að hann varð
eigi fyrir áhrifum hins glaðværa
skólalífs á Bessastöðum og síðan
hitt, hversu Árni stiptprófastur
var lundfastur og lét sér lítt fyrir
brjósti brenna smámuni. Útskrif-
aðist Qrímur frá Árna 1837 og
tók síðan að lesa lög við háskól-
ann í Kaupmannahöfn. En Qrími
mun hafa þótt löggjöfin andlegt
þurmeti* og fundist meiri kjarn-
fæða fagurfræði og heimspeki.
Lauk hann prófi í þeim greinum
1845, og sama árið hlaut hann
doktorsnafnbót fyrir ritgerð all-
mikla um stórskáldið Byron. Um
þessar mundir vakti hann fyrstur
manna eftirtekt Dana á æfintýra-
skáldinu H. C. Andersen, og er
það all-einkennilegt, að íslending-
ar skyldu fyrstir til að meta hann
(sbr. Jónas Hallgrímsson: „Látið
hann Andra minn vera"). Hlaut
Grímur álit merkra manna og
lærðra fyrir lærdóm og vitsmuni.
Var honum af konungi veittur
ferðastyrkur og fór hann víða um
lönd. Árið 1848 varð hann kanse-
listi  í utanríkisráðinu danska og
fulltrúi í verzlunar- og sendiherra-
deildinni 1856, og 1859 skrifstofu-
stjóri sömu deildar. Gerðist nú
vegur hans mikill, sat hann í
konungsboðum og hafði al!-mikil
einkakynni af konungi. Var hon-
um trúaö fyrir ýmsum ábyrgðar-
miklum og vandasömum störfum
erlendis í þágu ríkisins. En 1866
fékk hann lausn frá embætti og
reisti bú að Bessastöðum 1868 —
og bjó hann þar síðan til dauða-
dags, 27. nóv. 1896, eða nærfelt
30 ár. Þingmaður var hann
Rangæinga frá 1869—1873, Qull-
bringu- og Kjósarsýslu frá 1875—
1879 og Borgfirðinga frá 1881 —
1891. Heiðursmerki og titla hiaut
hann mörg, varð legationsráð
1860, riddari hannóversku Quelfa-
orðunnar 1862, r. af dbr. 1863,
kommandör belgisku Leopolds-
orðunnar 1863, riddari frakknesku
heiöursfylkingarinnar 1864. Kvænt-
ur var Grímur Jakobínu Jónsdótt-
ur, prests í Kirkjubæ, Þorsteins-
sonar.
Grímur mun hafa verið maður
frekar kaldlyndur og all-einrænn.
Er svo sagt, að hann hafi með
kaldri og kurteisri hæðni komið út
tárum á stásskonum þeim sumum,
er heimsóttu hann úr Reykjavík,
þá er hann bjó að Bessastöðum.
Lítt var hann alþýðlegur, en kunni
vel að vera með tignum mönn-
um. Hnittinn var hann í orði, og
varð lítt orðfall. Munu flestir
kannast við söguna um hann og
konung, þá er konungur bað
hann selja hestinn þann hinn
rauða, er Grímur unni mjög og
þótti gripur góður. „Eigi vi! ég
selja vin minn vini mínum", kvað
Grímur. „En gefa þá?" kvað kon-
ungur. „Eigi er ég nógu rikur til
að gefa konungum", mælti þá
Grímur, og mun konungur fund-
ið hafa, að eigi þýddi að fara
lengra út í þá sálma. En þessi
framkoma Gríms og svör hans
minna eigi lítið á hina fornu
menn,  er sögur vorar segja frá.
Um stjórnmálaafskifti Gríms hér
á landi er það að segja, að þau
urðu af all-mörgum óvinsæl. Þótti
hann um of dansklundaður og
mikill konungssinni. Var hann
andstæður löngum Jóni Sigurðs-
syni, forseta. En Qrímur hafði
með höfðingjum konungsvaldsins
lifað blómatíð, var forn í skapi
og átti góðan jarðveg fyrir aðals-
stolt og fyrirlitningu á smámenn-
um, sem hvorki eru hraust and-
lega eða líkamlega, og mun hon-
um ekkert hafa verið fjær skapi
en skrílræði. Ofurmennin (Uber-
mensch) var hann, og þeirra
sinni í húð og hár, í orðsins
þýzku merkingu.
Sem skáld hefur Qrímur verið
þýðingarmestur þjóð vorri. Hann
hefur slegið þann streng þjóðsál-
arinnar, sem mestan gefur stál-
hljóm og geiragný. Hreysti- og
víga-andi sögualdarinnar er hvar-
vetna vakandi í ljóðum hans, að
baki fosshljóma og fjallstyrks al-
þýðumáls. En andi drengskapar,
að fornum sið, lýsir þar hverja
línu. Og þótt Grímur hafi ort
kvæðið „Jesús skrifar í sandinn"
þá hyggjum vér að hann sé vort
heiðnasta skáld á seinni öldum;
og að líkindum hefði hann kveð-
ið Ásum mikið lof, hefði hann
verið uppi á þeirra átrúnaðartíma
— og heitið á Þór til stórræða.
Yrkisefni sín velur Grímur
venjulega úr fornum sögum eður
sögnum. Einkum eru það ein-
kennileg andans eða líkamans
stórmenni, sem hann dvelur við
í ljóðum sínum. Eru flest kvæði
hans all-stirðkveðin og hljómþung.
En oft er stirðleiki ljóðanna þann-
ig, að hann bregður þeim blæ
yfir efnið, sem er því enn þá
samræmanlegri, en verða mundi,
ef stirðleikans nyti eigi við. Má
þar til dæmis taka fyrstu vísuna
í kvæðinu um Halldór Snorrason:
„Aldrei hryggur, aldrei glaður,
æðrulaus og jafnhugaðar,
stirður var og slríðlundaður
Snorrason og fátalaður".
Er ekki eitthvað jafnhugað, stirt
og strrðlundað við rímið á þess-
ari vísu? — En Grímur getur
líka farið á kostum í rímlistinni.
Má þar nefna hið alkunna kvæði
um Jónas Hallgrímsson: „Þú,
sem áður foldar fljóð" o. s. frv.
Þar er eins og steinn og stál falli
í stuðla og málmhljómur og lækja-
Ijóð leiki um strengi hörpunnar.
En Grímur velur venjulega þau
efni, sem engum siikiglófum þarf
um að fara. Þeim hæfa betur föst
og ákveðin traustatök, sem reynd-
ar má lítt skeika, en Grimur
kunni þau tök betur en flestir
aðrir, og þá sjaldan hann fer með
þýð efni og viðkvæm, gýs eldur-
inn eigi út, svo að orð og efni
standi í björu báli, eins og verða
vill hjá hinum öru og eldnæmu
tilfinningaskáldum. Þá má taka
það fram, að Qrímur mun hafa
haft meiri  gáfu til þess að skilja
og sýna með ljósum dráttum það,
sem bezt einkennir ýmsa menn
og atburði, forna og nýja, heldur
en að syngja frá sjálfs sín brjósti
um undur náttúrunnar og manns-
sálarinnar — eður mynda sjálfur
söguþráð og persónur.
Hin ferlegu kraftakvæði láta
Qrími bezt allra íslenzkra skálda.
Viljum vér þar t. d. benda á
kvæðið Glámur, er svo hefst:
„Skammdegisnótt er skuggalöng,
í skálanum Grettir aleinn vakir,
stormurinn leiðan syngur söng,
syndir tunglið að skýjabaki,
Skella þá högg að skálahurðu
skörp og hörð, svo að gegnir furðu".
Og síðar í kvæðinu segir hann:
„Moldugar nasir möðkum hnerra,
másar ginið því, sem er verra".
„Á Glæsisvöllum" þorum vér
að fullyrða að sé eitt hið allra
mesta listaverk íslenzkra ljóða.
Þar situr Qoðmundur kongur með
kappa sína og er þar „lítt af
setningi slegið", „í góðsemi veg-
ur þar hver annan" og hnútun-
um, sem mola hauskúpurnar, svo
að blóðið flýtur milli drykkjar-
keranna, fylgja hógvær orð — og
feiknstafir svigna i brosi Goð-
mundar konungs.
Grímur yrkir Ijóð um Kvæða-
Kela, sem hvergi á heima og ekk-
ert kann annað en skemta mönn-
um með Ijóðum, og Kvæða-Keli
á ekkert til nema það, sem hann
segir í þessum ljóðlínum:
„f fornöidinni' ég á í seli
og aðalbólin víða um land".
Þá kveður Grímur um Hrólf
sterka, sem sat með sjómanns-
vetti á köldum höndum, sár af
elli, en réðst þó í að leysa sonu
sína úr varðhaldi á Bessastöðum
— og „varðmönnum leizt ekki á
hnefann". Ennfremur kveður
Qrírnur um séra Snorra á Húsa-
felli, sem þótti unglingarnir í þann
tíð betri til ofanveltu, en til þjss
að byggja upp aftur. Um Heimi
kveður hann, sem flutti Áslaugu
í iðrun hörpu sinnar —. og svo
mætti lengi telja. Og Qrímur orti
skálda bezt um íslenzkar fornkon-
ur; má þar nefna kvæðin „Hildi-
gunnur", „Bergþóra" og „Ólöf
Loftsdóttir". í kvæðinu „Bergþóra"
eru þessi gullfalfegu vísuorð:
„Vil ég ei sem ösp á hóli,
angaslitin, greinabrotin,
standa ein á auðu bóli
yndisvana, máttarþrotin".

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4