Austurland


Austurland - 23.04.1921, Blaðsíða 1

Austurland - 23.04.1921, Blaðsíða 1
14. tbl. Seyðisfirði, 23. apríl 1921 2. árg. Sparnaður. Oftlega hefur drjúgum verið gert gaman að því, þegar það hefur verið brýnt fyrir þjóðinni að spara Á þessum tímum þykir slíkt bera vott um nánasarskap og afturhald. — Allir vita það þó, hversu mikl- ar fjárkröggur eru í heiminum og höfum vér íslendingar ekki farið varhluta af því. Framleiðsluna skortir fé og atvinnuvegirnir eru í voða, en allar stéttir þykjast mein- lega illa leiknar fjárhagslega, þykir kaup sitt smánarlega lítið og lífs- skilyrði sín vond að flestu leyti. En þá ber að að gæta hvert sí- felt aukna rkaupkröfurleiða og sífelt aukin lífsþægindi, nauðsynleg og ónauðsynlcg. Menn virðast yfirleitt gleyma því að þeir Iifa hér á jörðunni en ekki í Eden þeirra Adams og Evu sál- ugu. Menningin og tízkan finna ávalt einhvern óþarfa, eitthvað það sem eykur lífsþarfir manna, að þeim sjálfum finst, eitthvað sem er algerlega óþarft og jafnvel skað- legt heilsu manna og vellíðan. En enginn þyk'ir maður með mönn- um, ef hann fylgir ekki fast tízk- unni og af öllu spretta nýjar kaup- kröfur, ný óánægja og nýir erfið- leikar fyrir þá, sem eiga að sjá um að þjóðarbúskapurinn og at- vinnubrögðin beri sig. Margt er það af lífskröfum hins nýja tíma, sem er fyllilega réttmætt og til bóta. En blessaðir mennirnir sem mæla fastast með slíku og ganga eins og grenjandi ljón og heimta jafnrétti og lífsþægindi öllum stétt- um til handa, þeir gleyma því oftlega, að til þess að nýju og heilbrigðu kröfurnar geti náð fram að ganga, án þess að þær raski heilbrigðu jafnvægi þjóðfélaganna. þá þurfa þeir um leið að leggja heiiann í bleyti og berjast jafn- hraustlega fyrir því, að eitthvað af gömlu, algerlega óþörfu og jafn- vel skaðlegu lífskröfunum sé látið niður falla, svo að nauðsynlega jafnvægið raskist ekki. Og þá munu þeir hinir sömu sjá, að kröfum þeirra verður tekið með meiri sanngirni og skilningi held- ur, en annars. Því að gera mönn- um lífið of kostnaðarsamt, ersama og að binda íerðamanni stærri nestisbagga, heldur en hann getur borið. Og þá er hann ekki mik- ið betur staddur heldur en nestis- laus. Nú í fjárþröng landsins hafa farn- ar verið alt aðrar leiðir í sparn- aðaráttina, heldur en þær sem hér er á drepið. Sparnaðurinn hefur Sófat Við gluggann minn gamlar rósir geyma hálfkveðinn brag. — Á himni er hækkandi dagur, í huganum sólarlag. Af brúnum bjarmi hnígur — blámóða fjöllin klæðir — jörðin í sorta sígur — - sólinni’ í djúpið blœðir. Hvert á ég nú að halda? Hvar get ég spurt til vega? —- hríðarský himinn 'tjalda, húmið er þrungið trega. Það er hvíld í aö hrapa — hyldýpið undir gín, fjúkið um fjöllin æðir — það fennir í sporin mín. S'lc[/ux.|ón Swceíi iVCMHHW. eingöngu gengið í þá átt, að spara gjaldeyri. En all-margir líta svo á, að sá sparnaður hafi að mestu farið út um þúfur. Hitt mun mega sín meira að freista þess, að lifnaðarhæítir þjóðarinnar beinist í einfaldara og heilbrigðara horf. Erlendis hefur víða verið hafist handa í þá átt. Einna fyrirferð- armestur er félagsskapur sá, sem myndast hefur í Lundúnum. Hef- ur fjöldi af mestu og beztu mönn- um Englendinga tekið þátt í fé- lagsskapnum, svo sern stjórnmála- menn, rithöfundar og vísindamenn Ennfremur frægir verkamannafor- ingjar, helztu menn kirkjunnar og fleira viturra manna og göfugra. Tilgangur félags þessa er sá, að bæta sem fyrst það skakkafall, sem Norðurálfan hefur beðið við ófrið- inn. Koma verzlun og framleiðslu í lag og fá þjóðirnar til að spara. Beina þeim inn á lítið eitt skyn- samlegri braut í lífskröfum sínum heldur en þær nú ganga. Hefur félag þetta haldið fundi sem fjölda mörgum þjóðum hef- ur verið boðið að taka þátt í. þar eð það sér að ekki er nema hálft verk unnið, ef ekki taka fleiri lönd en England þátt í þess- ari starfsemi. Til að sýna að fé- lagið lætur það engu skifta, hvort löndin hafa barist með eða móti Englendingum í stríðinu, má á það benda, að fundi þess hafa sótt fulltrúar frá Þýzkalandi og Austur- ríki. Ennfremur hefur Ameríka tekið þátt í fundunum. Má því sjá að nokkuð er öðru máli að gegna heldur en um alþjóðabanda- lagið, sem mönnum er nú ekki orðið grunlaust um að vera kunni svipaðs eðlis og „heilaga sam- bandið“ forðum. íslendingar ættu að gefa meiri gaum að slíkum félagsskap, held- ur en Bolsivikkahreyfingunni rúss- nesku. Þar eru stoðir þjóðfé- lagsins brotnar, án þess að nokk- uð sé sett í staðinn, sem á sé treystandi eða nokkura reynzlu hafa fengið. Mun og verða stofn- uð deild úr félagi þessu á Norð- urlöndum og hafðir þeir menn í ráðum, sem mestir eru forystu- menn andiega. Gæti þáttaka í félagsskapnum að ýmsu leyti orð- ið íslenzku þjóðinni til mikils hagnaðar, þar eð þarna er um að ræða bróðurlega og gagnkvæma hjáip. Skóiamál Seyðfiróinga. Blaðið „Tíminn“ hefur hafið máls um þau í 8. tbl. þ. ár, og sent okkur Seyðfirðmgum tóninn fyrir meðferð okkar á dýrlingi sínum, fyrverandi skólastjóra Karli Finnbogasyni. Vitanlega þurfa ekki Seyðfirð- ingar að standa ritstjóra Tímans reikningsskap þessara mála, enda ekki meiningin að gera það. En eins o‘g við var að búast úr þeim stað, þá er greinin samansett af einfeldni og vanþekkingu, raka- lausum ósannindum og ósvífnu slúðri, svo að gagnvart þeim, sem lítt þekkja til málanna og ekki vara sig á slíkum slúðurberum, vil ég lýsa á málum þessum, enda vel kunnugt um þau sem skólanefndarmanni mörg undan- anfarin ár. Þau einu sannindi finnastí Tíma- greininni, áð fyrverandi skólanefnd vildi ekki mæla með skólastjórn- arumsókn K. F. Alt annað er ósatt, bæði óhróðurinn um skóla- nefndarmennina og lofsöngurinn um Karl Finnbogason. Stjórn K. F. á skólanum síðustu árin var orðin svo gölluð og um- kvartanir manna almennar, að skólanefndin hlaut að taka alvar- legt tillit til þess. Það er ekki ætlunarverk skóla- nefnda, að halda manni við em- bætti vegna vináttu eða hæfileika, sem hafa verið, heldur hitt, að gæta þess að sá sem embættið hefur, ræki það samvizkusamlega en ekki í hjáverkum og áhuga- laust. Það má ekki eiga sér stað að sjálfur barnaskólastjórinn komi þráfaldlega ölvaður í kenslustund- ir. Fáir munu þeir vera á þessari bindindis og bannlagaöld, sem mæla slíku bót. Tíminn gerir það máske. Það er ekki holt fyrir skóla- málin, að skólastjórinn sé búsett- ur í öðru héraði, og hafi því ó- hjákvæmilega stjórn og kenslu all-mikið í hjáverkum, og setji einn eður annan tímum saman til þess að kenna fyrir sig. Það er ekki til þrifa mentamál- unum, að skólastjórinn vasist í og sækist eftir afskiftum allra op- inberra mála bæjarfélagsins, bæði þeirra, sem hann ræður við og einnig hinna. Þras og deilur við aðstandeudur barnanna, kosninga- rógur og sífeldar tilraunir að trana sér fram og bægja frá hæf- ari mönnum, skemmir það traust sem aðstandendur þurfa að hafa á skólastjóranum. Og þegar menn eru skyldir til, samkvæmt lögum, að nota ákveðinn skóla, þá er eðlilegt að maður heimti það að skólastjórinn sé maður, sem vinni skólanum það, sem hann vinnur, og opinber framkoma hans hafi ekki þær afleiðingar að mönnum sé sárnauðugt að senda börn sín í skólann, eða sendi þau alls ekki og hafi þau heima í trássi við lögin.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.