Dagblaðið - 05.03.1915, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.03.1915, Blaðsíða 1
Dagblaðið •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< Ritstjóri Sig. Einarsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. »-•-♦-• »11 • • •• •• •••••••••••• • • • • »• • Föstud. 5. Mars 1915 107. tbl. H. árg. Hvað skilur? Eins og menn vita — og jeg Hka, skapast þjóðmál öðru hverju, sem skifta mönnum í flokka í land- inu, en þessi flokkaskifting varir að- eins meðan siík þjóðmál eru á döfinni. Ait öðru máli er að gegna um sum bæjarmál, þau, sem sí og æ lifa og æfinlega eru svo aivöru- þrungin, að menn nauðsynlega verða að skipa sjer í fylkingar með eða móti. Eitt þessara mála, sem þannig eru úr garði gerð, er snjórinn og hin beina afleiðing hans, snjómokst- urinn. Ymsir menn vilja hafa snjó svona við og við, aðrir vilja helst aldrei sjá hann. En þrátt fyrir það kemur hann, hvað sem hverjum sýnist. Pað útaf fyrir sig er nóg til þess að halda málinu æ vakandi. En svo kemur snjómoksturinn til skjal- anna. Allir eru nú nokkurnvegin á eitt sáttir um það, að snjónum þurfi nauðsynlega að koma, að minsta kosti, af götum bæjarins. En svo veldur það mestri sundr- ungu hvernig þetta eigi að gerast á sem hagfeldastan hátt fyrir bæjar- sjóð og bæjarbúa. Líti menn á hvernig þetta mál horfir við í þessum b:e, verða þeir margs vísari. Flokkaskiftingin mun eiga sjer einna víðtækastar rætur hjer, alt fyrir það, að menn munu vera sannfæringaríkari hjer en annars- staðar. Snjómokstrarmenn vilja helst geta haft, sem oftast, atvinnu við snjó- mokstur og lofa því skaparann fyrir hvert ský, sem sjest á himinhvolf- inu að vetrinum. Forráðamennirnir hugsa mest um fjárhag bæjarins og veita þessvegna sem allra minst til annars en þess allra nauðsynlegasta. Snjómokstrarmennirnir vilja fá 30 aura hverja klukkustund, sem þeir yinna að snjómokstri, segja að það Framhald hinu megin, Opinber tilkynning frá bresku utanríkisstjórninni í London. London 3. mars. Útdráttur úr opinberum skýrslum Rússa frá 27. febr. til 2. mars: Vörn er nú af hálfu óvinanna á hjerumbil öllu orustusvæð- inu. Rússar hafa unnið á á öllu svæðinu. I orustunni fyrir norðan Grodno sigruðu Rússar og tóku þar 1300 manns höndum og 15 vjelbyssur, sem tilheyrðu 21. höf- uðdeild Pjóðverja. Sú höfuðdeild hefir nýlega verið flutt þang- að frá vestri herstöðvunum. 1 Przasnyszhjeraði hafa Rússar náð ágætum sigri og fullkomn- um. Tvær þýskar höfuðdeildir voru algerlega sigraðar og biðu Þjóðverjar fádæma manntjón. Rússar handtóku rúmlega 10,000 manns. Austurríkismenn drógu saman ógrynni liðs í Karpathafjöllum 28. febr. Gerðu þeir grimmilegt áhlaup við Tarnow, en áhlaup- inu var hrundið. Óvinirnir biðu gríðarlegt manntjón. Aköf orusta stóð fyrir sunnan Przemysl á sunnudaginn.------ Margar liðssveitir Austurríkismanna voru strádrepnar. Rússar ráku herafla þeirra algerlega af höndum sjer í byssustingjaorustu. A fám dögum hafa Rússar tekið rúmlega 1,000 manns hönd- um á þessum stöðvum. I Austur-Galizíu biðu Austurríkismenn stóran ósigur hjá veg- inum, sem liggur til Stanislau. Rússar náðu rúmlega 1250 manns. I Bukowina náðu Rússar Sadagora aftur og sókn Austurríkis- manna í þessu hjeraði er því algerlega hnekt. Her Rússa í Kaukasus hefir tekið tyrknesku höfnina Khopa, sem hafði mikla hernaðarþýðingu fyrir óvinina. London 3. mars. Flotamálastjórnin tilkynnir: Viðureignin í Hellusundi hófst aftur kl. 11 árdegis á mánu- daginn. Herskipin: Triumph, Ocean og Albion rjeðust inn í sundið og hófu skothríð á 8. vígið. Var þeim svarað með skot- hríð frá víginu og fallbyssum á landi. Á mánudagsnótt fóru sprengjuslæðarar inn í sundið og slæddu upp tundurdufl svo langt, að eigi var eftir nema 1 Va míla að Kelhezhöfða. Skothríðin úr landi dundi á skipunum meðan þau voru að þessu starfi. 6 menn særðust. Viðureignin í minni sundsins, sem áður hefir verið gerið, hefir borið þann árangur, að 19 fallbyssur 6—11 þumlunga, 11 fallbyssur mjórri en 6 þuml., 4 Nordenfeld-fallbyssur hafa verið eyðilagðar, og ennfremur 2 varpljósatæki. Púðurskálar 3ja og 6. vígisins hafa einnig verið eyðilagðir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.