Dagsbrún - 27.11.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 27.11.1915, Blaðsíða 2
76 DAGSBRÚN Dagsbrún ókeypis frá Nóv.byrjan til Nýárs fá nýir kaupendur, þó því aðeins, að þeir borgi fyrirfram hálfan næsta árgang blaðsins með 1 kr. 25 aur. Vinir blaðsins, sem mi gerast kaupendur, eru beðnir um að borga allan árganginn fyrirfram, ef þeir geta. tíma verið bændaland, en nú vex auðvaldið þar óðum, en um leið heíir jafnaðarstefnunni einnig vaxið fiskur um hrygg. Árið 1892 voru 3000 jafnað- armenn í Noregi, en ái’ið 1912 voru þeir orðnir 43,557. Af greiddum atkvæðum til þings áttu jafnaðarmenn árið 1894 0,3°/o en 1912 26°/« og þá komu þeir á þingið 26 mönnum. í sveita- og bæjastjórnir voru kosnir, 1901, 147 jafnaðarmenn, en 1910 671 í sveitastjórnir og 400 í bæjastjórnir. Einkum er eftirtektarvert hve atkvæðin í sveitunum hafa vaxið mikið. Þau voru 1906 í bæjunum 22,558, í sveitunum 20,235, en 1912 í bæjunum 59,800, í sveitunum 65,222. Petta sýtrir að smábœndur og vinnumenn í Noregi ganga i lið með öreigunum i borgunum. þeir finna að hagir þeirra fara í sömu átt. Verklýðsfélög taka einnig mikl- um framförum þar. Tala félaga í »Arbejdernes Faglige Land- organisation« var 1899 9462 en 1912 63,000. Samvinnufélagsskapurinn vex þar einnig óðfluga. Nú býst eg við að ýmsir segi: »Hvað kemur okktir þetta við? Engin stéttaskipun er á íslandi«. En þetta er ekki rétt og mun eg færa rök fyrir því í næstu grein minni. F. J. Stutt en iaggott. Eftirtektarverð greiu er það sem Erlingur Frið- jónsson, fyrsti jafnaðarmaður- inn í bæjarstjórn Akureyrar ritar í 30. tbl. íslendings um »Tekjur Akureyrarkaupstaðar«. Er þar sýnt fram á að með því að leggja, þó ekki væri nema 15 kr. skatt á hverjar 100 kr. er kaupmenn græða á útlendri og innlendri vöru, þá gæfi það í bæjarsjóð 60 þús. kr. éða nœstum prejall það sem tekjurnar eru nú. Aukaútsvar ætti enginn fjöl- skyldumaður á Akureyri né í Reykjavík að borga, sem hefði minna en 15 hdr. kr. í tekjur, og enginn einhleypur sem hefði minna en 8 hdr. kr.. tekj ur. % Tveir skipstjórar töluðu í »Öldunni« á móti hinum sanngjörnu launakröf- um Hásetafélagsins. Skyldu þessir skipstjórar fá nokkurn almennilegan mann með sér á skip framar? í verkamannaíélögum ætti ekki að líðast að liafa nokkurn mann, sem hefir liag af því að kaupið sé lágt. Lands8jóðsvörurnar. Sá orðrómur gengur um bæinn, að vörunum, sem keyptar hafa verið á Lands- kostnað, hafi verið skipað upp í rigningu, og að þær liggi nú undir skemdum. Ef þetta er satt, þá er það ein af mörgum ástæðum, sem mæla með því að vörurnar séu seldar strax, og auðvitað fyrir innkaupsverð að meðtöldum kostnaði), það er betra en að láta þær mygla. Uppskipun. Sá vani er að komast á, að láta hafnargerðarmanninn skipa upp vörum hér í Rvík. Tekur hann til þess fastamenn úr hafnargerðinni, sem þá bíður á meðan, en menn, sem eink- um vinna eyrarvinnu, missa atvinnuna og verða að ganga vinnulausir. Á refilstigum. |Eftir Upton Sinclair. 1 sögu þessari er rakin bar- átta Rússa, sem fer til Ame- ríku. Hann er ungur, hraustur og bjartsýnn. Vinur hann seg- ir honum frá Ameriku. Hann leggur af stað með unnustu sína, móðir hennar og systkini og föður sinn. Ekkert þeirra kann orð í ensku. Ferðinni er heitið til Cicagoborgar, til kjöt- smiðjanna mildu. Hann kemst íljótt í vinnu í smiðjunni. Þeg- ar hann hefir dregið saman 300 dollara afræður hann að kaupa hús. Húsið er mesta skrifli. Hann verður að borga okurrentur á hverjum mánuði. Fyrst hamast Þorgils (svo heit- ir Rússinn) við vinnuna og hon- um finst sem kvartanir sam- verkamenn sinna séu sprotnar af ómensku. Fleiri af fjölskyld- unni fá atvinnu og alt er í bezta gengi. Þorgils giftist og heldur veislu, sem siður var til í Rússlandi. Hún kostaði alt sparifé hans. Til að bæta þetta upp fer kona hans að vinna. Faðir hans hefir unnið í sölt- í saltleðju, fætur hans eru sundurétnir; hann fær tæringu og deyr. Fjölskyldan getur ekki séð um útförina, hún á nóg rpeð að draga fram lífið. Kona Þorgils eignast sveinbarn. Það verður augasteininn hans. Hann fær nýtt líf og hamast að vinna. En ekkert dugar. Veturinn fer í hönd. Vinnan minkar og kaupið að sama skapi. Kuldinn ætlar að gera út af við þau. Og ekki batnar þegar Þorgils slasast. Þegar liann kemst loks á fætur aftur er eina úrræðið að fara að vinna í mikjusmiðjunni. Óloft- ið þar gerir hann nærri sinnu- lausann. Kona hans er svívirt af einum verkstjóranum, sem hefir hótað að reka alla fjöl- skjdduna úr vinnu, ef hann fengi ekki vilja sínum fram- gengt. Þorgils verður hamslaus. Hann nær í verkstjórann og misþyrmir honum, en er tek inn fastur og settur í fangelsi, en verkstjórinn sleppur. Þegar hann kemur aftur úr fangels- inu er búið að reka fjölskyld- una úr húsinu, sem hún þó var búin að borga fyrir all- mikið fé. Húsið hefir verið selt'öðrum. Hann finnur loks fólk silt, sem liflr á blaðasölu og betli. Konan er í andarslitr- unum. Eina huggun hans, eftir dauða konunnar, er drengur- inn. En hann druknar i forar- polli. Þá er Þorgils lokið. Hann lendir á flæking. Lifir á ránurn og betli. Kemst aftur lil Cicago og verður kosningasmali. Verð- ur verkstjóri í kjötsmiðjunum, meðan á verkfalli stendur, og lendlr þá aftur í fangelsi fyrir misþyrming á mannfýlu þeirri, sem var orsök í dauða konu hans. Síðast verður hann hrif- inn af jafnaðarstefnunni, sem liann kynnist af tilviljun, og kemst í góða stöðu. Bók þessi lýsir átakanlega baráttu verkamanna við sífelt hungur, kulda og bágindi, Hún er ágætt sýnishorn af því, hvernig auðvaldið vélar alþýð- una á allan hált. Kosninga- brellum kjötjarlanna er lýst þar afbragðs vel, og hvernið þeir hafa alla embættismenn á valdi sínu. Einnig er lýst hVernig kjöt er tilreitt, hvort sem það er ætt eða óætt, nýtt eða eldgamalt. Og alt selt sem ágæt og holl vara. Enda varð bók þessi til þess, liafinn var rannsókn kjötmálinu og mál höfðað gegn kjötjörlunum. T’il- verið sá, að vekja athygli á meðferð verakmanna, því hann sagði er bókin var komin út: »Eg ætlaði að hitta menn í hjartastað, en hitti þá í mag- ann». Bókina ættu sem flestir að lesa, hún er vel þess verð. Málið á henni er sumstaðar flýtisverk, og pappir ekki sem beztur. En málefnið, sem hún tjallar um, bætir hvortveggja upp- I. J. Fyrir þá, sem vilja kynna sér jafnaðarstefnuna er bók þessi góð byrjun — góð til þess að benda mönnum á þörfina fyrir jafnaðarstefnunnL Ræð ég því, til þess að lesa hana. Ritsijórinn. Jafnaðarmannasöngur* Lag: Fram til orustu o. s. frv. Byrtir í austri því vert er að vakna, verkalýður! Til skyldunnar brátt rísum allir, því einskis má sakna, árdagslúðurinn kveður við hátt. ;,r Hlekkina riðugu bezt er að brjóta, böndin einræðis slítum nú hörð, on spennum máttar megingjörð, merkið hefjum með ákvörðun fljóta. Heimskunni höslum völl, hugprúð, samtaka öll, við hleypidóma heyjum stríð og harðstjórn ristum níð. Til þessa höfum vér ótrauðir unnið, aldir margar af liðinni tíð, erfiðis hefir ágóðinn runnið :,: i okrarans pyngju’ sem heitir ,Alyið\:^' Hana þandi vor heimska og villa, hræsni’ og þj'lyndi ótakmarkað, sárt er að verða að segja það, sannleikurinn oft kemur sér illa. Sjálfir við sult og nekt, sváfum í ró og spekt. Að hjara’ í þágu harðstjórans var hlutdeiltl verkamanns Heldur yrðum vér hungurmorða, hreppurinn liknaði af einskærri náð! Vinnukraftinum vildu þeir forða, :,: hann vantaði til að.ná i bráð. Réttindi mistu öll þeir sem að þáðu. af þjóðinni liðu smán og raun, það voru þeirra vinnulaun. Völdum auðugir tryggari náðu. Vopnlaus í valnum lá, viljanum sviftur þá sem ánauð hrefti æfilangt, og okrið furðu strangt. Hefjum merkið! Nú vitum hvað yiljunJ-, verum samtaka, konur og menn! Frjálsbornir erum það framvegis^kiljuö1 :,: fégjarnra náma þó séum vér enn. Hnekkjum auðvaldið áður en dafnar sem örbyrgð liefir í för með sér, það líðist ekki á landi hér, lifni andinn í framtíð sem jafnar. Sundrung er dauða dæmd! Dáðleysi synd alræmd. Að framför styðjum föðurlands og falli kúgarans. :,: Hrajn. unarkjallara, þar sem alt flóirgangur höfundarins hefir þó

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.