Dagsbrún


Dagsbrún - 03.12.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 03.12.1916, Blaðsíða 2
132 DAGSBRÚN i i r sl b Jólasalan^B«M»«i hjá Árna Eiríkssyni i Austurstræti 6 er n»1 opnuð til naiiliillíir g-leöi fyrir allan þorra bíejarbrta, eldri og yngri, íátæka og ríka. Jólatré^skraut! J ó 1 a k e r t i! J-ó-l-a-g-j-a-f-i-r! IJ e i li f Ö n g viö flestra liaeii. J O 1 £1 t F é II ern væntanleg með fyrstn skipum. I 8 Uíi^ L í t i ö á! ákyeður skemtun fyrir skuldlausa meðlimi félagsins, í Bárubúð 10. des. n. k. Nánar auglýst siðar. Frá Danmörku. Eldsneytisfélag verkamanna heitir félag er verkamanna- félögin í Khöfn stofnuðu í vor. Hefir það flutt ógrynni af koksi frá Englandi og selt ódýrt þeim sem höfðu minna en 2000 kr. árstekjur. Félag þetta sem er mjög öflugt, þar það hefir öll verklýðsfélögin að baki sér, er nú einnig farið að selja kol, og eru þau seld ódýrara til þeirra, er hafa undir 2000 kr. í árs- tekjur. 2 rússneskir hermenn sem voru fangar í þýzka- landi flýðu þaðan á bát er þeir stálu, og ætluðu yfir hafið til Danmerkur. Komust þeir svo langt að bátinn rak á land við Hyllekrog, en voru þá báðir látnir af sulti og vosbúð. 2 norskir drengir komu 5. þ. m. með hjólhest til hjólhestasala í Khöfn, en þar hann hélt að þeir hefðu stolið honum lét hann lögregluna handsama þá. Við yfirheyrsl- una sýndi sig að þeir áttu hjól- hestinn, en þá kom upp úr kafinu, að þeir höfðu strokið að heiman, og voru þeir sendir heim til foreldra sinna í Kristi- aniu. Skaðabætur. Hæztiréttur dæmdi nýlega manni sem bifreið ók á, og sem lá rúmfastur frá 11. apríl til 21. mai, sex púsund króna skaðabœtur. Heimastjórnar-prúðmenska. Eitt af aðalvopnum mótstöðu- manna jafnaðarmanna erlendis er það, að svívirða foringjana, og lítur út fyrir að sömu að- ferðina eigi að hafa hér. í næstsíð. »Lögréttu« er grein sem heitir Nijju pingmennirnir, og er þar gefið í skyn, að Jör- undur Brynjólfsson alþm. hafi gengið i verkmannafélagsskap- inn í eiginhagsmunaskyni (sbr. Lögréttu: »En er verkamanna- félagsskapurinn hófst hér í bæn- um með nýju afli í fyrra vetur, fór hann þangað og varð einn af forsprökkum hans«). Þó þessi svívirðingartilraun »Lögréttu« sé ef til vill ekki svara verð, er vert að geta þess. gagnvart þeim sem ekki þekkja til, að Jörundur var genginn í, og meira að segja orðinn ritari í verkmannafélaginu »Dags- brún« áður en þetta nýja fjör, sem »Lögrétta« talar um, færð- ist í verkamannafélagsskapinn, og að Jörundur var einmitt einn af peim mönnum, sem petta nýja fjör var að pakka. Á flugvél sem fer í meðallagi hratt, er þriggja mínútna ferð héðan úr Rvík suður í Hafnarfjörð, en liðlega klukkutíma ferð norður á Akureyri. 150 miljónir sílda, eða líklegast þó öllu meira, hafa veiðst hér við land á þessu ári. Væru þær lagðar sporður við haus, hver fram af annari, næði sú lengja meira en kring um jörðina um míð- línunal Himinn og ]örð. Hnökaþoyr. Um daginn var allhvast sunnan- veður og mátti sjá á veðurathugunum er blöðin fluttu, að vindurinn var hlýrri hér í Rvík en i Vestmanneyj- um þó sólarlaust væri hér, sem þar. Stafar þetta af því einkennilega fyrir- brigði að vindur hlýnar við að fara yfir fjöll eða hálendi og eru slíkir hlýjir vindar er standa af fjöllum nefndir föhn-vindar erlendis, en á íslenzku hnúkaþeyr. Thoroddsen skýrir málið þannig: „Þegar vindur mætir fjallgarði og verður að hækka sig, kólnar hann hann um stig fyrir hverja 300 feta hæð, lætur frá sér raka og verður þurrari". „Þegar vindur kemst yfir fjallabrún- ir og skörð, hraðar hann sér niður hlémegin og hitnar þá aftur um i stig fyrir hver 300 fet, verður, samkvæmt lögum eðlisfræðinnar, heitari hinu- megin við fjöllin, vegna hraðans niður á móti. Slíkir hlákuvindar af austri standa t. d. stundum af jöklum á Græn- landi niður í bygðir á vesturströndu, svo að hiti hækkar þar um hávetur skyndilega um 10—25 sí- Fjallavindar þessir, sem þó hafa afarmikla þýð- ingu, eru enn lítt rannsakaðir á ís- landi. 18.-26. sept. 1877 var hvass og þur vindur af norðvestri í Papey og Berufirði og fylgdi honum x8 til 20 stiga hiti. Þessi sami vindur stóð inn yfir landið vestanvert 12 stiga heitur og með mikilli rigningu. Hafðj hafði hann hitnað 6—8 stig á leiðinni yfir hálendið og samsvarar það því að hann hafi farið yfir 4000—5000 feta há fjöll, og mist úr sér rakann á leiðinni. Af þessum ástæðum orsakast það, að sunnanvindar sem standa af öræfum og jöklum oft eru hlýrri á Norðurlandi en Suðurlandi, og er þetta mjög mikilvægt við veðurfar Norðurlands". Sjaldgæfur fugl Morgunblaðið sagði á dög- unura frá því, að sjaldgæfur fugl hafi sést í Borgarnesi og víðar á Mýrura, og að enn pá hafi eklci tekist að skjóta hann. Það er ein sennileg ástríða hjá mörgum svokölluðum »nátt- úruvinum«, að álíta sjálfsagt að drepa sem fyrst alla ein- kennilega fugla sem sjást, til Piano frá hinni velþektu verksmiðju Hornung & Sönner, eru bezt. Pantið strax til þess að fá þau sem fyrst. Nokkur piano til sýnis. Öllum velkomið að reyna þau. Einkasala fyrir ísland Hljóðfærahús Reykjavíkur opið 1—4 og j—8. þess að geta fastákveðið hvaða tegund það sé! Getur þessi drápgirni beinlínis orðið til þess, að sjaldgæfum tegundum verði útrýmt, eða til þess að koma í veg fyrir, að útlendar fugla- tegundir er hingað villast (ekki farfuglar) verði landlægar hér, og er það illa farið. Morgunblaðið lýsir hinum umrædda fugli þannig, að hann haldi sig með hröfnunum og sé að öllu leyti eins og hrafn að því undanteknu, að hann sé livítur í hnakkanum, hvít- læraður, og á eitthvað íleiri stöðum með hvítum fjöðrum. Enginn vafi mun vera á því, að þetta er vanalegur hrafn (corvus corax) að eins þetta vanskapaðui*. Slíkir hrafnar hafa áður sést hér á landi, og sjást oft í Færeyjum (sjá Him- inn og jörð i 9. tbl. Dagsbr. 1915). Það væri bæði synd og skömm að drepa þennan hrafn, því sé honum veitt vel eftirr tekt, má af honum læra ýmis- legt um lifnaðarhætti hrafna hér á landi meðal annars má vera, að hann með timanum geti leyst úr þeirri gátu hve gamlir hrafnar geti orðið. — Náttúrufræðisfélagið ætti að senda prentaðar áskofanir út um sveitirnar til fólks um að veita hrafni þessum eftirtekt, og eins um það, að láta hann óáreittan. Ný verðlagsnefnd. Eitt af fyrstu verkum þings- ins er að sjá um, að lands- stjórnin skipi verðlagsnefnd, því eins og kunnugt er, sálað- ist gamla verðlagsnefndin út af deilum við mjólkurframleið- endur hér í Rvik og grend. Það þýðir ekkert að skipa í þá nefnd eintóma kaupmenn og umboðssala, þeirra stéttar menn, sem að verðlagsnefndin hlýtur sérstaklega að hafa eftir- lit með, að okri ekki á nauð- synjavörunni. í nefndina þarf að skipa menn, sem vita hvað á að gera, og hvernig á að staría. Það þarf að rannsaka nákvæmlega allar vörubirgðir hjá heildsöl- um ogkaupmönnum,innkaups- verð og útsöluverð, sjá um að vörutegundir, sem lítið er til af (t. d. sykri) verði ekki keyptar upp af efnamönnum, svo fá- tæklingarnir fái ekki neitt eða lítið, og þá með uppskrúfuðu ránverði. B.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.