Dagsbrún


Dagsbrún - 19.01.1918, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 19.01.1918, Blaðsíða 1
frbmjib bkki I \ f ^ U ^b— . U AU O D J R 1 u u N [ r 1 ÞOLIBIKKI RANOINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÖT AF ALÞÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 3. tbl., 4. Reykjavlk, laugardaginn 19. janúar. 1918. Framtíð Reykjayfkur. i. Mikiö og margt heflr veriö um það skrafað, hvað óheppilegt það sé, að sjötti hluti þjóðarinnar skuli vera fluttur „á mölina" hér í Reykjavík, og er það ómótmælan lega rétt. En alt skraf um að flytja ’fólkið út ;í sveitirnar aftur, er fjarstæða, að svo miklu leyti sem það er ekki barnaskapur að hugsa að slíkt sé hægt. Framtíð Reykjavíkur er því aðal- lega komin undir tvennu: að hér verði nóga vinnu að fá fyrir al- öienning, og að hægt verði að fá hér nóg af helstu lífsnauðsynjum fyrir hæfilegt verð. Vera má að með tímanum geti Reykiavík orðið allmikill iðnaðar- bær, en jafnvel þó rafmagnið komi til sögunnar, má ekki búast við hví, að iðnaður geti á næsta Qiannsaldrinum orðið svo mikill hér, að hann nálgist það að vera aðalatvinnuvegur Reykvíkinga. Að- alatvinnuvegurinn hlýtur því að verða sá sami á komandi árum, eios og hann var á þeim sem voru að ííða, þ. e. sjávaríitvegur, og þá fyrst og fremst togaraútgerð. Nú er það sorglega kunnugt, að Qieira en helmingur af togaraflot- anum hér úr Reykjavík er seldur úr iandi, og óvíst hvenær við bæt- iat, því togaraeigendurnir sem seldu ®ru ekki skyldugir til þess að kaupa aftur togara — geta, ef þeim 8vo sýnist, keypt flutningaskip, ef heir halda að þeir græði meira á hví, þó það sé skaði fyrir Reykja- vikurbæ. Má með sanni segja, að l*að séu blindir menn, sem ekki af þessari togarasölu sjá, hve báskasamlegt það oft getur verið yelferð almennings að einstakir úienn eigi öll framleiðslutækin, og 8«ti hér um bil þegar þeim líst, selt þau út úr landinu, án þess burfa neitt að skifta sér af því bvað verður af þeim sem að at- vmnufyrirtækinu starfa. sem ættu svo miklar arðberandi eignir, að þau þyrftu engin útsvör að leggja á íbúana, já, meira að segja, sum hver borguðu dýrtíðar- hjálp öllum sínum borgurum. Þetta sama hefði verið hægt að gera hér, hefði Reykjavíkur- bær átt eina 5 til 10 togara í stríðsbyrjun. Hvílík framför það væri að bærinn eignaðist togara, mun jafnvel fyrir tveim árum síðan hafa vakað fyrir afturhalds- liði herra Jóns Þorlákssonar, því við bæjarstjórnarkosningarnar síð- ustu höfðu þeir þetta fyrir kosn- ingabeitu, og auglýstu á götu- hornum að bezta ráðið til þess að bærinn eignaðist togara, væri að kjósa hr. Thor Jensen í bæjar- stjórn, en hann var annar á lista hr. Jóns Þorlákssonar. Auðvitað var þetta að eins beita og ef til vill sagt á móti vilja hr. Th. J., enda sýndi það sig fljótt, að hann var á móti því að bær- inn eignaðist togara. Er á þetta minst hér til þess að benda hinum fyrverandi dauð-hatursmönnum, en núverandi elskusáttu stjórnendum í hinu nýstofnaða bæjarmálafélagi, á það, að alþýðukjósendur þessa bæjar eru fyrir löngu búnir að sjá hvert stefnir í bæjarmálum, og að það er að eins þorskurinn, sem ekki sér öugulinn í beitunni! III. Það heflr töluvert verið ritað um það áður hér í blaðinu, hversu mikilsvert það væri fyrir Reykjavík að hafa togaraútgerð og fá á þann hátt fé inn í bæjarsjóð, og enginn hefir ennþá getað bent á neitt, er draga megi af þá álykt- un, að togaraútgerð borgi sig ver, rekin af bænum, en af hlutafélög- um. En það sem gerir þetta mál svo afskaplega þýðingarmikið fyrir framtíð alþýðunnar hér í Reykjavík, einmitt nú, er það, að togararnir hafa verið seldir, og að það er lífsspursmál fyrir alþýðuna að togaraútvegur geti aukist eins fljótt og hægt er, undir eins og stríðinu linnir. (Nl.) II. ^að eru nú mörg ár síðan að °rv. Þorvarðsson prentsm.stjóri afði orð á því í bæjarstjórninni að ePpilegt mundi að bæjarfélagið sJálft aetti togaraútgerð, en það fekk engan byr þá. Seinna eör þó hugmynd þessari aukist og hreyfði „Vísir" þessu ^úöaarið 1915( 0g tók þá „Dags- rÚQ“ 0g víst fleiri blöð í sama Stre»ginn. h.rMarg°ft hefir verið sagt frá því j * blaðinu, að það væru ekki ri ®Q á annað hundrað sveita- í Suður-Þýskalandi, Kosningaskrijstoja Alþýðuflökksins er á Laugavegi 20 B uppi (Fjall- konan), gengið inn frá Klapparstíg. Komið þangað alþýðumenn og konur til þess að gá að því, hvort þér eruð á kjörskrá. Skrifstofan kærir fyrir ykkur ef þið eruð þar ekki. Enginn á að missa atkvæðis- réttinn þó hann hafi fengið dýr- tíðarlán. fáheyrð ráðstöjun kjörstjórnar! Á annað þúsund kjósendur ólölega sviftir kosningarétti. Á kjörskrá þeirri til bæjarstjórn- arkosninga, sem nú hefir verið lögð fram, hefir kjörstjórnin með vilja slept öllum þeim er eiga ógreidd gjöld til bæjarins, og eru þessir kjósendur til samans á annað þúsund. Hvers vegna er þeim slept ? mun margur spyrja. Er búið að breyta kosningarlögunum nýlega? Nei, lögin standa óbreytt. Er þá komin ný kjörstjórn, sem leggur þennan nýja og fáránlega skilning í lögin ? Ónei, kjörstjörnin er sú sama, það sitja í henni nú sem fyr, þeir Sve'inn Björnsson, Sig- hvatur bankastjóri og Knud Zim- sen. En hvað veldur þá þessu ? Ja, hver getur svarað því. Lögin mæla svo fyrir, að þeir skuli hafa kosningarrétt, sem greiða skatt- gjald til bæjarins, og hefir engum lögfræðingi hingað til dottið í hug að skilja þetta þannig, að atkvæð- isrétturinn væri bundinn við það, að menn væru búnir að borga þegar kjörskrá er samin, enda mæla alm. bæjarstjórnarkosningar- lögin svo fyrir, að kjörskrá skuli samin eftir skattskrám ársins á undan sem hún á að gilda fyrir. Það má því kalla hina mestu furðu, að það skuli sitja lögfræðingur i kjörstjórninni, og vera svo lítill lagamaður, að honum detti í hug, að fá framgengt jafn öfugugga- legum og ranglátum lagaskýring- um. En hvernig heflr kjörstjórnin hugsað sér að farið væri með gjöld þeirra manna, er hún þannig svifti kosningarrétti, ætlast hún til þess að þeim sé gefið eftir út- svarið, eða ætlast hún til að út- svarið sé tekið lögtaki hjá þeim á eftir, þegar búið er að taka af þeim réttinn til þess að nota at- kvæði sitt við bæjarstjórnarkosn- inguna? Því er haldið fram að kjörstjórn- in geri þetta til þess að fá menn til þess að greiða gjöldin, og er því að svara, að þar sem lögtaks- réttur er á gjöldunum, þá er það aðeins hirðuleysi að kenna í fjár- stjórn bæjarins, að ekki er búið að hafa inn gjöldin þar sem eitt- hvað er til fyrir, til þess að borga þau með. En alt skraf um það að kjörstjórnin geri þetta til þess að fá menn til að borga gjöldin íellur algerlega til jarðar þegar það er athugað að kjörstjórnin heflr farið eins að því að svifta efnalitla kjósendur hér í Reykjavik kosningarréttinum, eins og þjóf- urinn sem stal brauðinu frá fátæku börnunum, þ. e. tekið kosningar- réttinn án þess að láta þá vita af. Hefði það verið tilgangur kjörstjórn- arinnar að hafa þetta ráð til þess að ná inn með því óloknum bæj- argjöldum, þá hefði hún auglýst það áður en hún byrjuði að semja kjörskrá, en það hefir hún ekki gert. Tilgangur kjörstjórnarinnar getur því ekki verið ánnar en pólitiskur. Það vita allir að þó aö það séu auðvitað menn af öllum stéttum sem skulda bæjargjöld — margir af gleymsku eða fyrirgef- anlegum trassaskap — þá eru það aðallega kjósendur Alþýðuflokksins sem ekki geta borgað nú, margir hverjir sökum dýrtíðarinnar. Það væri óskandi að allir borguðu gjöld sín sem geta, en það verður að skoðast sem níðingsverk að vera að reyna að taka almennu mann- réttindin af þeim efnaminstu á sama tíma og alþingi er að semja lög sem sérstaklega miða að því að hjálpa mönnum til þess að halda þeim. Það lítur svo út sem að þessi svívirðilega en þó illa hugsaða árás á kosningarréttinn séu fyrstu áhrifin frá hinu nýja stjórnmálafélagi, og má þá með sanni segja að það ætli snemma að líkjast Tammanyfélaginu amer- iska. £isll yllþýðujlokksitts. Listi Alþýðuflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar 31. þ. m. var sendur í gær til kjörstjórnar- innar. Á honum eru þessi nöfn: Þorv. Þorvarðsson, bæjarfulltrúi, Ólafur Friðriksson, ritstjóri, Jón Baldvinsson, prentari, Sigurjón Á. Ólafsson, sjóm., Kjartan Ólafsson, verkam., .Guðm. Davíðsson, kennari, Jónbjörn Gíslason, verkstjóri. Þetta mun vera fyrsti listinn, sem fram kemur og verður því áreiðanlega A-llstl við kosn- ingarnar 31. þ. m. Allir mennirnir á þessum lista eru alkunnir meðal álþýðumanna og reyndir í starfsemi verklýðs- félaganna. Og um efsta manninn, hr. Þorv. Þorvarðsson, er það að segja, að hann hefir síðastliðin sex ár verið fulltrúi og talsmaður al- þýðunnar í bæjarstjórninni, og getið sér þar góðan orðstír. Stórborgarafélagið „ Sjálfstj órn *, sem stofnað hefir verið til að starfa gegn • áhrifum Alþýðuflokksins á bæjarmál, mun og koma fram með

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.