24 DAGSBRÚN óseldan af trollaraflota sínum; síð- an skyldi bærinn gera þennan trollara út, og gæti þá orðið brúk fyrir útgerðarstjóra líka í bæjarins þjónustu." Það má með sanni segja að hr. Jón Þorláksson sé ötull „agitator" fyrir B-listann,' þegar hann geng- ur svo langt að hann bregður al- þýðufulltrúunum um að hafa látið múta sér, og er vonandi að „Sjálf- stjórn" kunni að meta það við hann, að hann er ötulasti atkvæða- smalinn, en ekki góðvinur hans að fornu og nýju, hr. Kjartan Kon- ráðsson síldarmatsmaður, sem þó hann sé ötull „afgitator" langt frá stendur hr. Jóni Þorlákssyni á sporði, því hann er vandaðri maður en Jón, og mundi varla hafa lálið sér detta í hug jafn staðlausar aðdróttanir. Annars er gaman að sjá það á þessu skrifl hr. J. Þ. að hann ætl- ar sér með því að hafa áhrif á þann hluta almennings sem minst hugsar. Hann veit sem er, að flestir hugsandi alþýðumenn og konur skilja hvert stefnir, og fylgja Alþýðuflokknum. Því enginn sem, nokkuð hugsar lætur sér detta í hug að alþýðufulltrúarnir, sem hafa áhuga á því að bærinn reki arðberandi togaraútgerð, viiji láta bæinn fara að kaupa togara ein- mitt á þeim tímum sem togara- útgerð ekki ber sig um ófyrirsjá- anlega langan tíma. Slíkt væri ágætt bragð af þeim sem ekki viija að bærinn geri út, því það væri vísasta ráðið til þess að sú trú sem menn nú hafa alment á því að bærinn geri út, breyttist í ótrú. Þá er hitt engu síður agn fyrir þá sem eru auðtrúa, að auð- ugasti útgerðarmaðurinn hér í Reykjavík sækist eftir því að kora- ast á föst laun hjá bænum! En ekki bendir það á að herra „agit- ator" Jón Þorláksson sé kunnug- ur í bænum, að hann býr það til, til þess að skaða Álþýðuflokkinn, að hann hafi ráðið hr. Elías Stef- ánsson til þess að standa fyrir f ram- tíðarútgerð bæjarins, því ef það væri satt, mundi það langt frá því spilla fyrir flokknum, heldur þvert á móti, þar sem hr. E. S. af lang- flestum mun álitinn duglegasti út- gerðarstjórinn í bænum. Um „múturnar" skal ekki talað meir hér, það mun fara hr. J. Þ. bezt að rita um þær, hann mun þessháttar kunnugastur, en í næsta blaði skulu leiðiéttar ýmsar villi- kenningar hans um jafnaðarstefn- una. _________ Ódáðaverkin á götunum. Á þessnm síðustu og verstu tímum, er það allmargt sem gerir mönnum lífið ervitt í þess- um bæ, sultur og kuldi og harð- rétti af öllum mögulegum teg- undum, og þar við bætist að friðsamir borgarar, konur, börn og gamalmenni geta ekki lífs- hættulaust farið ferða sinna um götur bæjarins þegar dimt er orðið, vegna þrælmenna sem virðast hafa fyrir atvinnu og dægrastytting að berja á sak- lausu fólki, sem hefir það eitt til saka unnið að það þarf að fara erinda sinna svo seint dags- ins, að sólar nýtur ekki við á hverri smugu í bænum. Það er all-einkennilegt að í Reykjavíkurbæ sem að sögn hefir lögregluliði á að skipa til eftir- lits á götunum, skuli finnast dæmi til slíkra hermdarverka sem þeirra, að ráðast á vinnu- stöðvar friðsamra borgara, og berja þá til óbóta fyrir augun- um á sjálfum lögregluþjónun- um, slíks munu hvergi dæmi í víðri veröld, nema hér í bæ. Sé það satt sem heyrst hefir, að torvelt muni að sanna næg- ar sakir á þennan óaldalýð, fyr- ir unnin illvirki, þá vil eg spyrja: DAGSBRÚN kemur út á laugardögum, og er að jafnaði 4 síður aðra vikuna en 2 hina. Árg. kostár 3,00, kj. ogborgist fyrir- fram. Afgreiðsla og innheimta á Lauga- vegi 4 (Bókabúðinni).' eru lógregluþjónarnir ekki einu- sinni vitnisbærir sem aðrir menn, þó þeir séu ekki þeim vanda vaxnir að halda hlífiskildi yfir saklausu fólki í svipuðum til- fellum og þessu, sem þó óefað er skylda þeirra. Það væri annars dálítið fróð- legt fyrir almenning að birt yrðu nöfn þessara illræmdu stiga- manna opinberlega, svo fólk gæti frekar gætt allra nauðsyn- legrar varúðar og varnarmeðala í framtíðinni. Mér og mörgum öðrum, eru nöfnin kunn, en það eru ef til vill ekki nógu margir sem þeklqa þau, en úr því skal bætt síðar. Ef svo skyldi fara mót von minni, að afleiðingar af minnis- leysi þessara áflogaseggja fyrir rétti, og istöðuleysi lögreglnnn- ar yrðu þær, að þeir léku laus- um hala eftir sem áður, þá gæti farið svo að hinir friðsömu borgarar þessa bæjar tækju rétt- inn (hnefaréttinn) í sínar eigin hendur og gengju svo frá þorp- urunum að þeir yrðu ekki í standi til að berja á unglingum og gamalmennum eða öðru sak- lausu fólki næstu daga, en það yrði ef til vill ekki talið »sam- kvæmt lögum«. Hinir umræddu þorparar mættu gjarnan taka með í reikn- inginn — fyr en þeir reka sig á það í alvöru — að röskustu mennirnir eru ekki ætíð upp- vöðslumestir eða áflogagjarn- astir. En nauðsyn getur brotið lög í þessu tilfelli sem mórgum öðr- um. Friðsamur borgari Prentsmiðjan Gutenberg. Það sem allir eiga að muna. Sjúkrasamlag Reykjavikur heldur Hlutaveltn n. k. sunnu- dagskvöld í G.-T.-húsinu. Von- andi minnast bæjarbúar þess, hve mikið gott alþýða manna hefir hafl af því, síðan það hóf göngu sína, með því að koma °g ieggJa sinn skerf til að þetta fyrirtæki gefi samlaginu góðann arð, það er óllum bæjarbúum fyrir beztu. Práinn. jMkwr orð mn um barnaheimili á íslantli og stofnun þess. En þær yrðu vonandi ekki svo margar, eða þyrftu ekki að vera margar ef rótt væri farið að, við það græddi heimilið marga tugi króna, jafnvel mætti stikla á þús- undum, ef bein sambönd yrðu feng- in, sem ekki þarf að efa. Eftir því sem mér hetir reiknast, mundi starfskostnaðurinn ekki yf- ir stíga fimm og hálft þúsund krónur yfir árið, en eg get búist við því að öðrum sýnist annað, en það þrætuepli verður reynslan að skera í sundur. Þá hefi eg laus- lega drepið á hvernig horf þessa máls er vaxið frá sjóndeildarhring þeim, sem hugsjón mín grípur yfir. Það er ekki svo að skilja að hér sé nákvæmlega farið út í útreikn- inga, eins og geit verður síðar, en aðeins gefin örlítil hugmynd eða sýnishom af starfskostnaðínum og fleiru. Æskilegt væri að heyra radd- ir um þetta mál, úr sem flesturn hornum, ennfremur ei eg því við- búinn, að reyna til þess að svara öllum skynsamlegum spurningum þetta áhrærandi. En það er þetta, sem mig lang- ar að vita; hvort mönnum sýnist þetta ekki vera nauðsynlegt, fyrir heill og velferð þjóðarinnar? Jón H. Árnason. Hringur soldánsins. 105 hjarta mitt«, sagði hún með titrandi, ákafri röddu. »Eg er alveg sannfærður um það«, svaraði Rorgar og beygði sig dálitið að henni. Hún beið, en hann gerði enga frekari tilraun til þess að nálgast hana. »Hafliði. Þegar eg tefldi við Savary um líf þitt, þá talaði hann dálítið um, af hverju eg vildi bjarga þér. Heyrðir þú það? Hann sagði að eg elskaði þig«. »Já«, sagði Borgar, »eg heyrði það«. »Og hvað hélztu um það?« »Eg trúði honum ekki«. »En ef það væri satt?« hvíslaði hún. »Eg mundi varla geta trúað þvi«. Hún greip óróleg i stólbrikina. »Hafliði. Þú ert máske vanur því að vera elskaður, en getur máske ekki skil- ið, að kona segir þér það hreint og af- dráttarlausk. Hann játaði þvi. »En af hverju ekki? Ef að kona sér mann, sem er sannur maðar, og hún elskar hann, — hví skyldi hún eigi mega segja honum það? Þú ert sannur maðnr — og eg blóðheit kona. Eg hefi þekt marga menn, en engan sem þig og eng- 106 an, sem myndi hafa komið fram sem þú, og engan, sem í þessu augnabliki myndi ekki hafa tekið mig í fang sér og kyst mig langa, heita kossa. Allir menn, sterkir eða veiklundaðir, myndu hafa gert það — en þú ert olíkur öllum. Af hverju?« Borgar beit á vörina. »Máske er eg ekki eins ólikur þeim og þér haldið«, sagði hann í hálfum hljóð- um. »Máske langar mig líka til að taka yður í fang mér og kyssa varir yðar og augu — — —« »Af hverju gerirðu það þá ekki?« hvísl- aði hún hlýlega. »Það yrði hvorugu okkar gott«. »Hafliði«, hvislaði hún aftur með nið- urbældri geðshræringu, um leið og hún teygði sig niður að honum og horfði á hann með eldheitu augnaráði. »Er eg þá ekki verð þess að vera elskuð? Við tvö ættum að elska hvort annað og berjast hvort við annars hlið. — Afríka er stórl Þú spurðir nýlega um hringinn. — Jæ-ja, eg skal segja þér alt! Bréfin voru send til Muley Hafid, þess er kallar til rikis í Marokko, og vissir menn í Evrópu, sem eg ekki hirði um að nefna hér, sjá hon- 107 um fyrir vopnum. Við erum í þeirra þjónustu, og Bompard hafði bréfin, sern fjölluðu um öll atriði ráðagerðarinnar út í yztu æsar, og auk þess hring Muley Hafids. Þessi hringur átti að vera honum sem nokkurs konar vegabréf til Muley Hafids og veita honum aðgang að hirð hans. En hversu illa hefir okkur ekki gengiðl Eg er nú ein eftir til þess að framkvæma þetta verk, að svo miklu leyti sem það er mögulegt. Eg verð að ná í bréfin og koma þeim yfir fjallið og inn í landið. Þú verður að hjálpa vaét til þessl Eftir eitt ár, já máske eftir má»' uð, er Muley Hafid orðinn soldán í Mai'- okko, og eg get heimtað fyrir þig alt, sem eg vil. Er það ekki betra að stjórna heil^ héraði heldur en að mála smámyndir al fallegum stúlkum? Væri það ekki dp' legt að hafa þúsundir undir sér, sem hlýða minstu bendingu? Ráða yfir auð- ugum námum og leika aðalhlutverkið J hinum mikla bardaga þeirra þjóða, sem svo mjög leikur hugur á Marokko? j^ þetta einskisvirði i þínum augum? ^' eg sjálf þér einskisvirði ?« Andlit hennar var nú komið fast npP að hans og ilmurinn af hári hennar lék