Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagsbrún

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga breidd


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Dagsbrún

						
DAGSBRÚN m
BKKI
RANOINBI
BLAÐ JAFNAÐARMANNA
GEFID ÍT AF ALPÝÐUFLOKKNUM
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMADDR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON
18. tbl., 4.
Reykjavlk, laugardaginn 13. apríl.
1918.
Mjólkin.
Úr þorpum og kaupstöðum
utan af landi fréttist, að ástand-
ið, hvað mjólkurleysi viðvíkur,
sé að verða svipað þar og það
er og heflr verið undanfarin
ár hér i höfuðstaðnum s. s.
oijólk ekki fáanleg mikinn
hluta ársins, hvað sem í boði
er, og þann tíma sem hún fæst,
ekki vema fyrir óhæfilega hátt
verð. Hér í Reykjavík er mjólk
orðin svo sjaldséð vara, að al-
öienningur er svo að segja bú-
ihn að gleyma því, að til er
hijólkurmatur, enda er sú
nvjólk, sem til bæjarins flyzt,
ekki nema þriðjungur af því
sem talið er hæfilegt erlendis.
Sú skoðun hefir gert vart
við sig, að ráðið til þess að
bseta úr mjólkurskortinum
v*ri að flytja mjólk lengra að
bl bæjarins en verið hefir, og
öiá vel vera, að eitthvað nokk-
nð megi bæta úr með því móti,
Þó að tilraun sú, er gerð var í
fyrra, ekki hepnaðist vel. En
e*na vísa ráðið til þess að bæta
nér úr, bæði fyrir Reykjavik
°g aðra bæi, Akureyri, ísafjörð
°- s. frv., er að fara að dæmi
erlendra borga sem jafnilla
hafa verið staddar, en bœtt úr
v°ndrœðunum með þvi sjálfar
að reisa kúabú. Auðvitað er,
^ það er ekki hægt að reisa
a einu ári kúabú, er bæti úr
aUri mjólkureklunni — að
^insta kosti ekki hér í Reykja-
vik — en því lengur sem dreg-
** er að gera byrjunina, því
^ngri tími líður auðvitað áður
etl nægilega stórt bú er komið
* fót. Rétta aðferðin virðist
vera hér í Rvík að taka nú
Pegar á þessu vori stórt land
lli ræktunar í Fossvogi, reisa
Par fjós, og kaupa nokkuð af
veralega góðum kúm, helzt
eilgra að en að þær mjólki
öu til Reykjavíkur. Jafnframt
*^i bærinn að kaupa undan
°n>fnuni kvígukálfa af góðu
^jólkurkyni, hér í bænum og
°rendinni, og koma þeim fyrir
§óðum stöðum upp í Borg-
,rfirði, eða á öðrum stöðum,
^ar sem  uppeldi þeirra  ekki
egur úr mjólkurmagni bæj-
i .'ns" Fjöldi af mjólkurfram-
, lðendum  þessa  bæjar  láta
eki'-  *vnr S1§ langt að>  og er
J11 vandasamara fyrir bæinn
gera það en fyrir einstaka
arenn — bað er að segja, þeg-
¦   .'lgangur  með  því er að
hv  ' en      a   veita ein"
'   )Um vinum einhverra at-
Vlnnu.
Aðalmótsfaðan gegn kúabúi
hefir komið frá kúaeigendum
hér í bænum; eru þeir hrædd-
ir um, að ef bærinn færi að
reka kúabú, þá yrði það til
þess að spilla atvinnu þeirra.
Þessi hræðsla virðist vera
nokkuð að ástæðulausu. Ef
framleiðslukostnaður mjólkur-
innar er eins mikill hjá mjólk-
urframleiðendum og þeir láta
í veðri vaka, ætti það ekki að
saka þá, að bærinn fengi það
staðfest með eigin reynslu, og
ekki er hætta á því að bærinn
fari að lækka.verðið á mjólk-
inni til þess að selja sér i skaða.
En jafnvel þó reynslan sýndi
nú, að mjólkina mætti með
hagsýnu búskaparfyrirkomu-
lagi selja að góðum mun ódýr-
ara en nú er gert (og það er
hugsun þess, er þetta ritar, að
það mundi reynslan sýna), þá
er engin hætta á því, að bær-
inn fari að setja niður mjólk-
urverðið, af því hætta er á því
að það gæti orðið til þess að
kúabændur breyttu til um bú-
skap (íæru t. d. að hafa sauð-
fé) og mjólkurmagnið yrði þar
af leiðandi minkandi. Bærinn
mundi því ekki setja niður
verðið, heldur mundi hann, ef
hann gæti framleitt mjólk mun
ódýrara en alm. verðið væri,
selja hana fyrir það verð, en
úthluta efnalitlum mönnum af-
sláttarmiðum, líkt og svo marg-
ar borgir gera nú erlendis.
Úr bréti trá Akureyri.
So/» — 1918.
Hafísinn er allur horflnn úti
fyrir, en eftir situr ístappi í firð-
inum út að Hjalteyri. Er nú verið
að aka þangað á hestum og sleð-
um vörum í og úr Lagarfossi —
skipaleið. Tiðin heflr verið af-
bragðsgóð undanfarið, en nú stend-
ur yfir þetta „árlega páskahret",
eins og gömlu mennirnir segja.
En vonandi birtir það bráðum. —
Bæjarstjórnin okkar var nú ný-
skeð að troða í mestu rifurnar
sem þingið síðasta setti á bæjar-
lagafrumvarp kaupstaðarins i fyrra.
Telja lögfræðingarnir frumvarpið
„sjófært" ef aukaþingið vill leggja
blessun sína yflr aðgerðina eins
og hún kemur fra bæjarstjórn.
Vonandi hleypir þingið ekki nein-
um „illum öndum" í frumvarpið
enn á ný, svo enn verði ekki hægt
að nota það fyrir göllum. Væri
það  þinginu  ekki  vansalaust. —
Prá því fyrsta að landssjóður
fór áð veizla með sykur hefir bæj-
arstjórnin hér haft hann til út-
sölu, ásamt fleiri vörum. Var sam-
þykt að halda þeirri sölu áfram,
og orkar það ekki tvímælis að
mjög mikil dýrtíðarhjálp er" að
þessari ráðstöfun.
Skal ég nú sanna þetta með
tölum. Bæjarstjómiu leggur allan
kostnað við vörusöluna á vörurn-
ar, en ?þó selja kaupmenn hér t.
d. sykur, 20 aurum dýrari hvert
kilo en bæjarstjórnin. Hverjum
manni er ætlað */» kg. sykurs á
viku, bæjarbúar eru um 2000, og
græða þeir því samtals 200 kr. á
einni viku eða 10,400 lcrónur á
einu ári, einungis á einni aí þeim
vöruteg. sem bærinn verzlar með.
Geta má þess að þetta er þó sú
vara, sem kauprnenn leggja minst
á, þar eð hún ætíð .er til sölu
með lægra verði hjá landsstjórn-
inni. Aðrar vörur svo sem t. d.
kaffi selur bærinn einnig miklu
lægra verði en kaupmennirnir.
Kafflð kostar í útsölu bæjarins 2
kr. 10 au. kg., en hj:i kaupmönn-
am hefir það farið í 5 kr. kg.
þegar litlar birgðir voru í bænum
en kostar víðast hvar 3 kr. kg*
Alkunn er eú aðferð margra
kaupmanna að selja ekki þá vöru,
sem lítið er til af, nema keypt sé
arnað með, og eru af því margar
skoplegar sögur hóðan úr bænum,
sem jafnframt eru hlutaðeigandi
kaupmönnum til vanvirðu. Einn
kaupm. er einkum frægur fyrir
að kaupa upp vöruslatta, helzt
smávegis, og „hafa það til" þegar
aðrir eru uppseldir, og selja síðan
með okurverði, nokkur 100 prócent
álagningu. Nefni ég ekki nafn
hans hér, allir Akureyringar og þó
einkum útbæjarmenn kannast við
hann. Yfirleitt mun anda fremur
kalt til kaupmanna hér og í grend-
inni, vegna reynslunnar, sem feng-
ist heflr nú á þessum neyðartím-
um. Gjalda þeir saklausu þar oft
hinna seku, því margir kaupmenn
eru of hyggnir viðskiftamenn og
of góðir menn, til að nota sér
neyð almennings. Þó munu menn
alment hugsa til þess með hryll-
ingi ef kaupmenn eiga framvegis
að sjá um að byrgja landsmenn
með nauðsyniavöru, og landsveizl-
unin ekki að vera annað en hjálp-
arhella þeirra, eins og hinn lýð-
holli dýrtíðarmálafræðingur J. Þ.
vill í „Lögréttu". Það vill oftast
verða annað hljóð í peningabudd-
um almennings og peningabudd-
unni verkfræðingsins. „Rjóminn
er ekki ofgóður handa kattargrey-
inu", sagði kerlingin við karlinn
sinn þegar hann var að kvarta
um að fá ekki mjólk í kaffið og
kisi lapti mjólkina. Eitthvað svip-
að hefir vakað fyrir verkfræðingn-
um  þegar  hann  vildi láta kaup-
menn sitja kyna við rjómatrog
veizlunarágóðans, þó almenning
vantaði peninga.
Annars ættu bæja- og sveita-
stjórnir að gefa meiri gaum að
vörusölu til almennings með sann-
virði en verið hefir. Gæti það orð-
ið almenningi drjúg dýrtíðarupp-
bót. Má marka það af dæmi því
sem ég hefi nefnt hér að framan.
Upphæðin sem við Akureyringar
græðum beinlínis á bæjarsölu þess-
arar einu vörutegundar (sykurs)
er álílca fídga og 'óll dýrtíðarlán-
in sem veitt hafa verið þar í vet-
ur, og næni helmhigur af auka-
útsvörum bæjarbúa fyrir árið 1918,
eða um 25 kr. á hveija 5 manna
fjölskyldu. Sézt bezt af því að
kenningin um að kaupmenn séu
ómissandi til að borga skatta er
engu réítmœtari, en úreltasta mót-
báran gegn aðflutningsbanninu,
sú að vínið væri ómissandi til að
skattarnir gætu fengist í landssjóð-
inn.                 Vitar.
Alþingi
var sett 10. þ. m. eins og boð-
að hafði verið, en sökum þess
að nokkra þingmenn vantaði
var forsetakosningum og öðr-
um fyrstu þingverkum frestað.
^Molar um jafnaðarstefnuna
(socialismann). *
Eftir N.
VI.      (Prh.)
En hvað er þá jafnaðarstefnan
(Socialisminn)? Hvað hún er eða
hvað hún vill, um það hafa verið
skrifaðar margar bækur, svo ekki
þarf eftir þvi að vonast að ég
komi þar víða við — en það er
líka önnur spurning sem mjög er
nátengd, og hún er: Hvernig ætla
socialistar að koma hugsjónum
sínum í framkvæmd?
Höfuðatriðið í stefnu socialista
er að koma i veg fyrir að ein-
stakir menn eða gróðafélög safni
stórum auðæfum sem grundvallast
á erflði annara manna sem ekki
hafa af ágóðanum nema það allra
minsta til að draga fram líflð á;
oft er af svo skornum skamti
að verkamennirnir eru ekki
vinnufærir og liða ekki sjaldan
nauð. En til þess að draga ekki
úr framleiðslunni og þeim auð
sem hún skapar, þá sé meginhl.
framleiðslufyrirtækja rekinn af því
opinbera, af rikinu eða bæjarfélög-
um eða sveitafélögum, eftir Því
hvað bezt þykir henta, eða þá af
hvorutveggja, ef það á við.
Fyriitækum  sé  stjórnað  undir
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 45
Blağsíğa 45
Blağsíğa 46
Blağsíğa 46