Dagsbrún


Dagsbrún - 20.04.1918, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 20.04.1918, Blaðsíða 1
iSWUSO EKKlj i 1 Jm 0 ^ 1 M I 1 i\,l ( POLIB tKKl rahoindi j u Au O u n U 1N L—J BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÚT AF ALPÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 19. tbl., 4. Reykjavlk, laugardaginn 20. apríl. 1918. Alþingi, Enn sem komið er, eru frumvörpin aðeins fá sem lögð hafa verið fyrir aukaþingið. Frv. til laga um skipun barna- kennara og laun. Skv. frumv. þessu er forstöðumönnum barnaskóla í kaupstöðum ætl- uð 2000 kr. árslaun auk ókeyp- is húsnæðis. Laun þeirra eiga að hækka um 200 kr. fjórða hvert ár þannig að þau verði 3000 kr. þegar sami maður er búinn að vera 20 ár í stöðunni. Iíennarar við kaupstaðaskóla eiga að fá 1500 kr. árslaun er hækki um 200 kr. á fjögra ára fresti og verði 2500 kr. eftir 20 ára starf. Forstöðumenn skóla utan kaupstaða eiga að fá 1500 kr. og kennarar við þá 1200 kr. laun, sem eiga að hækka um 100 kr. á fjögra ára fresti þann- ig að launin séu 2000 kr. og 1700 kr. eftir 20 ára starf. Far- skólakennarar eiga að fá 300 krónu árslaun auk ókeypis fæð- is, húsnæðis, ljóss, hita og þjón- ustu þá 6 mán. ársins er þeir kenna, og húsnæði alt árið eða jafngildi þess í peningum. Laun þeirra eiga að hækka uin 50 kr. þriðja hvert ár þar til þau verða 600 kr. Ætlast er til að landssjóður greiði x/3 af laun- Um kennara í kaupstöðum, en 7a utan kaupstaða. Hann á þó ekki að taka neinn þátt i hlunn- indum (húsaleigu o. s. frv.) en á að borga að öllu leyti launa- haekkun þá er kennarar verða ^ðnjótandi við langt starf í sömu stöðu. Frumvarp þetta er lagt fram af stjórninni, en samið af kenn- úrunum sjálfum. Laun kenn- ara þau er þeir nú eiga við að búa, eru svo lág, að hverjum sem heflr áhuga á alþýðument- ún hér á landi, hlýtur að finn- ast með öllu ófært. Samt munu ^bgin eiga andstöðu í þinginu. Alm. dýrtíðarhjálp. Stj. legg- úr fram frv. um ný dýrtíðar- sem koma eiga í stað þeirra samþykt voru í fyrra. Frv. þetta er yfirleitt til bóta, en þarf þó ýmsun breytingum að iaka til þess að geta komið að ^allum notum. Mun það nánar l0ett síðar. Frájœrur ásauðar. Stj. legg- ^1' fram frv. um að landsstj. heimilist að setja reglur um ráfærur meðan á striðinu stendur. ^rv. um bcejargjöld í Rvík bæjarstj. samþykti í vetur, e8gur stj. nú fyrir þingið. Dýrtiðarmál. Eftir Halldór Friðjónsson frá Sandi. Horfurnar. Dýrtíöarmálin eru að sjálfsögðu mesta áhyggjuefni og áhugamál allra hugsandi manna meðal hinnar íslenzku þjóðar um þessar mundir. Sá ískaldi virkileiki, sem marga hina framsýnni menn dreymdi um árin á undan, er víðar og víðar að ganga í návígi við einstaklinga og sveitafélög, að hætta sé yfirvofandi og erfiðleikar fyrir dyrum, ef ekki neyð. Landbúnaðurinn er þegar farinn að stynja undan dýrtíðarokinu, þessi máttarstoö þjóðarinnar, sem talin er lífakkeri okkar, hvað sem á dynur. Sjávarútveguiinn hangir á blástrái, og öll framleiðsla virðist vera að klæðast, kreppuskóm veg- farandans, sem ekki á sér vísan samastað nóttu lengur. Þjóðin virðist nú fyrst vera að vakna — en þrem árum á eftir tímanum. Tvö undanfarin þing hafa verið aðgerðalítil og flest bjargráð mið- uð við stundarerfiðleika, en ekki langvarandi baráttu. Það þarf eng- an að undra þó erfitt verði um vik fyrir þingið í vor, þegar svona er í pottinn búið, en bangað munu augu margra belnast um þessar mundir sem von er. Því tjáir ekki lengur að neita, að þing og stjórn eiga að hafa 'óll umráð i þjóðar- búinu á þessum tímum og þau eiga að vera húsbændur í orðsins fylstu merkingu. Sá þjóðarfulltrúi sem gengur inn í þingsalinn með öðrum tilfinningum en þeim, að hann sé þangað kominn sem líf- vörður og forsjármaður þeirrar þjóðar sem er í háska stödd, hann er ekki þess verður að fá að heyra sin eigin orð hijóma um salarveggi þess húss, sem öllum sönnum íslendingum er helgur staður. En það er ekki meiningin að ég ætli að gera mig að siða- meistara þingmanna. Hinir yfir- standandi tímar og hinar ískyggi- iegu framtíðarhorfur ættu að vera beztu og fullkomnustu siðameist- arar þings og þjóðar. Og óþökk sé öllum þeim mörgu mönnum, sem óverðskuldað hafa hreytt ónotum að þingi og stjórn. En hvað sem öllum erfiðleikum á framleiðslu til lands og sjávar líður, kreppir skórinn hvergi eins fast að og hjá verkafólki í kaup- stöðum og sjómönnum. Fram að árinu 1917 barðist þessi stétt manna nokkurnvegin í bökkum. Atvinna var næg og kaupgjald þar af leiðandi dálítið í samræmi við dýrtíðina. Að telja árin 1914—15 og 16 „veltiár“ fyrir verkamenn og sjómenn, er einungis fleipur eitt og fávizkuhjal þeirra manna, er dæma áður en þeir hugsa og rannsaka málin. S. 1. ár brást sá atvinnuvegur að miklu layti, sem haldið hefir þessari stétt uppi, hagur hennar er því nú í kalda koli og framtíðarhorfurnar fyrir neðan allar hellur. Það verður því að krefjast þess af aukaþinginu nú, að það geri alvarlegar ráðstaf- anir til að bjarga verkalýðsstétt- inni frá efnalegu skipbroti og sjálf- stæðislegu falli. Dýrtiðin er vaxin henni yfir höfuð, og þótt atvinna verði sæmileg næstu ár, hreklcur kaupgjald hvergi nærri fyrir út- gjöldum, þó hátt sé kallað, hvað þá til að bæta upp síðasta ár. (Frh.) ýftvittmiskrijsiofa. Alþýðusamband íslands hefir gengist fyrir því að sett er á stofn skrifstofa hér í bæ. Er sú skrif- stofa í Kirkjustræti 12. Hún á að verða einskonar meðalgangari milli verkafólks, sem vantar atvinnu, og verkveitenda, bænda og annara, bæði hér í bæ og úti um land. Til hennar geta því snúið sér þeir, sem atvinnu vilja fá, og mun hún reyna að útvega þeim atvinnu, eða benda á, hvar helzt muni at- vinnu að fá. Líka munu vinnu- veitendur leita þangað, þegar þá vantar fólk, og mun skrifstofan reyna að útvega það, eða benda á atvinnulausa menn. Getur að þessu orðið hið mesta hagræði hvorum- tveggju. Skrifstofan ætti með tímanum að vita nokkurnveginn á hverri stundu, hve margir og hverjir eru atvinnulausir hér í bæ, svo og hvar og hve mikil þörf er fyrir verkafólk. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að skrifstofan hafi samband sem víðast úti um land. Mun hún því geta leiðbeint mönnum hér, sem vilja leita sér atvinnu úti um land, og mönnum annarsstaðar, sem vilja fá verkafólk héðan, eða þá mönnum utan af landi, sem vilja fá atvinnu hér- Skylt er að geta þess að lands- sjóður og bæjarsjóður hafa lagt fyrirtækinu styrk, og er það gleði- legur vottur um skilning á því, hverja þýðingu þessi stofnun getur haft og á að hafa. Hingað til hefir alt of lítið verið gert til þess að koma skipulagi á vinnuafl. Er þó aldrei fremur þörf á því en nú, þegar nauðsyn ber til að nota sem bezt alla krafta, sem til eru. En þetta ætti að vera spor í attina. I. Frá bæjarstjórninni. Vatnsnefndin samþykti um daginn að fara að loka vatnslelðsl- unni frá 7 að kvöldi til 7 að morgni til þess að runnið gæti á þeim tíma í vatnsgeymirinn, og með því orðið bætt úr vatnsleysinu. En síðan nefndin samþykti þessa lokun hafa fundist tveir lekar á vatnsleiðslunni, svo ekki hefir þurft að loka fyr en kl. 11 á kvöldin. Dýrtíðaruppbót hefir bæjar- stjórn nú veitt starfsmönnum gas- stöðvarinnar. Kol í gasstöðina. „Kol og salt“ hefir boðið bænum 500 smálestir af kolum í næsta manuði. 150 kr. hefir bæjarstjórn veitt til aðstoðar við sundkenslu stúlku- barna í laugunum. Bæjarverktræðingsstaðan er veitt Hirti Þorsteinssyni með 3600 kr. árslaunum, hækkandi með 200 kr. annaðhvort ár upp í 4400 kr. Stóra-Selstún hefir bærinn leigt Jóh. Magnússyni á 225 krónur. Kartöfluræktin. Bærinn tekur til kartöfluræktunar alt að 50 dagsl. í Brautarholti. Kostnaður er áætlaður 35 þús. kr. fyrir 50 dag- sláttur, þar með talin verkfæra- kaup. Molar um jafnaðarstefnuna (socialismann). Eftir N. VII. (Frh.) Að arðvænleg fyrirtæki eigi að vera rekin af því opinbera stendur í uánu sambandi við annað atriði í stefnuskrá jafnaðarmanna alstað- ar, og einnig í stefnuskrá Alþýðu- flokksins, sem sé í því skattafyrir- komulagi sem vér álítum hollast og bezt. Við ætlumst til að hin runglátu óbeinu gjöld, tollarnir, hverfi úr sögunni, en í staðinn komi beinir skattar — og arður af fyrirtækjum. Með opinberri starfsrækslu á fyrirtækjum er tvent fengið i einu hvað þessu viðvíkur, auknar tekjur í landssjóðinn og af því leiðir meira starf i landinu, og aukin velmegun, og af auknum tekjum leiðir að hægt er að létta undir með þeim í lífsbaráttunni sem erfiðast eiga, og þar að auki

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.