Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagsbrún

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Dagsbrún

						l—'J  UAuoDnU ÍN  L™J
GEFIÐ CT AF ALPÝBUFLOKKNUM
BLAÐ JAFNAÐARMANNA
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMASUR: ÓLAFUR FRIORIKSSON
1  29. tbl., 4.
Reykjavlk, þiiðjudaginn 9. júll.
1918.
Alyktun
um sambandsmálið.
Fulltrúaráðsfundur Alþýðu-
flokksins, haldinn í Reykjavík
6. júlí 1918, lætur í ljós von
sína um, að samningar þeir, sem
öú standa yfir milli Alþingis
íslendinga og erindreka stjórn-
ar og ríkisþings Danmerkur,
beri þann árangur, að lokið
Verði um sinn deilunni um
sambandsmál íslands og Dan-
merkur með samningi, sem
báðir málsaðilar mættu vel við
Una. Þetta telur fundurinn hina
öiestu nauðsyn, svo að islenzka
þjóðin geti beitt öllum kröft-
um til þess að vinna að inn-
lendum þjóðþrifamálum.
Sem undirstöðuatriði í við-
unanlegum samningi telur fund-
Urinn þetta:
1) ísland fái sinn sérstaka
siglingafána.
2) Sambandið milli Islands
og Danmerkur haldist sem
frjálst samband milli fullvalda
(suveræn) og jam-rétthárra
þjóða, og séu skýr ákvæði um,
hvernig samningum megi
breyta, ef þörf krefur. Fæð-
ingjarétturinn sé sameiginlegur,
sem frá sjónarmiði verkamanna
Verður að álíta undirstöðuat-
riði undir sönnu þjóðasam-
bandi.
3) Meðan Dönum er falið
að fara með stjórn utanrikis-
tiiála fyrir íslands hönd, hafi
Utanríkisstjórnin     íslenskan
mann sér við hönd til ráðu-
tieytis.
Fundurinnaðhylhst þá stefnu,
&ð Norðurlandaþjóðirnar taki
sem fastast höndum saman um
sameiginleg hagsmunamál, með-
^u ófriðurinn stendur og eftir
bann. Lætur fundurinn þá von
* ljós, að þetta geti siðar stuðl-
að að sameiginlegri þátttöku
Þeirra í stofnun Bandarikja
^orðurálfu.
Fundurinn skorar á fulltrúa
Jafnaðarmannaflokksins á Al-
bingi að beita sér af alefli fyrir
Kí, að samningar geti tekist á
Mm grundvelli, sem  hér var
!ýst.
l.UiiMMiaUJLJMlLLlL-L-BU'
^egua fundarályktunarinnar
uöi sambandsmálið var þetta blað
!átið bíða dagsins í dag. Næsta
blað kemur a laugardaginn eins
°8 vanalega.
Bæjarmál.
Hesthós og hlaða.
Bæjarstjóm hefir samþykt skv.
tillögu veganefndar, að stækka
hesthús bæjarins við Hriögbraut,
svo að það rúmi 24 hesta. Jafn-
framt á að byggja þar hlöðu sem
á að rúma 1200 hesta af heyi.
Kostnaður við þetta er áætlaður
8000 krónur.
Sjávarborgarhúsið.
Fasteignarnefnd hefir samþykt
að legg>a súð og pappa undir járn-
ið á Sjávarborgarhúsinu, sem er
eign bæjarins, en nota langböndin
sem nú eru til hesthúss- og hlöðu-
byggingar þeirrar er fyr var getið.
Sorphreinsunin.
Bæjarstjórnin hefir ákvarðað að
bærinn taki sjálfur að sér sorp-
hreinsunina í bænum, og hefir
bæjarstjórnin falið veganefnd að
semja frumvaip til gjaldaskrár
fyrir hreinsunina. Verður þetta
vafalaust til þess að bærinn verði
mikið þrifalegri eftir en áður, eins
og það var stór framför i þá átt
þegar bærinn tók að sér salerna-
hreinsunina.
Langakeyrslan.
Bærinn hefir nú sjálfur tekið
hana að sér, og er hún fram-
kvæmd fyrst um sinn með bif-
reið bæjarins (bærinn á tvær bif-
reiðar), en ráðgert að hana fram-
kvæmi í framtíðinni 1 maður með
2 hestvagna.
Ýmsar endurbætur við Laug-
arnar hafa verið samþyktar, þar
á meðal að byggja þar safngryfju
og ný salerni, en rífa þau gömlu.
Ágúst Jóaefsson, Guðm. Ásbjörns-
son og Briet Bjarnhéðinsd. hafa
umsjón með þvottalaugunum og
öllum framkvæmdum þeim við-
víkjandi.
Laugavégur.
fbúar við Laugaveg á kaflanum
frá Prakkastíg að Vitastíg hafa
farið fram á að gert sé við þann
kafla af Laugaveg á þessu sumri,
og er ráðgert að það verði gert,
ef hægt er að kornast yfir það,
annars að sumri, en vonandi þarf
það ekki að bíða.
Mótekja bæjarins.
Bæjarstj. hefir samþ. við fyrri
umræðu að fela borgarstjóra að
taka 20 þús. kr. lán til mótekj-
unnar. Ætlast er til, að hætt sé
að taka upp mó 6. júlí. Eftir sögn
er nú þegar búið að taka upp
eins mikið af mó í Kringlumýri
og í fyrra, svo mikið betri er að-
staðan við verkið nd, en það var
þá.
Örflrisey.
Landsverzlunin hefir fengið eyna
leigða hjá bænum þannig, að leigu-
málin séu óuppsegjanleg þar til 6
mánuðum eftir að heimsstyrjöld-
inni er lokið, þó ekki lengur en
til 1. okt. 1921, þó styrjöldin sé
ekki þá á enda.
Sambandsmálið.
Á öðrum stað hér í blaðinu
birtist ályktun fulltrúaráðsfund-
ar Alþýðuflokksins í Reykjavik
um sambandsmálið. Er það
stefnuskrá  flokksins í málinu.
Einn af samninganefndar-
mönnunum íslensku, Bjarni
Jónsson frá Vogi, hélt ræðu á
íþróttavellinum 19. júní og
hratti mjög kjósendur til þess
að láta uppi skoðun sína um
málið, láta þingmenn vita og
finna, að þjóðin hefir gát á
gerðum þeirra nú með óvenju
mikilli athygli. Við þeirri sann-
gjörnu og viturlegu áskorun
hefir Alþýðuflokkurinn viljað
verða, ef ske kynni, að það
mætti verða til þess að styðja
þá og létta þeim starfið.
Stefnan er skýr og ákveðin.
Fáninn er settur efst. Flokk-
urinn hefir þegar gert það, sem
í hans valdi stóð, til þess að
það mál gengi fram. Þarf ekki
áð eyða fleiri orðum um það
atriði.
Með tilliti til hins væntanlega
sambands Norðurlanda æskir
flokkurinn ekki skilnaðar, ef
vér fáum fánann. En vert er
að taka það fram, að fáum vér
hann ekki, mun flokkurinn
fylgja fram skilnaði, svo sem
áður hefir verið látið í ljós. En
vér vonum og teljum víst, að
til þess komi ekki, því ef vér
hefðum ekki átt að fá fánann
með góðu, þá hefði sending
manna hingað frá Danmörku
verið tilgangslaus eftir þvi, sem
á undan var gengið.
Flokkurinn vill fá fullveldi
vort skýrt viðurkent. Annars
getur sambandið ekki orðið
»frjálst samband milli fullvalda
og jafn rétthárra þjóða«, og
annað samband er ekki til
írambúðar en það, sem byggist
á fullu frelsi. Borgararétt vilj-
um vér hafa sameiginleg-
an, samkvæmt þeirri grund-
vallarhugsjón jafnaðarmanna
að tengja sem flestar þjóð-
ir saman &rœo'ra/aas-bönd-
um. Mun enginn geta sagt að
fullveldi sé týnt með því, þótt
borgararéttur sé sameiginlegur
með báðuni þjóðum, því að þá
$grei8sla «8 imtheimta
er flutt á
Frakkastíg 12.
Kaupendur blaðsins eru beðnir
að tilkynna afgreiðslunni bústaða-
skifti og snúa sér til mín með
borgun fyrir blaðið.
Guðm. Davíðsson.
væri Dönum veitt hin sama
fullveldisskerðing, og hver mun
trúa þvi, að Danir láti fullveldi
sitt fyrir samband við oss?
Dmhugsunarefni.
Tilraunir og ávextir þeírra.
Fyrst eftir að stjórn með ábyrgð
komst á fót í Ástralín skiftu verka-
menn atkvæðum sínum milli fram-
sóknar- og afturhaldsflokksins.
Stundum komu þeir framsóknar-
mönnum til valda með atkvæðum
sínum og áhrifum, og stundum
afturhaldsmönnum.
En ioksins komust daglauna-
mennirnir að þeirri niðurstöðu að
ekki væri mikill munur á löggjöí
þeirri sem þeir fengu hvort heldur
framsóknar- eða afturhaldsflokkur-
inn væri við völd. Þeir fundu það
út að þetta var aðeins glíma milli
tveggja flokka þar gem annar féll
og hinn stóð. Til þess að geta
haldið áfram að blekkja fólkfS
breytti framsóknarflokkurinn um
nafn og kallaði sig verndarflokk,
og á sama tíma breytti afturhalds-
flokkurinn um nafn og kallaði sig
flokk frjálsrar verzlunar.
Verndar flokkurinn leitaði fylgis
hjá verkamönnum vegna þess að
hann ætlaði að leggja háa tolla á
aðfluttar vörur, og koma þannig í
veg fyrir að tilbúnar vörur yrðu
fluttar inn í landið; var mönnum
talin trú um að þetta yrði til þess
að skapa næga atvinnu í landinu
sjálfu, hækka kaupgjald og koma
í veg fyrir þau vandræði sem at-
vinnuleysi hefði í för með sór.
Þeir sem frjálsri verzlun fylgdu
á hinn bóginn leituðu fylgis verka-
manna á þeim grundvelli að þeir
skyldu fvfnema alla tolla og á þann
hátt veita verkafólkinu það sem
þeir kölluðu ,6keypis morgunverð".
TJm tíma var stjórnmáladeilan bæði
heit og hávær milli þessara tveggja
flokka. Verkamennirnir skiftust og
fylgdi sinn hlutinn hverjum flokki.
Verkamennirnir sem vildu fá „nóga
vinnu" áttu oft i handalögmáli við
hina sem vildu fá „ókeypis morg-
unverð". Stundum urðu fríverzl-
unarmenn í meiri hluta á þinginu
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 69
Blağsíğa 69
Blağsíğa 70
Blağsíğa 70