Dagsbrún


Dagsbrún - 09.07.1918, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 09.07.1918, Blaðsíða 2
70 DAGSBRÚN og afnámu innflutningstolla, en það breytti engu eða litlu að því er dýrtíð snerti. „Ókeypis morgun- verður" — hvað sem það átti annars að þýða — varð aldrei að veruleik. Stundum aftur á móti urðu verndarmenn ofaná, en aldrei komu þeir í veg fyrir vandræði þau er af atvinnuleysi stöfuðu, né heldur hækkuðu þeir kaupgjöld. fannig hélt þessi stjórnarfarslegi skrípaleikur áfram til hagsmuna fyrir vinnuveitendur og auðmanna- stéttirnar — þangað til 1890. Það ár komst verkamannaflokkurinn að þeirri niðurstöðu að kjör þeirra færu versnandi ár frá ári. Stórhópur daglaunamanna vann 60 klukkustundir á viku og aðrir unnu 72 klukkustundir fyrir svo lágt kaupgjald að þeir gátu með naumindum dregið fram lífið. Margar atvinnutegundir voru óstöð- ugar, og þeim fjölgaði óðum sem enga atvinnu höfðu. Iðnaðarmenn sem í félagsskap voru töldu nú tíma tii kominn að segja: „Hing- að og ekki lengra", og krefjast hærra kaupgjalds og styttri vinsnu- tíma. Þessar kröfur fyrirlitu vinnu- veitendur og virtu verkamenn ekki svars. Yerkamennirnir ákváðu þá að hætta vinnu og alment verk- fall varð um alla Ástralíu og Nýja Sjáland. Yerkfallið stóð yfir svo mánuðum skifti. Meðan á því stóð fór sendinefnd frá verkfallsmönn- um á fund forsætisráðherrans í Sydney og bað hann um vinnu handa nokkrum verkfallsmönnum sem voru svo fátækir að konur þeirra og böm voru að dauða kom- in af hungri. Forsætisráðherrann neitaði að verða við þessari bón. Þegar hann var spurður hvað sveltandi menn, konur og börn ættu að borða, svaraði hann að það gæti farið út í haga og étið gras. Nokkrum vikum síðar reyndu verkveitendur &ð fá vinnuna unna af verkfallsbrjótum, en verkfalls- nftnnum tókst að varna því. Þá snéru verkveitendur sér til stjórn- arinnar og beiddust lögregluvarnar fyrir verkfallsbrjótana. Forsætisráð- herrann varð við beiðni þeirra taf- arlaust; fékk hann stóra hópa af sorium auðugra landeigenda, sem sérstaka lögreglu, fékk þeim hesta til reiðar og byssur og barefli til árása. Þessir sérstöku lögreglu- menn voru sendir í allar áttir þar sem verkfall hafði verið gert, og var þeim skipað að sundra öllum fundum verkfallsmanna og vernda það sem stjórnin nefndi frjálst en láta óspart ganga bareflin til þess að rota verkfallsmennina. Þetta at- hæfi var lofað af báðum stjórn- málaflokkum jafnt. Með dýrslegu grimdaræði ráku þessir sérstöku lögreglumenn verk- fallsmennina til vinnu sinnar aftur með langtum verri kjörum en áður. (Frh.) Freyr. Nr. 3—4. Innihald: Dýrtíðarhugleiðingar (eftir Sig. Sig- urðsson alþm.). Skýrslur um smá- býli (eftir sama). Búskaparhugleið- ingar. Fóðurforðamálið í Ásahreppi (eftir Þorst. Bárðarson). Reynzlan er ólygnust (Páll Zóp.). „Sjálfstjórn“ reisir höfuðið í bæjarstjórninni. Það verð ég að segja að það er okkur til stórrar skammar, borgurum þessa bæjar, hvað illa eru sóttir fundir bæjarstjórnarinn- ar, og hvað illa við yfirleitt fylgj- umst með í málefnum bæjarins. Ekki sízt var fundurinn sem hald- inn var núna í vikunni þess verð- ur að fleiri hefðu verið á honum en þessir 10 eða 12, sem þangað komu, til þess að hlusta á umræð- urnar. Það skeði sem sé það ein- kennilega á fundinum að „Sjálf- stjórn" reisti þar höfuðið. Ef menn eru búnir að gleyma hvað „Sjálf- stjórn" er, þá er eins gott að minna menn á að það er félagið sem stofnað var í vetur af höfð- ingjunum hér í Reykjavík til þess að vinna á móti því að verklýð- urinn næði of miklum áhrifum á stjórn bæjarins. Hingað til hefir, að því er mér finst, borið fremur lítið á „Sjálfatjórn" í bæjarstjórn- inni þar til að hún nú sýndi sig. Eins og menn ef til vill muna, var staðan sem hafnargjaldkeri veitt fyrir nokkru Sigurjóni Jóns- syni af ísafirði. Staðan hafði verið auglýst og höfðu sótt um hana eítthvað 10—12 menn. Hver þeirra hafi verið hæfastur til starfans skal ósagt látið, en margir þeirra voru mjög hæfir menn. Sigurjón fékk stöðuna og má vel vera að hann hafi verið til hennar hæfur engu síður en nokkur hinna, en óhætt mun að fullyrða að það sem mestu hafi ráðið hafi verið persónulegur kunningsskapur við æðstu menn „Sjálfstjórnar", og honum hafi fyrirfram verið ætluð staðan, þó hún væri auglýst. í umsókn Sigurjóns voru laun ekki tiltekin, en borgarstjóri gat þess þegar hann las umsóknina upp á bæjarstj-fundi, að sér væri kunn- ugt um að hann mundi sætta sig við þau laun er hafnarnefnd hafði sett, og sem hann í sömu ræðu gat að væru 2400 krónur og dýr- tíðaruppbót, eða alls hátt á fjórða þúsund krónur á ári. Þetta er nú formáli þess sem gerðist á fund- inum. En það var að hafnarnefnd hafði samþykt, samkvæmt umsókn Sigurjóns Jónssonar* að veita hon- um launahækkun, og greiða hon- um sömu laun og hafnarfógeta. Hvílíkur skrípaleikur þetta er, bæði með þá sem sóttu um gjaldkera- stöðuna í vetur, og borgara bæj- arins yfirleitt hlýtur hverjum manni að vera augljóst, og að starfið sé meira en við var búist nær engri átt, því þegar bærinn veitir gjald- kerastöðu með launum sem eru samtals um það bil helmingi meiri en þau sem margur vel hæfur skrifari eða verzlunarmaður hér í bænum sættir sig við, þá er ekki blöðum um það að fletta, að það er ætlast til þess að maðurinn sem stöðuna fær gefi sig við henni allur, en ekki að hann hafi hana í hjáverkum. Þegar kom að þess- um lið í fundargerð hafnarnefndar, ,? sögðu bæði forseti (Sighvatur banka- stjóri) og borgarstjóri, að það þyrfti ekki að bera hann upp, af því það væri hafnarnefnd sem réði þessu máli, og átti svoleiðis að lauma málinu í gegnum bæjarstjórn, í von um að fulltrúarnir væru sof- andi. En jafnaðarmennirnir tveir sem töluðu, sögðu að það kæmi ekki til mála að bæjarstjórn stæði ekki yfir hafnarnefnd, og sögðust mundu greiða atkvæði á móti allri hafnarnefndarfundargerðinni efþessi liður yrði ekki borinn upp. En hvað skeður þá? Liðurinn er borinn upp, og þar með viður- kenna þeir borgarstjóri og forseti að þeir hafi verið að fara með rangindi, og fyrir þeim sem á horfðu leit það út sem rangindi móti betri vitund. En nú kemur rúsínan. Þegar liðurinn er borinn upp þá er öllum bæjarfulltrúunum orð- ið svo ljóst hve svívirðilegur hann er að enginn greiðir atkvæði með honum nema borgarstjóri, en jafn- aðarmennirnir greiddu atkvæði á móti (4 atkv.). Bað borgarstjóri þá um nafnakall, og kom þá bezta skemtunin, en það var að sjá hvernig bæjarfulltrúarnir af „Sjálf- stjórnar“-listanum alveg „skít- pligtugir" fylgdu borgarstjóra við nafnakallið, þó þeir sætu við fyrri atkvæðagreiðsluna, og má sann- arlega vera annað en gaman að vera þannig neyddur til þess að greiða atkvæði móti betri vitund, ekki sízt undir kringumstæðum eins og þessupi, þegar það er aug- Ijóst hverjum manni sem á horfir. Atkvæðagreiðslan fór þannig fram: Nei sögðu jafnaðarmennirnir: Þorvarður Þorvarðsson Ólafur Friðriksson Ágúst Jósefsson Jón Baldvinsson ennfremur Bríet Bjarnhéðinsd. (sem einnig hélt ræðu á móti þessu). Já sögðu: Borgarstjóri • Sighvatur bankastjóri og þessir bæjarfulltrúar af „Sjálí' stjórnar “ -listanum: Lára Inga Lárusdótiir Guðm. Ásbjarnarson Jón ÓlaJsson Það voru þannig greidd jafn- mörg atkvæði með og móti, og þar meö féll samþykt hafnarnefnd* ar um launahækkunina. Jörundur Brynjólfsson, Kristjáí Guðmundsson, Sveinn BjörnssoD voru ekki á fundi. Sig. Jónsson og Jón Þorláksson eru ekki í borg- inni. Viðstaddur. Rafmagnsstöð við Elliðaár. Þeir verkfræðingarnir, Guðni- Hlíðdal og Jón Þorláksson, hafa nýlega lokið við áætlun þá um rafmagnsstöð við Elliðaár, er þeim hafði verið falið. Settu þeir upp fyrir það verk 7580 krónur. Eftir áætlun þessari er ráðgert að byggja 1000 hestafla stöð á móts við Hátún, og er hún áætl- uð að kosta l3/4 mil., króna. Með 250 þús. kr. kostnaði má stækka stöðina um 500 hestöfl, þannig, að 1500 hestafla stöð kosti 2 milj. kr. Stöð þessa má alls auka upp í 2100 hestöfl, en samtals er nú gert ráð fyrir að megi ná 6000 hest- öflum úr Elliðaánum með því að stífla Elliðavatn og láta vatnið safnast fyrir þar, og í Rauðavatni, en þangað þyrfti þá að veita án- um. Yrði alt vatnsafl ánna notað yrði önnur aflstöð bygð ofan til við Árbæ. Prentsmiðjan Gutenberg. Hringur soldánsins. 162 »Ónei«, svaraði Borgar, »leiðinlegt var það nú ekki. En samt verður gaman að fara héðan. Svo höfum við líka fréttir að segja — við Elísa erum trúlofuð.« »Á svei, ég vissi að það var ekki svo vitlaust að láta ykkur i friði«, hrópaði frú Ragsdale himinlifandi. ENDIR. *

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.