Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagsbrún

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Dagsbrún

						DAGSBRÚN E^
GEFIO ÓT AF ALÞÝÐUFLOKKNUM
BLAD JAFNAÐARMANNA
RITSTJÓRI OG ÁBYRGBARMABUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON
30. tbl., 4.
Reykjavik, laugardaginn 13. júli.
1918.
Ályktunin.
Ályktun sú um sambands-
málid, sem birt var í síðasta
blaði »Dagsbrúnar« hefir vakið
töluverða eftirtekt, eins og við
var að búast. Munu allir þeir
sem óska að samningar takist,
vera ánægðir með þá skoðun,
sem þar er látin i ljósi. Hins-
vegar eru aftur á móti þeir,
sem ekki vilja að samningar
takist mjög óánægðir með að
kveðið sé upp úr með skoð-
anir, sem eru þannig að allir
skynugir menn hljóta að fall-
ast á þær.
Það er skiljanlegt að þeir
sem árum saman hafa beinlínis
lifað á sjálfstæðisgaspri, sé illa
við að samkomulag verði við
Dani. Hvað verður þá um at-
vinnu þeirra og bitlingana?
Það er einnig skiljanlegt að þeir
sem hingað til hafa notað stór-
yrði um sjálfstæði landsins og
forn réttindi, til þess að bæla
niður með þeim áhugann fyrir
réttmætum kröfumverkamanna
og annarar alþýðu, sé bölvan-
lega við að orð af viti heyrist
í deilunni við Dani. Þeir vita
að það getur orðið til þess að
þeirri deilu ljúki áður en varir,
og hvað hafa þeir þá til þess
að þvæla með réttmætar kröf-
ur verkamanna, sem undan-
farin ár hefir verið haldið niðri
með sjálfstæðisþvælu?
Það þarf vai'la að furða sig
á þvi, þó að þeir, sem ekki
vilja samninga, reýni að telja
almenningi trú um að ályktun
Alþýðuflokksins hafi orðið til
þess að spilla fyrir samningun-
um, en þeir vara sig ekki á
þvi að alþýðan er ekki svo fá-
fróð að þeim góðu herrum sem
enga samninga vilja, takist að
úthveria þannig málinu, þvi
hver og einn sem les ályktuuina
með athygli sér að hún er til
stuðnings þeim fylstu kröfum
snm hœgt er að gera, án þess
að fara úl i öjgar. Hún er þess
vegna líka högg í kollinn á
þeim, sem enga samninga vilja,
og kveður nei við skilnaði (sem
annars hlýtur að draga að)
svo framarlega sem Danir vilji
viðurkenna okkur sem jafn
réttháa og lála okkur fá flaggið.
Samsæti var Hallbimi Hall-
biini Halldórssyni, prentara í
tíutenberg, haldið þ. 3. þ. m. Til-
efnið var 30. fæðingardagur hans.
í samsætinu tóku aðallega þátt
ritstjórar og prentarar.
fæðingjarétlurinn.
í grein í blaðinu »Visir« er
talað um undanhald og afslátt
í tilefni af þvi að Alþýðuflokk-
urinn vill að fæðingjarétturinn
verði sameiginlegur fyrir ís-
lendinga og Dani. í greininni,
sem er skammaþvæla af hinni
alþektu Vísis-tegund, stendur
ekki eitt orð um sjálft málefn-
ið, sem sé um fæðingjaréttinn,
heldur tómur óhróður um leið-
andi menn Alþýðuflokksins.
Það er mjög svo skiljanlegt
að »Vísir« varist að skrifa um
sjálft malefnið, af þeirri mjög
svo einföldu ástæðu að hver
sem athugar málið, hlýtur að
komast að þeirri niðurstöðu að
það séu íslnndingar sem hafi
mestan hag af sameiginlegum
fœðingjarétti. Skal nú sýnt fram
á að svo er. En fyrst skal geta
þess, að dagblaðið »Fréttir«
(pólitiskur ritstjóri þess er
Bjarni frá Vogi) sér sér ekki fært
að koma með sjálfstæða grein
um málið, heldur legst á póli-
tiskan ná Einars Benediktsson-
ar, og reynir að vekja þar upp
þann draug, sem timinn og
reynslan heflr fyrir löngu kveð-
ið niður, að okkur íslending-
um standi hætta af atvinnu-
rekstri Dana hér á landi. Þetta
um hættuna er af þvi stafi að
Danir eigi áfram rétt til þess
að veiða á sömn slóðutn og
Islendingar, eða skrafið um að
»hleypa Dönum i landhelgis-
fiskimiðin« lætur aðeins illa í
eyrum þeim sem ekkert þekkja
til. Því hvaða landhelgisveiði
er verið að'tala um? Botnvörpu-
veiðar eru öllum bannaðar,
innlendum og útlendum, innan
landhelgislínunnar. Eru það þá
herpinótarveiðarnar? Ónei, ekki
geta það heldur verið þær,
því allír vita að Norðmenn og
Sviar fara allra ferða sinna í
þvi efni á Siglufirði. Ef þá
langar til þess að veiða innan
landhelginnar, þá eru þeir ekki
i vandræðum með það. Peir
fá bara einhvern sfálfstœðis-
manninn til þess að gerast ieppur
fyrir sig.
Fyrir tíu eða tólf árum bjugg-
ust menn ef til vill við því að
Danir færu að reka fiskiveiðar
í stórum stíl hér við land, en
engum dettur víst í hug nú að
þeir fari að gera það. En þó
aldrei nema svo yrði, þá Hgg-
ur Danmörk svo langt frá
fiskimiðunum íslenzku að þeir
gastu ekki rekið veiðarnar það-
an; veiðarnar yrðu að rekast
héðan af landi, og mundu verða
til þess að auka atvinnu verka-
fólks, og það mundu vera einu
sýnilegu áhrifin.1)
Nei, fyrir danska auðmenn
hefir það tiltölulega litla þýð-
ingu hvort fæðingjarétturinn er
sameiginlegur eða ekki, þvi það
munu alíaf verða nógir lslend-
ingar til taks, til þess að vera
leppar fyrir þá. Aftur á móti
er það eitt af því sem harðast
hefir oft og einatt komið niður
á verkamönnum, að menn hafa
ekki óhindraðan rétt til þess
að dvelja i hvaða landi sem er,
og hefir það óspart verið not-
að að vísa þeim verkamönn-
um úr landi, sem ekki höfðu
fæðingjarétt, ef þeir létu bera
á sér sem talsmenn jafnaðar-
stefnunnar eða verkamanna-
félaga. Þess vegna er það
áhugamál jafnaðarmanna all-
staðar, að það sé enginn sér-
stakur fæðingjaréttur til, eða
að rikisborgari úr einu landi
njóti sömu réttinda í öðru
landi, og því ættu' íslenzkir
jafnaðarmenn að taka aðra af-
st'öðu í þessu máli, þar sem
þelta á engan hátt getur skað-
að Island?
En nú kemur að þvi sem er
aðalatriði málsins. Það er al-
ment álitið, að nauðsynlegt sé i
fyrir alla handiðnamenh að
ferðast tíí þess að fullnuma
sig i iðn sinni, sjá nýjar að-
ferðir o. s. frv. Áreiðanlegt er
að engum ríður meira á þessu
en Islendingum, og eins er
hitt líka víst, að íslenzkir iðn-
aðarmenn þurfa að fara til út-
landa, til þess að geta séð sig
um i iðn sinni, svo að ráði
sé, og þá er það ekki þýðing-
arlaust að það sé að minsta
kosti eitt land, sem þeir geta
farið til og dvalið i, án þess að
eiga á hættu að verða visað
úr landi fyrir litlar eða engar
sakir, eins og ávalt á sér stað
með þá verkamenn sem eitt-
hvað láta á sér bera sem jafn-
aðarmenn eða forustumenn
jafnaðarmanna.
1) Annars er dálitið einkennilegt, að
Bjarni frá Vogi skuli í því máli, sem
að nafninu til er það að vernda
náttúrúgæði íslands fyrir útlending-
um, bera fyrir sig þann manninn,
sem ötulast ailra íslendinga hefir
unnið að þvi að koma íslenzkum
fossum  í  hendur erlendra manna.
DAG8BRÚN
kemur út á laugardögum, og er að
jafnaði 4 slður aðra vikuna en 2 hina.
Árg. kostar 3,00. kr. ogborgist fyrir-
fram.
Afgreiðsla og innheimta á Frakka-
stíg 12.
Umhugsunarefni.
------      (Frh.)
Eftir þenna ósigur voru verka-
mennirnir hugsjúkir og vonlausir.
Nú virtust engar líkur til þess að
mögulegt yrði að bæta kjör þeirra.
Samt sem áður náðu þeir sér eftir
nokkrar vikur; þeir héldu með sér
fund og ræddu mál sín. Á þessum
fundi komu menn sér saman um
það að stjórnin sem verkamenn-
irnir hetðu stutt til valda hefði
níðst á verkfallsmönnunum; það
var einnig samþykt í einu hljóði
að hvorki frjálslyndir menn né
afturhalds, hvorki fríverzlunarmenn
né verndarmenn mundu nokkru
sinni verða verkafólkinu að liði.
Stefna allra þessara flokka, fundu
menn að var sú að haga löggjöf-
inni auðvaldinu í hag og halda
verkalýðnum í ánauð. Fundurinn
ályktaði að til þess að vernda rétt
sinn, væri enginn annar kostur en
að stofna sinu eiginn stjórnmála-
flokk, og koma þeirri stefnu í fram-
kvæmd sem veitti þeim vald til
eignar og starfrækslu iðnaðarssofn-
ana.
Árið 1891 fóru fram almennar
kosningar, og hinn nýi verkamanna-
flokkur valdi nokkra menn sem
þingmannsefni fyrir sina hönd. Á
meðan á kosningabaráttunni stóð,
voru þingmenn verkamannaflokks-
ins beittir allskonar ójöfnuði og
vanvirðu af verkveitendum og
auðvaldinu og blöðunum. Þeir voru
kallaðir siðJeysingjar, uppreistar-
menn, landráðamenn og afhrak
veraldar. Þeir voru kærðir um að
vilja eyðileggja kirkju og trúarlíf.
Þessar ástæðulausu ákærur höfðu
tilætluð áhrif; fjöldi þúsunda af
sjálfum verkamönnum létu afvega
leiðast og eitra huga sinn á móti
sinum eigin þingmannsefnum.
En þrátt fyrir alla mótstöðu,
voru sex þingmenn kosnir úr flokki
verkamannanna. Þeir sóttu hvern
einasta þingfund meðan kjörtím-
inn stóð yflr og sýndu að þeir
stóðu fyllilega jafnfætis hverjum
sex mönnum á þinginu.
Þegar aðrar kosningar fóru fram
eftir myndun hins nýja verka-
mannaflokks, voru enn þá fleiri
þingmannsefni valin úr þeirra
flokki, og komust þá helmingi
fleiri á þing, og eftir þiiðju kosn-
ingar voru þeir orðnir svo fjöl-
mennir að þeir réðu stefnum og
úrslitum mála í þinginu. Á þenna
hátt gátu þeir dregið allskonar
völd úr höndum hinna flokkanna
og komið fram ýmsum breyting-
um til bóta.
Eftir fjórðu kosningarnar urðu
verkamenn svo sterkir að þeir
neyddu frjálsverzlunarmenn, toll-
verndunarmenn,  framsóknarmenn
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 71
Blağsíğa 71
Blağsíğa 72
Blağsíğa 72