Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagsbrún

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Dagsbrún

						E=3 DAGSBRÚN
GEFIÐ ÚT AF ALPÝÐUFLOKKNUM
BLAÐ JAFNAÐARMANNA
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON
34. tbl., 4.
Reykjavlk, laugardaginn 10. ágúst.
1918.
IIIjls og lieinili.
Á síðasta fundi fátækranefndar
var rætt hvort tiltækilegt væri að
senda nokkrar fjölskyldur, sem fá
sveitarstyrk, heim til framfærzlu-
sveitar sinnar, til þess með því
að rýma lítilsháttar til í bænum,
og þannig fá lausar nokkrar íbúðir
handa hinum mörgu húsnæðislausu
fjölskyldum. Ekki var tekin nein
ákvörðun um þetta, og varla verð-
ur hún tekin. Því þó vel geti kom-
ið til rnála að senda heim á sveit
sina einhleypa menn, sem aðeiös
eru búnir að vera hér stutt, enga
eiga hér að, og því eru betur
komnir farnir úr bænum, þá er
mannúðin, sem betur fer, það langt
komin í höfuðborg hins ístenzka
ríkis, að í álvöru tala menn ekki
um að senda heim til framfærzlu-
sveitar sinnar, fjölskyldumenn, sem
eru búnir að vera hér svo árum
skiftir, og eiga hér alla kunningja
sína, en þekkja orðið enga heima
í fæðingarhreppi sínum — að ekki
sé minst á konuna, sem máske
heflr aldrei komið í fæðingarhrepp
mannsins.
En um leið og þetta mál vekur
enn á ný eftirtekt allra hugsandi
borgara á hinni miklu húsnæðis-
neyð, dettur manni ósjálfrátt í hug
hvort Reykjavíkurborg geti ekki
með þeim hundrað þúsund króna
tilkostnaði, er hún árlega ver til
fátækraframleiðslu, látið fólkinu,
er styrksins nýtur, líða betur en
nú.
Að gamalmennahæli þurfl að
koma upp áður en langt um líð-
ur, og að sömuleiðis þurfl hæli
fyrir munaðarlaus börn, þau, er
bærinn á að sjá fyrir, mun flest-
um ljóst, því bersýnilegt er, hve
óheppilegt er að þurfa að hola
gamalmennum og umkomulausum
börnum niður, þar, sem bezt gegnir,
og skal það ekki frekar gert að
umtalsefni hór.
En höfundur þessarar greinar
minnist þess að hafa lesið í út-
lendu tím&riti, að fátækrastjórnin
í borginni Pósen (í Austur-Þýzka-
landi) hafl útvegað þurfalingum
sínum smábletti, til ræktunar
(hverri fjölskyldu um 500 ferálnir),
og að þetta hafl geflst svo vel að
styrkur hafl getað lækkað að mun
til allra; til sumra horflð alveg.
Ekki er ólíklegt að líka aðferð
'toætti hafa hér, og að ýmsir af
Þeirn fjölskyldumönnum sem þiggja
aí sveit, þyrftu á minna að halda,
6^a að minsta kosti hefðu betra,
e£ beim væri lánuð dálítil skák
af lfwidi, 0g þeim hjálpað í fyrstu
W Þess að gera hana þannig, að
teir gætu ráðið við að rækta hana
*&  mestu  í  frístundum,  ásamt
skylduliði sinu. Á slíkum blettum
ættu menn að geta ræktað alt það
sem fjölskyldan þyrfti af kartöflum,
rófum o. þ. h. Auk þess ætti dá-
lítið að vera fyrir gras (og ef til
vill fóðurrófur), svo menn gætu
haft 1 eða 2 geitur, eða part í
kú (tveir eða fleiri kú saman).
í sambandi við þetta má at-
huga, hvort ekki væri ráð að bæta
úr nokkri bráðustu húsnæðisekl-
unni, með því að byggja nokkra
góða torfbæi, utan við kaupstað-
arlóðina. Mórgum kann að Þykja
það lítil framför að snúa aftur til
torfbæjanna, og engin bæjarprýði
að þeim, þó þeir séu ekki í sjálf-
um bænum. En um það má nú
deila, hvort fallegra er, timbur-
kassarnir, eins og þeir nú líka eru
margir húshjallarnir hór í Beykja-
vík, eða íslenzkur bær. Aðallega
virðist eiga að líta á hvort só
hollara, og getur þá lítill vafl leik-
ið á því, að baðstofa, sem bygð
er með hæfllegu tilliti til heilsu-
fræðinnar, er ólíkt bæði hollari og
skemtilegri en fjöldinn af þeim
kjallara- og þakherbergja-íbúðum,
er almenningur hór, verður að gera
sér að góðu nú á tímum.
Þó einstaka borinn og barn-
fæddur kaupstaðarbúi kunni að
hafa skömm á torfbæjum, þá er
svo mikill hluti af bæjarmönnum
alinn upp á sveitabæjum, að lík-
indi eru til að eigi allfáir af þeim
fjölskyldumönnum, sem fásveitar-
styrk, vildu heldur taka þann kost-
inn, sem hór er bent á, með þeim
hlunnindum er því geta fylgt,
heldur en búa við það er bærinn
nú býður þeim. Og sjálfsagt gæti
þetta orðið til þess, að margur,
sem nú hefir orðið fótaskortur,
fjárhagslega sóð, vegna dýrtíðar
annars vegar, og ómegðar hins-
vegar, geti komið fyrir sig fótun-
um aftur.
En ef gott er fyrir þurfamann-
inn að geta átt heima fyrir utan
sjálfan bæinn, og ræktað þar land
í hjáverkum, þá er það engu síð-
ur heppilegt fyrir aðra fjölskyldu-
menn, einkum verkamenn með
mikinn hóp barna. Spurningin verð-
ur þá hvort ekki sé rétt að bær-
inn hjálpaði öllum sem vildu (á
einhvern þann hátt að það þyrfti
ekki að valda neinum réttinda-
missi) til þess að fá hæfilega stór-
an blett, og ef til vill líka til þess
að einhverju leyti að koma hon-
um í rækt og byggja þar bæ.
jíf' þetta verður framkvæmt —
en hvort það verður, ætti aðallega
að vera komið undir því hvort
fjölskyldumenn og aðrir íbúar
borgarinnar kæra sig um að fá
svona bletti og bústaði — ætti
það að framkvæmast eftir fyrir-
fram lögðu „plani". Bæirnir ættu
t. d. að standa í röð svo hægara
verði að gera veg heim að þeim,
og auðveldara að leggja þangað
vatnsleiðslu, ef hverfi það, er þann-
ig yrði bygt, væri svo nálægt ein-
hverri aðalæð vatnsleiðslunnar, að
tilraekilegt væri að það hefði vatns-
leiðslu.                    %
Líklegast mætti fá stað fyrir
50—100 býla hverfi, stundarfjórð-
ungs til hálftíma gang frá mið-
bænum. En nokkuð fer það auð-
vitað eftir því hvað hver blettur
yrði hafður stór. Ekki skal sagt
neitt ákveðið um það hér, hver
mundi heppilegust stærð blettanna.
Þeir eiga ekki að vera stærri en
það, að mennirnir geti sjálfir rækt-
að þá með skylduliði sínu, og þó
jafnframt stundað aðra atvinnu
sína eftir sem áður. Hinsvegar
mega þeir heldur ekki vera um of
litlir; nokkur hluti þeirra á að
vera fyrir garðrækt, og nokkur
hluti fyrir túnblett. Ef til vill væri
hálf önnur dagslátta hæfileg stærð
(sama stærð og Austurvöllur). Vera
má og, að betra væri að hafa blett-
ina misstóra, þar eð það mun
nokkuð misjafnt hvað hver fjöl-
skylda getur komist yflr með
góðu móti.
Yfirleitt virðist sem að bærinn
hafi haft stórskaða af því hvernig
hann hefir látið af hendi lönd á
erfðafestu; þau hafa orðið gróða-
brallsefni einstakra manna í stað
þess að bærinn hefði einn átt að
græða alt það sem löndin stigu í
verði við það að breytast í bygg-
ingarlóðir. Og það sem óviðkunn-
anlegra er, er að það eru aðallega
menn sem efni höfðu fyrir, sem
grætt hafa á því hvernig Kvík hefir
svo að segja gefið lönd sín. Sé
nokkurntíma vit í því að láta lönd
á erfðafestu, þá er það þegar um
slíka bletti er að ræða, sem hér
hefir verið minst á. Enda mætti
með því að ákveða fyrirfram, fyrir
hvaða verð bærinn ætti forkaups-
rétt að þeim, koma í veg fyrir
alla „spekulation".
Aðalatriðið í þessu máli er auð-
vitað ekki að menn byggi torfbæi;
þeir sem vilja og geta, gætu auð-
vitað bygt úr steini eða timbri,
en líkindi eru til þess að það væru
fáir eða engir er það gætu nú.
Hinsvegar eru torfbæirnir vel fær
leið. Eftir áætlun sem gerð hefir
verið af manni, sem áhuga hefir
á því að verkamenn byggi sór
torfbæi, til þess á þann hátt að
bæta úr húsaskortinum (Pétur
Guðmundsson) mundi baðstoía, sem
væri 6X3V« metrar (9 álnir á
annan veginn en 51/* al. á hinn),
innanmáls, og öll þiljuð innan,
kosta uppkomin 2000 kr. Væri
bygt annað húa til, lítið eitt stærra,
með rúmgóðu eldhúsi, anddyri og
geymslu, mundi slíkur bær kosta
tæpar fjögur þúsund krónur.
Skósmíðaverkstæði bæjarins.
Fátækranefndin hefir tekið á-
kvörðun um að bærinn setji upp
skósmíðaverkstæði nú bráðlega.
Bærinn hefir í mörg ár haft veð
fyrir fátækrastyrk í ýmsum vélum
fyrir slíkt verkstæði, þar á meðal
vél til þess að trénegla sóla undir
stível, og önnur til þess að sauma
þá undir. Vélar þessar hafa í nokk-
ur ár legið gleymdar og í birðu-
leysi. En nú er búið að safna
þeim öllum á einn stað, og búið
að þrífa þær til. Ýmislegt smávegis
sem vantað hefir til þeirra, er
sumpart búið að fá, en sumpart
húið að fá loforð fyrir, svo nokk-
urnveginn má telja víst að verk-
stæðið geti fljótlega tekið til starfa.
Ætlast er til að það taki skó til
viðgerðar fyrir almenning, og er
vonandi að þetta verði til þess að
skóviðgerðir hækki ekki úr því
sem er, enda er verðið komið langt
upp fyrir það, sem almenningur
hefir ráð á að borga.
Verkstæðið verður á Laugavegi
17, og verður forstjóri þess Jón
Stefánsson skósmiður.
„Atvinna og orðheldni".
í Morgunblaðinu er í dag grein
með þessari fyrirsögn, og er hún
einkennileg að ýmsu leyti.
Greinarhöfundurinn, sem nefnir
sig S. og líklegast er einhver efna-
maður hér í bænum, kemur með
hina margupptugðu fjarstæðu Jóns
Þorlákssonar um að ekki sé um
neina sérstaka þröng að ræða hjá
verkalýð bæjarins, og að hann
hafi miklu meira fé með höndum
nú fram yflr óhjákvæmileg útgjöld,
heldur en átti sér stað fyrir stríð-
ið. Þetta er svo mikil fjarstæða
og jafnframt svo illgirnislegt í garð
verkamanna, að furðu sætir, ekki
sízt þar sem greinarhöfundur jafn-
framt talar um að verkamönnum
hafl „tekist að skrúfa kaupgjaldið
upp fyllilega á móts við það, sem
lífsnauðsynjar hafa stigið í verði",
sem hlýtur að vera skrifað móti
betri vitund, þar sem fjöldi blaða
er nýbúinn að birta skýrslur Hag-
stofunnar um það að meðaltal af
hækkun 63 tegunda af nauðsynja-
vörum, er Hagstofan hefir rann-
sakað, só yfir 300°/,. Það er því
ekki nokkur vafi a því að kaupið
sem verkamenn fá er alt of lágt,
miðað við að verkamenn eigi ekki
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 79
Blağsíğa 79
Blağsíğa 80
Blağsíğa 80