Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagsbrún

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Dagsbrún

						80
DAGSBRÚN
að hafa lakara nií en fyrir ófrið,
þar sem verð nauðsynjanna hefir
ferfaldast, en vinnukaupið hefir
ekki nema liðlega tvöfaldast síðan
fyrir stríð. Ættu verkamenn að
hafa ekki lakar fyrir vinnu sína
nú en fyrir stríð, ætti kaupið að
vera minst 1 kr. 25 aurar, til 1
kr. 40 um tímann.
Höfundur talar mikið um það
hvað illa sé unnið, og getur satt
verið að misjafnlega só það gert.
Trúlegt er, að einhverjum léti
betur að vera vandlátur um þetta
en greinarhöfundinum, sem líkleg-
ast hefir aldrei unnið líkamsvinnu.
En um vinnuna er það að segja,
að með þeim löngu vinnustund-
um er tíðkast hér, endist enginn
til að vinna stanzlaust. Þegar þetta
er athugað, mun ekki annað verða
sagt en að þolanlega sé unnið, þar
sem verkstjórn er góð, en langt
er frá því að hún só það alstaðar,
enda þarf aðra hæfileika til þess
að vera góður verkstjóri en þá
að vera stór uppá sig við undir-
mennina, en svo er að sjá, sem
sumir atvinnuiekendurnir meti þá
eiginleika mest hjá verkstjórum
sínum.
íslenzk gaskol.
Gasstöð Reykjavíkur hefir nýlega
gert tilraunir með að brenna gas
út Stálfjallskolum. Gas fékst að
vísu úr kolum þessum, en ekki
nema rúmur þriðjungur þess sem
fæst úr góðum gaskolum, og sindr-
ið (koksið) einskis nýtt.
Kol úr Dufansdal, sem reynd
voru í fyrravor í gasstöðinni reynd-
ust óhæf til gasframleiðslu.
AUnngi
verður kallað saman 2. septem-
ber, aðallega til þess að samþykkja
sambandslagafrumvarpið.
Almenningseldhúsið.
Borgarssjóra hefir borist sím-
skeyti frá Khöfn þess efnis, að
hægt sé að útvega þar áhöld fyrir
almenningseldhús, öll þau er mat-
argerðinni viðvíkur, og að útflutn-
ingsleyfi fáist & þeim.
Rabbítar.
Ég hefi heyrt íslendinga, sem
af útlendum málum aðeins kunna
Dönsku, kalla rabbítana kanínur,
og í ensk-íslenzku orðabókinni,
sem ég hefi hér fyrir framan mig,
er enska orðið rábbit lagt út kan-
ína. En þetta er engin útlegging,
heldur er danskt orð sett fyrir
enskt. En nú finst mér að orðið
rabbítur lýsi betur því litla, en
þarfa húsdýri, sem það táknar, en
danska orðið, og þess vegna viðhef
ég hið enska orð hér. En vilji ein-
hver heldur kalla rabbítana kan-
inur þá geri hann svo vel, mér
er hjartanlega sama hvert orðið
verður ofaná í Islenzkunni, þ. e.
a. s. ef rabbítarækt kemst hér á.
En þangað til það verður, er ég
staðráðinn í því að kalla rabbítana
aldrei annað en rabbíta.
Ég ætlast ekki til þess að menn
verði svona 1, 2, 3, útlærðir í
rabbítarækt á því að lesa grein
þessa, heldur er tilgangurinn að-
eins að vekja eftirtekt manna á
því, 1) að til eru húsdýr sem heita
rabbítar, 2) að það er gaman að
því að hafa rabbítarækt, 3) að það
er mjög arðsamt að hafa hana
þegar maður passar hana vel á)
að verkamenn erlendis reka mjög
mikla rabbítarækt og hafa góðar
aukatekjur af því, 5) að ekkert
virðist því tii fyrirstöðu að rabb-
ítaræktin gefi jafngóðan árangur
hér eins og erlendis þegar menn
hafa fengið reynslu í henni.
2. sambandsþing
Alþýðusambands íslands verður sett í Reykjavík sunnudaginn
27. október næstkomandi. Tími og fundarhús verður auglýst
síðar.
Skv. 9. gr. laga Alþýðusambandsins eiga félög þau, sem i
sambandinu eru rétt á að kjósa 1 fulltrúa fyrir hverja 100 fél-
agsmenn, eða brot úr hundraði, og einn fyrir félagið.
Reykjavík, 27. júli 1918.
Jón Baldvinsson,
p. t. forseti.
Guðm. Davíðsson.
Rabbíturinn er náskyldur hér-
anum, og svo líkur í útliti, að
ókunnugir þekkja þá ekki að. Lifn-
aðarhættirnir eru þó nokkuð ólíkir,
því hérinn fæðir unga sína alhærða
á bera jörðina, en rabbíturinn
grefur sér holu (ef hann fær það),
og fæðir þar í sína unga, jafnbera
og börn mannanna eru nýfædd.
Þó iabbítar lifi nú víða viltir í
suðlægari löndum álfunnar, áttu
þeir upprunalega ekki heima í
Norðurálfu, heldur voru þeir fluttir
þangað, eins og hreindýrin hingað
til íslands. Það voru munkar sem
fyrstir byrjuðu á rabbítarækt. Nátt-
úrufræðin stóð ekki á háu stigi
þá, og af því kjöfc rabbitanna er
ljósleitt, álitu munkarnir sem byrj-
uðu á ræktinni, að rabbítarnir
væru nokkurskonar flskar sem al-
veg væri óhætt að borða á föst-
unni, enda skil ég ekki að skap-
aranum hafl ekki staðið alveg á
sama. Ég þori ekki að hafa þessa
grein lengri, en ætla að skrifa
aðra seinna.
Babbítavinur.
Þetta og hitt.
Skógarnir í Algier. Skógarnir
í  Algier  (á  norðurströnd Afríku)
þekja eigi minna en 7 milj. ekra.
Af þeim eru nær 5 milj. ekra op-
inber eign, er gáfu af sér árlega
(fyrir stríð) um 28/4 milj. kr. Frakk-
land á Algier síðan 1830, en áður
var það tyrkneskt skattland. Þeir
voru frá Algier Tyrkirnir svoköll-
uðu, er rændu hér.
1072 milj. hestafla til samans,
hafa allar vélar er vinna að iðn-
aði í Englandi og Skotlandi. Af
þessu er 180 þús. hestöfl vatnsafl,
eða liðl. l1/^ hundraðshluti.
Grasafræðl íslands. í vor kom
út hjá J. Weldon & Co. í London:
The Botany of lceland Part II
(Pag 347 til 675) eftir L. K. Ros-
envinge og E. Warming. Verð 5V2
shilling.
Vínarborg sparaði á einu ári
(1916) 158 milj. teningsmetra af
gasi, með því að flýta klukkunni
yfir sumartímann (frá 1. maí—
30. sept.).
DAGSBRÚN
kemur út á laugardögum, og er að
jafnaði 4 síður aðra vikuná en 2 hina.
Arg. kostar 3,00. kr. og borgist fyrir-
fram.
Afgreiðsla og ýinheimta á Frakka-
stíg 12.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Purpurarauði kjóllinn,
hún einmitt hafa nóg til að borga fjóra
dollarana, sem eftir stæðu. Og svo kæmi
frídagur og nýr kjóll — hvað hefir heim-
urinn betra að bjóða?
Bachmann gamli, eigandi Býílugnabúss-
ins, hélt verkafólki sínu altaf þakkar-
gerðardag. Og svo var hann vanur, sér-
hvern af hinum næstkomandi 364 dög-
um, að sunnudögum undanteknum, að
minna það á gleðskap liðnu veizlunnar
og næstkomandi veizlu, og hvatti það
þannig til meiri áhuga á iðju sinni. Borð-
að var í pakkhúsinu við langt borð í
miðju herberginu. Umbúðapappír var
hengdur fyrir gluggana út að götunni;
kalkúnar og annað matarkyns var borið
inn um bakdyrnar frá matsöluhúsi á
horninu. Býflugnabúið var ekki neitt ný-
tízku vöruhús. Það var ekki stærra en
svo, að maður gat nærri því kallað það
búðarholu; maður gat gengið inn, verið
afgreiddur og farið út aftur. Og á þakk-
argerðardaginn var Mr. Bamsay altaf
vanur —
Hver skollinn! Hann hefði ég átt að
nefna fyrst. Hann er þýðingarmeiri held-
ur en purpuri eða grænn litur og jafnvel
heldur en rauð berjasósa.
Mr. Bamsay var yfir-skrifarinn; og
hvað mig snertir, þá er ég alveg á hans
bandi. Hann kleip stúlkurnar aldrei í
handlegginn, þegar hann mætti þeim í
dimmum hornum pakkhússins; og þegar
hann sagði þeim sögur, þegar dauflegt
var við vinnuna og stúlkurnar ílissuðu
og fussuðu, þá meintu þær þó ekkert
með þvi. Auk þess að Mr. Bamsay var
allra mesti öðlingur, þá var hann líka
skrítinn og frumlegur. Hann hafði kreddu-
fullar heilbrigðisskoðanir og hélt þvi fram,
að fólk ætti aldrei að éta nokkuð, er
það hefði gott af. Hann var alveg á móti
því að nokkrum manni liði vel, og að
fólk færi inn, þegar hríð væri, eða notaði
skóhlífar, eða lyf og dekraði við sig á
^nokkurn hátt. Stúlkurnar tíu í vöruhús-
inu dreymdi allar um það á hverri nóttu,
að þær yrðu frú Bamsay. Því næsta ár
ætlaði Bachmann gamli að gera hann að
félaga sínum. Og sérhver þeirra vissi að
ef hún krækti í hann, þá skyldi hún vera
búin að sparka burt þessum kreddufullu
heilbrigðiskenningum hans, áður en brúð-
kaupskökumeltingunni væri lokið.
Mr. Bamsay var siðameistari við borð-
haldið. Tveir ítalar voru altaf fengnir til
að spila á fiðlu, og svo var dansað.
Og hér voru nú tveir kjólar, sem áttu
að töfra Mr. Bamsay — annar purpura-
rauður og hinn rauður. Náttúrlega höfðu
átta stúlkurnar hinar líka sína kjóla, en
á þeim var ekki mark takandi. Sjálfsagt
yrðu þær i einhverjum svörtum pilsum
og blússubleðlum — en engu eins ljóm-
andi og purpura og rauðu.
Grace hafði líka sparað saman nokkra
aura. Hun ætlaði að kaupa sinn kjól til-
búinn. Til hvers á maður að vera að
basla við skraddara, þegar maður er þann-
ig vaxinn, að auðvelt er að fá sér mátu-
leg föt — tilbúin föt eru ætluð fullkomn-
um líkama — en ég verð að láta taka
úr þeim um mittið, því flestir eru svo
mittisbreiðir.
Kvöldið fyrir þakkargerðardaginn var
komið. Maida flýlti sér heim, himinlif-
andi af tilhugsuninni til morgundagsins.
Hugsanir hennar snerust um purpura,
en sjálfar voru þær hvítar — hin kata
hrifni æskunnar fyrir skemtunum, sem
æskan verður að hafa eða visna að öðr-
um kosti. Hún vissi að purpuri myndi
klæða sig og — í þúsundasta skiftið reyndi
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 79
Blağsíğa 79
Blağsíğa 80
Blağsíğa 80