Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagsbrún

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Dagsbrún

						DAGSBRÚN
BLAÐ JAFNAÐARMANNA
GEFIB ÚT AF ALPÝÐUFLOKKNCM
,  RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐDR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON
38. tbl., 4.
Reykjavlk, laugardaginn 14. september.
1918.
framjaraborgir.
Hvað er framfaraborg? Frá sjón-
armiði jafnaðarmanns er það sú
borg, sem mest gerir til þess að
láta sem flestum íbúum sínum
líða vel. Hér skal sagt frá nokkr-
um slíkum borgum, og fyrirtækj-
um sem bæjarstjórnir þeirra hafa
látið setja á stofn.
Bndapest, höfuðborg Ungverjja-
lands. Sökum' þess hve sveitalýður
þyrptist inn til borganna, steig
húsaleiga mjög í þessariborg. Bæjar-
stjórnin ákvað þá að verja 63 milj.
austr. króna til þess að byggja
fyrir fjölda verkamannabústaða
með eins og tvegja herbergja, íbúð-
um (með sameiginlegu baðherbergi
á hverri hæð). Þar eð ómögulegt
var að byggja nógu mörg hús, er
dygðu til langframa, nógu fljótt,
var reistur fjöldi bráðabirgðahúsa
úr timbri. Leigan var sett 4°/o af
því sem lóðin kostaði, en 6% af
því sem ^byggingarnar kostuðu.
Var leigan með þessu móti frá
fjórða parti og alt að helmingi
(25—50%,) ódýrari í þessum bygg-
ingum en í jafngóðum íbúðum er
voru í eigu einstakra manna,
Fyxir einhleypa menn var bygt
svonefnt „Almennings hótel" er
kostaði 8 milj. króna; það er með
440 svefnherbergjum, stórum borð-
stofum, lestrarsölum, bókasafni,
baðklefum, þvottahúsi, sótthreins-
unarstöð, bráðabirgða-spítala og
lyfjabúð. Herbergið kostar 45 aura
um sólarhringinn, en að tiltölu
lítið eitt ódýrar fyrir vikuna (um
2 kr. 70 aur.). Hótel þetta er langt
frá því að vera góðgerðafyrirtæki,
því verðíð er miðað við það að
það beri sig.
Ennfremur hefir verið varið um
435 þús. kr. ttl þess að byggja
fyrir það gistihús sem býður ódýr-
ari gistingu, og hefir það rúm fyrir
150 karla og 30 kvenmenn; og á
daginn tekur það að sér alt að
150 börn, og sér um þau meðan
mæður þeirra eru í vinnu.
Ódýr fæða er engu síður nauð-
synleg en ódýrt húsnæði. Með það
fyrir augum hefir bæjarstjórnin
sett á stofn brauðgerðarhús, sem
búin eru til í 15 þús. brauð á dag,
eru þau seld í útsölum um alla
borgina, sem sömuleiðis eru rekn-
ar af bæjarfélaginu. Brauðgerðin
og útsölurnar hafa orðið til þess
aö verð á brauðum hefir lækkað
um fjórða part (25%)-
Bæjarfélagið hefir einnig komið
upp 15 kjötsölubúðum, og var
varið til þess 360 þús. krónum.
Þó búðir þessar leggi 5—6% á
vðrumar umfram kostnað (tilþess
að gera öðrum sem selja þessar
voiur ekki ómögulogt að liía) haía
þær samt orðið til þess að
verðið á vörum þeim sem þær
selja hefir lækkað að mun, en það
eru auk allskonar kjöts — þar með
talið hrossakjöt1) — alifuglar, egg
og smjör.
Diisseldorf, Borg þessi, sem er
í Þýzkalandi við Rínfljót, er fræg
orðin fyrir með hve mikilli fyrir-
hyggju hún hefir verið bygð, þ. e.
eftir fyrhfram ákveðnu „plani"
eins og enska gróðrarborgin Letch-
worth. Dú3seldorf er einnig gróðr-
arborg, og nær hún yfir stærra
svæði en sjálf Berlínarborg, þó hún
hafi ekki nema 360 þús. íbúa (en
það eru helmingi fleiri en hún
hafði 1895). Svo frámunalega vel
hefir borg þessi verið „planlögð",
að hún nú á síðustu 15 árum
er orðin ein af fegurstu borgum
álfunnar, og jafnframt er hún
orðin ein af mestu iðnaðarborgum
Þýzkalands. Viðmegingötunastanda
forkunnar fagrar byggingar, og
eru þær flestar opinber eign, svo
sem ráðhúsið, pósthúsið, söng-
leikahöllin, málverkasafnið, gripa-
safnið og fleiri byggingar, þar með
talið hótel eitt mikið, er stendur
fyrir enda þessarar götu. Bæjarfé-
lagið á höfnina, sem er einhver
hin stærsta við Rínarfljót, útbúin
með tækjum af nýjustu gerð, vél-
um knúðum af vatnsþrýstingu og
rafmagni. Bærinn heldur sérstakan
háskóla fyrir þá sem ætla að ger-
ast starfsmenn hans, og er þar
kend allskonar stjórn í bæjarins
þágu. Bærinn rekur gasstöðvar og
rafmagnsstöðvar og vatnsleiðslur.
Hann á rafmagnssporvagna er
ganga um borgina, og auk þess
meirihlutann af hlutabréfum fólags,
er heldur uppi sporvagnasambandi
við nálægar borgir. Bærinn kaupir
og selur lönd og lóðir „til þess að
reyna að halda aftur af óeðlilegri
hækkun á lóðaverði", og samtals
á hann um 2500 ekrur af bygg-
ingarlóðum. Bærinn hefir bygt og
byggir almennar íbúðir, af ýmsri
gerð, og leigir út, Hann rekur
sparisjóð, og handveðslánsstofnun
(„pantlánarabúð") sem auðvelt er
að fá lán í gegn lágri rentu. Hann
hefir löfræðisstofu, sem er til 6-
keypis afnota; hann á mörg
sjúkrahús og heilsuhæli, og heldur
fjölda lækna, sem veita ókeypis
læknishjálp. Auk leikhúss og söng-
leikahallar, á bærinn hljómleika-
höll, með áföstum gildaskálum og
kaffihúsum; hann heldur fyrsta
flokks orkestra, sem í eru 60 menn
og framúrskarandi forstjóri. Bær-
inn á sláturhúa og stóra gripa-
garða,  stjörnuathugunarturn  og
dýragarð, og auk þess alt það sem
borgir sem fylgjast með tímanum
eru vanar að eiga og reka.
Skuldir Diisseldorf eru liðlega
100 miljónir, en arðberandi eignir
um 135 miljónir, svo þær geta
eigi einungis borgað rentur og af-
borganir, heldur einnig tekið dá-
lítið af byrðinni, sem annars þyrfti
að leggja á skattgreiðendur. Árang-
urinn af öllum þessum gerðum
bæjarstjórnarinnar er að Diissel-
dorf er orðin miðstöð verzlunar,
lista og mentUnar, og ein af þeim
borgum í álfunni, er ferðamenn
fýsir mest að sjá.      (Meira.)
1) Notkun þess fðr mjög i vöxt við
það að monn fengu greiðari aðgang að
því að fá það.
Hlutverk ríkisins
fyr, ognú.
Fyrir hundrað árum var álitið
að hlutverk ríkis væri aðallega
það tvent, að verja þegnana og
eigur þeirra fyrir árásum utan að,
svo og fyrir innlendum óróaseggj-
um, það er: halda uppi lögum og
reglu í ríkinu. Þá var sagt að sú
stjórn sem stjórnaði minst, væri
bezt. Yfirleitt átti ríkið eftir þeirra
tíma skoðun ekkert að skifta sér
af innra lífl ríkisins, nema að
vernda eignarréttinn, og hefna
áverka, er einn þegninn veitti öðr-
um. Og um fram alt átti ríkið
ekki að skifta sér af atvinnurekstri
einstaklinganna. Það var líka álitið
að ýmsar eignir sem ríkið til þess
tíma átti, væru betur komnar í
höndum einstakra manna, t. d.
skógar, og er nú sumstaðar á Norð-
urlöndum þar sem fagrir skógar
voru í eigu ríkisins fyiir liðlega
öld, ekki annað en blásið land, af
því þeir hafa verið seldir mönnum
sem ekki hugsuðu um annað en
að hafa sem mest upp úr þeim á
skemstum tíma.
Það kom brátt í Ijós að ófært var
annað en að ríkið setti ýmsar
skorður við því að þeir ríku gætu
mergsogið þá fátæku — sama
hvort þeir gerðu það af hugsunar-
leysi eða ágirnd. Reynslan sýndi
einnig að nauðsynlegt var að ríkið
örvaði framleiðsluna með ýmsum
ívilnunum, einkum ef um nýjar
atvinnugreinar var að ræða, eða
nýjar aðferðir í gömlum.
Fram að árinu 1914 var þó það
sem ríkin blönduðu sér í atvinnu-
rekstur einstaklinganna tiltölulega
lítið, og gat í mesta lagi bætt úr
verstu göllunum — lengra var
ekki hægt að komast af því al-
staðar voru fulltrúar auðvaldsins
í meirihluta. En stríðið gerði
snögga breytingu á þessu, og það
rættist fljótt sem Georg Brandes
apáði í upphafi styrjaldarinnar: að
hún mundi styrkja kenningar jafn-
aðarmanna, af því ríkin mundu
neyðast til þess að skifta sér meira
af framleiðslunni en þau hefðu áð-
ur gert. í flestum löndum sitja
fulltrúar auðvaldsins ennþá við
stjórn, en hafa þó orðið að láta
ríkið bianda sér í allskonar við-
skifti einstaklinganna, svo sem
setja hámarksverð á vörur, og
ákveða hvað mikið megi selja
hverjum (seðlaúthlutun) o. s. frv.
Og þeir hafa neyðst til þess að
ganga langtum lengra en þetta:
láta ríkið taka að sér stórfengleg
verzlunar- og framleiðslufyrirtæki.
En þeir hafa ekki gert það í sama
tilgangi og jafnaðarmenn vilja gera
það: til þess að sem flestum geti
liðið vel, heldur til þess að halda
við ríkinu, að það liði ekki undir
lok og þar með vald þeirra sjálfra.
Hér á íslandi höfum við jafnan
síðan við fengum sjálfstjórn á ný,
verið langt á eftir nágrannalönd-
unum, hvað innri löggjöf snertir,
og er það sérstaklega áberandi þeg-
ar það sem gert hefir verið í hin-
um norrænu löndunum til þess að
bæta úr dýrtíðinni fyrir mönnum
er borið saman við aðgerðaleysið
i þeim efnum hér.
Hafmagnsstöð við Elliðaár.
Það hefir fyr verið minst á
áætlun þá er verkfræðingarnir Jón
Þorláksson og Guðm, Hlíðdal hafa
gert fyrir bæinn. Áætlunin hefir
nú verið prentuð, svo nú er hægt
að glöggva sig betur á henni, en
meðan ekki var til af henni nema
eitt eintak.
Þar eð fallhæð ánna frá Elliða-
vatni er á tveim stöðum með all-
löngu millibili er lagt til að hún
sé notuð í tvennu lagi. Sé önnur
stöðin sett við Ártún, og vatnið
tekið inn í þrýstipípur rétt fyrir
ofan Ávbæjarhólma, en þar á að
gera stíflu í ána og mynda með
því inntökuþró. Er ætlast til að í
stöð þessari verði tvær vélasam-
stæður hvor fyrir 500 hestöfl (véla-
samstæður, þ. e. túrbína sem vatn-
ið snýr, og vél sem aftur er snúin
af túrbínunni, en sú vél framleiðir
rafmagnið).
Þessar tvær 500 hestafla sam-
stæður eiga að framleiða samtals
750 nothæf hestöfl. Aflstöð þessi
er miðuð við minsta vatnsmagn
ánna, sem er áætlað 2x/2 tenings-
metri á sekúndu. Með því að hækka
stíflugarðinn um tvo metra, og
jafnframt gera jafnháa stíflu í eystri
(eða réttara syðri) farveginum, sem
vatnið annars ekki er látið renna
um, má safna öllu vatni, sem renn*
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 87
Blağsíğa 87
Blağsíğa 88
Blağsíğa 88
Blağsíğa 89
Blağsíğa 89
Blağsíğa 90
Blağsíğa 90