Dagsbrún


Dagsbrún - 14.09.1918, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 14.09.1918, Blaðsíða 2
88 DAGSBRÖN ur þann hluta sólarhringsins, sem stöðin ekki starfar, og má þá bæta við einni 1000 hestafla samstæðu, svo stöðin geti framleitt alls 1500 nothæf hestöfl. Aflstöðin með 750 noth. hestöflum á að kosta eftir áætlun verkfræðinganna 1 milj. 767 þíis. krónur. Er verð á efni og vinnu miðað við það sem það er nú. Afl þessarar stöðvar má enn auka, m. a. með því að gera Ell- iðavatn og Rauðavatn að safn- þróm fyrir vatnið. Verður það gert með því að stífla árnar við hólinn Skygnir, sem er neðan við Eiliða- vatnsengjarnar. Stíflan á að vera það há að vatnið hækki um hér um bil tvo metra í Elliðavatni, og hér um bil það dýpi verði á Elliðavatnsengjum. Skurð á að gera frá ánni Bugðu eftir svonefndri Markgróf í Rauðavatn, en annan skurð á að gera úr Rauðavatni, austan við veginn, en úr þeim skurði á vatnið að ganga í pípum niður að aflstöð no. 2, sem á að standa um 8/4 km- fyrir ofan Ár- bæ, eða þar sem áin beygir móti suðri. Með þessu fyrirkomulagi rennur alt vatnið gegnum Rauða- vatn en gamli farvegurinn verður þur frá Skygni og niður að afl- stöðinni. í nefndarálitinu segir að til mála geti komið að veita öllu vatninu gegnum Rauðavatn, og niður í Grafarvog; við það vinst að ná má með hægu móti allri fallhæðinni í einu lagi; er bráðabirgðaáætlun um hvað það muni kosta væntanleg næstu daga. Eftir þeirri skýrslu sem hr. Jón Þorláksson gaf á síðasta bæjarstjórn- arfundi eyðir gaslampi er ber 50 kerta birtu, 55 litrum af gasi á kíukkustund, og kostar það með því verði sem nú er á þessu ijós- meti 10 aura. Með 60 aura verði á steinolíulítra verður steinolíuljós er ber 50 kerta birtu (þ. e. um 30 lína lampi) sömuleiðis 10 aur- ar um tímann. í þriðja lagi er rafmagn framleitt með olíumótor- um selt nú hér í bænum á alt að 1 kr. 50 aur. kw., og verður 50 kerta rafljós með því verði 10 aurar um tímann. Eftir áætluninni á hin áætlaða stöð að geta borið sig með því að selja rafmagnið til ljósa 'fyrir verð er svarar 1 eyrir um tímann fyrir 50 kerta raf- lampa. Vafalaust er það rétt tekið íram hjá hr. J. Þ. að hvorki stein- olía né gas getur nokkru sinni orðið ódýrara ijósraeti en rafmagn úr Elliðaánum. Væri ekki um ann- að vatnsafl að ræða, en Elliðaárn- ar, gæti hvert barnið séð hvað gera ætti: byrja að byggja stöð fyr í dag en á morgun. En málið er töluvert flóknara þegar athugað er rafmagnið úr Sogsfossunum hlýtur að verða töluvert ódýrara (hingað komið). En spurningin er þá: verður ekki svo langt að bíða þess að við fáum rafmagn þaðan að það borgi sig samt að gera aflstöð við Elliðaárnar? Þetta er mál sem sannarlega þarf vel að athuga, en að draga lengi að taka ákvörðun þýðir samt lítið; málin eru sjaidnast betur athuguð þó þau séu dregin á langinn. JlÆjölkurleysið # heflr ágerst mjög hér í borginni eftir því sem á hefir liðið sumarið. Fyrripart júlímán. var seld sam- tals í mjólkurbúðunum um 121/* þús. lítrar á viku, auk þess sem fluttist til bæjarins utan búðanna, en seinni hluta júlí, var mjólkin í mjólkurbúðunum orðin aðeins 10l/2 þús. litrar á viku. í ágúst- mán. hefir mjólkin verið stöðugt þverrandi, þar til hún í siðustu viku mánaðarins var komin niður í 8228 lítra samtals í öllum bæn- um (þar af 7700 lítrar í mjólkur- búðunum, en 528 utan þeirra). Mjólkurmagnið ætti því að vera 1175 lítrar á dag, en er það ekki altaf, þareð mjólkin kemur mjög óreglulega til bæjarins. Mjög misjafnlega hefir mælst fyrir ráðstöfun bæjarstjórnarinnar, sem bannar alla mjólkursölu í bænum, nema eftir seðlum, sem úthlutaðir eru eftir fyrirskipun bæjarstj. (nema eftir að þörfinni eftir seðlum er fullnægt). Það er skiljanlegt að þeim sem nóga mjólk fengu áður, fyrir vinfengi við mjólk- ursalana, gremjist að fá nú enga mjólk. Almenningur hlýtur þó að líta öðruvísi á málið, þ. e. þannig, að sjálfsagt sé að skifta þeirri litlu mjólk, er til bæjarins flyzt, milli barna og sjúklinga er hennar þurfa me3t við. Læknafélagið hefir skilið svo vel köllun sína, að það hefir tekið að sér að sjá um, að ekki séu aðrir látnir fá vottorð um að þeir séu mjólkurþurfar, en þeir sem verulega þarfnast hennar, og má ganga að því alveg vísu, að það sé næg trygging fyrir því að eigi verði mjólkurseðlar látnir til þeirra sem ekki eiga skilið að fá þá. Alls hafa verið gefnir úr 1290 mjólkurseðlar er samtals hljóða upp á 10471/* lítra af mjólk. Seðl- arnir eru gefnir handa 390 börn- um yngri en 2 ára, en 300 börn- um eldri en það. Hitt er gefið handa fullorðnum sjúklingum. Húsnæðiseklan. Hinn setti borgarstjóri, hr. Ólaf- ur Lárusson, skýrði á síðasta bæjarstjórnarfundi frá því, hvaða árangur skýrslusöfnunin um hús- næðisleysið hefði borið, en svo sem lesendur þessa blaðs rekur minni til, var samþykt á næst- síðasta fundi bæjarstj. að safna skýrslum þessum, og greiddu þá tveir bæjarfulltrúar atkvæði á móti þó ótrúlegt megi virðast. Alls höfðu 94 komið á skrif- stofu borgarstjóra, og gefið sig fram, sem húsnæðislausir. Yoru það 85 fjölskyldumenn en 9 ein- hleypir, alls 362 manns, en af því var aftur 162 börn innan 14 ára. Af þessum fjölda voru 33 fjölskyld- ur og 3 einhleypir, samtals 128 manns (þar af 51 barn) álveg hús- næðislaust — hefir fengið að hýr- ast yfir sumarið á stöðum sem eru alófærir mannabústaðir. Tuttugu og fjórum fjölskyldum hefir verið sagt upp, og búast við að þær þurfi að flytja. Ennfremur eru 32 fjölskyldur, sem ekki teljp. sér væit í íbúðum þeim, er þær hafa, ýmist fyrir það hvað íbúð- irnar eru slæmar, eða þá að það vantar eldfæri í þær e. þ. h. Af þessum mörgu fjölskyldum eru aðeins þrjár sem flutt hafa hingað á þessu sumri. Skýrslur þessar sýna Ijóslega hve afskaplega mikil er vöntun á íbúðum hér í bænum, ekki sízt þar sem vitanlegt er, að margir, sem eru húsnæðislausir, hafa álitið að það mundi að litlu gagni koma, að gefa sig fram, og því ekki gert það. Að hér þurfi eitthvað til bragðs að taka er bersýnilegt, þó auðvit- að þurfi lengri tíma en hér getur verið um að ræða til þess að bæta varanlega úr íbúðaleysinu. Bæjar- stjórnin kaus þriggja manna nefnd í málið, og hlutu kosningu í hana auk borgarstjóra, Jón Baldvinsson og Ágúst Jósefsson. Blóðið. Ekki er ráð nema í tima sé tekið. — Þess vegna datt mér í hug að minnast á blóðið, því inn- an skamms byrjar slátrun sauð- fénaðar hér í bæ. Oft hefir verið á það minst, að mikið fari af blóði til ónýtis við slátrun í slát- urhúsinu, en við hve mikil rök það hefir að styðjast, er mér ekki kunnugt, en þó mun það hafa verið nokkuð. Sé þetta svo, þá má slíkt ekki koma fyrir á þessum neyðarinnar tímum, því enn mun vera rúg- mjöl til, og því sjálfsagt að hag- nýta blóðið til manneldis. Blóð- mör hefir þótt og þykir enn kjarn- góð fæða, og hann heflr þann kost, að lítill vandi er að geyma hann óskemdan svo mánuðum skiftir. Ennfremur er hann handhægur til matargerðar, bæði kaldur sem ofanálag á brauð og heitur með rófustöppu eða kartöflum, o. s. frv. Hversu mikla áherzlu aðrar þjóðir leggja á það, að blóðið ónýtist ekki, má marka á því, að Danir hafa sett hjá sér nefnd, í Khöfn, sem þeir kalla „Blóðnefnd", og formaður þeirrar nefndar er ekki ómerkilegri maður en Mar- strand fyrv. borgarstjóri. Þessi nefnd á að sjá um að ekkert af blóði sláturfénaðar fari forgörðum, en sé notað til manneldis nú í dýitíðinni. Það væri því ekki óviðeigandi, að einhver af hinum mörgu nefnd- um, sem hér eru settar lýðnum til bjargar, kynti sér þetta ræki- lega, og kæmi sem fyrst með til- lögur um hagnýting blóðsins. Þar sem kjötverð er enn yfir krónu pundið, og engin vitneskja fengin um gangverð þess síðar, en verður þó líklega ekki lægra en í fyrra, eru allar horfur á að almenningur geti lítið keypt, af því, vegna peningaskorts sem staf- ar af undangenginni dýrtíð og at- vinnuleysi. Afleiðing af minni kjöt- og sláturkaupum bæði hér og annarsstaðar, t. d. Borgarnesi, verður sú, að meira verður „skop- ið niður“ heldur en undanfarið meðan menn höfðu eitthvað að kaupa fyrir. Nefnd þessi ætti að sjá um, að blóð og innmatur úr öllu því fé, sem slátrað er til útflutnings og ísgeymslu, verði hagnýtt svo vel, að ekki fari neitt til ónýtis. Við megum ekki við því. Og svo vel þekki ég forstjóra Sláturfélagsins og íshússins, að þeir mundu bregðast vel við þessu og gefa upplýsingar og leiðbeiningar þær, sem nefndin þyrfti á að halda. Ég býst nú við. að mörgum þyki að bæjarstjórn séu þegar fengin í hendur ærið mörg verk- efni vegna dýrtíðarinnar og ann- ars, og virðist mér því kominn tími til að athuga, hvort ekki væri rétt að gera breytingu á starfi dýrtíðarnefndar bæjarstjórnar, t. d. að hún hefði sérstaka skrifstofu, eins og bjargráðanefndin, eða að þær tvær nefndir störfðuðu meira saman en hingað til heflr verið. En liváð sem því líður, þá verð- ur að sjá um, að þau efni sem nothæf eru til matgerðar, fari ekki til ónýtis fyrir hugsunarleysi og handvömm. Ég lifl þó í þeirri von, að þetta verði athugað, og framkvæmt ef hægt er. B. Orímsson. Nýjasta Bio, Guðm. Éiríkss kaupm. hefir far- ið fram á að fá að byggja nýtt kvikmyndahús, er jafnframt væri leikhús bæjarins. Málinu var, af kurteisi, vísað til fjárhagsnefndar. Ekki getur komið til mála að leyfa fleiri kvikmyndahús í eigu ein- stakra manna, heldur á bærinn að eiga, ef þeim verður fjölgað. Til stendur að Nýja Bio flytji bráðlega, og þarf til þess nýtt leyfl. Það leyfi á ekki að veita nema skýrt sé ákveðið að bærinn geti eftir nokkur (fá) ár tekið kvik- myndahúsið og rekstur þess, fyrir það sem húsið og áhöldin eru virði eftir óvilhallra manna mati. Fisksalau. Svo sem áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hefir maður nefndur Jón Gollin, farið fram á að fá lóð við höfnina undir flsk- söluhús. Bæjarstjórn hafði vísað málinu til hafnarnefndar, en hún treysti sér ekki til þess að eiga við það, og lagði til að bæjarstjórn kysi 3ja manna nefnd i málið. Yar það gert á síðasta bæjarstjórnar- fundi og hlutu kosningu heilbrigð- isfulltrúinn (Ágúst Jósefsson), Jón Ólafsson og Jón Þorláksson. mmammrn*,mmH

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.