Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagsbrún

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Dagsbrún

						DAGSBRÚN
89
Ný viðgert
harmonium
tvíraddað með 5 áttundum
til sölu með tækifærisverði.
ijljóífæraluís Rvikur.
Fréttir af Siglufírði.
Síldarvertíðin hefir gengið afar
illa, svo að þótt lítil þætti veiði
í fyrra, þá er hún miklu minni
nú, en sá var munurinn, að þá
hamlaði tíðin, en í sumar virðist
að hafa verið mjög lítið um síld,
alls munu vera veiddar c. 50 þús-
und tunnur, þar með taldir allir
veiðistaðir.
Niðurstaðan verður: stórtap hjá
mörgum útgerðarfélögum, og fólk
það, er þessa atvinnu stundar
kemur í annað sinn tómhent heim,
að minsta kosti sumt, og allir
með litla eftirtekju, svo að ekki
er glæsilegt að horfast í augu við
veturinn, ef ekki verður af því
meiri röggsemi séð fyrir atvinnu
af hálfu þess opinbera.
Það var fjöldi fólks á Siglufirði í
sumar bæði á landi og á sjó, þar
gekk alt rólega til og má segja
að það hefði verið tilfinnanlegt að
hafa þar áfengi. Bannlögin hafa
þau heillarík áhrif, sem annars-
staðar, þótt að nokkrir af þeim
„fínu"!! hafi stundum verið við
skál, auðvitað til heilsubótar fyrir
tilverknað læknisins, því aðrir
munu ekki hafa inn flutt þangað
áfengi að talið verði, og er gott
til að vita að alþýða og verkafólk
sér sinn hag og virðingu í að láta
þann ósóma'^ekki sig henda.
Nú um næstu helgi mun flest
af verkafólki koma heim, því að
þótt að nokkur skip stundi veiði
með reknet, þarf ekki nema fátt
fólk við það, annars hefir rekneta-
veiði gengið alivel nú nokkra daga.
Oramur.
2. sambandsþing
Alþýðusambands íslands verður sett í Reykjavík sunnudaginn
27. október næstkomandi.  Tími og fundarhús verður auglýst
siðar.
Skv. 9. gr. laga Alþýðusambandsins eiga félög þau, sem í
sambandinu eru rétt á að kjósa 1 fulltrúa fyrir hverja 100 fél-
agsmenn, eða brot úr hundraði, og einn fyrir félagið.
Reykjavík, 27. júlí 1918.
Jón Baldvinsson,
p. t. forseti.
Himinn og jörð.
Mosta laxaáin hér í álfu er
áin Rín. Gengur lax upp í hana
á öllum tímum ársins, en þó að-
allega á vetrin. Byrjar stórlaxinn
að ganga september og oktober, en
mest er gangan í apríl. Meðalstór
lax gengur frá maí til ágúst, en
smálaxinn er að ganga frá því í
júlí og fram á haust.
Guðm. Daviðsson.
íjvaí stríiið kostar.
1. ágúst hafði stríðið staðið í
fjögur ár. Þann dag stóð í „Hamb.
Fremdenbl." grein eftir Fab. Lan-
dau, um hvað stríðið hefði kost-
að hinar ýmsu stríðsþjóðir, og eru
tölur þær, er hér fara á eftir tekn-
ar eftir útreikningi þeirrar greinar.
Vert er að taka fram, að þó upp-
hæðir þessar séu gífurlegar, þá eru
þær aðeins það sem stríðið hefir
kostaðófriðarríkin beinlínis; allur
óbeinn kostnaður er ótalinn, svo
og alt tap, og allar skemdir, er
af stríðinu hafa hlotnast.
Samtals hefir stiíðið kostað öll
ófriðarríkin 615 milliarða 263 milj.
Jerónur. Fæstir geta gert sér í
hugarlund hvað mikið fé þetta er,
en dálitla hugmynd getur það get-
ið, að ef þessi upphæð væri til í
fimm krónu seðlum og þeir væru
nældir saman, hver við endann á
öðrum, þá næði sú halarófa vel
22 sinnum upp í tunglið, og nið-
ur á jörðina aftur.
Allir ' lifandi menn á jörðinni
,eru taldir vera 1670 míljónir. Ætti
hvert mannsbarn á jörðinni að
borga jafnan hluta af herkostnað-
inum yrði það á fjórða hundrað
krónur á mannl
Á hin einstöku lönd skiftist her-
kostnaður þessi svo sem hér segir.
Rússland        155,130 miljónir.
England         138,000-------
Þýzkaland       103,700-------
Frakkland        76,280-------
Bandaríkin        62,430-------
Austurríki     )
tt     • ,  a  \  44,480-------
Ungverjaland
ítalía
Búlgaría
Portugal
Rúmenia
Tyrkland
Serbía
Belgía
32,220------
810------
760------
580------
549------
168------
144------
19------
Montenegro           2------
Að meðaltali hefir stríðin kostað
á dag á fimta hundrað miljónir
króna, eða tæpar 18 milj. króna á
klst., en það er næstum 5 þús. kr.
á hverri sekúndu sem líður. Banda-
menn hefir stríðið kostað næstum
14 milj. kfóna á klst., en miðrík-
irr liðlega 4 milj. krónur.
Lagarfoss
kom með 400 smálestir af hveiti
og 400 smálestir af haframjöli og
iítilsháttar af bensíni, ekki þó svo
mikið að bílarnir fái neitt af því,
til þess að skrölta með á nótt-
unni — gildir einu.
Þetta og hitt.
í her Bandaríkjanna eru yfir
100 þús. Norðurlandabúa. Flestir
þeirra voru búsettir í miðrikjum
Bandaríkjanna.
Uppskera tréáraxta, (epli,
perur, plómur) er sérlega góð í
ár, í Danmörku.
Sambandslögin
eru afgreidd frá þinginu, og því
slitið.
Kaupið nú
harmonium og piano,
áður en þau stiga í verði; nokkur
biúkuð, vel viðgerð, til sölu.
Miklar birgðir af nótum,  þar á
meðal allskonar nótna-kenslbókum.
Hljóðfærahús Reykjavíkur.
Kaupendur blaðsins, sem
ekki hafa enn greitt andvirði yfir-
standandi árg., svo og þeir er
skulda fyrir eldri árg., eru vin-
samlegast beðnir að greiða það
hið fyrsta.
Prentsmiðjan  Gutenberg.
KuapmaSurinn frá Cactusborg.
5
»Við ihöfum töluvert Ijós á Broadway,
finst yður ekki, Mr. Platt?«
»Og allmikið af skuggum«, sagði Platt.
»Ég held mér lítist bezt á hestana ykkar.«
Zissbaum fylgdi honum upp 4 loft til
að sýna honum fötin.
»Biðjið Miss Asher að koma«, sagði
hann við skrifara.
Miss Asher kom og Platt fann í fyrsta
sinn snert af einhverjum dýrðarljóma.
Hann stóð grafkyr eins og granitklöpp í
Coloradogljúfrum og starði á hana gal-
opnum augum. Hún tók eftir augnaráði
hans og roðnaði lítið eilt, en þess var
ekki vant.
Miss Asher var fyrirmynd hjá Ziss-
baum & Son. Hún var ljóshærð og náði
fyllilega hinu fyrirskipaða máli. Hún
hafði verið tvö ár hjá Zissbaum og þekti
starfa sinn. Augu hennar voru björt, en
kuldaleg; og hefði hún horfst í augu við
hið ógurlega ferhki »basilisk«, þá myndi
skrimslið fyr hafa deplað augurum og
litið undan. Og hún þekti kaupendurna.
»Nú skuluð þér, Mr. Platt«, sagði Zíss-
baum, »líta á þessa ljósleitu prinsessu-
kjóla. Þeir henta ykkar loftslagi. Þenna
tyrst, Miss Asher.«
Fyrirmyndin þaut inn í og út úr
klæðaherberginu, sérhvert sinn i nýjum
kjól og varð með hverjum kjól ennþá
kuldalegri á svipinn. Hún stilti sér alveg
róleg að sjá fyrir framan kaupandann,
sem stóð grafkyr og agndofa, á meðan
Zissbaum gamli lét dæluna ganga og
þvældi viðstöðulaust um gerðina á hverj-
um kjól. Á vörum fyrirmyndarinnar var
óljóst bros, sem bar dálítinn keim af
þreytu eða fyrirlitningu.
Þegar sýningunni var lokið, virtist
Platt vera hikandi. Zissbaum var órór
og kveið því að viðskiftavinur hans
myndi reyna fyrir sér annarsstaðar. En
Platt var aðeins að skoða í huganum
hvaða hús lægju bezt í Cactusborg, og
reyndi að velja eitt handa tilvonandi
konu sinni — sem einmitt vai að íara
úr skrautlegum kvöldkjól í næsta her-
bergi.
»Gefið yður gott næði, Mr. Platt«, sagði
Zissbaum. »Hugsið yður um í nótt. Þér
munuð komast að raun um, að enginn
selur slíkar vörur fyrir sama verð. Eg
er hræddur um, að yður leiðist í New
York, Mr. Platt. Ungur maður eins og
þér — þér saknið náttúrlega samfélags
kvenna. Hvernig lízt yður á að borða til
kvöldverðar með ungri og laglegri stúlku?
Miss Asher er allra skemtilegasta stúlka;
hún mun skemta yður.«
»En hún þekkir mig ekki«, sagði Platt
undrandi. »Hún þekkir ekkert til mín.
Ætli hun vildi koma? Ég er henni ókunn-
ugur.«
»Hvort hún vill fara«, sagði Zissbaum
með uppglent augun. »Vissulega vill hún
það! Ég skal kynna ykkur. Það vill hún
áreiðanlega.«
Hann kallaði hátt á Miss Asher.
Hún kom, róleg og með dálitlum fyr-
irlitningarsvip, i hvitu blússunni og
óbrotna svarta pilsinu.
»Mr. Platt æskir þess að njóta þeirrar
ánægju að fá að borða með yður i kvöld«,
sagði Zissbaum og gekk í burtu.
»Vissulega«, sagði Miss Asher og horfði
upp í loftið. »Mér væri það sönn ánægja!
Ég bý í West Twentieth Street níu. Klukk-
an hvað?«
»Segjum klukkan sjö.«
»Gott og vel, en gerið svo vel að koma
ekki fpr. Ég bý með kenslukonu og hún
leyfir ekki karlmönnum að heimsækja
okkur í herberginu.  Við höfum  ekki
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 87
Blağsíğa 87
Blağsíğa 88
Blağsíğa 88
Blağsíğa 89
Blağsíğa 89
Blağsíğa 90
Blağsíğa 90