Dagsbrún


Dagsbrún - 12.10.1918, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 12.10.1918, Blaðsíða 2
98 DAGSBRÚN Allskonar brúkaðar bækur fást í bóbabúöinni á Laugaveg 13. Okrið á Siglufirði. Ljótt er hvernig Siglflríingar láta fara meö sig. Þó margar séu verzlanirnar á Sigluflrði er sami rassinn undir þeim öllum — sama bölvað okrið hjá þeim öllum. Sem dæmi má geta þess, að maður nokkur, sem hafði borgarabréf fór til Akureyrar fyrir nokkra menn og keypti þar landssjóðsvörur, flutti þær til Siglufjarðar og seldi þær fyrir innkaupsverð og flutnings- kostnað að viðbættum 3%. Yerðið sýndi sig þá að vera til jafnaðar % ódýrara en hjá kaupmönnunum á Siglufirði, sem því hljóta að taka 25% ágóða af landssjóðsvörunum í stað þeirra 10% sem þeim eru leyfð. Fleira gæti ég sagt „Dagsbrún" þessu líkt ef tími væri til, og mun gera það seinna. Siglfirðingnr. 19. október. Á laugardaginn kemur, á þjóðin með almennri atkvæðagreiðslu að skera úr, hvort hún viiji aðhyllast sambandslögin nýju, sem Alþingi er búið að samþykkja, og sem gera landið að frjálsu, fullválda og hlutlausu ríki þ. e. gera nýtt ríki í álfunni úr gamla ísiandi, eða hvort hún vilji heldur að ástandið haldist eins og það er, og landið verði áfram ekki annað en „óað- skiljanlegur hluti úr danska rikinu". Hvort vilja íslendingar heldur? Vigurklerkurinn og verkamennirnir. Þess hefir oft verið minst að þingið í sumar hafi verið langt og leiðinlegt og lítil hafi eftirtekjan orðið. Presturinn frá Vigur, sem illu heilli komst að við síðustu kosningar, fyrir flónsku N.-ísflrð- inga, lék í neðri deild sparsemd- armanninn — sem helzt kom fram í því að skamma stjórnina fyrir að hún á síðastliðnum vetri lét vinna hér fyrir nokkur þúsund krónur, og fyrir það forðaði mörg hundruð manns frá sárri neyð. Þessi guðsorðsflytjandi persóna beitti þeim litlu áhrifum sem hann hafði á þinginu til að koma í veg fyrir að nokkrar ráðstafanir væru gerðar til að létta undir lífs- baráttu almennings í kaupstöðum eða sjávarþorpum — enda hefir sjálfsagt ekki verið erfltt að fá bændurna á þinginu til að láta það ógert, sem gera þurfti. í þessu efni virðast þeir herrar bændur hafa heldur sljófan vilja til hjálp- ar verkamönnum eða sjómönnum. Þröngsýni þeirra er svo mikil að þeir virðast helzt vilja jafna kaup- staðina, og þá einkum Reykjavík, við jörðu og fá eitthvað af íbúum hennar fyrir matvinnunga. Það sem þeir svo ekki þurfa með af fólkinu má deyja fyrir þeim, bara ef þeir sjálfir geta rakað saman nógu fé. En það er hægara að skilja háttsemi þröngsýnna bænda sem aldir eru upp og lifa í iofti aft- urhalds og síngirni sveitabænda, sem eru svo uppfullir af margra alda hreppapólitik, að þeirra and- legi sjóndeildarhringur nær ekki lengra en út yfir hreppamörkin þegar bezt lætur. Sumir sjá alls ekki lengra en út yfir sinn eigin hlaðvarpa. Það er hægara að skilja þá en mentaðan prest, sem mörg ár hefir setið á þingi og bögglast við stjórn- mál. Virðist mestu ráða hjá hon- um hrein illmenska. Ég get ekki fengið betri sam- líking á Vigurklerkinum, en Faros hinn Egyftska í sögunni í „Frétt- um“. 0. N. Þ. Ofriðurinn. Dagsbrún flytur ekki oft útlend- ar fréttir, getur það ekki sökum þess hve lítið rúm hún hefir — því miður. Tíðindi þau, sem nú eru að ger- ast, mega þó eigi fara fram hjá án þess þeirra sé minst. Svo sem flestum lesendum blaðs- ins mun kunnugt, hófu Banda- menn svo öfluga sókn, á hlið við síðustu sókn Þjóðverja, að hinir síðarnefndu urðu að hætta sókn- inni og taka upp vörn. Síðan hefir þessari sókn Bandamanna haldið áfram, en Þjóðverjar jafnt og þétt orðið að hopa — þó ekki hraðar en það, að þeir jafnan hafa getað bjargað undan mestu liði sínu því er lifandi var, svo og einnig mestu af hergögnunum, þó mikið hafi lent í höndum óvina þeirra. Pessi sókn Bandamanna mun hafa haft örvandi áhrif á herlið þeirra á Balkanskaga, sem hefir haft aðal- stöð sína í Saloniki, og hóf það sókn gegn Búlgörum með góðum árangri. Sú sókn, og þó öllu frem- ur ófarir Þjóðverja á vesturvíg- stöðvunum, mun hafa slegið óhug miklum á þá, því forsætisráðherra þeirra samdi snöggiega við Banda- menn um yopnahlé, .án þ9SS að spyrja Ferdinand konung að. Varð það til þess að hann lagði niður konungdóm, og flúði úr landi, en Boris elzti sonur hans tók við. Hafa Búlgarar nú lagt niður vopn og eru Þjóðverjar horfnir burt úr landinu. Stjórnarskifti hafa orðið í Þýzka- Iandi og er Maximilian prins af Baden orðinn kanslari, en í stjórn- inni er meðal annara Scheidemann jafnaðarmannaforingi, og Erzberger foringi miðflokksins. Hinn nýji kanslari hefir snúið sér til Wilsons forseta, að hann kallaði saman á fund fulltrúa frá öllum ófriðarþjóðunum til þess að ræða um frið, og segir að Þjóð- verjar séu albúnir að semja frið á grundvelli þeim sem Wilson heflr tiltekið í ýmsum ræðum sínum, en aðalatriði þeirra er, að hver þjóð fái að ráða sér sjálf, og þá þar með, að Belgia og Serbia verði endurreist, og að Pólland verði sjáltstætt ríki. Wilson hefir beðið um skýringu á því hvað kanslarinn eigi við, og segir jafn- framt, að um vopnahlé geti ekki verið að ræða, nema Þjóðverjar taki þegar her sinn úr öllum her- teknum löndum. Flest bendir á að upp úr þess- um málaleitunum muni koma frið- ur — og það máske áður en varir. Kaupið nú harmomum «8 piano, áður en þau stíga í verði; nokkur brúkuð, vel viðgerð, til sölu. Miklar birgðir af nótum, þar á meðal allskonar nótna-kenslbókum. Hljóðfærahús Reykjavíkur. Kaupendur blaðsins, sem ekki hafa enn greitt andvirði yfir- standandi árg., svo og þeir er skulda fyrir eldri árg., eru vin- samlegast beðnir að greiða það hið fyrsta. Prentsmiöjan Gutenberg. Síðasta ráðið. 4 nasir hans þöndust út, og óafvitandi krept- ust hinir mögru fingur hans eins og arn- arklær, sem ætla að fara að grípa. Þessir tveir menn líktust mjög að and- litsfalli og vaxtarlagi, og þó voru þeir ákaflega ólíkir. Báðir höfðu sömu dökku augun, en í augnaráði mannsins við gluggann var ákveðni og festa, en augna- ráð hins var óákveðið og flóttalegt. Hann gat ekki staðist augnaráð hins, en átti í stöðugu stríði við sjálfan sig að gera það. Háu kinnbeinin og hvilftin fyrir neðan þau, voru eins á báðum, og þó var hvilft- in öðruvísi löguð. Hinar þunnu varir þeirra voru eins og steyptar í sama mót- inu, en varir Georgs voru þéttar og fast- ar, en Aðalsteins mjúkar og lausar — varir meinlætamannsins sem Iagst hafði í óhóf. Hann hafði líka kipring um munn- vikin. Holdafar hans var orðið skvap- kent, einkum bar á því á, hinu arnar- lega arnarnefi hans, sem eitt sinn hafði verið eins hvast eins og nefið á hinum. Aðalsteinn átti í stríði með að vera ró- legur á miðju gólfinu. Þögnin fékk á hann. Honum fanst eins og hann rugg- aði aftur og fram. Hann vætti varir sín- ar með tungunni. 5 4 »Ég fer hvergi«, sagði hann með ör- væntingarákefð. Hann varð undirleitur og fitlaði aftur við ermina sina. »Og þú ert ekki nema 26 ára, þú vesa- lings hruma gamalmenni«, sagði Georg loks. »Reiddu þig nú ekki á það, að ég sé svo hrumur«, ansaði Aðalsteinn hálf- reiðílega, og brá fyrir bardagaglampa í augum hans. »Manstu eftir þegar við syntum hálfa aðra mílu, þvert yfir sundið?« »Já — og hvað með það?« Það kom ólundarsvipur á andlit hans. »Og manstu eftir þegar við boxuðum í hlöðunni, að skólastundunum loknum?« »Ég stóð í þér.« »Stóðstu i mér!« Rödd Georgs hækk- aði snöggvast. »Þú lumbraðir á mér fjóra dagana af fimm. Þú varst helmingi sterk- ari en ég — eða þrefalt sterkari. Og nú þyrði ég ekki að henda í þig legubekks- svæfli; þú mundir böglast saman eins og visið laufblað. Það raundi drepa þig, þú vesalings hrörlega gamalmenni!« »Það þýðir ekkert fyrir þig að fara að hreyta í mig ónotum, þó ég sé búinnað 6 taka aðra ákvörðun«, mælti hinn mót, og það var eins og það væri ávæningur af grát i röddinni. Kona hans kom nú inn í herbergið, og hann horfði til hennar eins og hann skírskotaði til hénnar; en maðurinn við gluggann skrefaði snögglega fast að hon- um, og orðin eins og brutust út úr hon- um — »Þú veizt ekki hvað þú vilt sjálfur í tvær mínútur í röð! Þú ert alveg vilja- laus! Hrygglaus, skríðandi ormur ertu!« »Þú getur ekki gert mig reiðan.« Að- alsteinn brosti slóttalega og horfði hreyk- inn á konu sína. »Þú getur ekki gert mig reiðan«, endurtók hann, eins og sú hugs- un væri honum fullnægjandi. »Eg veit hvað þú vilt. Það er maginn í mér, skal ég segja þér. Kg get ekki gert við því. Það veit guð, að ég get það ekki. Er það ekki maginn í mér Mary?« Hún leit á Georg og talaði stillilega, þó hendi hennar skylfi sem hún fól í pilsfell- ingunum: »Er ekki tíminn kominn?« sagði hún blíðlega. Maður hennar snéri sér grimmúðlega að henni. »Ég fer ckki!« hrópaði hann. /

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.