Dagsbrún


Dagsbrún - 19.10.1918, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 19.10.1918, Blaðsíða 1
\lmaum bkkTI A 1-5 ¥3 ¥ I 1x1 o l i» bki l J UAuoDn U 1N L—- BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÍT AF ALPÝÐUFLOKKNDM 43. tbl., 4. Dag’urinn. í dag á þjóðin að segja já eða nei við sambandslagafrumvarpinu sem sameinað Alþingi hefir sam- þykt með 38 atkvæðum gegn tveimur. Þegar samnandslög þessi ganga í gildi (1. des.) hættir ísland að vera hluti úr danska ríkinu, en verður frá þeim degi sérstakt ríki, í sambandi við Danmörku um konung, og nokkur málefni. En það málefnasamband stendur þó ekki lengur en 22 ár, ef öðru hvoru ríkinu líkar það ekki, og eftir verð- ur þá konungssambandið eitt. Eins og kunnugt er orðið, hafa nokkrir menn risið upp til þess að andmæla lögunum, og er það ekki neitt einkennilegt, því altaf eru einhverjir á móti öllum fram- förum, og það eins þó þær séu eins augljósar og þær sem hér er um að ræða. Hitt er aftur merkilegt, að þeir menn, sem nú gera áhrifalitla tilraun til þess að fella sambands- lögin, og þar með koma í veg fyr- ir að við fáum fullveldi íslands viðurkent, og fáum fána vorn við- urkandan sem siglingafána, skuli kalla sig sjálfstæðismenn. Þessir „sjálfstæðismenn“ taka nú saman við stór-Danskinn til þess að reyna að aftra því að við fáum nú uppfyltar þær fylstu sjálf- stæðiskröíur, sem nokkru sinni hafa fram komið — að skilnaði undanteknum. En hvað vilja þá þessir menn, sem ekki vilja ganga að því sem helztu skilnaðarmenn svo sem Gísli Sveinsson, Halldór Jónasson og Guðm. Hannesson kalla hnoss fyrir íslendinga að hreppa? Ja, hvað viija þeir; það veit enginn, og áreiðanlega vita þeir margir hverjir ekki sjálfir, hvað þeir vildu láta gera, ef samn- ingnum væri hafnað. Haldið er og að fyrir sumum þessum „sjálf- stæðismönnum" vaki sú hugsun að við eigum að fjarlægjast Norð- urlönd, en nálgast eítt af þeim tveim heimsveldum er enska tungu mæla, enda er fullyrt að krónur þær sem borgaðar eru fyrir útgáfu „Einars Þveræings" (blað þessara svokölluðu „sjálfstæðismanna") séu ummyndaðir dollarar, og er engin ástæða til þess að leyna þeim orðrómi, sem gengur, að föður- landsvinur einn velþektur vestan hafs, Árni Eggertsson, kosti útgáfu blaðsins. Yonandi telja menn ekki eftir sér tímann sem til atkvæðagreiðsl- unnar fer, og sækja hana vel, þó menn geti með vissu vitað fyrir- fram hvernig hún fari. ui-mjji' i'.in'viiT- RITSTJÓRI OG ÁBYRGBARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON Reykjavik, laugardaginn 19. oktober. --- ( 1918. Bldgosið. Aukin hrossasala. framjaraborgir. Þegar síðasta blað „Ðagsbrún- ar“ var nýprentað barst sú fregn um bæinn, sem mörgum þótti ótrúleg, að Katla væri farin að gjósa. Að fregnin var sönn, mátti þó fljótlega sjá, því á suðaustur loft- inu gat að líta háan gufustrók, sem ýmist nokkuð hækkaði eða lækkaði, en oftast bar við himinn 3—4 sinnum hæira en Hengil. Þegar dimt var orðið mátti sjá að allur gosstrókurinn logaði af eld- ingum — skutust þær bæði lárétt og lóðrétt, og bæði upp og niður. Næsta dag (sunnudag) varð loftið dimt af ösku, svo ekki sá til sól- ar, og var svo dimt þegar dimm- ast var, að ekki sást nema 1—2 rastir, t. d. sást ekki úr Vonar- stræti við Tjarnar-endann suður í Grímstaðaholt. Nokkuð féll úr lofti af svartri ösku, og var vel spor- rækt þar er götur voru rakar, svo askan fauk ekki. Eftir því sem leið á daginn tók askan að minka aft- ur, og var háhiminn orðinn heiður um kvöldið. Ösku hefir þegar rignt um nær alt land, en hvergi mikið, það menn til vita. Askan er svört (blágrýtisaska) og mjög smáger; sú er fallið hefir hér í Rvík að minsta kosti. Eftir sögn Guðm. Björnsonar landlæknis sem hefir rannsakað hana, er hún óskaðleg jurtum og dýrum, að því leyti að engar eiturtegundir eru í henni, en auðvitað stórspillir hún fyrir því graslendi, enda eru þegar komn- ar fréttir um að Rangvellingar ætli að skera töluvert fleira fé en þeir áður ætluðu sér. Ekki hefir aska fallið hér í Rvík nema þenna eina dag, og er það vindstöðunni að þakka, þar eð ým- ist hefir verið norðan eða sunn- anátt, en austanveður ekki nema þenna eina dag. Þar eð eldvarp Kötlu liggur inn í Mýrdalsjökli, og er hulið ís á milli gosa, fylgja jafnan mikil jök- ulhlaup hverju gosi, og hafa þau verið að smáeyða bygðinni á lág- lendinu í kring, og hefir blómleg bygð, sem áður var á Mýrdals- sandi, sem nú er, algerlega lagst í eyði. Mestar skemdir gerði hið svonefnda Sturluhlaup 1311 er gereyddi bygðina Lágeyjarhverfi, sem eftir sögunni aðeins einn mað- ur og ungbarn, komu3t lifandi úr. Hlaup það er fylgdi þessu nú- verandi gosi, heflr að því er menn ætla, alt farið fyrir vestan fjallið ílafursey, sem er á sandinum uppi undir jökli, og hefir það hlaupið báðum megin við Hjörleifshöfða, og þar myndast af aur og jökul- ruðningi nes, sem skagar langt út í sjó. Katla er byrjuð að gjósa en ekki hætt, þó gosið hafi nú staðið í heila viku. Síðasta Kötlugosið stóð yfir í liðlega þrjár vikur, og lauk Katla sér þá af á tiltölulega stuttum tíma, því stundum hefir hún verið að gjósa í framundir ár, t. d. 1755—1756 er hún byrj- að í miðjum október hið fyrra ár, og hætti ekki fyr en í ágúst hið seinna. Gos það er nú stendur yfir er þegar búið að vinna mikið tjón með því að spilla með ösku hag- lendinu í Rangárvallasýslu og Ár- nessýslu. Þar eð nú austanátt er lang-algengasta áttin á vetrin, væri óhyggilegt að gera ekki ráð fyrir meiri skemdum í þessum sýslum en þegar eru orðnar. Eðlilega má og einkum búast við skemdum af öskufalli í héruð- um Vestur-Skaftafellssýslu, þeim er næst Kötlu liggja, Mýrdal, Álfta- veri, Skaftártungum, Meðallandi, Landbroti og Síðu, enda lögðust ekki færri en 18 jarðir í eyði eft- ir gosið 1625. En þó mest sé hættan á því að jörðin spillist hér sunnanlands, þá getur vel verið að skemdir verði einnig norðanlands, þó ör- æfin séu á milli, enda höfum við Skaftáreldanna 1783 að minnast, sem orsökuðu fjárfelli um land alt. Bersýnilegt er því að kvikfénaði ber að fækka meðan tími er til, eins mikið og unt er, og þá eink- um hestum. Hefir hr. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk bent á það í Lögréttu, að nauðsynlegt sé að flytja út fleiri hesta en þessa 1000, er Bretar hafa lofað að amast ekki við að út væru fluttir. Bendir hann á að sjálfsagt megi fá Breta til þess að skifta sér ekki af þó fleiri hestar séu fluttir út vegna breyttra kringumstæðna, og vill að tafarlaust sé talað um þetta mál við þá. Grein þessi er rituð af því Dags- brún vill eftir mætti styðja þessa tillögu, og vill bæta því við, að Bretar geta ékki sett sig á móti því að hrossaútflutningurinn verði aukinn, eins og nú er ástatt, en vel má vera að fast þurfi að knýja á dyr þeirra, enda ætti ekki að spara það, og gera það tafarlaust. Kristján konungur sendi forsætisráðherra samúðar- skeyti í tilefni af skaða þeim er hann hyggur að landið bíði af eldgosinu. ----- (Nl.) TJlm. Borg þessi sem er í Wurt- enberg í Suður-Þýzkalandi, er fræg orðin fyrir hve mikið stjórnarvöld hennnar hafa aðhafst, á síðustu 20—30 árunum, sérstaklega í þá átt að bæta kjör verklýðsins. Eins og í flestum öðrum borgum var íbúðaekla í XJlm, og gerði bæjar- stjórnin fyrstu tilraunina til þess að bæta úr því með því að byggja eitt marglyft hús fyrir starfsmenn bæj- arins. í húsinu var sameiginlegt þvottahús. Þetta var 1888. Ekki þótti þessi tilraun takast alveg, og stafaði það mest af megnu ósam- lyndi, sem kom af því, hve marg- ar fjölskyldur bjuggu á jafn tak- mörkuðu svæði. Þrem árum seinna byrjaði félag eitt, sem stofnað hafði verið, að byggja tvxbýlishús, og voru þau reist á lóðum, sem félagið keypti af bænum. Húsin voru vel gerð, og leigðust út jafn- ótt og þau voru smíðuð, en brátt hafði félagið ekki meira fé, til þess að láta byggja fyrir, svo það gat ekki nema í bili bætt úr sár- ustu neyðinni. Við þetta bættust ýmsir fjárhagserfiðleikar félagsins, og 1893 tók bærinn sjálfur að sér að gera verkmannabústaði. Féð til þess lánaði Vátryggingarfélag Wurt- enbergs, og sparisjóður Ulm-borg- ar. Húsin voru seld með afborg- unum, en svo var um hnútana búið að ekkert gróðabrall gat átt sér stað á húsunum, því bærinn hafði rétt til þess að endurkaupa þau hvenær sem er. Ef eitthvert óhapp hendir fjölskyldu sem keypt hefir hús, fæst frestur á hinni ár- legu afborgun. Bæjarfélagið selur og leigir lóðir með góðum kjörum, félögum, sparisjóðum og öðrum er byggja verkamannabústaði. Tala dáinna er töluvert lægri af hverju þúsundi í þeim borgarhluta sem bærinn hefir látið byggja, og sýnir það hve mikilvægt gott húsnæði er fyrir líf og heilsu manna. Húsabyggingar þessar höfðu í för með sér landa- og lóðakaup mikil, og hefir bærinn síðan 1891 keypt samtals um 1500 ekrur fyrir 9 milj. króna. Bærinn hefir látið nálega þriðja hluta þessa lands af hendi aftur, og nemur fé það er bærinn hefir fengið fyrir seldar lóðir, og höfuðstöllinn, er svarar til leigu þeiirar er hann fær af leigðum lóðum, jafnmikilli upphæð og þeirri sem allar 1500 ekrurnar kostuðu. Hefir borgin af þessu um 60 þús. kr. árlegar tekj- ur sem renna í bæjarsjóð, og eru skattar minni í Ulm en í nokk- urri annari borg í Wurtenberg, þó

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.