Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagsbrún

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Dagsbrún

						108
DAGSBRÚN
verið kloflnn þessi síðari stríðsár,
en kunnugir hafa jafnan sagt, að
þeir mundu renna saman í eitt,
þegar stríðið væri urn garð geng-
ið, og varð þetta fyr en menn
hugðu. Því þegar Berlín var tek-
in, komu bæði flokksbrotin sér
saman um framtíðarstefnuna, og
settu á stofn stjórn. Eru í henni
Haase, Scheidemann og Ebert, sem
er stjórnarformaður.
Jafnskjótt og þessi jafnaðar-
manna stjórn var auglýst, slotaði
uppreisninni, og gengu bæði upp-
reisnarmenn, og hinir, á hennar
vald, og viðurkendu hana sem
rétta landsstjórn, þar á meðal her-
inn og herforingjaráðið. Einn af
sonum keisarans var svo skynsam-
ur, að hann hvatti liðsforingja op-
inberlega til þess að ganga hinni
nýju stjórn á vald.
En  af  keisaranum er  það að
segja,  að  hann  var  um  þessar
mundir  í  belgisku  borginni Spa,
en þar hafði þýzka herforingjaráð-
ið  þá   aðalbækistöð   sína.   Er
sagt   að   herforingjaráðið   hafi
sagt  keisaranum  að  nú  væri
hann  aðeins  til  bölvunar,  sem
sé   aðeins   til   þess  að  egna
Bandamenn  á  móti  Þjóðverjum,
svo bezt væri fyrir Þýzkaland, að
hann segði af sér.  En hvort sem
það  nú  heflr  verið  eftir áeggjan
herforingjaráðsins eða ekki,  þá er
svo mikið víst,  að keisarinn heflr
sagt  af sér og er farinn úr landi
(til Hollands) evo Þýzkaland er áú
lýðveldi, með jafnaðarmannastjórn.
Sagt er  að Vilhjálmur fyrver-
andi kei3ari muni ekki vera lengi
í  Hollandi,  því  stjórnin  þar vill
losna  við hann af því landslýður-
inn þar fjandskapast við hann; en
hann,  og fjölskyldan,  halda til í
kastala  einum  og verndar herlið
(hollenzkt)   þau   fyrir  lýðnum.
Tengdasonur keisarans,  hertoginn
í  Braunsehiveig hefir einnig oltið
úr sessi,  og eru þjóðhöfðingjarnir
þar með  orðnir  sjö,  sem  dottið
hafa  úr  valdasessi  síðan  stríðið
byrjaði.  Má  búast  við  því  að
kóngar og aðrir þjóðhöfðingjar taki
nú unnvörpum að velfa úr hásæti,
og  er það spá vor,  að tiltölulega
stuttur  tími  verði  þangað til öll
mentalönd eru orðin lýðveldi. Enda
munu fáir harma það, því konung-
dómur er orðin úrelt stofnun nú.
Má segja að það sé viðlíka álappa-
legt  fyrif  mentaþjóðir  að  hafa
konung,  eins og sjómann í sigl-
ingum  að  vera  í  skinnsokkum.
Kóngarnir  voru  góðir  á  sínum
tíma meðan menn ekki k'unnu að
nota f ullkomnara stjórnarfyrirkomu
lag.  En  skinnsokkarnir voru líka
góðir  í  siglingum á sínum tíma,
áður en fullkomnari verjur þektust.
Þess  vegna:  Burt  með  alla
konga.  Þeir  eru leifar eldri tíma
sem  ekkert  gagn  gera,  eins og
botnlanginn, en geta eins og hann
valdið miklum sársauka og dauða,
svo sem einn góður maður komst
að orði.
€nski ræðismaðnriiiti.
Á bæjarstjórnarfundinum núna
í vikunni kom fyrir fundargerð
gasnefndar frá 3. des. 1918; hljóð-
aði fyrsti liður hennar þannig:
„Borgarstjóri K. Zimsen skýrði
frá því, að brezki ræðismaðurinn
hér, Mr. Cable, hefði tilkynt sér
að gasstöð Reykjavíkur gæti eigi
búist við að fá hér eftir kol frá
Englandi nema skipt yrði um gas-
stöðvarstjóra (núverandi gasstöðv-
arstjóri hr. A. Borkenhagen er
þýzkur rikisborgari). Nefndin óskaði
að fá staðfestingu á þessu, og
hringdi borgarstjóri ræðismanninn
upp í síma, og staðfesti hann
þessa tilkynningu.
Út af þessu leggur nefndin til,
að tafarlaust verði gerðar ráðstaf-
anir til að útvega hingað annan
gasstöðvarstjóra."
Borgarstjóri skýrði frá því að
orsökin til þessarar krofu mundi
vera sú, að gasstöðvarstjórinn hefði
útvegað gasstöðinni tilboð á múr-
steini til gasstöðvarinnar, en það
tilboð kom gegnum danskt verzl-
unarhús, sem síðar var sett á
„svarta listann" af Bretum, en
múrsteinninn sjálfur var frá
sænskri verksmiðju. Þegar steinn
þessi var kominn hingað, þótti
brezka konsúlnum hér, leika vafi
á hvort hann væri ekki þýzkur
(steinninn var sendur frá Khöfn
með leyfi brezka konsúlsins þar).
Þegar konsúllinn hér hafði látið
þenna grun sinn í Jjósi við borg-
arstjóra, rannsakaði hann (borgar-
stjóri) múrsteininn, og gekk úr
skugga um að hann var sœnskur
en ekki þýzkur.
Borgarstjóri endaði ræðu sína á
því að hvetja bæjarstjórnina til
þess að gaDga að hinu setta skil-
yrði.
Næstur tók til máls Ólafur
Friðriksson, sem lagði eindregib á
móti því að þetta yrði samþykt.
Að lokinni þeirri ræðu kom fram
tillaga frá frú Bríet Bjarnhéðins-
dóttir um að málið yrði rætt fyrir
luktum dyrum, var hún fyrst feld
með 4 atkv. gegn 4, en síðar
samþ. að viðhöfðu nafnakalli.
Málinu var síðan frestað til
fundarloka og þá rætt fyrir lok-
uðum dyrum. Eftir hér um bil
klukkutíma umræður var feld til-
laga frá Ólafi Priðrikssyni um að
fresta málinu og fara fram á við
brezka ræðismanninn að hann
fengi að vita orsökina til þess að
brottreksturgasstóðvarstjóransværi
gert að skilyrði fyrir því að gas-
stöðin fengi kol (þá gengið út frá
því að hann — hr; Cable — ekki
vissi hana).' Þessi tillaga var feld,
an síðan samþykt tillaga gasnefnd-
ar, sem prentuð er hér að fram-
an og loks tillaga frá borgarstjóra
um að gasstöðvarstjóranum sé sagt
upp.
*            *
*
Vafalaust hefir ráðið mestu við
atkvæðagreiðsluna, að bæjarfulltrú-
arnir hafa litið svo á, að þetta
umgetna skilyrði væri runnið frá
ensku stjórninni, og að við fengj-
um alls engin kol, ef til vill um
lengri  tíma,  ef við gengjum ekki
að því.
Ritstjóri þessa blaðs þorir óhik-
að að fullyiða, að þessi svívirði-
lega krafa er gerð án vilja ensku
stjórnarinnar, og ef hr. Cable
ekki síendur einn að henni, þá
hefir hann í mesta lagi með sér
einhverjar undirtyllur í utanríkis-
ráðaneytinu. En hvernig sem mál-
inu er varið, þá þarf að koma
frekari skýring á því, og það sem
fyrst. Verður minst rækilega á.þetta
síðar, ef þörf gerist.
Úr hinum höfuðstaðnum,
Ný vatnsleiðsla.
Kaupmaenahöfn — höfuðstaður
sambandsríkisins — fær mestan
hluta af neyzluvatni sínu mjög
langt að, og er það knúð með
dælum eftir víðum pípum til borg-
arinnar, af því fallhæðina vantar.
Vatnsleiðsla Kaupm.hafnar er nú
orðin heldur lítil; en til þess að
geta veitt mönnum atvinnu, er í
ráði að stækka hana og byrja nú
fljótlega á því verki. Stækkunin
kostar öll 7 milj. 640 þús. kr.
og eru af því 4 milj. 570 þús. kr.
vinnulaun — hitt vélar, pípur o.
þ. h.
Eiríkur Helgason.
Séra Eiríkur Helgasen, sem var
formaður Jafnaðarmannafélagsins
hér í Rvík í fyrra, og ritstjóri
þessa blaðs mestan tímann meðan
Ólafur Friðriksson dvaldi erleDdis
í sumar, í sendiferðinni fyrir Al-
þýðuflokkinn, var þann 11. nóv.,
að undangenginni kosningu, skip-
aður sóknarprestur í Sandfells-
prestakalli, í Austur-Skaftafells-
sýslu frá næstu fardögum að telja.
Hann heflr þjónað prestakalli
þessu frá því í sumar.
Laust og fast.
Katla.
Fullyrt er að Katla sé nú al-
hætt að gjósa. Varla er þó hægt
að reiða sig á að svo sé, að hún
taki ekki til bráðum aftur.
Yerzlunartíðindi,
mánaðarrit kaupmannafélagsþess
er nefnir sig Verzlunarráð íslands,
flytur í fyrra mánuði m. a.
þessar greinar: Rafstöð Reykja-
víkur. Samningur milli Danmerk-
ur og Bandaríkjanna. Nýstofnuð
iðnaðarfyrirtæki. (Hf. Hamar, Hf.
Hinar íslenzku smjörlíkisverk-
smiðjur, Hf. Smjörlíkisgerðin.)
Brunabótafélag íslands. Seldar
verzlanir.
Tímarit þetta heflr flutfc, ýmsar
fróðlegar ritgerðir. Ritstjóri þess
er  Georg  Ólafsson  hagfræðingur.
Nýtt kafflhús?
Hinn nýi eigandi „Iðnó", hr.
Frantz Hákonsson, hefir fengið
leyfi bæjarstjórnar til þess að setja
upp konditori-ofn í skúr við húsið.
Úr „Iðnó" er mjög skemtilegt út-
sýni yfir Tjörnina.
Kaupfélag í Stykkishólmi.
Af „Lögbirtingablaði" má sjá
að verkamenn í Stykkishölmi hafa
myndað kaupfélag: „Kaupfélag
verkamanna í Stykkishólmi". Fó-
laginu stjórnar formaður og tveir
meðstjórnendur. Formaður er Guð-
mundur Jónsson, en meðstjórn-
endur Hannes Andrésson og Magn-
ús Jónsson. Væri gaman að heyra
nánar um þetta félag frá formann-
inum.
Ljósmæður vantar.
Fjöldi af ljósmóðurumdæmum
eru laus, enda eru launin svívirði-
lega lág. Meðal annars eru laus
ljósmóðurumdæmin í Hvalfjarð-
arstrandarhreppi, og í Lundar og
Fitjasóknum í Borgarfjarðarsýslu
og í Grindavík, en þar lézt ljós-
móðirin úr kvefpestinni.
„Um kvefpest",
heitir bæklingur (10 bls.) eftir
G. Björnson landlækni, sem gefinn
er út á landssjóðs kostnað og stráð
ókeypis um land alt. Það er lý3ing
á sjúkdóminum, og hvernig eigi
að meðhöndla sjúklinga.
Skæðust hefir kvefpestin eða
influenzan orðið (segir í bækl.) í
Capetown (Höfðaborg) í Suður-Af-
ríku; heflr drepið þar 100 af hverj-
um 1000 íbúum, eða tíunda hvern
mann. Hér í Reykjavík hefir hún
drepið eitthvað 16 af hverjum 1000,
og er það að tiltölu minna en
þegar hún gekk hér 1890.
Sannað þykir nú erlendis að hún
berist ekki með dauðum hlutum,
og þarf enginn út um land að
óttast, að hann fái veikina með
póstinum — bréfum eða blöðum.
Haraldur Níelsson
varð flmmtugur 31. nóv.
Tímarit um uppeldismál.
Tímarit um uppeldismál og
mannrækt fer að koma út nú um
nýárið. Ritstjórinn er Aðalsteinn
Sigmundsson, ungur maður, en
þektur undir nafninu Aðalsteinn
frá Árbót, um land alt, fyrir kvæði
sín.
Kúabú
eiga ýmsar borgir og selja
mjólkina beint til neytenda; þar
á meðal eiga borgirnar Ulm, Lenn-
ep, Wermelskirchen og Reutlingen
kúabú.
Reykjavík ætti næsta ár að koma
í tölu þeirra borga, sem kúabú
eiga.
Kaupendur blaðsins, sem
ekki hafa enn greitt andvirði yflr-
standandi árg., svo og þeir er
skulda fyrir eldri árg., eru vin-
samlegast beðnir að greiða það
hið fyrsta.
Prentsmiðjan Gutenberg.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 107
Blağsíğa 107
Blağsíğa 108
Blağsíğa 108