Dagsbrún


Dagsbrún - 17.12.1918, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 17.12.1918, Blaðsíða 1
GEFIÐ ÍT AF ALPÝÐDFLOKKNUM 48 tbl., 4. Lyfj abúöir. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var að tilhlutun Alþýðuflokks- ins borin upp svo hljóðandi tillaga: »Bæjai-stjórnin ákveður, að kjósa þriggja manna nefnd, til þess að athuga, hvort eigi sé rétt að bæjarstjórnin eigi frum- kvæði að því, að lyfjabúðum sé fjölgað í bænum, og jafn- framt, hvort eigi muni heppi- legt, að þær lyfjabúðir, er fram- vegis verða slofnsettar hér, séu reknar fyrir fé bæjarins.« Kosningu í nefndina hlutu Jón Þorlákss., Jörundur Brynj- ólfsson og Sighv. Bjarnason. ★ . ★ ¥ Það er langt síðan farið var að ræða um það í blöðunum, að mál væri komið til þess að fjölga lyfjabúðunum i bænum; mun það hafa verið einn af okkar ungu íþróttamönnum, sem eftir brunann mikla, fyrst- ur allra benti á hve háskalegt það væri, að hafa ekki nema eina lyfjabúð, sem hæglega gæti brunnið. Síðan hafa mörg blöð ítrekað þetta mál, eink- um þó Morgunblaðið. Verður nefndarkosning þessi væntanlega til þess, að svo mfldð skrið komist á málið, að það nú komist í framkvæmd, enda eru víst fáir Reykvíking- ar, sem ekki eru þeirrar skoð- unar, að nauðsynin á fjölgun lyfjabúða, sé bráð. Þegar tekið er til athugunar, það, sem felst i seinni hluta tillögunnar, ættu skoðanirnar heldur ekki að vera mjög skiftar, því bersýnilegt er, að sá atvinnurekstur, sem er þannig várið, að ekki hver og einn getur rekið hann, þ. e. er einokun (mouopol) annað- hvort lagalega, eða í reynd, er bezt kominn í höndum hins opinbera. Ætti þetta að vera auðséð einnig þeim mönnum, sem ekki eru jafnaðarmenn, ef þeir á annað borð hafa augun opin. Ekki vita menn þó ennþá hvernig þessu muni reiða af í bæjarstjórn. Alþýðuflokksfull- trúarnir eru auðvitað með því. Ef taka má mark á ræðu þeirri, sem hr. Sveinn Björnsson (sem við kosningarnar í fyrra, var efstur á lisla »Sjálfstjórnar«) hélt á fundi í »Iðnó«, rétt fyrir kosningarnar, má ætla, að Sjáltstjórnarliðið verði einnig með því að bærinn reki lyfja- búð. Þó hr. Sveinn Björnsson ekki mintist sérstaklega á lyfja- AGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA POLIS SKKI HANOINBI RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON Reykjavik, þriðjudaginn 17. desember. 1918. búðir, þá sagði hann s. s. að »Sjálfstjórn« væri með þvi, að bæjarfélagið tæki að sér rekst- ur þeirra fyrirtækja, er snertu almenna heilbrigðisástandið, en þar með teljast að sjálfsögðu lyfjabúðir. * !• ¥ 1 sumum löndum er verzl- un með meðul frjáls — heim- il hverjum einum, sem tekið hefir lyfjasveinspróf. í öðrum löndum — svo sem hér hjá okkur — er aftur á mótí ekki leyfilegt að setja upp lyfjabúð, nema með sérstöku leyíi, og er verðið á lyfjunum ákveðið af hinu opinbera. Reynslan sýnir, að lyfin eru dýrari þar sem verzlunin með þau er frjáls, heldur en í þeim löndum, sem verð þeirra er ákveðið af hinu opinbera, enda er það eðlilegt. Það er mjög langt frá því að Reykjavík verði fyrsta borgin, sem rekur l^fjabúð. Mesti íjöldi af borgum á Ítalíu reka lyfjabúðir, enda er hvert bæj- artélag og hreppsfélag þar í landi, samkvæmt lögum, er afnaðarmenn komu á þar ár- ið 1904, skyldugt til þess að láta hverjum veikum, fátækum bæjarbúa (eða hreppsbúa) í té, öll nauðsynlag meðul. Þegar lög þessi gengu í gildi, sömdu mörg sveitafélög við lyfjabúðir, um afslátt, en mörg settu þegar upp lyfjabúðir, meðal annars af því álitið var, að engin vara mætti síður vera svikin en lyf. Lyfjabúðir þessar fullnægja eigi aðeins þörfum sveitafélaganna hvað viðvíkur meðulum til fá- tækra, heldur eru þær reknar, sem hverjar aðrar lyfjabúðir. Ekki er þeim, er þetta ritar, kunnugt um, hve margar þess- ar bæjarreknu lyfjabúðir á It- alíu eru orðnar nú, en líkleg- ast skifta þær hundruðum, þar eð þeim er altaf að fjölga. Ar- ið 1909 voru þær orðnar þrjá- tíu. Árið 1911 voru í Rússlandi 39 borgir, sem ráku lyfjabúðir, þar á meðal Petrograd, sem átti afarstóra lyfjabúð. í febrú- ar 1912 komu ný lög þar í landi um lyfjabúðir, og heim- iluðu þau bæjar- og hreppsfé- lögum að setja upp lyfjabúðir, án tillits til lyfjasölueinkaleiifa er einstakír menn höfðu áður. Urðu lög þessi til þess að fjöldi borga settu upp lyfjabúðir, og bæjarstjórn Petrograd samþ. að veita 800 þús. rúblur til þess að koma upp fyrir 6 lyfjabúð- um á 6 árum. — Nokkrar þýzk- ar borgir eiga sjálfar lyfjabúð, þar á meðal Mainz, sem á tvær. Stokkhólms-borg á einnig lyfja- búð, og sjálfsagt fjöldi af öðr- um borgum, þó ekki hafi bor- ist um það vitneskja hingað. fHllveliisnáUÍ nýja. Flest blöðin hafa tekið ein- dregið í sama strenginn í full- veldismálinu nýja: að ótært sé að við látum líðast, að fullveldi landsins sé mótmælalaust mis- boðið í nafni útlends ríkis, og það eins þó það sé sjálft Breta- veldi, sem hlut á í máli. Það er engu ljúfara að þola órétt- inn af stórum en af smáum, og ekki brutumst við út úr Danaveldi til þess að verða Bretum annað Egyptaland, þ. e. land, sem að nafninu til er sjálfstætt, en sem ekkert þorir að gera, sem er á móti vilja brezka konsúlsins þar. Landsstjórnin þarf tafarlaust að biðja Bretastjórn um skýr- ingu á þessu máli, svo við get- um hagað okkur eftir henni. Leiði rannsókn á málinu þá ólíklegu staðreynd í Ijós, að árásin á sjálfstæði vort sé runn- in frá Bretastjórn, þá er ber- sýnilegt að hún með þessu ætl- ar að fara að taka af okkur sjálfstæðið í verkinu, þó hún láti okkur halda því í orði kveðnu. En þá mun tafarlaust byrja hér ný sjálfstæðisbarátta, og hún svo öflug, að borið saman við hana, mun öll sjálf- stæðisbarátta hérlend, er hing- að til hefir þekst, verða eins og hæg gola hjá öskrandi ís- lenzkri stórhríð. ?ér og annarsstaiar. Áreiðanlega hefir almenningi ekki liðið eins vel í neinu landi, þessi fjögur striðsár, eins og í Danmörku. Reyndar heflr kaup verklýðsins ekki hækkað mik- ið, en svo hafa nauðsynjavör- ur heldur ekki hækkað að ráði. Til dæmis höfðu þær eftir nær 4 ára stríð ekki hækkað að meðaltali nema um 66°/o (þ. e. að það, sem fyrir stríð kost- aði 1 kr., kostaði eftir 4 ár 1 kr. 66 aur., en um líkt leyti höfðu nauðsynjavörur stigið hér í Rvík (eftir útreikningi Uagstofunnar) um 209°/o (það sem fyrir strið kostaði 1 kr. að meðaltali, komið upp í 2 kr. og 9 aura). Hvernig stendur nú á því, að vörur liafa stigið svona mikið meira hér en í Dan- mörku? Ekki er það af því, að við höfum átt verri aðstöðu en Danir til þess að flytja að okkur nauðsynjavöru frá öðr- um löndum. Kemur það greini- 4 legast í ljós þegar athugað er að Dani heíir oft vantað, um lengri tíma, ýmsar vörur, svo sem kaffi, te, súkkulaði, stein- olíu o. fl. Ekki liggur munur- inn heldur í því, að Danir hafi geíað fengið erlenda nauð- synjavöru ódýrar en við íslend- ingar. Munurinn liggur ein- göngu í því, að í Danmörku hefir hið opinbera alvarlega hönd í bagga með því, hve mikið er lagt á nauðsgnfavör- una, en hér á íslandi er slíkt látið sama sem afskiftalaust. Við höfum að sönnu verðlags- nefnd, en hún hefir ekki vald til þess að gera neitt, þó að hún reyndar vafalaust hefði getað gert meira en hún heflr gert. Hver er nú orsökin til þess að hið opinbera í Danmörku hefir gengið svona rösklega, en hið opinbera hér svona slæg- lega, i þvi, að vinna á móti verðhækkunínni? Svarið er of- ur skiljanlegt. í Danmörku er sterkastur verklýðsfélagsskapur í heimi, en hér á íslandi er hann líklegast lélegastur af öll- um löndum í álfunni! I Danmörku hefir verklýð- urinn vit, og einurð til þess að heimta rétt sinn. En hér í Reykjavík er meginið af verk- lýðnum ennþá svo langt frá þvi að skilja hvað til síns frið- ar heyrir, að við kosningarnar til bæjarstjórnar í fyrra, fékk listi burgeisanna um 400 at- kvæðum meira en listi alþýð- unnar! Og það í bæ, sem að- allega búa í sjómenn, verka- menn og iðnaðarmennl, Með öðrum orðum: mikill hluti af alþýðunni eltu burgeisana hugs- unarlaust eins og sauðir. Það er annars fróðlegt að athuga hvernig vöruverðið i hinuin ýmsu löndum hefir stig- ið því minna, sem jafnaðar- mannaflokkurinn er sterkari. 1 vor er leið höfðu vörur, frá því fyrir striðið, stigið á Norð- urlöndum svo sem hér segir: í Danmörku........... 66°/o í Sviþjóð.............. 92% í Noregi.............128/o° á íslandi............. 209% Er verðhækkun þessi ná- kvæmlega i öfugu hlutfalli við áhrif alþýðunnar á opinberu málin. Hér á landi ræður hún litlu, og hefir til skamms tima

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.