Fréttablaðið - 20.08.1914, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.08.1914, Blaðsíða 1
6 tbl. — Akureyri, fimtudag, 20. ágúst, 1914. — Útgefandi Jón Stefánsson. — Prentsmiðja Odds Björnssonar. Frá bloðvellinum. Síðustu símfréttir af stríðinu. Serbar hjrekja y\usturríkismenn. Sunnudag 16. ágúst. London: Frá Nish er símað, að fjögur hundruð þúsund Austuríkis- menn hafi ráðist á framfylkingar- línu Serba á fimtudaginn. Eftir geysilegt tnannfail hröktu Serbar Austurríkismenn af höndum sér Reuters Bureau (fréttaskrifstofa) tilkynnir að árásir Pjóðverja séu gersamlega stöðvaðar í Efri — Elsass. Riddaralið Belgja vinnur sigur í viðskiftum við þýzkar hersveitir við Hasselt. Öflug framsókn Frakka. Mánudag 17. ágúst. London: Rússakeisari hefir gefið út boðskap, um að það sé ásetn- ingur sinn, að vinna að því að hið forna Pólland verði sjálfstætt ríki í skjóli stórveldanna, ef að Þjóðverjar verði sigraðir í ófriðinum. Fögnuður mikill meðal Pólverja yfir boðskapn- um. Frakkar halda áfram aö auka her sinn í Belgíu og Þjóðverjar draga saman riddaralið og stórskota- lið áleiðis til Belgíu. Þriðjudag 18. ágúst. London: Japanar heimta af Þjóð- verjum að þeir afhendi sér Kiau- tchon, fjölmenna hafnarborg austar- lega í Kína, ásamt miklu iandi er Þjóðverjar eiga þar umhverfis. Segj- ast annars taka borgina og landið i með hervaldi. í nótt var sjóorusta í Adríahafi milli flota Frakka og Aust- urríkismanna. Frakkar unnu sigur og eru einvaldir í Adríahafi. í gær varð lítil orusta milli Frakka og Belgja öðrumegin og Þjóðverja hinumegin, við Iandamæri Belgíu. Þjóðverjar létu undan síga. Miðvikudag 19. ágúst. London: Spánverjar lýsa yfir hlut- leysi sínu. Rússakeisari er farinn til Moskva en Þýzkalandskeisari til Main. Stöðugar smáskærur milli Rússa og Þjóðverja í Austurvegi og hallar frekar á Þjóðverja. Kósakka- hersveitir hafa nokkrum sinnum komist inn yfir Þýzku landamærin en jafnóðum verið hraktar aftur. Austurríki mistu í nótt tundurbáta- deild, sem rak sig á vítisvélar sjálfra þeirra við Tola. Margir liðsforingjar fórust. Fimtudag 20. ágúst. London: Orusta hófst í gær við Tirlemont í Belgíu og breiddist út yfir herlínuna svo sem til fréttist. Búist við að upþ úr því byrji aðal- orustan sem líklega verður á nær því öllum austurlandamærum Frakk- lands og í Belgíu. Frakkar hafa þar vígbúna 1,200,000 manns og her Belgja er þar að auki, en móti eru Þjóðverjar og Austurríkismenn með 1,500,000 manns. Alls munu því taka þátt í þeirri orustu um 3 mil- jónir manna og verður það voða- legasta orusta sem sögur fara af. Englendingar flytja landher til Frakk- lands til hjálþar Frökkum ef á þarf að halda. Orusta stóð í nótt við Sabac, skamt frá Belgrad, milli Serba og Austurríkismanna og varð mikið l mannfall af báðum, en meira af Austurríkismönnum. í gærkvöld tóku Frakkar borgina Saarburg í Lothringen eftir voðalegt mannfall, setulið þjóðverja skotið niður að síðasta manni. Belgir hafa gefið upp bæinn Lúttich, en halda enn öllum Lúttichvirkjunum. Búist við sjóor- ustu í Norðursjónum á hverju augna- bliki, sagnir um sjóorustu þar ný- lega eru vefengar, að mestu ókunn- ugt um gerðir flotanna, eða hvar þeir eru. Yfirlit. (Charles Mauritzen stórkaupmaður í Leith skrifar í »prívat"-bréfi til Ragnars kaupmanns Ólafssonar, kafla pann er hér fer á eftir og hefir hr. R. Ó. góðfúslega leyft »Frbl.“ að þýða hann og flytja lesendum sínum). Bréf- ið er dagsett 13. ágúst og sent með kola- skipi því er kom til R Ó. 18. ágúst Frá ófriðinum er lítið að segja nýtt sem stendur. Það er eins og logn á undan óveðri. Frakkneskar og belgiskar herdeildir safnast sam- an við Namur og Bryssel og Frakk- ar draga saman ofurefli liðs við Elsass og Lothtingen Þjóðverjar stefna og þangað á landamærin með ógrynni liðs. Eins og þér munuð hafa heyrt, höfðu Þjóðverjar áhlaup á Lúttich en mættu þar harðari vörn en þeir áttu von á. Eftir því sem menn vita bezt, eru flest kastalavirkin enn f hönd- um Belgja og verjast ágæta vel. Þó er álitið að það sé aðeins tíma- sþursmál hvenær virkin verða að gefast upp, fyrir því ofurefli sem sækir að þeim, en menn vona að þau verjist svo lengi að hinn sam-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/178

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.