Fréttir

Tölublað

Fréttir - 27.11.1915, Blaðsíða 3

Fréttir - 27.11.1915, Blaðsíða 3
27. nóv.]. FRÉTTIR 235 JOOOOOOOOOOOCM FRÉTTIR koma út á hádegi hvern dag. Ritstjóri: Einar Gunnarsson. Hittist daglega heirna (Laufásv. 17) kl. 3-4. Sími 528. Afgreiðslan er á Laufásvegi 17, opin kl. 10—10. Sími 528. Auglýsingar má aíhenda í afgreiðsluna eða í prentsm. Gutenberg, Sími 471. Einnig er tekið við smáauglýsingum (gegn borgun) virka daga: í tóbaksbúð R. Leví’s. til kl. 11 síðd. og verzl. Kaupangi til kl. 8 síðdegis. 3000 0 00000000 Fundnr í FRAM í kveld 27. nóv. í Templarahúsinu. Byrjar kl. 8^/2. Guðm. Björnsson landlæknir talar um vinnubrögð Alþingis. Netaverslun Litla búðin. Vindlar, Cigarettur, Smávindlar. Reyktóbak Munntóbak Neftóbak. Atsúkkulaði, Suðusúkkulaði. Kakaó. Confect, Brjóstsykur. Massagelœknir Guðm. Pétursson. Heima kl. 6—8 e. m. Sími 394. Garðastræti 4 (uppi). Massage - Rafmagn - Böð - Sjúkraleikflmi. Brúknð Islensk frímerki keypt hæsta verði á Frakkastíg- 7. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ $ NaiiiimNtofa $ ^ V öruliússins. ^ ^ Karlmannfatnaðir best sanmaðir. ^ ♦ Best efni. Ffjótnst afgreiðsla. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Eg opna verslun mína í dag kl. 1 e. h. í Hafnarstrœti 16. Trawlnet - Iiínnr - búið til í verksmiðju rainni. IHargskonar veiðarfærl. Góðar vörur. Ódýrar vurur. Styrkið innlendan iðnaðl ftgerðarmenn! Veriliö allir við Gosdrykkir. Ritföng, Teiknibólur. Alt vandað, ódýrt, tjölbreytt og nýtt í Litlu búðinni. Sigurjón c?áiursson. Kjörskrá til kosningar á endurskoðunarmönnum reikninga bæjarsjóðs 11. des- ember þ. á. liggur frammi á bæjarþingstofunni 24. nóvember til 7. desember að báðum dögum meðtöldum. Borgarstjórinn í Reykjavík, 23. nóvember 1915. ' út. SCimsen. afbragðsgott, fæst i Matarverslun Jómasar jónssonar. Smið, vanan og góðan, vanlar til að gera við mótorbát. Upp!. í tóbaksverslun R. P. Levi. Frá Paris. 169 þorpið sitt. Þeir fá aðeins að heyra um- ferðarysinn þar, — og finna að þeir eru þó lieima. Þarna er örkumlamaður á ferli. Hann gengur við tréfót, annan handlegginn vantar hann, augnatóftirnar eru tómar. Hann styð- ur| sig við þrekvaxna hjúkrunarkonu, sem ljómar af ánægju yfir því aðgeta verið hon- um til hjálpar. Hann syngur — erindi um ástir og um tunglskinið í Provence. Hann ber höfuðið hátt og er auðsjáanlega ánægð- ur, heillaður af endurminningunum. Er ekki skiljanlegt að gilda hjúkrunar- konan sé glöð. Þessi ungi maður veit ekki annað en að hún sé 20 ára, og ímynd hinn- ar mestu jarðnesku fegurðar. Sumir eru orðnir svo vanir blindunni, að þeir ganga um með hendurnar i vösunum, og með fasi sjáandi manna. í útbyggingu einni er verið að vinnu. Kennarinn, sem er fæddur blindur, færir hermönnunum heim sanninn um, að mikið má vinna þó að sjónina vanti ef að eins þol- inmæðin er með. Og nú fálma þeii fyrir sér með nál og tvinna, allir þessir ungu menn, sem fyrir ófriðinn voru alsjáandi. »Hafið þér haft fregnir af konunni yðar, vinur minn«, spyr læknirinn hermann einn, sem er í stórskotaliðsbúningi, og syngur há- stöfum yfir vinnu sinni. 170 »Nei, engar og ekki heldur af litlu telp- unni minni. Einusinni átti ég líka móður og systur, en það var áður en ófriðurinn hófst«. Og aftur fer hann að syngja. Þegar við erum komnir dálítið í burtu, segir læknirinn mér að íjölskylda þessa manns eigi heima í einu af þeim héruðum, sem Þjóðverjar hafa lagt undir sig. Bréfa- skifti er ekki hægt að hafa við fólk sem þar á heima. I heilt ár hefir þessi maður engar fregnir haft af fólki sinu og það ekki af honum. »Við höfum raunar komist að því«, segir læknirinn, »að húsið hans hefir verið brent og að konunni hans hefi ver- ið...........misþyrmt dálítið, skulum við segja. Það er óþarfi að láta hann íá vitneskju um það. Eí til vill gerir liann sjálfur ráð fyrir því versta og reynir svo að reka harm sinn á flótta með þvi að syngja«. Við heyrum rödd hans að baki okkar, Hann er að syngja gamanvísu. »Jæja, karl minn, hér sitjið þér og baðið yður i sólskininu«. Maðurinn, sem læknirinn ávarpaði þannig, var hár’vexti og fríður sýnum, með ljósbrúnt hrokkið hár. Hann leit á okkur með ljós- bláu augunum sínum, strauk yfirskeggið og var allur eitt bros. En alt i einu varð mér það ljóst, að augu hans voru úr gleri. 171 »Hyar særðust þér?« »Hjá Arras«, segir hann og sveiflar liðlega hendinni, sem hann hélt á vindlingnum i. Svo fer hann að segja okkur frá, hvernig þar hafi gengið til. Það er auðheyrt á tali hans, að hann hugsar meira um það sem gerðist á vigvellinum en um hitt, að hann væri nú búinn að missa sjónina. »Hsrað stunduðuð þér fyrir ófriðinn?» »Eg var smiður, herra minn«. Eg hafði vænst að hann mundi segja: málafluttningsmaður eða stjórnarráðsskrifari. En hann var þá smiður. »0g hvað hugsið þér yðnr nú að taka fyrir?« Hann hrosir, yppir öxlum og segir: »Ó, þér vitið —1« Ég fékk víðar svör svipuð þessu, og víð- ar mætti ég þessum kaldhæðnisbrosum, þeg- ar minst var á framtíðina. Hér læra þeir þó að vinna. Þeir læra að vélrita, binda vendi, sauma peningabuddur o. s. frv. Nú er hringt til miðdegisverðar, og þá fara allir á stjá og staulast inn i borðsalinn. Ungar hefðarmeyjar bera þar á borð og hjálpa þeim sem enn eru ekki orðnir vanir að borða í myrkri, Þessar ungu stúlkur ljóma líka af fögnuði. Ekkert gerir svipinn

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.