Fréttir

Tölublað

Fréttir - 14.05.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 14.05.1918, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR íslenzku símamennirnir. Eftir H. de Vere Stacpoole. ----- (Frh.) En því trúi eg ekki, að skip öðlist annað líf og geti birzt.aftur eins og mennirnir«. Magnús svaraði engu og Eiríkur ekki held- ur. Þeir sátu sem áður undir færunum og leið svo nokkur tími. Nú rofaði til á kul- borða, svo að þeir gátu séð nokkur hundruð faðma frá sér, og því næst leið þokan til hliðar eins og blá slæða og sást nú Breiða- víkurbjarg greinilega. Þokunni létti nú af til fulls ög var ekki eftir nema ofurlítill slæðingur kringum Flatey og Kóngaklett. Svo hvarf hann líka og Breiða- fjörður blasti nú við glitrandi í sólskininu alt frá Bjargtöngum til Öndverðarness. »Já — já — hvar er nú franski skipsbátur- inn ykkar?« spurði Magnús hreykinn. Gisli og Eiríkur skimuðu í allar áttir. Þar sást ekki nokkur skapaður hlutur, enginn bátur og ekkert skip, en ekki var það óhugs- anlegt, að bátur gæti leynst bak við Flatey eða einhvern annan hólma. f XIV. H e i t r o f. Svala hafði rétt að eins kastað kveðju á þá Magnús og Eirík um morguninn, þegar hún mætti þeim og gekk svo leiðar sinnar. Eiríki fanst hún vera öðru vísi í viðmóti og var það rétt athugað. Hún fyrirvarð sig að líta framan í hann og óttaðist návist hans. Var það í fyrsta skifti, scm þær tilfinningar gerðu vart við sig hjá henni, og varð henni ýmist að blikna eða roðna. Hún var heitbundin Ólafi og hafði ekki aðra þekkingu á ást og hjúskaparlífi en þá, sem hún hafði fengið hjá föður sínum og vinkonum, en sá fróðleikur var líkastur þurk- uðum blómum, sem látin hafa verið milli blaða í bók og eru nú skrælnuð og visin, þótt einhvertíma hafi verið litfögur og lifandi. Og nú var hún að hugsa um alt annan mann, rétt eins og aldrei hefði verið um Ólaf að ræða. En hún gat ekki fremur varist þess að hallast að Eiríki heldur en blómið að hneigj- ast að sólargeislanum, þó að ekki væri hún sér þess meðvitandi. Hún vissi að eins það, að hún gerði Ólafi rangt til með því, að hugsa um Eirík. Hún varð því að hrinda þessu frá sér eins og það væri henni óviðkomandi, en þá stóð mynd Ólafs henni fyrir hugskotssjónum. Og nú var það ekki lengur myndin af manni þeim, sem hún hafði heitið eiginorði. Þessi dýrðlingur hafði nú mist helgi sína og hún hafði andstygð á honum. Hana hafði aldrei grunað, að hún mundi geta fengið þann viðbjóð á nokkrum öðrum manni, sem hún hafði nú. Alt að þessu hafði henni verið hlýtt til allra manna og ekki þekt til við- bjóðs eða óvildar, en nú virtist hvorttveggja þetta gagntaka sál hennar. Ást hennar til Eiríks hafði kviknað á einni nóttu, en viðbjóðurinn á Ólafi hafði dulist í undirvitund hennar frá ómuna tíð. Það var ógeð fegurðarinnar á ófríðleikanum, æskunn- ar á ellinni í baráttu ástarinnar. Hún gegndi verkum sínum þennan dag sem aðra og sá faðir hennar enga breytingu á henni, enda var hann með allan hugann við laxakistuna. Ólafur kom þangað í heim- sókn um kvöldið, en þá hafði hún höfuðverk og kom ekki ofan. Ólafur var vanur að taka sér hvíldartíma einn eða hálfan annan mánuð á ári hverju og fór þá til Kaupmannahafnar eða Englands. Hann ætlaði að leggja upp daginn eftir og þótti því leitt, að geta ekki kvatt kærustuna. En úr þessu rættist þegar hann gekk ofan á bryggjuna morguninn eftir með ferðatösku sína í hendinni. Svala var þá komin á fætur og beið hans við girðinguna til þess að fylgja honum út á skipið. Þau gengu saman ofan götuna. »Geres« lá ferðbúin úti á firðinum og seinustu bátarnir voru að ýla frá. Svala talaði um alla heima og geima á leiðinni. Hún vissi varla hvað hún var að segja, því að það var ein spurning, sem alt af var að ásækja hana og kvelja: »Skyldi hann kyssa mig?« Hún vissi vel, að hann mundi gera það, því að það var eins og sjálfsagður hlutur, en hún mátti ekki hugsa til þess. Hún fylgdi honum út á skipið, til þess að skjóta þessu á frest sem lengst. Og úrslitin — endalokin — heitrofin urðu þarna úti á skipinu innan um eggjakörfur og hænsnabúr, fiskkassa, gæruvöndla, fólk úr landi, sem ætlaði til Reykjavikur og Norð- fjarðar og var að kveðja kunningjana. Ólafur teygði fram totuna og laut niður til þess að kyssa hana, en þar var ekkert fyrir nema loftið eitt. »Eg get það ekki«, sagði hún og hélt hon- um frá sér. »Eg ætlaði að segja þér það — eg verð að segja þér það — mér er ómögu- legt að eiga þig! Það er Ijótt af mér, en eg get það ekki! Eg skal skrifa þér!« Sameining’. Einhver landi vor, sem vita þýk- ist jafnlangt nefi sínu, hefur birt það hugboð sitt í »Fréttum«, að héðan muni alt fólk flytjast að Joknum ófriði, sökum þess að ó- friðarþjóðirnar muni greiða svo rífleg vinnulaun, vegna fólkseklu, að ólíft verði hér, borið saman við öll gæðin utanlands. Til þess að halda fram slíkri skoðun, sem þessari, þarf samein- ing á skammsýni, glópskap og sjaldgæfu ræktarleysi til fóstur- landsins. Ef maðurinn hefði nokkra hag- mynd um hvað nú er að gerast utanlands, hefði hann þurft meira en meðal heimsku til þess að vera móttækilegur fyrir þetta hugboð sitt. Eins og flestum er Ijóst, hafa allir atvinnuvegir ófriðarþjóðanna tekið miklum breytingum, sem að mestu eru fólgnar í nýjum vinnukrafti. Pegar að því kemur að hermenn- irnir koma aftur til friðsamlegra starfa, er þeim víðast hvar ofauk- ið, því að ekki kemur til tals að vísa á burt kvenfólki og öðrum, er tekið hafa upp starfið og hafa fengið æfingu í því. Einnig ber að líta á það, að mesti sægur verka- fólks missir atvinnu heima fyrir þegar ófriðnum linnir, sem nú vinn- ur að hergagnagerð og fleiru þess háttar. Um aukna atvinnu við skipasmíðar verður ekki að ræða, því að þar verður ekki fleirum að komið. Nú er svo mikið aðhafst í þeirri grein, að ekki verður við aukið. Til að gefa mönnum hugmynd um, að hér er ekki farið með stað- hæfingar út i bláinn, skal þess get- ið, að eitt af aðaláhugamálum Breta er að reyna að draga úr væntanlegu atvinnuleysi eftir ófrið- inn með því að koma hermönn- unum til nýlendanna, í von um að þeim vegni þar betur en heima. Getur því hver maður séð að ekki muni þeir hafa mikla hvöt til þess að viða að sér útlendum verkalýð. En þótt nú svo færi, að útlend- ingum yrði leyft að fá atvinnu í ófriðarlöndunum, þá þarf æðimikla glópsku til þess að ætla, að þar verði um mikinn gullaustur að ræða. Vera má að kaupið verði sæmilegt á pappírnum, en hver er svo fávitur, að hyggja, að stórfé muni eftir verða, þegar allir skatt- ar eru greiddir? Vita menn ekki að ríkin hafa safnað skuldum, svo gífurlega skatta þurfi til þess eins, að greiða vextina? Og kemur nokkr- um til hugar, að útlendingum muni hlíft verða í þessu efni? Venjan er sú um allan heim, að láta útlend- inga bera þyngri skatta en aðra. Lítum nú á ástandið hér og fram- tíðarskilyrði. Þar um þarf ekki langt mál að rita. Engum manni sem kominn er til vits og ára getur dulisí, að atvinnuvegirnir hafa tekið afarmiklum framförum á síðustu árum, eftir því sem þjóð- inni lærðist að færa sér landskosti í nyt. Og sú er reynsla, að þegar um augljósar framfarir hjá einni þjóð er að ræða, þá vex henni fiskur um hrýgg og eitt framfara fyrirtækið skapar annað. Hér skulu nefnd nokkur dæmi þess, hversu horfir um atvinnu í landinu að ófriðnum loknum, sem öll bera vitni um hina mörgu og ótæmandi landskosti. Fað er nú í ráði að reka hér landbúnað sem milljóna-fyrirtæki, enda hefur reynslan sýnt, að land- búnaður i stórum stíl muni verða með tryggustu og arðvænlegustu fyrirtækjum, er menn geta lagt fé í. Um sjávarútveg er það að segja, að ýmsir menn hér á landi hafa þegar lagt drög fyrir mörg botn- vörpuskip að ófriðnum loknum. Auk þess vex nú vélbátaútgerð gífurlega með hverju ári og nýir róðrarbátar smíðaðir hundruðum saman. Ganga má og að því vísu, að Eimskipafélag íslands eitt muni panta frá útlöndum mörg gufu- skip til þess að halda uppi sigl- ingum fyrir landið svo fljótt sem því verður við komið. Þá er það vitanlegt, að járn- brautarlagningar eru nú í aðsigi og notkun fossaaflsins í stórum stíl fastákveðin. Pað er því engum blöðum um það að fletta, að atvinnuleysi ætti ekki að verða til þess að reka menn úr landi, þótt styrjöldinni linti. Hitt er annað mál, hvort það muni verða til frambúðar, að níða landið, reyna að efla ótrú á því og koma því í meðvitund þjóðarinn- ar, að alstaðar sé betra að vera en hér. Og vonandi líður ekki á löngu, að hugsunarhátturinn breytist svo, að það verði eigi sem aðgöngu- miði að embættum þjóðfélagsins i að gera slíkt. Jónas Klemenzson. póstþjófnaðurinn á Stað. Hér í blaðinu var fyrir nokkru sagt frá póstþjófnaðinum á Stað í Hrútafirði og prófum í því máli. Nú er hinn seki fundinn, er það vetrarmaður á Stað, Jón að nafni Elíeserson. Hann kom í myrkri úr fjósi þetta kvöld sem póstarnir skiftu í kofl'ortum sínum og hras- aði um eitthvað á hlaðinu, — var það pokinn með peningasending- unum í. Hann stóðst ekki freist- inguna, tók hann og opnaði; faldi hann hér og hvar úti um holt peningana úr honum, en brendi annað. Hann hafði verið svo lang-fund- vísastur, í leitinni síðar, á alt féð, að það varð mjög áberandi og grunsamt, og loks sá hann það ráð vænst að segja til sín.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.