Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						F R É T T I R
99
Velferð
landsins.
.»
í þessu blaði var fyrir nokkru
stutt á það, að »ísafold« hafði í
vetur brígslað stjórninni um að
hafa drýgt svo alvarlegar syndir,
að eigi væri vegna velferðar lands-
ins fært að gera þær að opinberu
umtalsefni, og spurst fyrir um,
hví blaðið hefði eigi fært sönnur
á mál sitt á »réttum staðcc fyrir
munn  flokksmanna sinna á þingi.
Síðan hafa bæði »Frón« og
»Tíminn« tekið í sama streng.
Samt steinþegir »ísafold« um
þetta mál.
Þessa  þögn  verður  að  skoða
sem fult samþykki þess, að blaðið
hefur   hér  farið  með  staðlaust
fleipur, — þetta verið einn þáttur
inn  í jólarógnum alræmda,  þegar
setja átti stjórnina í »Steininn« og
koma  Mó-jóni  í  »sætið«,  en  alt
strandaði á því að hjarta »Skugga
sveins«  brast  duginn  til stórræð
anna.
Öllu  greinilegra  fyrirlitningar
vottorð  getur blaðið tæplega gefið
sjálfu sér. —
Hefur margan manninn furðað á
því, að dómsmálaráðherrann skyldi
láta  þetta  ganga átölulaust, jafn
skýrt  hegningarlagabrot og hér er
um að ræða.
En nú er sú gáta auðráðin:
»ísafold« hlýtur í hans augum
að vera sorpblað, sem ekki beri
né þurfi að taka nokkurt tillit til
Hár.
l>ingfréttir.
í Ed. skeðu þau tíðindi í gær,
að fráfærnafrv. stjórnarinnar var
drepið við 2. umr. með 8 atkv.
gegn 6, enda hafði Iandbúnaðar-
nefnd lagst allfast á móti fram-
gangi þess í ítarlegu nefndaráliti,
sem hún lagði fyrir Ed. i byrjun
2. umr. Umræður urðu engar um
málið, heldur var það drepið þegj-
andi og hljóðalaust. — Hinu mál-
inu, af þeim tveimur, er á dag-
skrá voru, var vísað til 3. umr.
Það var frv. um stækkun verzl-
unarlóðarinnar í Ólafsfirði.
í Nd. voru 12 mál á dagskrá.
Var fyrsta málið, frv. til laga
um mjólkursölu á ísafirði, sem
var til 3. umr., samþykt umræðu-
laust og afgreitt frá þinginu sem
lög, — fyrstu lögin, sem þetta þing
lætur eftir sig.
Annað og áttunda málið, mó-
taksfrv. og frv. um breyting á lög-
Qm um skipun læknishéraða, voru
bæði tekin út af dagskrá, en um
þriðja málið, breytingarnar á
fræðslulögunum, urðu langar um-
raeður. Eins og kunnugt er, lagði
stJórnin fyrir þingið frv. til laga
Untl skipun barnakennara og laun
þeirra, en mentamálanefnd Nd.
hafði ekki séð sér fært að mæla
með því frv#> en k0mið fram með
nýtt frv.,  sem  að  visu gerði ráð
Pjóðverjum  einn  milljarð  marka  (c.  1,000,000,000
ríkismörk).  Búlgarar fá Dobrudscha.
Stjórnmálaviðskifti  Rússa  og  Pjóðverja  gerast
all-erfið.
fyrir nokkurri hækkun á launum
kennara, en vildi láta þá hækkun
að eins gilda fyrst um sinn, eða
meðan dýrtíðin stæði yfir; síðar
skyldi svo launamál kennara tek-:
r§ til rækilegrar yfirvegunar. Frv.
stjórnarinnar hafði farið fram á
miklu hærri laun handa kennur-
um, og var þar ætlast til, að þau
laun yrðu til frambúðar, en menta-
málanefnd taldi varhugavert að
ákveða nú framtíðarlaun kennara,
þar sem verðgildi peninga væri
svo mjög á reiki, enda áleit hún
sennilegt, að mjög lítið yrði um
fræðslu-starfsemi i landinu, unz
ófriðinum lyki.
Forsætisráðherra mótmælti áliti
mentamálanefndar, og þótti launa-
hækkun sú, er hún gerði ráð
fyrir í frv., óviðunandi, vildi hann
láta samþykkja frv. stjórnarinnar
óbreytt. Sigurður í Vigur mótmælti
launahækkuninni, með því hækk-
unin væri kák, og auk þess
mundi skólum sennilega verða
lokað í vetur. Jörundur Brynjólfs-
son, frams.m. mentamálanefndar,
vildi láta hækka laun kennara,
með því að laun þeirra væru
smánarlaun, og kvaðst vita dæmi
til þess, að sveitarlimur hefði ver-
ið notaður fyrir kennara, til þess
að létta á sveitarsjóðnum. Þessu
andmæltu þeir harðlega Þórarinn
Jónsson og Hákon Kristófersson;
var Hákon einn í nefndinni, en
hafði skrifað undir nefndarálitið
með fyrirvara, og vildi helzt enga
hækkun á laununum nú, eins og
3 stæði,
Bjarni frá Vogi vitti álit fræðslu-
málastjóra, sem prentað er aftan
við frv. stjórnarinnar og áleit, að
það fræðslumála-fyrirkomulag, sem
nú rikti, miðaði fremur að því,
að heimska þjóðina en bæta. Hann
kvað stórtjón að því fyrir þjóðina,
að heimiliskensla hefði lagst niður
og skólar komið í staðinn, heim-
ilin ættu fyrst og fremst að vera
börnunum skólar og heimanámið
kvað hann hverju barni happa-
drýgst. — í sama strenginn tók
Sveinn i Firði, en kvaðst þó ekki
viljajmissa skólana. En hann vildi
láta kennara taka á sig örðugleika
dýrtíðarinnar eins og'aðra og kvað
frv. mentamálanefndar til bóta. —
Þorsteinn Jónsson fann ýmislegt
að athuga við heimiliskenslu, og
þótti litlar bætur að frv. nefndar-
innar. Loks var þó frv. nefndar-
innar samþykt með 16 atkv. gegn
8 og málið afgreitt til efri deildar.
4. málið á dagskrá, frv. til laga
um veðurathuganastöð í Reykjavík,
var afgreitt umræðulaust til efri
deildar og 5. málinu vísað um-
ræðulaust til 3. umr.
Siglufirði til 3. umr. Breytingartill.
höfðu komið frá allsherjarnefnd og
áttust þeir við nokkuð út afþeim,
Einar Arnórsson flm. þeirra og
Stefán Stefánsson flm. frumvarps-
ins. Voru þó breytingartillögurnar
flestar samþyktar og frumvarpið,
þannig endurbætt í annað sinn,
afgreitt til efri deildar.
Þegar hér var komið hafði fund-
ur staðið í 2J/2 tíma og þó eitt
mál eftir, sem mátti búast við að
rætt yrði, en það var frv. stjórnar-
innar um almenna hjálp vegna
dýrtíðarinnar. Var því þingfundi
frestað til kl. 5.
Sá fundur stóð í tvo tíma, og
sá þá forseti þann kost vænstan,
að láta fresta umr., því ræður
framsögumanna urðu svo langar,
að auk þeirra komst að eins einn
að allan þann tíma, en það var
fjármálaráðherra.
Frumvarpinu  hafði  verið vísað
í bjargráðanefnd,  en hún klofnað
í málinu.  Vill meiri hlutinn ekki
veita  neinn  fjárhagslegan  stuðn
ing almenningi fyr en um verulega
neyð er orðið að ræða, og þá ekki
sem styrk, heldur sem lán.  Pétur
Jónsson framsögumaður meiri hlut-
ans reifaði tillögur þær, sem meiri
hlutinn  kom  með,  og hélt langa
ræðu  um  málið.   Kemur  stefna
meiri  hlutans  bezt  fram í 2. gr.,
sem   hann   vill   orða  þannig
»Landsstjórninni er heimilt að veita
bæjarfélögum   og  sveitarfélögum
dýrtíðarlán,  þar sem veruleg neyð
er fyrir höndum. En það er veru
leg  neyð,  ef bæjar- eða sveitarfé
lagið getur eigi með eigin fram
lögum,  né með lántökum af eigin
ramleik,  hjá  bönkum eða öðrum
lánsstofnunum, forðað frá yfirvof-
andi hungri og harðrétti«.
Jörundur Brynjólfsson, sem var
einn í minni hl. í bjargráðanefnd,
heldur fast við þá till. stjórnar-
frumvarpsins, að dýrtíðarhjálpin
sé veitt sem styrkur, en ekki sem
lán, en hafði ýmislegt að athuga
við frv., svo sem: að stjórnin
gengi of skamt í því, að sjá
sveitar- og bæjarstjórnum fyrir
hagkvæmum lánskjörum o. fl.
Hvað er í íréttum?
Um 6., 7., 9. og 10. málið urðu
litlar eða engar umræður.
Þá  var  frv.  um bæjarstjórn  á
Sorglegt slys.
Drengur nokkur 10 ára gamall,
Hafliði Björnsson að nafni, drukn-
aði í sundlauginni í gær. Var hann
að læra sund og var þetta annað
skifti sem hann kom í sundið.
Datt hann í laugina án þess eftir
væri tekið og var örendur er hann
fanst.
Kosta 5 anra eintakið í lausasölu.
A.wgrlýtsingfa,verö: 50 aura
hver centimeter í dálki, miðað við
fjórdálka blaðsíður.
A.fgfreiö®laii í Sölnturninum
íyrst um sinn.
Yið  auglýsingnm  er  tekið  á  af-
greiðslnnni og í prentsm. (Jntenberg-.
Útgefandi:
JFélag; i Reylij avílc.
Ritstjóri til bráðabirgða:
Guðm. <ii3*>*niiii<lssoii.
skáld.
Sími 448.           Pósthólf 286.
Viðtalstími venjulega kl. 4—5 virka
daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti.
I
fastir áskrijenður.
Vegna fjölmargra áskorana
verður nú þegar tekið á
móti föstum áskrifendum
að Fréttum. Menn gefi sig
fram í Söluturninum.
Veðráttan.
Norðanátt um alt land í dag,
hvast á norður- og vesturlandi.
Hálf gráða yfir frostmark í morg-
un á norður og austurlandi, 2—3
gráður annarstaðar. í Færeyjum
suðaustankaldi 7,5° hiti.
Sykuvmálið.
Fyrirspurn þá flytur Einar Arn-
órsson prófessor við níunda mann
í neðri deild:
Hvers vegna hækkaði landstjórn-
inn verð á sykri landsverzlunar-
innar síðastliðið haust? Og hvers
vegna lækkaði stjórnin sykurverðið
aftur?
Hjúskapur.
Gefin voru saman í K.höfn 11.
þ. m. ungfrú Olga Kristinsdóttir
og hr. Wilhelm Voss.
Kom, sá og sigraði.
Jónmundur prestur Halldórsson
hefur dvalið hér í bæ um tíma.
Hann skrapp vestur að Stað í
í Grunnavík um daginn og mess-
aði þar einusinni. Var það með
þeim árangri, að sóknarmenn skrif-
uðu biskupi og báðu um séra Jón-
mund til prests hjá sér og skrif-
aði hver atkvæðisbær maður undir.
Séra Jónmundur flytur vestur þessa
dagana með konu og börn og tek-
ur við brauðinu.
Ættarnöf'n.
Síðastliðið ár voru tekin upp
þessi ættarnöfn hér á landi:
Reykdal, Þór, Laxdal, Bjarkan,
Vestmann, Raguels, Hlíðar, öll á
Akureyri; svo og víðsvegar um
landið þessi: Heiðdal, Haukdal,
Dalmar, Blöndal, Gröndal, Viðar,
Hólm, Snæland, Fossberg, Örvar,
Álfstein, Stephensen, Thorarensen,
fshólm, Flygenring, Skapta, Blön-
dahl, Brunnan, Fossdal og Borg.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4