Fréttir

Tölublað

Fréttir - 14.05.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 14.05.1918, Blaðsíða 4
4 FR E TTIR ^Cnglingspiltur, rosfíur og sRýr, cjQÍur Jzngié aívinnu um síunéarsaRir. cfljgreiéslan vísar á. Skrifstof uskápur, með æði mörgum hóifum óskast.1 Afgreiðslan' vísar á. Talsimi (iskast. Háva póknun gelur sá fengið, sem leig’ja vill talsíma smn nú pegar, eða sem fgrst. Aí'greiðslan vísar á. Gra^fræ Au^lýsirigum Qarl éCöepfner Reilóscluverzlun hefur fyrirliggjandi: Rúgmjöl, danskt. Banka- bygg\ Bygggrjón. Kafíi. Exportkaffl.. Súkkulaði margar teg. Kex fleiri. tegundir. Sveskjur. Rúsínur. Eld- spýtur. Sóda. Mjólk, Ideal og Daiiish Flag. Vindlar o. fl. Flutni u r Tilboð óskast í flutning’ á fæst lijá . s . ... 1 Frett,r er veitt mottaka 1 Soluturnmum. Prekan upp- 6bÍ»y OUesca. T .,. . , A. . . 1 Litlu buðmm jí Pinghollsstræti þegar af- JrlliSllIlglir. greiðslu blaðsins er lokað. Ágætur riklingur til sölu. Aígreiðslan vísar á. lýsingar fást á Viðskiftafé- lag'sskrifstofunni. Tilboð sé afhent þangað fyrir 15. þ. m. Prentsmiðjan Gutenberg. Guy Boothby: Faros egypzki. 65 66 67 næst greip mig einhver deyfð og doði, svo að mér var sama um alt, jafnvel um mitt eigið líf. Hné eg svo örmagna niður á stólinn, sem stóð fyrir aftan mig, — sótti mig ákafur svefn, höfuðið hallaðist aftur á bak án þess eg reyndi að sporna við því og eg misti meðvitundina. IV. Pað var komið fram á morgun þegar eg raknaði við aftur. Fuglarnir kvökuðu fyrir utan vinnustofuna, enda þótt árrisulasti fugl- inn, mjólkursalinn með öðrum orðuin, væri ekki ennþá farinn að láta til sín heyra þar á götunni. Mér hefur ávalt fundist stund sú, sem gengur næst á undan sjálfum deginum, vera hin ömurlegasla í öllum sólarhringnum, og einhver hinn óviðkunnaniegasti atburður í lífi manns er sá, að vakna um þetta leyti og verða þess var, að maður hafi sofið í fötunum alla nóttina sitjandi í óhægum hvílu- stól. Svona var nú ástatt fyrir mér og eg leit ringlaður í kringum mig um leið og eg lauk augunum upp, en ekki hefði eg getað gert grein fyrir því, hvers vegna eg lá ekki í rúmi mínu, þó að eg hefði átt líf mitt að Ieysa. Eg hafði aldrei áður sofnað út af sitjandi á * stól og mér féll þetta illa. Eg leit yfir her- bergið enn á ný og var alt með kyrrum kjörum, eins og verið hafði kvöldið áður, að svo miklu leyti sem eg gat séð. Pað var að eins eg, sem var eitthvað öðruvísi en eg átti að mér að vera og mér fanst höfuðið á mér vera eins og klettur. Eg reyndi eins og eg gat að rifja upp, hvað til hefði borið kvöldið áður, en fann brátt að mér var alls ómögu- legt að muna nokkurn skapaðan hlut a því. Meðan eg var í þessum hugleiðingum heyrði eg að útidyrnar voru knúðar fast og flýtti eg mér þegar til dyra og opnaði. Má nærri geta hvað mér varð hverft við, þegar eg sá tvo lögregluþjóna standa i dyrunum. »Eruð þér ekki herra Forrester, með leyfi að spyrja?« tók annar þeirra til máls og hélt svo áfram þegar eg játaði því: »Þér verðið að afsaka að eg geri yður ónæði svona snemma morguns, en til þess liggja mikil- vægar ástæður. Eg mundi vera yður þakk- látur, ef þér vilduð gera svo vel að tala við mig stundarkorn í einrúmi«. »Með ánægju«, svaraði eg og bað hann koma inn. Eg lokaði dyrunum og vísaði honum til vinnustofu minnar. »Já, það er eins og þér sögðuð, að þetta er fremur einkennilegur heimsóknartími«, sagði eg. »Hvað get eg gert fyrir yður?« »Eg held, að þér getið gefið mér mikils- verðar bendingar«, svaraði hann. »Pað hefur verið framið djöfullegt morð hjá fornmenja- salanum hérna á næsta götuhorni annaðhvort seint í gærkvöldi eða einhverntíma í nótt sem ieið, liklegast þó milli klukkan tólf og eitt. Pað er sérlega einkennilegur atburður og eftii öllum líkum að dæma, hafa talsverðar stimpingar gengið á undan, þótt ekki hafi heyrst neitt hljóð. Götudyrnar voru harðlok- aðar þegar við brutumst inn, svo það er auðséð, að morðinginn hlýtur að hafa getað forðað sér út um bakdyrnar. Það vill nú líka svo vel til, að maður hefur sézt vera á ferð í göturangalanum, sem er bak við húsið milli nr. 1 og 2, en það vakti engan grun þá í svipinn. Vitnið, sem sá hann, skýrir svo frá, að hann hafi gengið hérna megin eftir götunni þar sem skugga bar á og heldur, að hann haíi skotist inn í eitt- hvert húsið hérna í grendinni, þótt ekki þori hann að fullyrða það. Húsið hægra megin við yður er mannlaust og harðlokað á því öllum gluggum og dyrum, svo að ekki hefur hann getað farið inn í það og húsið vinstra megin er matsöluhús. Eg hef fundið hús- móðurina þar að máli og hún fullyrðir að

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.