Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						FRETTIR
íslenzku símamennirnir.
Eftir
H. de Vere Stacpoole.
(Frh.)
Henni hafði ekki komið til hugar að segja
þetta alt saman, og það var fyrst ná að henni
hugkvæmdist að bregða heiti við hann. Það
var eins og einhver annar talaði fyrir hennar
munn. Akkerið hófst frá grunni og Oddur
íerjumaður hrópaði og kallaði á hana. Hún
gekk ofan stigann og sá, að Ólafur starði á
hana, þegar bátnum var ýtt frá. Það var eins
og hún sæi ekkert á skipinu nema þetta and-
lit — ekki reykháfinn með rauða beltið eða
bátana, sem héngu í hjóltaugunum.
Ekki varð Svölu neitt hughægra, þó að
hún hefði nú firrt sig fári því, sem verra var
en dauðinn sjálfur, því að henni var ekki
allskostar ljóst, hverri byrði var af henni létt.
Hún vissi að eins, að hún hafði brugðið
heitorði sínu, gert allar ákvarðanir að engu
og bakað föður sínum sorg.
Oddur sótti róðurinn fast, og tók ekki
eftir neinu. Svala þakkaði honum flutninginn
þegar hún sté á land,   og hljóp heim til sín.
Hún var létt og kvik í spori eins og ung-
lingur, og mæddist hvorki né þreyttist.
Stefán var ekki heima, og fór hún þá upp
á loft, settist við glugga sinn og beið hans.
Hún greip hendinni til hjartans, og reyndi
að átta sig á, hvernig þessu væri varið, og
ekki kom Eiríkur í huga hennar, þó að hann
væri undirrótin að öllum þessum harmleik.
Andlitið á Ólafi og svipurinn á því yfirskygði
alt annað.
Nú sá hún til föður síns álengdar. Hann
staldraði við og gaf sig á tal við menn
nokkra, og heyrði hún mannamálið gegnum
opinn   gluggann.   Svo   skildu   þeir,   og   faðir
hennar gekk heim að húsinu. Hann sá hana
við gluggann og veifaði til hennar hendinni,
en hún gekk ofan í stofuna um leið og hann
gekk inn.
Það var ekki komið að matmálstíma, og
ekki farið að leggja á borðið. Stefán fleygði
hattinum sínum á borðið, og gekk að skrif-
borðinu til þess að ná sér í tóbak og pípu,
og sagði því næst við Svölu:
»Jæja — gaztu kvatt hann? Eg ætlaði
sjálfur ofan eftir, en mátti ekki vera að því.
Hann fær bærilegt ferðaveðrið«. Hann fór að
láta í pipuna, og ætlaði að setjast á litinn
bekk fyrir utan dyrnar, því að hann reykti
aldrei inni í stofunni fyr en á kvöldin.
»Eg þarf að segja þér nokkuð, pabbi«,
sagði Svala. »Eg fylgdi honum ofan eftir og
út á skip, og sagði honum —«
»Já, einmitt það«, sagði Stefán og Ieit upp.
»En hvað er að þér, Svala?«
»Eg get ekki gifzt honum«.
Hún studdist við borðið og drap höfði, en
leit upp rétt á meðan að hún var að segja
þetta. Stefán var búinn að lála í pípuna, og
stóð nú kyr og horfði á hana.
»Hverjum geturðu ekki gifzt?«
»Honum ÓIafi«.
»Guð hjálpi þér! Ertu gengin af vitinu,
barn?« sagði faðir hennar. »Hvað hefur Ól-
afur gert fyrir sér, fyrst að þú getur ekki
átt hann?«
»Hann hefur ekkert gert, en mér er ómögu-
legt að giftast honum«.
Stefán hafði undarlegar skoðanir á kven-
fólkinu, og bar fyrir því samtvinnaða lotn-
ingu og lítilsvirðingu. Hann var sannfærður
um að konan stæði karlmanninum miklu
framar um tilfinningalíf alt, en h#nn var
jafn-sannfærður um, að hún stæði honum
langt að baki að öllu öðru. Hann gerði sér
þá hugmynd,   að konur væru altaf fáanlegar
til þess að gera samninga við karlmennina,
ekki af neinum sérstökum ástæðum, heldur
af því, að þeim væri það meðskapað.
Hann sagði því:
»Hann hefur ekkert gert þér, en þó geturðu
ekki gifzt honum. Hver getur nú botnað í
þessu? Herra trúr! Hver skilur annað eins?
Ertu þá alveg gengin af göflunum, fyrst að
þú talar svona? Hann er álitlegasti maðurinn
i Skarðsstöð, og þó víðar sé leitað — þú
hefur heitið honum eiginorði, og segist svo
ekki geta gifzt honum. Það er rétt eins og
eg segði við prestinn: Eg skal gefa yður 5
krónur fyrir töðubaggann, — og kæmi svo til
hans daginn eftir og segði þá: Eg vil ekkert
hey af yður kaupa. — Væri nú nokkuð vit í
slíku? Jafnvel þó að heyið hefði skemst af
einhverjum óviðráðanlegum ástæðum, þá væri
þó ekki rétt að rifta samningi, sem einu sinni
hefur verið gerður. Og hvað hefur Ólafur
breyzt? Ekki nokkurn skapaðan hlut! Hann
er samur og hann var, þegar samningurinn
var gerður«.
»Já, en eg hef ekki gert neinn samning
við hann«, sagði Svala. »Þetta er alt öðru-
vísi. Eg þekti ekki sjálfa mig, þegar eg lofað-
ist honum, og nú hef eg fengið óbeit á hon-
um, og get aldrei átt hann«.
Hún þagnaði Um stund og fór að kjökra,
en faðir hennar tók ekki eftir því.
«Þú ert orðin honum fráhverf! Við hvað
áttu? Hvers vegna?«
»Eg veit það ekki«.
Stefán hló kuldahlátur, og sneri sér við til
þess að láta lokið á tóbakskassann, þvi að
hann hafði altaf munað eftir því, að kassinn
var opinn. Því næst tók hann eldspýtnastokk,
sem lá hjá kassanum.
oss ber að skipa meðal frændþjóða
vorra á Norðurlöndum.
— Þingræði vort og þjóðræði er
ungt, og þess vegna er eðlilegt að
nokkur hafi mistök orðið á með
að fara.
Barnið er lengi að komast á
legg, þarf tíma til að kunna fótum
sínum forráð.
Því skyldi enginn örvænta, þótt
seint hafi miðað í sumu og gönu-
skeið nokkur, jafnvel óhappaspor
aftur á bak, hafi verið hlaupin í
fyrstu. Og þó er sú bótin í máli,
að færri eru þau með oss, en af
ýmsum ástæðum hefði mátt búast
við.
Einhvern viðsjárverðasta barna-
sjúkdóminn höfum vér tekið, er
ungu þjóðræði er háski mikill
búinn af.
Það er löngun og viðleitni til
þess að leika stjórnkænskumenn.
Sú sótt hefur hvað eftir annað
gert þá hlægilega og vanmegna í
viðskiftum vorum við Dani, er vér
höfum falið forustu mála vorra.
Ekki þarf frekari sannana að
Ieita í þessu efni, en »uppkastsins«,
sællar minningar, og drýginda
þeirra, er forsvarar þess bjuggu
yfir, er þeir reyndu að ginna al-
þýðu til fylgis við það, og þóttust
hafa leikið mjög á danska stjórn-
málamenn með djúpsettum hygg-
indum! En íslenzk alþýða kunni
að meta stjórnkænsku þeirra að
maklegleikum, sá við lekanum og
setti undir hann.
Og svo kom »bræðingur« og svo
| »grúlur«, og svo komu svikin við
Sigurð Eggerz, er einarðlegast rak
erindi vor í konungsgarði.
Óyndislegar eru endurminningar
þær, en um orðinn hlut tjáir ekki
að sakast. Hitt er nú fyrir hendi,
að láta slíkt eigi aftur henda.
Vér verðum að fylgja stefnu
þeirri er hér var sögð í upphafi,
og eigi má það oss aftur henda,
að vér veitum eigi örugt atfylgi
hverjum þeim foringja vorum, er
geiglaust og skörulega ber fram
mál vor við konunginn og Dani.
En þyki þingi og þjóð sem eigi
sé vilji hennar borinn fram með
nógum skörungsskap, þá er hæg-
urinn hjá, að árétta vilja sinn með
ótvíræðum ummælum i lagaformi
eða á annan hátt, svo að sýnt sé kon-
ungi og Dönum að oss er alvara,
— heilög alvara, er ekki lætur að
sér hæða.
Nú mun brátt að þvi reka, að
til skarar verði látið skríða í fána-
málinu og væntum vér að djarf-
lega og viturlega verði þjóðarfleyi
voru í horfi haldið. Er enn eigi
ástæða nokkur til þess, að tor-
tryggia stjórn eða þing í því efni,
og verður væntanlega ekki.
En hitt er víst, að miklu skiftir
og eigi verður því um aldir gleymt,
hversu nú verður um hjálmunvöl
haldið.
Zahle seníir skeyii.
Zahle, forsætisráðherra Dana,
sendi forsætisráðherra íslendinga
eftirfarandi skeyti. Sakir umtals
um íslandsmál í dönskum blöð-
um, hefur hann þótzt nauðbeygð-
ur til að gefa yfirlýsing út um
þessi mál. Þessa yfirlýsing hefur
Zahle nú sent ísíenzka ráðuneyt-
inu. Hún hljóðar svo:
Eg leyfi mér að skýra yður frá,
að eg hef birt eftirfarandi skýrslu:
»Sökum margskonar orðróms í
nokkrum hluta blaðanna um sam-
band vort við fsland, þá lít eg svo
á, að það sé rétt, að skýra frá því
sem í raun og veru er að fara fram.
Þegar Jón Magnússon, íslenzkur
ráðherra, var hér síðastliðið haust,
kom hann fram með kröfu um
verzlunarfána.
í ríkisráðinu 22. nóv. var tillaga
hans ekki samþykt af Hans Hátign
konunginum, en ræða hans, sem
þá var birt var á þessa leið:
Eg get ekki fallist á tillögu þá,
sem ráðherra íslands hefur borið
fram; en eg vil bæta því við, að
þegar íslenzkar og danskar skoð-
anir ekki samrýmast, munu al-
mennar samninga-umleitanir í
einhverju formi, heldur en að
taka eitt einstakt mál út úr, leiða
til þess góða samkomulags, sem
ætíð verður að vera grundvöllur
sambandsins  milli   beggja land-
anna.
Þessi hugmynd um almennar
samninga-umleitanir hefur verið
tekin til ihugunar á íslandi og það
var skýrt frá því, að allir flokkar
þar féllust á það. Þareð búist er
við því að núverandi alþingi verði
bráðlega Iokið og þingmennirnir
þá dreifist um alt ísland, er það
æskilegt, að alþingi berist skjótlega
vitneskja um afstöðu vora í þessu
máli. í þessu sambandi hef eg
beðið foringja allra stjórnmála-
flokkanna að kveðja saman flokk-
ana og leggja fyrir þá þá spurn-
ingu, hvort þeir telji það viðeigandi,
sem stungið var upp á í ríkisráði
22. nóv., sem uppástungu til ís-
lendinga, að hefja nú samninga-
umleitanir um alt samband íslands
og Danmerkur.
Ef ákvörðun um þetta skyldi
verða gerð, verður alþingi skýrt
frá þessu k og er þá búist við því,
að það sé undir það búið að koma
saman vegna væntanlegra samn-
ingaumleitana. Þegar ríkisþingið
hefst 28. maí, þá skal ákvörðun
tekin um það, hvernig Danmörk
muni æskja að skipa fulltrúa til
slikra samninga-umleitana.
Núverandi stjórn hefur aldrei
stigið nokkurt skref i sambands-
málum Danmerkur og íslands, án
þess að ráðgast við alla flokka
ríkisþingsins, og hingað til hefur
hún alt af fengið samþykki þeirra«.
»Politiken« segir í sambandi við

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4