Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						FRÉTTIR
Islenzku símamennimir.
Eftir
H. de Vere Stacpoole.
(Frh.)
»Þú þekkir ekki sjálfa þig, og veizt ekki
hvað þú vilt — það er mergurinn málsins.
Og nú gengur þú á heit þitt við þennan
heiðursmann, og á orð mín líka, því að eg
lofaði honum því, að hann skyldi fá þín, og
svo hefur þú ekki aðrar ástæðuf en þær
fram að færa, að þér falli ekki eitthvað við
hann. Þær ástæður geta kvenmenn borið
fyrir sig, en eg tek þær ekki gildar. Þú verður
að hugsa þig betur um«.
»Nei — það get eg ekki og vil ekki!« sagði
Svala kafrjóð. »Eg geng aldrei að eiga hann,
og skal aldrei minnast á hann framar«.
Hún sneri sér frá föður sínum, og hljóp
út úr stofunni.
Stefán Iamdi pípuhausnum í borðið, en
gekk svo líka út og settist á bekkinn. Kveikti
hann þar í pípunni, og nagaði munnstykkið
þangað til að það var nærri komið í sundur.
Hann vildi ekki láta standa uppi í hárinu
á sér, en gat aldrei litið á neitt mál nema
frá einni hlið, og var svo þrár og ósveigjan-
legur, að engu tauti varð við hann komið.
Hann hafði alls ekki breytt þeirri ákvörð-
un sinni, að Svala skyldi giftasl Ólafi, þó
að hún segði honum þetta, en meðan hann
sat þarna og reykti og hugsaði málið, þá
datt honum eitt í hug. Skyldi Svala vera
ástfangin í einhverjum öðrum? Skyldi nokk-
ur annar vera að bola Ólafi burt?
Hann gat engan slíkan hugsað sér í Skarðs-
stöð, en þá datt honum Eiríkur í hug, og
að hann hefði farið með henni til þess að
skoða hafís-jakann. Og svo mundi hann eft-
ir því, að Magnús hafði sagt fyrsta kvöldið
að Eiríkur væri kvenhollur í meira lagi.
Hann stóð þegar upp, lagði frá sér píp-
una og gekk inn; kallaði hann svo til Svölu
neðan úr stiganum, og sagði henni að koma
ofan í stofuna. Vinnukonan var að leggja á
borð, og sendi hann hana burt, þegar Svala
kom inn, og læsti hurðinni.
»Eg hef verið að hugsa um þetta, og get
engan botn fundið í því, nema að svo sé, að
þú hafir felt hug til einhvers annars. Er því
þannig varið?«
Svala svaraði engu.
»Eg átti þá kollgátuna. Nú — nú! Þú átt
enga móðurina, sem geti talað um þetta við
þig, og ráðið þér, svo að þú glæpist ekki á
því að kasta ást þinni á þann, sem ekki er
hennar verður. En eg er nú faðir þinn, og
mér ber að gæta þín fyrir sjálfri þér. Hefur
þú fengið ást á þessum nýkomna manni —
þessum Eiríki?«
Þessi spurning kom eins og reiðarslag á
veslings stúlkuna. Hún hafði ekki gert sér
þetta tjóst.
Eiríkur hafði aldrei gefið henni nokkra
átyllu til þess að halda, að hann kærði sig
meira um hana en hvern annan góðkunn-
ingja. og þess vegna kom þessi spurning yfir
bana eins og skúr úr heiðskíru lofti.
Hún varð ofsa-reið. Henni fanst eins og
einhver ókunnugur hefði komið að sér nak-
inni, og starði á sig, í stað þess að draga sig
í hlé. Varð hún náföl í framan, en. mælti
ekki orð frá munni.
Stefán barði saman hnefunum.
»Já — svona er það lagað. — En eg fyrir-
býð það — í stuttu máli: Eg fyrirbýð þér að
tala við þennan mann, og læt það ekki við-
gangast!« — Hann sneri sér við einu sinni
enn,  þegar  hann kom að dyrunum,  og tók
upp aftur: »Eg fyrirbýð það — og svo er
ekki meira um það!«
Hann fór. Hann hafði aldrei reiðst henni
áður, og ekki hafði henni heldur runnið í
skap við hann fyrri, en aldrei hafði hún
fundið  til  slíkrar gremju sem í þetta skifti.
Það var eins og tilkoma ástarinnar hefði
gjörl|reytt henni, og gert hana meðtækilega
fyrir ástríður og ofsa-reiði, en þær tilfinning-
ar hafði hún aldrei þekt, meðan hún var
óþroskaðri.
Það var sem sál hennar hefði verið lostin
svipuhöggum, þegar hún hætti sér út í ver-
öldina til þess að leita ástarinnar.
XV.
S vefngr as.
Hún mætti Eiríki daginn eftir á gangi, en
gekk fram hjá honum, án þess að líta við
honum. Hann hafði verið í illu skapi frá því
daginn áður, að hún heilsaði honum svo fá-
lega, og mýkti það ekki skap hans, að hún
lézt nú ekki sjá hann.
»Ef hún heldur þessu áfram, þá skal eg
sýna henni, að eg tek mér það ekki nærrk,
sagði hann við sjálfan sig áður en þau
mættust.
Hún kom, og rann Hlenni með henni. Ei-
ríkur horfði beint framan í hana, og einsetti
sér að líta ekki undan, en hún gekk fram
bjá, án þess að líta á hann. Yrðlingurinn
skifti sér heldur ekkert af honum, gaut ekki
einu sinni til hans augunum.
Hann horfði nokkra stund á eftir þeim, og
hélt svo áfram til sjávar.
Ólundin var rokin úr honum, en hann
fann til bjartsláttar.
Hún var reið, og af því stafaði fáleiki
hennar daginn áður, en ekki stóð henni á
sama um hann. Það vóru sjálfsagt einhverjir
smámunir, sem höfðu tendrað reiði hennar,
en ekki vissi hann, hvað það kynni að vera.
Ef þetta hefði komið fyrir Magnús, þá hefði
hann farið að barma sér og helt i sig brenni-
víni, en slíkt var Eiriki fjarri skapi. Hann
þekti betur kvenfólkið en svo.
Roðinn á kinnum hennar, þegar hún gekk
fram hjá, hafði boðað honum friðslit og stríð.
Nú — jæja! Það var ekkert um það að segja,
og ófriðarefnið var lítilvægt. Háar öldur rísa
að eins á djúpu vatni, og þegar það ókyrr-
ist, án sýnilegra orsaka, þá eru það huldar
ástæður, sem því valda.
Magnús og Gísli vóru niðri við bryggjuna,
og vóru að búa sig út í róðurinn; sonur
Gísla var þar líka.
»Kemur þú ekki með okkur?« spurði
Magnús.
»Nei«, svaraði Eirikur. »Eg ætla að fara i
eggjaleit«.
Magnús svaraði engu. Þó að Eiríkur tæki
þátt í vinnunni og umgengist hina sem jafn-
ingja sína að flestu leyti, þá gleymdi hann
því þó aldrei, að hann var þeirra auðugast-
ur og foringi þeirra. Það var sjálfsagður
hlutur, að hann reri með þeim eða sat heima,
eftir því sem honum sýndist sjálfum, og aldrei
snerti hann hendi sinni á því, að verka fisk-
inn eða salta. Það önnuðust þeir feðgar Gísli
og sonur hans, og hjálpaði kona Gísla þeim
til þess og aðrir krakkar þeirra. Þeir áttu nú
fisk á þurkvellinum, sem svaraði fjögur
hundruð króna virði, og átti að senda hann
til Reykjavíkur innan skamms. Annars gekk
þeim útvegurinn vel, og vissi Magnús og þeir
félagar sem var, að það var ekki eingöngu
peningum Eiriks að þakka, heldur einnig
byggindum hans.
Þó  að  fyrirtæki  þeirra  félaga  væri  ekki
yfirgripsmikið, þá kendi þar þó staðreyndar
þeirrar, sem öllum samvinnufélögum og
verkmanna-leiðtogum sézt yfir, og hún er
sú, að vöxtur og viðgangur allra fyrirtækja
er kominn undir hæfileikum eins manns, en
ekki margra, og að samkeppni félaga má líkja
við sjóorrustu. Þar ræður herkænska foringj-
anna úrslitum.
Gísli var vel fær um að halda úti báti, og
sama var um Magnús að segja, en þeim var
ekki sýnt um að yfirvinna örðugleika, og þeir
hefðu aldrei getað risið upp á móti Ólafi. Þá
skorti áræði Eiríks, og það könnuðust þeir
fúslega við.
Eiríkur horfði á eftir þeim, þegar þeir fóru
út í vélbátinn, og lögðu af stað. Það var all-
snarpur vindur, svo að hnitaði í báru, og vor-
blærinn lék um láð og Iög. Það var komið
langt fram í junímánuð, en þó var veðráttan
lik því sem gerist i aprílmánuði. Er það
hvergi nema hér á norðurhjara heims, að
vorveðráttan nær langt fram á sumar.
Eiríkur hélt nú áleiðis til hafnarinnar.
Hann ætlaði að ná sér í svefngras, en ekki
að fara í eggjaleit.
Fyrir ofan hófnina spruttu íslenzk svefn-
grös í klettaskoru. Rlóm þessi vaxa ekki
annarsstaðar á hnettinum.
Svala hafði bent honum á þau, daginn sem
þau gengu til hafnarinnar. Ekki var auðvelt
að komast að þeim, því að til þess varð að
klifra upp frá lendingunni og beint upp klett-
ana, en síðan skáhalt upp að hillunni, sem
þau voru á.
Hann komst hvað eftir annað í lifshættu
á leiðinni, en komst þó ofan aftur heilu og
höldnu,  með stóran blómvöndul í vasanum.
Hann bar blómin heim til sín, setti þau í
krukku með vatni og lét þau standa uppi á
hillu.
Hann ætlaði svo að leggja þau í gluggann
hjá Svölu seinna um kvöldið, eða á glugga-
karminn, ef glugginn skyldi verða læstur.
Fór hann því næst að eiga við garðinn
sinn, en hætti því brátt og stóð með kross-
lagðar hendur, eins og hann væri að virða
garðinn fyrir sér.
Það var þó langt frá því, að svo væri.
Hugur hans reikaði í þúsund mílna fjarlægð,
þar sem sólin brennir sandhóla Japans. Hann
mintist þess, er hann tíndi hvítu blómin í
japanska þorpinu, og lagði þau inn í hús
ungu stúlkunnar, og frá Japan reikaði hugur
hans til löngu liðinna ára og mintist stúlkna
þeirra, sem hann hafði tælt, og þeirra, sem
tælt höfðu hann — heiðvirðra stúlkna og
léttúðardrósa.
Hann hafði gefið þeim lítilfjörlegar gjafir,
eftir því sem efni hans leyfðu, og mörgum
þeirra hafði hann gefið blóm. Ætlaði hann
sér þá að setja Svölu á bekk með kven-
sniftum þessum, og byrja aftur sitt fyrra
líferni?
Þannig stóð hann nokkra stund í djúpum
hugsunum, en gekk því næst inn og tók
krukkuna af hillunni. — Hann tók blómin
upp úr vatninu og fleygði þeim út á haug.
XVI.
Ekki má sköpum renna.
Olafur varð svo forviða á framkomu Svölu,
að hann stóð agndofa og kom ekki upp neinu
orði. Hann sá, að hún hljóp ofan stigann, og
þegar hann leit út yfir öldustokkinn, sá hann
að hún var komin í bátinn hjá Oddi.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4