Fréttir

Tölublað

Fréttir - 16.05.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 16.05.1918, Blaðsíða 3
 FRÉTTIR í aprílmánuði vörpuðu bandamenn úr lofti 18554 sprengikúlum yfir Pjóðverja, en þeir 7379 yfir bandamenn. yímmunðsen noríurjari i £onðon. Ammundsen skipstjóri er nýkominn til London frá Ameríku. Segir hann þar vestra vígahug afarmikinn í hverjum einasta manni og alla telja bandamönnum sigurinn vísan. Er nú ekkert látið ógert til aðstoðar bandamönnum, og geisilegur fjöldi hersveita á leið frá Ameríku til Evrópu. Central News. Kréttir. Kosta 5 anra eintakið í lausasölu. Auglýsingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við fjórdálka blaðsíður. Aígroiðslan í Sölntnrninum íyrst um sinn. Við ang'lýsingnm er tekið á af- greiðslnnni og í prentsm. Qntenberg. Útgefandi: Félag í Reykjavik. Ritstjóri til bráðabirgða: Gnðm. Gnðmundsson, skáld. Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—ðvirka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. Enn fást Fréttir frá upphafi. (Framhald frá 1. síðu.) þingið megi þá og þegar búast við sendimönnum frá Dönum til samninga-gerða við oss. Þessar fréttir eru illa samrýmanlegar. Því bágt eigum við, hér um slóðir, með að trúa því, að þingmenn finni svo sljólega til ábyrgðar sinnar, að það geti flökrað að þeim, að meta meir búrekstur og eigin hag en velferðarmál þjóðarinnar. Að því er mér virðist ríður nú á, að þingið sitji sem fastast, ef það á annað borð treystist til að ganga sómasamlega frá þeim málum, er fyrir því liggja. En ef ekki, þá ættu þingmenn þeir, er nú eru óðfúsastir heim til sín, fremur að afsala sér þingmensku, en að láta heimfararhjalið sér um munn fara. Af praktiskuin ástæðum er það einnig frágangssök, að gefa þing- inu heimfararleyfi. Engum ætti að vera kunnugra um samgöngu- vandræðin í landinu en einmitt þingmönnunum sjálfum. Og ferða- kostnaðar-reikningar þingmanna ulan af landi eru ólýginn vitnis- burður þess, að naumast getur það verið hin alkunna sparnaðarstefna sumra þingmanna, sem stendur bak við heimþrána. Það lítur ó- neitanlega svo út, sem að það séu eigin hagsmunir þingmanna, sem kalla þá heim og annað ekki. En það er svo mörgu logið. Og vonandi reynist þetta líka lýgi. Því að óneitanlega væri það ófag- urt atrið^j í þingsögunni, að þing- menn léti sér sæma, á því herrans ári 1918, þegar ófriðar-ástandið eitt er næg ástæða til þess, að þingið sitji sem lengst, að hlaupa á brott og stofna með því í hættu mesta velferðarmáli þessarar þjóðar, sjálfstæðismálinu. Heimþráin er náttúrlega göfug tilfinning. En ættjarðarástin hefur fram að þessu ekki þótt ófegri kostur. Ef þingmenn vilja nú hafa kausavíxl á þessu tvennu, viður- ^enna þeir það, að hagsmunir þeirra eigi að ganga fyrir hags- munum þjóðarinnar. Og af þeim ávöxtum munu þeir þekkjast. — Húsbruni í Reykjavík. í nótt brann húsið »Laugaland« inni við Laugarnar til kaldra kola. Var húsið brunnið að mestu, er slökkvilið kom á vettvang. Fólk bjargaðist allt, en einhverju af innanhúsmunum varð bjargað niðri í húsinu, engu ofan af lofti. Eldurinn hafði komið upp í móskúr við húsið, en í húsinu hafði hvergi verið kveiktur upp eldur í gær. Að öðru leyti er ó- lcunnugt um upptök eldsins. Hvað er í íréttum? Veðrátta. Logn á Seyðisíirði, Grímsstöð- um og Isafirði. Annarsstaðar sunn- an hægur. Hilinn hækkaður upp í 4—9 stig. í Færeyjum er suðaustan kaldi. Alþingi. í Ed. er til umræðu í dag: Frv. til laga um skipamiðlara, 2. umr., um samþ. um lokunartíma sölu- búða, 2. umr., um veðurathugun- arstöð í Rvík, 1. umr., um barna- fræðslu, 1. umr. Till. til þings- ályktunar um sjóvátrygging, hvernig ræða skuli, og loks svarar atvinnu- málaráðh. fyrirspurn um úthlutun og sölu kornvöru og sykurs. í Nd. er til umræðu frv. til laga um stimpilgjald 2. umr., um hækk- un á vörutolli, 2. umr., um laun embættismanna o. fl, Till. til þings- ályktunar um aukin styrk og láns- heimild til flóabáta, síðari umr. Till. til þingsál. um námurekstur landsins á Tjörnesi, og loks till. til þingsál. um reglugerð fyrir sparisjóði. Tillögu til þingsályktunar um sjóvá- tryggingu flytur Magnús Torfason í Ed. svohljóðandi: »Efri deild Alþingis ályktar að skipa þriggja manna nefnd til að rannsaka sjó- og stríðsvátrygging- ar landsstjórnarinnar og íhuga, hvort tiltækilegt sé, að landið taki á sig slíkar tryggingar á skipum þess og förmum.« Kolanám. Bjargráðanefnd e. d. kemur fram með tillögu um að veita Stranda- sýslu ókeypis námurétt í Gunnars- staðagróf í Drangsneslandi (yzt við Steingrímsfjörð norðanverðan) til ársloka 1919. Og vill styrkja þetta kolanám með 10 kr. úr landsjóði fyrir hverja nothæfa smálest af kolum. Fjárveitinganefnd e. d. hefur felt sig við tillögu þessa. Kolaúthlutun stjórnarinnar. Bjarni Jónsson frá Vogi flytur þá fyrirspurn til stjórnarinnar: Eftir hverju var landssjóðskolun- um úthlutað manna á meðal síð- astliðinn vetur? Hefur landstjórnin eða sveitastjórnirnar ráðið því, liversu með var farið? Þingfréttir. Þingfundir áttu að byrja í fyrra dag kl. 1, eins og venja er til, en áð- ur en þeir byrjuðu voru haldnir tveir fundir í sameinuðu þingi. Á fyrri fundinum fór fram kosning forseta Þjóðvinafélagsins, og hlaut kosningu Benedikt Sveinsson, þing- maður Norður-Þingeyinga, með 16 atkv. (Lárus H. Bjarnason pró- fessor fékk 11 atkv., Jón dr. Þor- kelsson 4, Hannes Þorsteinsson skjalavörður 1, og þrír seðlar voru auðir). Meira gerðist ekki á þeim fundi, en ekki fengu aðrir en þing- menn að vera viðstaddir á hinum siðari fundinum; var það leyni- fundur. Að þessum fundum lokn- um, hófust hinir reglulegu þing- fundir, og voru 2 mál á dagskrá í efii deild, og stóð fundur að eins hálftíma, en í neðri deild voru 10 mál á dagskrá, og var þeirra mála tyrst dýrtíðarlagafrv. stjórnarinnar, 2. umr., sem fresta varð í fyrra- dag, vegna þess hve framsögu- mönnum meiri og minni hluta bjargráðanefndar varð skrafdrjúgt um till. sínar. En nú tók ekki betra við, því að fundur stóð nú til kl. 4, og var svo frestað til kl. 5, stóð sá fundur tjl kl. 8, og 3 málið ekki útkljáð að heldur. Var þá enn frestað fundi til kl. 9, og Iauk honum klukkan að ganga 11; var dagskráin þá enn ekki nærri tæmd; en þingmenn munu hafa verið orðnir þreyttir af þingsetu og séð fram á, að ekki mundi bæta úr skák sumt annað sem á dag- skrá var, svo sem tekjuaukafrv. stjórnarinnar, sem búast má við að enn verði deilt um. En árangurinn af öllum um- ræðunum varð minni en við hefði mátt búast, því við atkvæðagreiðsl- una voru tillögur meiri hluta bjargráðanefndar feldar og stjórn- arfrv. samþykt með ýmsum smá- breytingum og vísað til 3. umr. — Hin langa ræða framsögumanns meiri hlutans varð því fyrir gýg, enda lýsti einn hv. þm. því yfir í einkar skemtilegri ræðu, eins og honum er tamt að flytja, að allar breytingartill. meiri- og minni hluta bjargráðanefndar hefðu verið kák eitt og vitleysa, þingmenn hefðu átt að samþykkja frv. sljórnarinnar óbreytt og það mundi hann gera. Var gerður góður rómur að máli hans og þótti flestum hann hafa hér talað sannmæli um gerðir bjargráðanefndar í þessu máli. Tjarnarvegurinn. Nú er búið að gera vegi beggja megin sem framhald vegarins yfir Tjörnina, og furðar marga á því að hann skuli þurfa að vera ófær, hver veit hvað lengi, af þvíjj að slutt bil úti í Tjörninni stendur ófylt. Þeir sem gera gys að vega- nefndinni segja, að þetta muni eiga að standa ófylt þangað til ein- hverntíma eftir striðið, er steinlím sé komið ofan í sama verð og vat\ áður, þá muni þar koma stein- bogi! Nú mætti að vísu fara vel á því að hafa þarna brú, eða þó öllu beldur á sjálfri miðjunni á Tjarn- arveginum. En allir sjá að það getur orðið langt að bíða eftir því að brúaretni lækki í verði, og er því sjálfsagt að fylla nú þegar skarðið og láta nægja fyrst um sinn rennur í gegnum vegginn fyrir vatnsrenslið. Það getur ekki náð nokkurri átt að láta veg milli bæjarhluta í sjálfum höfuðstaðnum liggja ónot- aðan mánuðum eða jafnvel árum saman af því að verið sé að spara fáein vagnhlöss! Einhverntíma hefur annar eins og ónauðsynlegri tvíverknaður verið unninn bér í þessum bæ, eins og það, þótt grafið yrði aftur í gegnum veginn ef brú yrði ein- hverntíma, sett þar. Öll vegagerð þessa bæjar er frá upphafi ekki tvíverknaður, heldur margverknað- ur hvort sem er.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.