Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						FRETTIR
Leikhúsið.
Leikfélagið befur nú tvisvar sinn-
um sýnt gamanleik eftir Björn-
stjerne Björnsson, er nefnist »Landa-
fræði og ást«. Gamanið er græsku-
laust, heldur gáskakent og hrúgað
saman skringilegum atvikum. Eg
hef séð annan gamanleik eftir sama
höfund leikinn í Osló. »Nár den
ny vin blomstrer«, heitir hann.
Þar eru öll sömu einkennin, en
heldur minna fjör. Enda var hann
síðasta rit skáldsins. En gaman
þótti mér að sjá, að íslenzku leik-
endurnir höfðu lagt sama skilning
í gaman þessa norska skálds, sem
Austmenn gera. Var leikurinn allur
sama eðlis og svo líkur hinum
sem innihaldið leyfði. Þó hefur
enginn þeirra séð meðferð Aust-
manna á hinum leiknum.
Annars lék alt fólkið prýðilega,
en þó bar frá um Ane vinnu-
konuna.
Aldrei hef eg verið svo í leik-
húsi tvö kvöld í röð, að meiri
munur hafi verið áhorfanda. —
Fyrsta kvöldið náðu leikendur
þegar í upphafi tökum á þeim og
sátu menn síðan og grétu af hlátri
og það svo, að vart heyrði til leik-
anda með köflum. En siðara kvöldið
var svo mikill andlegur þræsingur
í búsinu og þyrkingur, að leikend-
ur áttu mikið erfiði, að ná inn úr
skelinni.
Leikendur höfðu þingmenn í boði
sínu síðara \völdið, og mun því
mega búast við, að þeir sjái nú
um, að eigi falli niður leiklistin
hér, er þeim var boðið svo gott.
Bjarni Jónsson
frá Vogi.
Skrifstofa A. V. Tulinius
er flutt á
Bókhlöðustíg-  8.
Fréttir
eru vtðiesnasta blaðið í bæimm.
€kkert ðagblað bæjarins selst ja/n vd.
Áreiðanlega bczt að auglýsa í fréttum.
T i 1 sö 1 u
kjöttunnur og- síldartunnur.
Friðrik Magnússon & Co.
Sími  144.
Mkrir sjómenn
geta fengið
góða atvinnu hjá mér í sumar
á Vattarnesi.
Jón Sveinsson.
Til  viðtals  í  Hótel ísland, nr.  19  kl.  6—8.
Cymbelina hin fagra.
Jfessi  óviöjafMLanleg'a  ág'ætissaga
fæst nú hjá
Þór.  B.  Þorlákssyni,
t>aedi öll og eiiiixi|g eitistöl* Iiefti.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Guy Boothby: Faros egypzki.
71
muna eftir þeirri hreyfingu hans, greip fyrir
kverkar manninum og stakk hann undir
herðablaðið. Kom þetta svo flatt upp á mann-
inn, að hann veitti í fyrstu enga mótspyrnu,
en svo kom sjálfsbjargarfýsnin honum til að
hefjast handa gegn hinum djöfulllega and-
stæðing sínum og varð það að eins til að
færa honum heim sanninn um hve rammur
að afii þessi uppgerðarvesalingur var. Smám-
saman þvarr búðareigandanum þróttur og
féll hann að síðustu til jarðar. Eg þóttist
sjá Faros lúta ofan að honum til þess að
aðgæta, hvort hann væri örendur og hlæja
svo af fögnuði yfir sigri sínum. Þegar hann
var genginn úr skugga um þetta, tók hann
lykil úr vösum hins dauða, gekk að skáp,
sem múraður var í vegginn og opnaði hann.
Litlu síðar fann hann þar hring, steingreypt-
an í gullumgerð, og stakk honum í vasa
sinn. Að því búnu fór hann að íhuga, á hvern
hátt sér yrði vænlegast undankomu. Hann
heyrði skóhljóð lögregluþjóna á gangstéttinni
fyrir utan og brá grönum svo að skein í
gular rándýrstennurnar. Sá hann af slægð
sinni fyrir hættu þá, sem honum var búin,
ef hann freistaði útgöngu um aðaldyrnar.
Hann skundaði því gegnum dagstofuna bak
við búðina og komst út í garðinn og var
kominn  til  min  eftir  örlitla stund, en ekki
72
gat  eg um það dæmt,  hvort það var af til-
viljun eða að yfirlögðu ráði.
Ekki hreyfði eg við morgunmatnum, sem
stóð þar á borðinu, heldur stóð upp og gekk
út að glugganum og horfði ofan á eyðilegt
strætið. Himininn var orðinn dimmur og
draugalegur svo að ekki sá til sólar, en regn-
ið tekið að streyma niður. Það var eins og
náttúran gréti blygðunartárum yfir synd og
svívirðingu mannanna. Eg gekk þangað
sem múmían hafði staðið þangað til fyrir
skemstu — þessi aumi smurlingur, sem hafði
verið undirrót alls þessa ófagnaðar. Mér var
vel kunnugt um, að hún var allþung, eða
svo þung, að eg gat ekki hugsað mér að
jafn gamall maður og Faros gæti valdið
henni, auk heldur haft hana burt með sér.
Eg skoðaði gólfið til þess að gæta að, hvort
kassinn hefði verið dreginn eftir því, en ekki
gat eg séð þess nein merki og vissi ekkert,
hvað gat verið orðið af múmíunni. Sömu-
leiðis aðgætti eg þilið í herberginu, sem þar
var lil hliðar, en ekki var þar heldur neitt
að sjá. Og nú datt mér eitt í hug. Eg hafði
þurft að snúa lyklinum og taka slagbrand-
inn frá þegar eg hleypti Iögregluþjóninum
inn og eg var aleinn í húsinu. Hvernig hafði
þá Faros komist út með byrði sína, harðlæst
hurðinni og sett slagbrandinn fyrir að innan-
73
verðu? Eg gekk inn í vinnustofuna aftur.
Það gat hugsast, að hann hefði alls ekki
farið út um aðaldyrnar, heldur kom^st út
um gluggann ofan í garðinn. Eg grannskoð-
aði gluggann, en hann var jafn vandlega
lokaður og vant var að vera. Mér var ómögu-
legt að ráða þessa gátu. Gat það átt sér slað
að mig hefði dreymt þetta alt saman? Að
eg hefði sofnað út af í hægindastólnum og
dreymt svo alla þessa viðureign við Faros,
sem aldrei hefði átt sér stað í raunogveru?
Æ, betur að svo hefði verið, og hve æviferill
minn hefði þá orðið alt annar! En hvernig
sem eg velti þessu fyrir mér, þá var sjón
sögu ríkari — múmían var horfin! Þegar eg
reis upp úr stólnum var eg búinn að ráða
við mig hvað gera skyldi. Eg ætlaði mér að
Ieita Faros uppi og ekki að eins að bera á
hann þjófnaðinn, heldur einnig morðið Og
láta hann vita í fullri alvöru, að réttvísinni
yrði að verða fullnægt og að eg ætlaði mér
ekki lengur að firra hann vandræðum út af
fantabrögðum hans. En nú fyrst mundi eg
eftir því, að eg vissi ekkert hvar hann átti
heima. Frú Medenham var auðvitað sú eina
af málkunningjum mínum, sem áreiðanlega
gat leiðbeint mér með þetta og það mátti
næstum ganga að því vísu, að hún þekti
heimilisfang  hans  fyrst   hún  hafði  boðið
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4