Fréttir

Tölublað

Fréttir - 26.05.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 26.05.1918, Blaðsíða 1
FRÉTTIR DAGBLAÐ 29. blað. Reykjavíb, sunnndaginn 26. raaí 1918. 2. árgangur. Brúkuð 5 kr. frímerki verða keypt. A. v. á. lefur |ingiö ekkert að gera? Fví var huldið fram af þingfrest- unar-forsprökkunum, meðan hún var á döfinni, að þingið hefði ekk- ert að gera, — þingmönnum væri bezt að fara heim, til kvenna sinna og kúa. Nú mun sú grjda niður kveðin og við nánari athugun munu flest- ir ef ekki allir á einu máli um það, að þingið hafi nóg að gera. Stórmál þau er þing þetta hefur um að fjalla, eru þess eðlis, og svo athugunarverð og umfangs- mikil, að ekki má að þeim hrapa, og um hin smærri málin mun mega segja með sanni, að fátt er of vandlega hugað. Ráð verður að gera fyrir því, að þin^menn verði vel viðbúnir, er »surtur fer sunnanu, og láti nú eigi neilt samninga-moldviðri verða að því ragnarökkri, er í hverfi sæmd vor öll og réttur. Vér væntum þess fúslega, að allir þingmenn, þrátt fyrir allan fornan flokkarig og fylgisblindni haldist nú öruggir í hendur og hiki hvergi, en hitt er efalaust, að oft og rækilega þurfi þeir að ræða málin sin á milli, svo að þeir séu við öllu búnir og eigi mæli hver sitt og fari sinn í hverja áttina, er þeir sjá framan í danskinn. Varð- ar miklu, að eigi verði nú mistök á og höldum vér bæði undir- og yfirtökum, er glima tekst um fána vorn og fullveldi. , Tímar þeir, er nú lifum vér á, eru og svo ísjárverðir um velferð landslýðs, að vandlega og lengi þurfa menn, þótt vitrir væri, að athuga þau bjargráð, er þjóðinni mega helzt að gagni verða. Auðvitað gerir enginn svo öllum líki, og stjórn og þing aldrei held- ur. Enda má það eigi vera mark- miðið, að reyna að gera að allra skapi, heldur hitt að gera það sem heildinni er heillavænlegast í nútíðinni og aíl'arasælast í fram- tíðnjni, hvort sem betur eða verr líkar fjöldanum i svipinn. Bezt er þó ef saman getur farið ánægja al- mennings með ráðstafanir þings og stjórnar og gagn og gifta, er af þeim stafar. Spurn. Þögul gfir bœ og bygðir blœju dregur sumarnótt. Víða reikar hugur hljóður; hjartað titrar þyrsl og mótl. Geturðu leyst úr lífsins gátu9 — leyst úr gátu, þögla nótt! Hvað er lífið, vor og vonir, verði alt að lokum hljótt? — ef það, sem þú anl af hjarta, er nú feigt og hverfur skjótt9- — e/ að lokum alla vegi yfir skyggir dauðans nóti? Mun það alt er antu' af hjarta eiga’ að hverfa’ í dauðans nóll? Þessi spurning yfir öllu all af vofir dag og nótt; skuggavœngi breiða breiðir bygðir yfir, dag og nótt. — ^Láttu elda, lífsins herra! \ leiddu geislai í þessa nótt; sjáðu’ í skugga hljóðrar helju hjartað titra þyrst og mótt. — Lífsins herra! lífsins herra! líttu’ á mína spurn í nótt. S. F. Söngskemtun Benedikts Árnasonar verður en^urtekin í Bárunni mánudaginn 27. þ. m. kl. 9 síðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir í Ísaíoldar bókaverzl. »Fréttir« hafa hreyft ýmsum málum, er þinginu ber skylda til að taka til athugunar og meðferð- ar, svo sem lög um spilavitin hér á landi, »lækna-brennivínið«, lög um hámark á húsaverði og lóða o. fl. og vér leyfum oss að árétta það enn á ný, og raunum ekki þagna utn það, unz skriður er kominn nokkur á þau mál í þing- inu að minsta kosti. t Bjarni Éórðarson, fyrrum óðalsbóndi að Reykhólum, andaðist aðfaranótt hins 25. þ. m. Þar er í hárri elli hniginn í val einhver hinn djúphyggnasti og merkasti bændaöldungur þessa lands. Þingíréttir. Eitt frv. afgreiddi Ed. í gær tíl stjórnarinnar sem lög frá Alþingi, og var það um löggilding verzl- unarstaðar við Hvalsíki í Vestur- Skaftafellssýslu. Annars gerðist fremur fátt, sem í frásögur sé fær- andi á þingfundum í gær. Fundir stóðu stuttan tíma í báðum deild- urn og umræður litlar. Á dagskrá voru í Eti. auk frv., sem þegar er getið, fjórar þings- ályktunartillögur, sem allar voru til fyrri umr., nema sú síðasta, till. um aukinn styrk og lánsheim- ild til flóabáta, sem var samþvkt og afgreidd til Nd. í Nd. var fyrsta mál á dagskrá frv. til laga um gjald á kvikmynda- sýningum. Fað mál var til 2. umr. og er nú komið fram nefndarálit frá allsherjarnefnd, sem vill ger- breyta frv. og heimila bæjar- og sveitarstjórnum að leggja skatt á miklu fleiri skemtanir en mynda- symingar, svo sem á dansskemt- anir, söngskemtanir o. s. frv. Frv. var samþykt með breytingartill. nefndarinnar og vísað til 3. umr. Hin fimm málin, sem á dagskrá voru í Nd., voru alt þingsályktun- artillögur. Þrjár þeirra voru sam- þyktar og afgreiddar til Ed., þar á meðal ein um að heimila stjórn- inni að hækka náms- og húsaleigu- styrk háskólanema 1917—1918 um 50% frá því, er í gildandi fjárlög- um segir. — Till. til þingsál. um heimild fyrir landsstjórnina til þess að veita styrk til að kaupa björg- unarbát gekk til sjávarútvegsnefnd- ar og síðari umr., og þingsál.till. um 35000 kr. lán handa Suður- fjarðahreppi til að fullgera rafveit- una á Bíldudal, til tjárveitinga- nefndar, en fvrri umr. var frestað.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.