Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						FRÉTTIR
DAGBLAÐ
46. blað.
Reykjavík, miðTÍkndaginn 12. júní 1918.
2. árgangnr.
Afmæliskort,
fjölbreytt úrval
& Laugavegi 43?.
Friðfinnur L. Guðjónsson.
Rettur.
Oft hefur það verið um oss sagt,
íslendinga, að við stæðum illa að
vígi við Dani í deilu vorri við þá,
þar sem vér værum fámenn, fátæk
og vopnlaus þjóð. En er nú þessu
svo varið? Fámennir erum vér að
vísu, en ekki gerir fjöldinn til eða
frá, þegar barist er með rökurh.
Og fjöldinn er eigi einhlítur heldur,
þótt barist sé með vopnum og
vakin und, heldur er þar meira
komið undir góðri forystu og
nægri þekking, herkænsku og
hugprýði. En sá ófriðaraðili, sem
hefur færri mönnum á að skipa,
verður að gæta þess, að valinn
maður sé i hverju rúmi. Mann-
fæðin á því eigi að draga hug úr
oss, heldur hvetja hvern einasta
einstakling til þess, að leggja fram
alla krafta sína í öllum efnum.
Lítil þjóð á að ýmsu leyti erflðara
að gæta sjálfstæðis síns og sinna
en hinar stærri þjóðir, en hún fær
þau gæði í staðinn, að einstak-
lingarnir verða sjálfstæðisins betur
aðnjótandi og meta það meira, af
'því að þeir hafa meira fyrir. En
menning vor léttir oss íslendingum
þessa vinnu betur en menning
annara þjóða léttir þeim það. En
hér er eigi rúm til að lýsa þvi.
Fátæk þjóð erum vér að vísu,
en vér búum í góðu landi og eig-
um víst að rélta fljótt við, þegar
þau bönd hverfa af verzlun vorri
og atvinnu, sem ófriðurinn leggur
þar á.
En þá er að líta á hið þriðja
atriði: Erum vér vopnlausir? Her-
skip höfum vér eigi, sverð vantar
oss, byssur höfum vér engar og
ekkert til hernaðar. En hver er
nú munurinn á oss og Dönum?
Ekki myndu þeir mega sín meira
f hernaði við Þjóðverja eða Engla,
en vér við þá. Þó halda Danir
sjálfstæði sínu eigi að síður. Hér
mun þá annað vera að verki en
vanaleg hervopn og hlífar. Stór-
þjóðirnar beygja sig fgrir réttinum.
Jtér með tilkynnist, að jarðarför konuunar minnar sál. Guðrúnar
JÞórðardóttur fer fram frá  Fríkirkjunni og Iiefst með luiskveðja á
lieimili okkar Spítalastíg 6 flmtudaginn 13. þ. m. kl. 11 árd.
Fyrir hö'nd mina, barna okkar og tengrdauarna
Lárns Fálsson, prakt, læknir.
Þeir
sem  veikir  eru  af  meltingarsjúkdómum   eða   langvarandi  sjúk-
dómum  og  þurfa  þess  vegna  aukinn  sykurskamt, geta  leitað  álits
héraðslæknis (Laugavegi 40 uppi) um viðbótarskamt.
Aðrir fá ekki viðbótarskamt.
Matvælaskrifstofan.
Breidablik, 3. tölublað úr í. ár-
gangi, kaupi eg háu verði.
Ritstj. »Frétta«.
Hreinar léreftstuskur
kanpir
Prentsmiðjan Gutenberg.
Enn fást
Fréttip
fvá upphafi.
Tölusetningarvel
óskast til kaups.
Hátt verð í boöi. A.v. á.
Gerist áskrifendur að
FRÉTTUM.
Simfréttir.
Khöfn. 9. juní.
Séknin að vestan.
Sótt er nú af ákefð mikilli af Pjóðverja hálfu að
bandamönnum á vesturvígstöðvunum og veitir ýmsum
betur. Sumstaðar hafa Pjóðverjar unnið nokkuð á og
tekið 8000 tanga.
frá Rússum.
Rússar hafa tekið alla verzlun við útlönd undir
ríkiseinokun og eftirlit stjórnarinnar.
Þess vegna halda Danir sínu sjálf-
stæði. En þá vænkast nú vort ráð.
Þær munu þá og beygja sig fyrir
vorum rétti og vér ættum að
standa jafnt að vigi sem Danir.
Rétturinn er vopn vort og verja
og Danir hljóta að viðurkenna
hann.
Vér erum því eigi vopnlausir,
því að vér höfum það vopnið, sem
bezt bítur, ef menn kunna að beita
því, en það er réttur vor, skýlaus
og ugglaus réttur vor.
Málverk
um 60 að tölu selur Magnús A.
Árnason, bróðir Ársæls bóksala, í
dag kl. 3 í Good-Templarahúsinu.
Pessi málverk eru öll eftir Magnús
sjálfan, flest máluð með vatnslitum,
að eins 6 með olíulitum.
Málverk þessi eru mörg prýðis-
falleg og sum ágæt. Magnús hefur
»lært af sjálfum sér« að mestu, og
gegnir furðu, hver listatök hann
hefur, og glöggskygn augu lista-
mannsins leyna sér ekki. Sannast
hér hið fornkveðna að »náttúran
er náminu ríkari«. En þótt svo sé,
mun þó listnæmið skerpast og
listatökin verða fastari, er hann
hefir numið fastar listareglur. Ætl-
ar hann nú á listmálaraskólann í
Santiago í Chile i Suður-Ameríku
með Lagarfossi næst, og megum
vér íslendingar mikils "vænta af
listamannsefni þessu í framtíðinni.
Er því vonandi, að þeir er vit hafa
og efni, sæki vel uppboðið í dag
og kaupi málverk hans til þess að
veita sér og honum ánægju og
auka dálitlu við fararefni þessa
unga manns, er nú fer út til þess
að auka sæmd sína og fóstur-
jarðar sinnar.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4