Fréttir

Tölublað

Fréttir - 12.06.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 12.06.1918, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Kréttir. Kosta 6 anra eintaklð i lausasðlu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. AuglýsingaTerð: 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við íjórdálka blaðsiður. A1 groiðslnn í Sölntnrninnm fyrst um sinn. Við anglýsinsrnm er tekið á af- greiðslnnni og í prentsm. Gntenberg. TJtgefandi: Félag í Beykjavík. Ritstjóri til bráðabirgða: Guðm. Gnðmundsson, skáld Simi 448. ' Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—5 virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. Þingfréttir. í gær var fundur í sameinuðu þingi áður en deildarfundir byrjuðu, og voru tvö mál á dagskrá, sem bæði voru afgreidd *án breytinga. Hið fyrra var þingsál.till. um styrk til að kaupa björgunarbát. Kom fram brtt. frá Kr. D. um að styrk- urinn yrði ekki bundinn við Vest- manneyjar, heldur mætti veita hann hverju því héraði, sem fyrst réðist i það, að koma sér upp björgun- arbát. En þessi brtt. var feld með 19 atkv. móti 11. Hitt málið var þingsál.till. um 1000 kr. þóknun á ári handa Jó- hannesi pósti á ísafirði. Á hann að fá þessa þóknun í 3 ár eftir að hann lætur af póststörfum. — í Ed. var til 2. umr. frv. um breyting á lögum um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfu-ófriðinum. Flutn- ingsmaður er Magnús Torfason. Samkv. frv. getur landsstjórnin bannað innflutning á vörum, sem að hennar dómi^pru ónauðsynlegar. Bjargráðanefnd Ed. var frv. með- mælt og lagði til í nefndaráliti, að það yrði samþykt. þó hafði Magnús Kristjánsson skrifað undir nefnd- arálitið með fyrirvara. Brtt. kom nefndin með, en þar sem brtt. frá flutningsm., sem fór í sömu ált, var fram komin, tók nefndin sína aftur, en till. flm. var samþykt Samkv. brtt. flm. getur landsstjórnin. sjálf ákveðið, hve mikið skuli lagt á þá vöru, sem hún hefur leyft innflutning á. Annað mál á dagskrá í Ed. var stimpilgjaldsfrv. Voru fimm brtt. frá fjárhagsnefnd allar samþyktar og enn fremur allar brtt. Jóh. Jó- hannessonar, nema sú fyrsta: um að endurgjaldið fyrir stimplun og reikningsfærslu skuli vera 4°/° af því, sem inn kemur við söluna, í stað 2°/o. Sú brtt. var feld. 1 Nd. voru 4 smámál á dagskrá, þar á meðal tvær þingsál.till. ný- lega framkomnar, og var þeim báðum vísað til síðari umr. Önnur er um almennings eldhús, er hún komin frá bjargráðanefnd, og á þessa leið: Alþingi ályktar, að heimila lands- stjórninni að veita tveim mönn- um, einum karlmanni og einum kvenmanni, sem bæjarstjórn Reykja- víkur mælir með, alt að 4000 kr. Reglugjörð um sölu og útflutning á íslenskum afurðum frá árinu 1918. Samkvæmt heimild í lögum nr. 6, 8. febrúar 1917, um heimild handa landsstjórninni til ráð^ stafana til tryggingar aðflutningum til landsins, eru hjermeð sett eftirfarandi fyrirmæli. 1. gr. Skylt er kaupmönnum, fjelögum, útgerðarmönnum og öðrum að bjóða útflutningsnefnd þeirri, sem skipuð var af stjórnarráðinu 3. þ. m., til söluráðstafana eftirgreindar íslenskar afurðir,, sem framleiddar eru á yfirstandandi ári og eigi þurfa beinlínis til heimanotkunar hjer á landi: 1. fiskur alskonar, 2. síld, 3. lýsi, 4. þorskahrogn, 5. fisk- og síldarmjöl, 6. kindakjöt, 7. ull, 8. gærur. Bjóða skal útflutningsnefndinni greindar afurðir eins fljótt og auðið er, og ekki siðar en tveim mánuðum eftir að framleiðslu þeirra er að fullu lokið. 2. gr. Bannað er kaupmönnum, fjelögum, útgerðarmönnum svo og einstökum mönnum að flytja til útlanda eða selja til útlanda eða gjöra samninga um sölu til útlanda á íslenskum afurðum, sem greind- ar eru í 1. gr. þessarar reglugjörðar og framleiddar hafa verið eða framleiddar verða á yfirstandandi ári. * 3. gr. Afurðir þær, sem greindar eru í 1. gr. reglugjörðar þessarar og framleiddar hafa verið á yfir- sta ndandi ári og eigi þurfa beinlinis til heimanotkunar hjer í landi, má enginn hafa í vörslum sínum hinn 28. febrúar 1919, nema umboðsmaður stjórna Bandamanna eða útflutningsnefnd. Ennfremur er að sjálfsögðu vítalaust að geyma umræddar afurðir fyrir umboðsmann stjórna Bandamanna eða útflutningsnefnd. 4. gr. Nú vill eigandi eða umráðamaður afurða þeirra, sem greindar eru í 1. grein þessai-ar reglu- gjörðar og framleiddar eru á yfirstandandi ári, ekki selja þær því verði og með þeim skilmálum, sem síðar verða auglýstir af útflutningsnefnd, og skulu þá afurðirnar teknar eignarnámi. 5. gr. Útflutningsnefnd auglýsir á þann hátt sem hentugast þykir, nánari fyrirmæli og reglur um sölu, söluskilmála og söluframboð á afurðum þeim, sem reglugjörð þessi ræðir um. 6. gr. Lögreglustjórar skulu, hver í sínu umdæmi, hafa stöðugar gætur á því, að fyrirmælum reglu- gjörðar þessarar sje stranglega fylgt og ber þeim að tilkynna stjórnarráðinu tafarlaust með sim- skeyti þegar uppvísl verður um brot gegn fyrirmælum hennar. Skulu þeir þegar í stað gjöra nauð- synlegar ráðstafanir til þess að komast fyrir ætluð brot og hefja rannsókn út af brotum eins fljótt og fært þykir. 7. gr. Brot gegn ákvæðum 1., 2. og 3. gr. reglugjörðar þessarar varða sektum alt að 500,000 kr. Ennfremur skal jafnan, auk sektar, greilt tvöfalt andvirði afurða þeirra, sem ekki eru boðnar~ útflutningsnefnd til söluráðstafana eða fluttar til útlanda eða reynt að flytja til útlanda eða seldar til útlanda eða gjörðir samningar um sölu til útlanda eða eru í vörslum manna eða fjelaga 28. febrúar 1919, og eru allar slíkar afurðir að veði fyrir sektunum. 8. gr. Með mál út af brotum gegn reglugjörð þessari skal fara sem almenn lögreglumál. Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari fyrir dóm, skal málið borið undir stjórnarráðið. 9. gr. Verði ágreiningur um skilning á ákvæðum reglugjörðar þessarar, sker stjórnarráðið úr ágreiningnum. 10. gr. Reglugjörð þessi öðlast gildi þegar í stað og fellur jafnframt úr gildi reglugjörð um ráðstaf- anir til að tryggja verslun landsins frá 22. april þ. á. svo og auglýsing útg. 24. maí þ. á. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. í stjórnarráði íslands, 11. júní 1918. Sicjurðiir zJonsson. Oddur llermannsson.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.