Fréttir

Tölublað

Fréttir - 12.06.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 12.06.1918, Blaðsíða 4
4 FRETTIR meðal Halldór Júlíusson sýslum., með syni. Hann fer upp í Borgarnes í dag. Með honum fara: Kirk verkfræð., Þorlákur Einarsson og G. Grön- vold. »Hvítingur« (mótorskip) kom í gær norðan frá Akureyri. Hann fékk versta veður á leiðinni, laskaðist eitthvað og kom leki í hann. Veðráttan. Áttin, norðan norðanlands, sunn- an og suðvestan sunnanlands. Hit- inn frá 2—7 slig, minstur á Gríms- stöðum, mestur hér. Létt skýjað. Stórstúkuþinginu var slitið í gær. Stórtemplar og öll framkvæmdarnefndin var end- urkosin í einu hljóði og ritstjóri blaðsins »Templar« sömuleiðis. Þinglokadaginn hafði útbreiðslu- sjóði Reglunnar borist í gjöfum frá meðlimum og fylgismönnum bannstefnunnar 1300 krónur. Er það meira fé, en háttvirt Alþing svifti Regluna síðastl. ár, þótt ekki sé það jafn mikið og þingið hefur varið til þess í hvert sinn, að rif- ast um, hvort veita skyldi henni 1000 kr. styrk á ári! Færist Reglan nú í ásmegin og hefur áhugi, framkvæmdarhugur og fórnfýsi einstaklinga í Reglunni sjaldan verið meiri. Mun þar nokkru um valda ósanngirni Alþingis um fjárveitingar til Reglunnar og fé- lagsskapur Andbanninga. »Fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott«. Knattleikurinn í gær fór þannig, að »Fram« sigraði með 6 á móti 1. — Setti »Rvíkur« þetta eina mark í byrjun leiksins, en eftir það voru »Fram«- menn altaf með knöttinn. Gekk Friðþj. Thorsteinsson bezt fram í að skora mark, því hann gerði öll þessi 6 mörk. — í kvöld keppa »Fram« og »Valur«. cJCaifar Rarlaug ar og Rölé 6ö6 fríst rísamt massage, sunnudaga ekki síður en virka daga, á Hötel Island. Sími 394. Viðtalslími kl. 12-6. f Séra Gísli Jónsson á Mosfelli í Grímsnesi drukknaði í Pverá á ferðalagi í Rangárvalla- sýslu í fyrra dag. Jarðarför Bjarna Póróarsonar frá Reykhólum fór fram í gær frá Fríkirkjunni að viðstöddu miklu fjölmenni og mikilli viðhöfn. Mun þetta verið hafa einhver veglegasta útför nokkurs bónda hér á landi. cTfíassagalœRnir Suémunéur c&dtursson. Srátíir eru víðíesnasfa öfaéié i Bœnum. Ekkert dagblað bœjarins selst jafn vel. Areiðanlega bezt að auglýsa í FRÉTTUM. L A X fæst í dag- í Cymbelina hin fagra JPessi óviðjaínanlega á^ætissag'a áturfé Hafnarstræti Sími 211 fæst nú hjá Þór. B. Þorlákssyni, bæði öll og einnig einstök Ixefti. Prentsmiðjan Gutenberg Guy Boothby: Faros egypzki. 149 þegar við vorum staðin upp frá borðum, en eg fór upp á þilfai og kveikti mér þar í vindli. Sólin var að hverfa undir hafsbrún- ina og hvíldi óumræðileg kyrð yfir öllum hafgeimnum. Sást varla nokkur gári á haf- fletinum, en varsíminn aftur af skipinu sýnd- ist ná alla leið til hinnar hverfandi sólar. Það var eitthvað háleitt við þessa aftankyrð og undrafegurð, líkast eins og ládeyða sú, sem oft er undanfari brims og bálviðris, Eg sá, að skipherrann stóð við dyrnar á reyk- ingasalnum, og gekk eg til hans og spurði hann, hvernig honum litist á veðrið. »Eg veit ekki hvað eg á að segja um það«, svaraði hann á frönsku, »en loftvogin hefur fallið talsvert siðan í morgun. Eg held helzt, að hann ætli að hvessa«. Það hélt eg líka, og skiftumst við svo á fáeinum orðum og síðan gekk eg aftur á og settist hjá þiljuglugganum. Glugginn stóð op- inn og gat eg séð ofan í salinn. Rafljósin glitruðu á veggjaskrautinu og endurljómuðu í speglunum, en ekki var neinn maður þar niðri, svo að eg gæti séð. Eg var i þann veginn, að standa upp og ganga burt, en þá heyrði eg einhvern óm frá svefnklefa Valerie og sat eg þá kyr. Það var einhver að tala þar inni og heyrði eg, að það var kvenmaður, en þar sem eg vissi, að enginn kvenmaður 150 annar en hún var á skipinu, þá fór mér að verða órótt, því að málrómurinn var hvell og skerandi og lét illa i eyrum mínum. Nú varð þögn og heyrði eg þá annan málróm, og kannaðist þar þegar við Faros. Eg ætlaði mér ekki eiginlega að standa á hleri, en af einhverjum óskiljanlegum hvöt- um leiddist eg til að leggja við eyrun. »Þú getur ekki óhlýðnast mér«, sagði Faros á þýzku. »Haltu svona í höndina á mér, lokaðu augunum og segðu mér hvað þú sérð«. Nú varð svo löng þögn, að eg hefði getað talið til fimtiu. Þá svaraði kvenmannsröddin í sama róm og áður: »Eg sé sandauðn, sem nær svo langt sem augað eygir í allar áttir, nema eina, þar liggja að henni hæðir eða hálsar. Svo sé eg tjalda- þyrpingu og i tjaldinu, sem næst er, liggur maður á sóttarsæng og engist sundur og saman«. »Er það hann — maðurinn, sem þú þekkir?« Nú varð enn þögn og þegar kvenmaður- inn svaraði, var málrómurinn enn óþýðari enn áður. »Það er hann«. »Hvað sérðu nú?« »í*að er myrkur alt i kringum mig og eg sé ekkert«. 151 »Haltu í höndina á mér og bíddu við — þá sérðu betur. Svona, nú eru augu þín farin að venjast myrkrinu, og nú skaltu lýsa fyrir mér staðnum, sem þú ert stödd á«. Enn varð þögn og síðan tók hún aftur til máls: »Eg er nú stödd í dimmum helli eða skúta. Undir Ioftinu eru gildar stoðir, útskornar með þeim hætti, sem eg hef aldrei séð áður. Á loft og veggi eru málaðar myndir og þarna á steini liggur — dauður maður«. Nú varð svo löng þögn, að eg fór að halda, að mér hefði heyrst yfir næstu spurningu og jsvarið við henni, og að þessi undarlega yfir- heyrsla væri á enda. En þá heyrði eg, að Faros sagði: »Legðu höndina í lófann á mér og horfðu aftur«. Svarið, sem nú kom, var enn undarlegra, en hin svörin. »Eg sé dauðann«, sagði kvenmannsröddin — »eg sé dauðann, hvert sem litið er. Hann æðir um alt nótt og nýtan dag og öll skepnan stynur«. »Það er gott — eg er ánægður«, sagði Faros. »Legstu nú út af og sotnaðu. Eftir einn klukkutíma áttu að vakna, og þá áttu ekkert að muna af því, sem þú hefur birt mér«.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.