Fréttir

Tölublað

Fréttir - 13.06.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 13.06.1918, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR ing sú, in friða« ber fram til sig- urs undir fána landsins fullveldis- hugsjón lslendinga. Grátljóð. Það telja sumir menn geðveiki, ef menn yrkja um sorgir eða heyra, hversu jörðin grætur yfir ófarnaði barna sinna, þótt hún sé bæði gömul að aldurtali og máttug i eðli; ef menn skynja tár hins alt sjáanda himins, er verður að horfa á kynslóð eftir kynslóð berast á banaspjót og byrla eitur líkams og andarlífi, og manni mann; ef þeir heyra stunur hafsins, þar sem það geymir í djúpi harma mannkyns- ins öld eftir öld og verður að friða óbærilegar kvalir mannanna alt frá því, er Hero drekti þar ofur- harmi sínum éftir Leander iátinn og fram á þenna dag. En þessu er þó eigi þannig farið. Þessu veldur eigi geðveila, heldur glögg- skygni, þetta eru eigi ofheyrnir, heldur hljóðgleggvi. Trójumenn færðu háð að Kass- öndru spákonu, er hún sá fyrir örlög borgarinnar og harmaði þau og eigi síður hitt, er borgarbúar vildu eigi trúa henni. Schiller segir í hennar orða stað: Yndi verður engum lífið, er í djúp þess niður sér. Skáldin eru spámenn, þau sjá og heyra harla margt, sem engir aðrir sjá eða hej'ra. Glöggskyggni þeirra og hljóðgleggvi veldur þvi, að þeir sjá niður í djúp lífsins. Fau fá og oft sama hlutskifti sem spákonan í Tróju, að þeim er eigi trúað og mega því oft segja sem hún: Æska mín varð öll að tárum, eintóm sorg í geði var; ókomnum af svöðusárum sorgin þjóðar hjartað skar. Engin karlmenska er það, að vera sjóndapur og skynja eigi, hvort sorgar eða gleðiefni er fyrir hönd- um, en menn kalla stundum skammsýnina hugprýði. Hitt er víst, að engum er skömm að grát- inum. Hetjurnar gráta hjá Homer og Æsir máttu eigi grátinum verj- ast, er þeir vissu dauða Baldurs. »Óðinn bar þeim mun verst þenna skaða sem hann kunni mesta skyn, hversu mikil aftaka ok missa Ás- unum var í fráfalli Baldrs.« Óðinn er skygnastur guðanna og hljóð- glöggvastur, en skáldið mannanna. Það má því seg ja, að löngum hlær lítið vit, er menn gera háð að sorgarstrengnum á hörpu skáld- anna. Og þegar rætt er um ung skáld vor, sem yrkja nú á dögum, þá er ekki undarlegt, þótt upp komi fyrir þeim gráturinn, er þeir vita'miljónir eða jafnvel tugi milj- óna af ungum mönnum verða vopnbitna á skömmu árabili og Reglur og leiðbeiningar um sölu og útflutning á óþurkuðum saltfiski. (Tilkynning nr. 1 frá Útflutningsnefndinni). 1. gr. Samkvæmt samningi á milli stjórna Bandamanna og íslensku stjórnarinnar er skylt, að bjóða fulltrúa Bandamanna hjer í Reykjavík allar íslenzkar afurðir til kaups, jafnóðum og þær eru til- búnar til útflutnings, að því leyti sem þær eigi verða notaðar i landinu sjálfu. Öll sala fer fram gegnum landsstjórnina, og annast útflutningsnefndin allar framkvæmdir á henni, samkvæmt auglýsingu stjórnarráðsins, dags. 4. þ, m. og ennfremur reglugjörð stjórnarráðsina dagsettri í dag. 2. gr. Samkvæmt samningnum ber að afhenda fiskinn á þessum höfnum: Reykjavík, ísafirði, Ak- ureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. En fulltrúi Bandamanna hefir fallist á við nefndina, að kaupa óþurkaðan saltfisk fyrst um sinn til 31. júlí, einnig á þessum stöðum: Keflavík, Hafnarfirði, Stykkishólmi, Patreksfirði, Pingeyri, Siglufirði og Norðfirði. Er þess þó krafist um Keflavik, að þar verði á boðstólum minst 200 smálestir og Stykkishólm minst 100 smálestir. 3. gr. Útflutningsnefndin sinnir eigi framboðum nema frá kaupmönnum, er kaupa fisk fyrir pigin reikning til heildsölu innanlands eða til útflutnings, ellegar frá fjelögum, er útflutningsnefndin viður- kennir, svo og frá útgerðarmönnum, er hafa talsverða framleiðslu. Sökum nauðsynlegra ráðstafana er mælst til, að allir kaupmenn, fjelög og útgerðarmenn, sem hafa fisk með höndum, komi meá framboð sín svo fljótt sem unt er. Og eigi mega þau síðar vera fram komin en 15. júlí næstk. 4. gr. Samkvæmt nefndum samningi er verðið á fyrstu 12000 smál. af allskonar fiski, sem Banda- menn kaupa, þannig: a. ðþnrkadnr saltfisknr Stórfiskur . kilogr. 0.61 Stór netjafiskur — 0.57 Smáfiskur (allar tegundir) .. . — 0.56 Ýsa . — 0.49 Upsi . — 0.46 Keila — 0.47 Langa . — 0.61 b. Fullverkaður saltflskur: Stórfiskur nr. 1 skpd. 170 kr. —»— — 2 — 154 — —»— lakari tegundir, þar með talinn lakur netjafiskur — 140 — Netjafiskur stór nr. 1 — 161 — —»-5- — — 2 — 149 — Smáfiskur nr. 1 —. 157 — —»— — 2 — 149 — Labradorfiskur, þurkaður sem venja er til... __ 123 — Ysa nr. 1 — 140 — — — 2 — 132 — Upsi nr. 1 — 132 — — - 2 — 123 — Keila nr. 1 — 140 — — — 2 — 132 — Langa nr. 1 — 170 — - — 2 — 154 — Alt verðið er háð þeim skilyrðum, sem tilgreind eru hjer á eftir, og gilda þau skilyrði einnig um fullverkaðan saltfisk, það sem þau ná. 5. gr. Allur saltfiskur á að vera metinn af hinum skipuðu eiðsvörnu matsmönnum, sem staðfesta að fiskurinn sje vel saltaður og óaðfinnanleg góð vara, af hverri tegund út af fyrir sig, og skal fisk- urinn hafa legið að minsta kosti 28 daga i salti, áður en hann er vigtaður til sölu. 6. gr- Fulltrúi Bandamanna getur krafist 14 daga frests til að ákveða, hvort liann vilji sinna kaup- um, þó getur hann, ef þörf þykir, krafist lengri tíma til að lúka skoðun á fiskinum, og ákveða um kaupin að því búnu. Sinni hann kaupum, mega líða 30 dagar þangað til borgun fer fram, eða 30 dagar fráj[því að vottorð matsmanna hefir borist fulltrúanum; en verði vörunni skipað út fyrir þann tíma, skal verðið greitt um leið. Ganga má að því visu, að fulltrúinn kaupi allan þann óþurkaða saltfisk sem boðinn verður nnan hins ákveðna tíma (sjá 3. gr.) og á stöðum þeim sem tilteknir eru í 2. gr.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.