Fréttir

Tölublað

Fréttir - 24.06.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 24.06.1918, Blaðsíða 1
FRETTIR DAGBLAÐ 56. blað. Reybjavík, mánudaginn 24. júní 1918. 2. árgangur. Pe55 ve^aa. Fyrir nokkrum dögum var gerð grein fyrir því, hvers vegna ísland gæti aldrei verið örugt ef það væri annaðhvort hluti annars rikis eða í málefnasambandi við það. Þess vegna er auðgengið að því, hvers konar samband það er, sem vér getum verið í við annað ríki. 1. Ef ísland er í sambandi við annað ríki, þar sem atvinnuvegir eru gagnólíkir vorum atvinnuveg- um, þá er auðsætt, að það verður að hafa sína eigin menn til allra samninga, því að menn úr hinu ríkinu, hvort sem þeir eru sendi- herrar eða ræðismenn, þekkja ekkert til vorra atvinnuvega og kunna því eigi að sjá vorn hag. Og það er jafnauðsætt að vér get- um eigi gert samhljóða samning, t. d. um verzlun og tolla, sem bandalagsríkið, því að þarfirnar eru svo ólíkar. Þar er þá önnur höfuðástæða til þess, að vér verð- um að gera vora eigin samninga og sérstaklega óháð bandalagsrík- inu. i l I I Vér verðum því að hafa sátt- máls og samningarétt, þrátt fyrir sambandið, og vér verðum að hafa sendimannarétt. 2. Vér liggjum hér einir í úthafi sem segir 1 hinni fyrri grein og engin þjóð er svo máttug, að vér getum verið öruggir í skjóli hennar í slikum surtarloga sem nú gengur yfir heiminn. Fess vegna verðum vér öryggis vors vegna að vera friðlýst ríki, sem aldrei geti lent í ófriði. En þetta getur eigi orðið nema vér höfum sjálfir og óskorað rétt til þess, að ráða yfir því, hvort vér viljum vera í friði og öruggir eða dragast inn í ófrið með öðrum og verða þeim sterkari að bráð. 3. Ekkert samband milli tveggja ríkja er til, sem rúmi þetta, nema hreint konungssamband. Og vér bljótum því að heimta af Dönum að þeir viðurkenni fullveldi lands- ins í konungssambandi við fían- mörku. Danir vilja ólmir halda áfrarn sambandi við oss. Eitt samband er til, sem er oss bæði sæmilegt °g hættulaust. Ef nú Danir vilja samband, en neita um þetta eina samband, á hvað bendir það? Mundi þess háttar bróðurást freista íslendinga? Gamalt og nýtt. Pað er svo pröngt hér inni, en úti gleði nóg. Nú líður Ijóð af vörwn; mig langar úl í skóg. t austri röðull rennur, lwer rós til himins sér. Ó, komdu, vinan vœna! og vertu' um stund hjá mér. Hegr vorsins Ijóð, sem hátt til himins fer! A Ú vit fara heim til Föroyar við „Botniu“, vilja vit á egnu vegna og fyri teir sendimenninar, ið heim eru farnir, frambera eina hjartaliga tökk til Islendingar fyri ta vœlvild, ið er sýnd okkum. p. t. Reykjavik, ??. Juni 191ti. Rasmus Niclasen, Poul Niclasen, lögtingsmaðnr. lögtingsmaðnr. Amerísk hagsýni. Sjá leiflradjásnin Ijóma um Ijóra’ á hverjum bœ; sjá glóa pil og grnndir og glilra kyrran sœ; sjá loftsins víðblátt veldi og vinda gullin ský; , — heyr vonarkvœði vorsins svo víðfeðm, Ijós og hlý, um gróður landsins vefjast vörm og ný. Svo vildi’ eg leiftrum Ijóma pinn Ijúfa meyjar liug, pinn fÖgnuð vekja' og verja og víkja sorg á bug; svo vildi’ eg geislum glita hvert geðs píns tára-ský; svo vildi’ eg geta verið pér vorsól ávalt ný, pitt œskuljóð, pín gleði góð og hlý. Svo vildi’ eg geta verið — og villisl allaf pó: pú sjálf ert hjartans ldýja og hugar yndis Jró. Pú sjálf ert vorsins varmi og vorsins gleðiljóð, — minn andans gróður alinn við ástar pinnar glóð; við faðmlög pín svo hrein og hlý og góð. t Pú vinan kœra, væna! ert vor og yndis ró. Pólt all pér gœti’ eg gefið, pú gefur meira pó. í austri röðull rennur og roðar stórt og smátt, og leiftradjásnin Ijóma um Ijóra’ í hverri átt; pó ber pín ást par af og yfir hátt. S. F. Snemma hefur hagsýni Ameríku- manna látið til sín taka eins og sjá má á lagafrumvarpi einu, sem rætt var af fullri alvöru á sam- veldisþingi Bandamanna árið 1788, en loks felt með litlum atkvæða- mun. — Læknir eínn, Archibald Murphv að nafni, flutti frumvarp þetta inn á þingið, en blaðið »Friðar- og ófriðartíðindi New- York-bæjar«, sem út kom 19. jan. 1788, segir að aðalefni þess hafi verið þetta: »Til þess að koma upp hjú-' skaparfærri og dugandi kvenna- kynslóð skulu þessar ráðstafanir gerðar: 1. skal engri stúlku, sem náð hefur 12 ára aldri, leyfast að ganga i nærfötum, sem hún hefur ekki unnið sjálf. 2. Sérhver stúlka, sem náð hef- ur 10 ára aldri, skal ganga á mat- reiðsluskóla, sem ríkið setur á fót, og ganga þar undir próf að þrem árum liðnum. 3. Engri stúlku skal levft að dansa fyr en hún er orðin 18 ára. 4. Stúlkur mega hvorki sitja að spilum né reykja tóbak. 5. Stúlkur, sem orðnar eru fullra 18 ára, skulu alstaðar ganga í skot- félög og skal þeim bæði kent að fara með byssu og binda um sár. 6. Engin stúlka má giftast innan 19 ára aldurs og þá því að eins, að hún hafi leyst húsmóðurpróf af hendi«. Blað það, sem birti þetta laga- frumvarp ekki alls fyrir löngu, á- samt alleinkennilegum liegningar- ákvæðum fyrir brot á þessum sex aðalatriðum, gerir því næst svo- látandi athugasemd: »Það var leitt að frumvarp þetta fékk ekki fram- gang á samveldisþingi Bandamanna. Að öllum líkindum hefðu þá önn- ur riki sett hjá sér samskonar lög, (Framhald á 3. siöu.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.