Fréttir

Tölublað

Fréttir - 11.07.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 11.07.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTIR Blómið blóðrauða. Eftir Joh. Linnankosky. (Frh.) Flokkur hans rekur upp skellihlátur. Allir horfa á Ólaf. Hann roðnar lítið eitt í framan, en hann þegir, bítur bara á vörina og snýr sér undan, — til þess að sjá ekki fossinn framar. Rauðstakkur sendir hæðnishlátur á eftir honum, tekur stjakann í hönd sér og hraðar sér út á bjálkann hér um bil tíu faðma and- spænis brúnni. Hann hleypur út á flotann og velur sér bjálka til þess að standa á, — stuttan, digran, bir^tan grenistofn, en stöðugan undir fæti, og flýtur hann vel. Skrítnu brosi bregður fyrir á andliti Ólafi. »Tókuð þið eftir?« segir maður á brúnni við þann er næstur honum stóð. »Þetta veit ekki á neitt gott. Hann veit jafn langt nefi sínu«. »Nú! Burt með ykkur!« Rauðstakkur bregð- ur stjaka sínum undir stíflu-bjálkann og hleypur á hann upp. Spyrnir hann nú hart við og bifar bjálkann, svo hann tekur að riða, en vatnið skvettist um hann. »Sá er karl i krapinu!« er kallað á brúnni. * * Hann stöðvar hreyfingar stíflu-bjálkans, horfir hreykinn í áttina til brúarinnar, blístr- ar og höggur stjakanum ofan í tréð, svo hann stendur þar teinréttur. Svo gengur hann nokkur spor aftur á bak með hendur á síð- um, og fer að lesa »faðir vor«, en fremur flysjungslega. »Hafið þið séð nokkurn hans líka?« hrópar einn af félögum hans á brúnni. »Nei, engan! Sjáið þið hann b.ara!« »Hættu þessu, — hér á ekki við að fara svona með »faðir vor!« er sagt alvarlegri röddu. »Hvern þremilinn kemur þér það við, hvort eg syng eða biðst fyrir!« svarar Rauðstakkur, en hættir þó og* losar stjakann. Hann nálg- ast brúna. Nú hefur slraumurinn gripið trjástofninn. Vatnið skolar um fætur manninum. En hann stendur eins og bjarg. , Hraðinn eykst, stofninn hverfur í freyð- andi röst, — á brúnni standa allir á önd- inni. Stofninum skýtur úr kafi. Hann rekur sig á eitthvað og snýst í strauminum. Maðurinn riðar, en nær jafnvægi með stjakanum og stendur teinréttur. Nú léttir þeim á brúnni. »Tra-Ia, la-la-la!« raular Rauðstakkur, stígur dans-spor og sveiflar sér til jafnvægis. »Sá kann fótum sínum forráð!« er hrópað á brúnni. Sumir skotra augum til Ólafs — til þess að sjá, hvort hann taki eftir því, að keppi- naut hans sé goldið lof í lófa. Hann lætur sem hann heyri ekki né sjái, en beinir allri athygli sinni að iðukastinu. Auðséð er á svip hans, að hann er sem á glóðum. í sömu svipan rekst stofninn, er Rauð- stakkur stendur á, á stein í kafi, og kastast á bak aftur með braki miklu, — hann missir stjakann í freyðandi iðukastið um leið og • hann tekur stökk undir sig, — hann lýtur áfram, en réttir aftur úr sér, — hann stend- ur teinréttur sem áður, stígur dans-spor aftur á bak, og trjástofninn þýtur fram hjá stein- inum. »Þetta var enginn barnaleikur!« »Nei, nei, — það er óskiljanlegt, að hann skyldi ekki hrapa ofan i iðuflauminn«. Stofninn þýtur áfram á fleygiferð. Maður- inn stendur föstum fótum. Nýr árekstur. Nú rís fremri endi stofnsins. (F'rh.) Lloyd Georg-e. Eftir Frank IMlriot. (Frh.) Þegar Lloyd George átti í höggi við Chamberlain, átti hann oft í vök að verjast. Stundum bar svo við að skoðanir hans reyndust ekki á rökum bygðar, og sannanir hans rangar og léttvægar. Er svo bar undir, átti hann enga vægðarvon. Má svo að orði kveða, að hann væri tættur í sundur. En öllum til mikillar undrunar lét hann aldrei hugfallast. Að lokinni hverri árás bað hann um orðið af nýju, og lét sig engu skifta skammir þær er hann hafði hlotið. Hann bar fram nýjar ákærur, og hegðaði sér sem hlutverk hans væri að refsa syndurum. Stundum t^r hann að dæmi Chamberlains, benti á hann og hvíslaði rólegur og kaldrana- legur, og kom það þá stundum fyrir, að hetjan Chamberlain brá litum. Engu væri meira logið en þvi, et menn segðu, að Lloyd George hefði gert sér far um að forðast hatur manna í þann tíð. Eitt sinn er Lloyd George réð af ákafa miklum á Chamberlain, brá honum svo að hann þaut á fætur. Sögðu menn að það væri í fyrsta sinn sem þessi gamli bardaga- maður hefði fundið fyrir mann, sem hefði verið fær um að ganga á hólm við hann. IV. Ófyrlrleitinn stjórnmálaniaðnr. Hvað var það sem einkendi stjórnmála- baráttu Lloyd George? Hvers vegna átti hann sífelt í erjum, sem ollu því, að fleiri urðu féndur hans en vinir? Hvers vegna kaus hann altaf að standa á öndverðum meið við stjórn- ina, hvort sem hún var í höndum fénda hans eða flokksbræðra? Var það nokkuð annað en frægðarlöngun, sem réð gerðum hans og olli því, að hann gerðist ávalt formælandi hinna óvinsælustu mála? — Ressar spurningar renna upp i huga mínum, og það er eigi erfitt að leysa úr þeim. Lloyd George var maður ákaf- lyndur og tilfinninganæmur, og hafði skáld- legt ímyndunarafl til að bera. Fegar í æsku varð hann æfur, er hann sá fátæklingana kúgaða frá vöggunni til grafarinnar. Honum leið aldrei úr minni umhyggja sú, er móðir hans bar fyrir börnum sínum. Frændi bans bar af öðrum að vitsmunum og vilja, en þrátt fyrir það lítilsvirtu menn hann fyrir sakir skoðana hans i stjórnmálum og trúmálum, þrátt fyrir það þótt þessar skoðanir hans væru af göfugum rótum runnar, og hann leitaðist við að lifa samkvæmt þeim. Er Lloyd George óx þroski, sá hann að það voru aðalsmenn og auðkýfingar sem kúguninni ollu. Mestur hluti þjóðarinnar átti við fátækt að búa, og var varnað allra fram- fara og menningar. Fátæklingarnir máttu ekki mynda sér sjálfstæðar skoðanir, og þeir sem völdin höfðu voru menn, sem höfðu hlotið auð að erfðum, hlotið hann af heppni sinni eða aflað sér hans með dirfzku sinni. Hann titraði allur af gremju er hann hugs- aði um þetta. Hann sá að það sem olli þessu ranglæti voru einkarétlindi þau, er auðmenn- irnir höfðu, og áður en hann sjálfan varði, hafði hann gengið á hólm við það sem rang- lætinu olli. Hann unni Wales heitar öllu öðru. Hann bar trúmálin mjög fyrir brjósti, og hon- um svall móður er hann hugsaði um það, að ríkiskirkjan ætti að halda áfram að kúga landa hans. Hann sá, hve fátæklingarnir áttu við bág kjör að búa, því að hann hafði sjálf- ur alist upp i fátækt, og börnin eru álirifa- næmust allra. Er Búastríðið byrjaði, varð hann bæði hryggur og reiður. Hann sá, hve það var óréttlátt, að stórveldið Bretland rænti þessa litlu bændaþjóð frelsi sínu. Þegar frá upp- hafi vega talaði hann með ákafa miklum máli Búanna, Þótt hann væri einn sins liðs, jók það á ánægju hans að geta gert höfð- ingjunum óleik, því að það voru þeir sem ollu þessu ranglæti, eins og svo mörgu öðru, sem miðaði til vansæmdar þjóðinni. Hann réð á hvern af öðrum þeirra manna, sem mest voru metnir og mest höfðu völdin. Adrei leit hann á þær afleiðingar, sem þetta gæti haft, og þessi ósérplægni hans aflaði honum virðingu, jafnvel þeirra manna, sem voru svarnir féndur hans. En einmitt um þetta leyti, er hann stóð á öndverðum meiði við alla þjóðina, var hann ávalt að hugsa um það, hvern veg bæta skyldi meinsemdir þjóðarinnar. Hann vildi reisa úr rústum, í fegurri og betri mynd, það sem hann reif niður. Lengi má um það deila, hvort hann hafi haft á réttu að standa í baráttu sinni gegn Búastríðinu. Hvern veg sem ástatt er, rekur þann mann nauður til, er lýsa vill lífi hans, að finna samræmið í þeim hluta þess, sem virðist sundurleitur og eigi á réttri leið. Þegar öll þjóðin var honum andstæð, sök- um afskifta hans af Búastríðinu, réð hann af að fara til Birmingham, kjördæmis Joseph Chamberlain’s, til þess að vinna menn á sitt mál. Vinir hans báðu hann að fara ekki, en það var árangurslaust. í Birmingham reyndu menn af fremsta megni að koma í veg fyrir að fundur yrði. Fundarkvöldið hafði fjöldi manna safnast saman á fundarstaðnuro, og menn voru svo æstir, að lögreglustjórinn í borginni bað Lloyd George að h*tta sér ekki upp í ræðustólinn. En Lloyd George gaf orð- um hans eigi hinn minsta gaum. Hann sótti fundinn, og er hann kom, varð svo mikið uppþot, að slíks eru fá dæmi í hinni brezku stjórnmálasögu. Áflogin voru ægileg, og vinir Lloyd George voru fótum troðnir af flokks- mönnum Chamberlain’s, sem þustu að ræðu- stólnum. Stólar og borð voru brotin, og glugg- ar og alt sem fyrir varð. Margir menn voru særðir, og einn hlaut bana. Lloyd George komst með naumindum á braut, klæddur einkennisbúningi lögreglunnar. Saga þess, sem við hafði borið í Birming- ham, fór um landið eins og eldur í sinu. — Lloyd George var hræddur og nefndur rag- geit af því, að hann læddist burt í dular- klæðum. Ef fært væri að skjóta honum skelk í bringu, þá hefði verið úti um hann. Nokkrum dögum eftir atburð þenna, hitti þingmaður nokkur Joseph Chamberlain í þingsal neðri málstofunnar. »Ekki tókst fylgis- mönnum yðar að drepa Lloyd George þarna um kvöldið«, sagði hann. »Því er jafnan þann veg farið«, sagði Chamberlain, »að það sem öllum ber að gera, það er látið kyrt liggja«* (Frh.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.